Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Úrræði í kjör- dæmamálum GREIN UM það, sem til ráða er í kjör- dæmamálum, eftir Vil- hjálm Þorsteinsson, kerfisfræðing og ritara Félags fijálslyndra jafnaðarmanna, birtist í Morgunblaðinu sunnudag 15. janúar. Þar víkur hann meðal annars af hugmynd, sem hann kennir við mig, og lýtur að því að jafna kosningarétt landsmanna. Lýsir Vil- hjálmur því, sem hann telur felast í þessari hugmynd. Af þeim lestri má ráða, að hann skilur það annað hvort ekki eða rangfærir vís- vitandi. Hugmyndin, sem hér um ræðir, var kynnt á fundi á vegum málefna- nefndar Sjálfstæðisflokksins um stjómskipunarmál 15. október 1992. Hún var síðan send til athugunar hjá félögum innan Sjálfstæðisflokks- ins. Til hennar er vísað í landsfund- arályktun sjálfstæðismanna frá 1993. Fulltrúar flokksins hafa kynnt hana í hópi þeim, sem nú starfar að kjördæmamálinu á vegum stjóm- málaflokkanna. Þótt það hafi komið í minn hlut að vinna að málinu á vegum fyrrgreindrar málefnanefnd- ar, ætti öllum að vera ljóst, sem kynna sér tillögumar, að öll fræðileg vinna og útfærsla er unnin af Jóni Ragnari Stefánssyni stærðfræðingi. Tölulegar athugasemdir við grein Vilhjálms byggjast jafnframt á sam- vinnu okkar Jóns Ragnars. Leiðrétting í kjördæma- málum er hluti af endur- skoðun mannréttinda- ákvæða stjómarskrár- innar, segir Björn Bjarnason um leið og hann leiðréttir rang- færslur í Morgunblaðs- grein Vilhjálms Þorsteinssonar. Kjami tillögunnar er sá, að kjör- dæmum verði fjölgað úr 8 í 11 og þingmönnum fækkað úr 63 í 53. Markmiðið er í senn að auka hag- ræði í störfum Alþingis, sem samein- ast hefur í eina málstofu, og draga úr misvægi atkvæði. Einnig er talið, að æskileg nálægð þingmanna við kjósendur aukist við að skipta Reykjavík og Reykjaneskjördæmi í fleiri en eitt kjördæmi. Rangfærslur Vilhjálms Vilhjálmur Þorsteinsson (VÞ) seg- ir, að í ljós komi „að núverandi Reykjavíkurkjördæmi hefði árið 1991 fengið 21 þingmann (af 53) en núverandi Reykjaneskjördæmi 12.“ Þetta er rangt. Samanlagður þingsætaíjöldi í núverandi Reykja- víkur- og Reykjanes- kjördæmum hefði sam- kvæmt tillögunni væntanlega orðið 30 en ekki 33. VÞ segir einnig: „Mesta atkvæðamis- vægi yrði 1:2,1 milli Vestfjarða og Norður- lands eystra.“ Þétta er líka alrangt. Miðað við kjörskrár- tölur 1991 er mesta atkvæðaríiisvægi 1:1,8 milli Vestfjarðakjör- dæmis og kjördæm- anna í heild á Suðvest- urlandi. Atkvæðamis- vægi miili Vestfjarðakjördæmis og Norðuriandskjördæmis eystra er hins vegar um 1:1,7 eða um 1:1,4 og er hið síðara mun líklegra. Þess- ar tölur eru byggðar á því, að Vest- fjarðakjördæmi hljóti þijú þingsæti og Norðurlandskjördæmi eystra fimm eða sex þingsæti og að hið síðara sé þá mun líklegra. Af kjör- skrártölum má ráða, að hin til- greinda tala VÞ, 1:2,1 sé því byggð, að Norðurlandskjöræmi eystra hljóti einungis fjögur þingsæti, en ekki er grundvöllur til þess að byggja mat á tiliögunni á því. í lok umsagnar sinnar um hug- mynd okkar Jóns Ragnars Stefáns- sonar segir VÞ, „að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði næstum fengið hreinan meirihluta, 26 þingmenn af 53, eða 49,1% þingsæta út á 40,3% atkvæða ef þessari úthlutun hefði verið beitt í síðustu kosningum." Þessi fáránlega fullyrðing er úr lausu iofti gripin. Hið rétta er, að umræddur þingmannafjöldi hefði verið 22 en ekki 26. Allir þingflokk- ar hefðu við síðustu kosningar átt einhveija hlutdeild í úthlutun á þeim 20 jöfnunarsætum, sem um er að ræða. Hvað er til ráða? Þeir, sem lásu þessa Morgun- blaðsgrein Vilhjálms Þorsteinssonar, hafa vafalaust litið þannig á, að hún væri málefnalegt framlag til um- ræðna um mikilsvert mannréttinda- mál. Eins og þessar athugasemdir, sem hér hafa verið gerðar við einn kafla hennar, sýna, er full ástæða til taka ýmsum fullyrðingum grein- arhöfundur með varúð. Ég tel það ekki til ráða í kjör- dæmamálinu, ef menn vilja vinna að því af heilindum, að affiytja hug- myndir, sem kynntar hafa verið. Þvert á móti á að ræða hveija til- lögu af velvild og með það fyrir augum að skoða frekar kostina en gallana. Allir eru sammála, um að gallar núverandi kerfís séu óþolandi og hvert skref til breytinga á því yrði til bóta. Það er ljóst, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki sett neina úrslitakosti í kjördæmamálinu. Hann er hins vegar eini flokkurinn, sem hefur kynnt útfærða hugmynd, um að minnka misvægi í atkvæða- þunga eftir búsetu og fækka þing- mönnum. í lok greinar sinnar segir Vil- hjálmur Þorsteinsson: „Það má ekki gleymast að kosningarétturinn er helgur réttur almennings í lýðræðis- þjóðfélagi en ekki hagsmunamál flokka og þingmanna." Eg er inni- lega sammála þessu og hef margoft vakið máls á því, að í umræðum um breytingar á mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar megi ekki gleyma þessum helga rétti. Jafn réttur til að velja fulltrúa á löggjafarþing er hvarvetna talinn þungamiðja mann- réttinda. Hið sama á við um þetta efni hér eins og annars staðar. Leið- rétting á misrétti borgaranna við val á mönnum til setu á Aiþingi er óhjá- kvæmilegur liður í endurskoðun á mannréttindaákvæðum stjórnar- skrárinnar, Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins íReykjavík. Björn Bjarnason Kaupmáttaraukningu eða kjarakosningar? ÞAÐ FER víst ekki fram hjá neinum sem fylgist með fréttum á íslandi að nú er enn eina ferðina hætta á hörðum átökum á vinnu- markaðnum í okkar litla samfé- lagi. Samtök launafólks hafa flest kynnt kröfur sínar fyrir vinnuveit- endum á undanförum vikum og svipað á við um opinbera starfs- menn. Úr herbúðum beggja aðila heyr- ast háværar raddir og launþega- hreyfingin sem og vinnuveitendur keppast við að færa rök fyrir sjónarmiðum sínum, annars vegar um nauðsyn þess að kaupmáttur- inn verði bættur verulega og frá vinnuveitendum koma skilaboð um takmarkað svigrúm fyrirtækjanna til launahækkana. Báðir aðilar hafa mikið til síns máls. Það er til að mynda alveg ljóst að lægstu launin á íslandi eru mjög lág og hagur þeirra sem við þau búa í mörgum tilfellum mjög bágur. Að sama skapi er ljóst að launahækkanir umfram launa- hækkanir í samkeppnislöndum okkar munu veikja samkeppnis- getu íslensks atvinnulífs og þannig stofna fyrirtækjunum og þar með störfunum í hættu. Undirritaður tók ásamt fleirum þátt í því í byijun ágúst á síðasta ári að taka við rekstri Sólar hf. sem þá hafði átt við verulega fjár- hagserfiðleika að stríða um nokk- urn tíma. Heildarskuldir sem nú- verandi eigendur tóku við nema um 750 milljónum króna og heild- arvelta þeirrar framleiðslu sem tekið var við var nam á síðasta ári nánast sömu upphæð. Við við- tökuna voru hinir nýju eigendur sannfærðir um að hægt væri að vinna fyrirtækið út úr fjárhags- vanda þess með því að draga úr kostnaði við reksturinn, auka markaðshlutdeild og hefja útfiutn- ing. Allir sem að málinu komu gerðu sér grein fyrir viðkvæmni rekstrarins fyrir hvers kyns áföll- um. Menn voru hins vegar trúaðir á að sá stöðugleiki sem væri að færast yfir efnahagslífíð myndi halda sér og skynsemin yrði ráð- andi í kjarasamningum upp úr áramótum. Fyrirtæki okkar ræður ekki við umfangsmiklar launa- hækkanir. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir að ein- hveijar launahækkan- ir þurfa að koma til og sér í lagi þarf að bæta laun þeirra lægst launuðu. Að mati undirritaðs væri besta kjarabótin fyrir það fólk einhvert form krónutöluhækkunnar á mánaðarlaun eins og reyndar hefur komið fram í hug- myndum ýmissa verkalýðsfélaga. Fyrir eigendur og starfsmenn Sólar hf. veltur framtíðin því ann- ars vegar á að kaup hækki al- mennt ekki meira en í helstu sam- keppnislöndum okkar og hins veg- ar að launahækkanir hafi sem minnst áhrif á vísitöluna. Hvert prósent í hækkuðum vöxtum kosar Áhrif 5-7% launa- hækkana á vísitöluna, segir Páll Kr. Pálsson, myndu þýða atvinnu- leysi fyrir alla þá, sem hjá okkur starfa. Og tap þeirra sem lögðu íjármuni í fyrirtækið, okkur milljónir króna á ári og áhrif 5-7% launahækkunar á vísi- töluna og vegna sjálfrar hækkunar launakostnaðar og launatengdra gjalda myndi valda útgjaldaauka fyrir okkur upp á um 70 milljónir króna eða næstum 10% af veltu síðasta árs. Slíkan útgjaldaauka getur okkar fyrirtæki ekki borið og er því ljóst að slíkar launabreyt- ingar myndu þýða atvinnuleysi fyrir alla þá sem hjá okkur starfa og tap þeirra sem lögðu mikla fjár- muni í að bjarga fyrirtækinu á síðasta ári. Við erum ekkert einsdæmi hvað þetta varðar heldur á ná- kvæmlega það sama við um tugi annarra fyrirtækja og stóran hluta af heilum starfsgreinum í sjáv- arútvegi, iðnaði, verslun og þjónustu. Þá er einnig ljóst að verkfall hefði skelfilegar afleiðing- ar fyrir okkur þar sem framleiðsla leggðist af en vext- imir héldu áfram að hlaðast á skuldimar. Verkfallsþol okkar er því lítið sem ekkert. Fyrir fyrirtæki eins og Sól hf. er því aðeins einn kostur í stöð- unni og hann er sá að mönnum takist að semja fyrir miðjan febr- úar. Takist það ekki óttast ég ófyr- irsjáanlegar afleiðingar á okkar fyrirtæki og fjölda annarra fyrir- tækja og framtíð þeirra fjöl- skyldna sem byggja lífsafkomu sína á störfunum hjá þessum fyrir- tækjum. Því miður heyrast raddir í þessu þjóðfélagi sem virðast því nánast fylgjandi að til átaka komi á vinnu- markaði og sjá sér jafnvel hag í því að etja saman launþegahreyf- ingunni og vinnuveitendum og ýta mönnum út í harðvítugt verkfall. Það er skelfilegt til þess að vita ef einhveijir aðilar í þessu landi munu komast upp með það að nýta stöðuna á vinnumarkaðnum í pólitískum tilgangi sjálfum sér til framdráttar í komandi kosning- um. Slíkt verður aldrei fyrirgefið af öllum þeim þúsundum launþega og vinnuveitenda sem yrðu óhjá- kvæmilega fórnarlömbin í slíkum hildarleik. Til að koma í veg fyrir þetta verða því samtök launa- manna innan Alþýðusambands ís- lands og Vinnuveitendasambands íslands að koma sér saman um nýjan kjarasamning fyrir miðjan febrúar. Það er í ykkar höndum að koma í veg fyrir kjarakosningar og upplausnarástand. Höfundur er framkvæmdastjóri Sólarhf. Páll Kr. Pálsson „Þessa klukku má ekki brjóta“ NÝLEGA var sagt frá því á prenti að Reykj avíkurborg krefðist að fá til baka stóran hluta þeirrar lóðar sem borgin, á sínum tíma, úthlutaði Ríkisútvarpinu við Efstaleiti. Mér kom í stans. Krafan er þó ekki ný. En málið er, í hæsta máta, alvar- legs eðlis. Þegar undirbúin var bygging útvarpshúss var höfuðmarkmið tví- þætt: Að búa stofnun- inni sem best starfs- skilyrði í eigin húsnæði og það sem fyrst, og að tryggja svigrúm til vaxtar og eðlilegrar þróunar í framtíðinni. Meðal fyrstu viðfangsefna þeirra er að undirbúningi unnu var að velja húsinu stað er þjónað gæti þessum markmiðum. Af aug- ljósum ástæðum þótti hagkvæmt að byggja inni í borg- inni. Erlendir ráð- gjafar undirbúnings- hópsins voru sama sinnis, en lögðu þunga áherslu á að tryggt yrði nægilegt rými til frambúðar. Umfram allt þyrfti að fá byggingarlóð þar sem því skilyrði fengist fullnægt. Svo vel tókst til að lóð fékkst þar sem nú stendur Útvarps- húsið, hæfílega stór að dómi þeirra sem að þeirri ráð- stöfun stóðu, beggja megin samn- ingaborðsins. Því má ekki gleyma að þá kom engum til hugar, hvorki hjá borg né byggingarnefnd, að byggt yrði á öllu svæðinu þegar í byrjun. Og ekki heldur í allra næstu framtíð. Viihjálm- Hjáimars- Það var á allra vitorði og án undir- mála að ekki var ætlunin að tjalda til einnar nætur að því er varðaði landrými. Ekkert hefur breyst sem rétt- lætt geti skerðingu á lóð Ríkisút- varpsins við Efstaleiti. — Það mun koma í ljós þegar þau mál verða krufin til mergjar. Síðustu tímar, svo hið næsta Ekkert hefur breyst sem réttlætt geti skerðingu á lóð Ríkisútvarpsins við Efstaleiti - er skoðun Vilhjálms Hjálmarssonar. sem í víðara samhengi, sýna glöggt að sama gildir um útvarp þjóðarinnar í dag og klukku henn- ar forðum. Og vísa til skáld- og leikverks Halldórs Laxness: Þessa klukku má ekki brjóta. Höfundur er fyrrverandi menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.