Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 33 dæmi um aðgerðir sem nú þegar má grípa til: Afturkölluð verði öll bygginga- leyfi og framkvæmdir stöðvað- ar á svæðum þar sem talið er mögulegt að snjóflóð geti fallið. Staðfestingu aðal- og deili- skipulaga sem í vinnslu kunna að vera verði frestað meðan unnið er að endurskoðun áhættumats. Ljóst er síðan að endurskoða þarf aðalskipulag á öllum þeim stöðum þar sem nýtt hættumat verður gert. Afstaða heimamanna Samkvæmt núverandi skipulagi á frumkvæði að gerð varanlegra varnarmannvirkja að vera í hönd- um sveitarstjórna. Segja má að afstaða sumra heimamanna á þeim stöðum þar sem hætta er á snjó- flóðum geti (e.t.v. af skiljanlegum ástæðum) verið ákveðið vandamál. Það getur m.a. birst í eftirfarandi: Tilhneiging til að draga úr áhættumati. Upplýsingar „elstu manna“ um fyrri flóð eru dregnar í efa. Otti við að fólk kunni að flytja brott úr byggðarlaginu. Ótti við verðfall á fasteignum. Andstaða við að birta almenn- ingi niðurstöður hættumats. Það er að sjálfsögðu afar við- kvæmt og erfitt að fást við þennan vanda en hinsvegar er mjög mikil- vægt að menn geri sér grein fyrir honum þegar fjallað er um þessi mál. Fræðsla, þjálfun Ég tel ljóst að okkur Islendinga skorti verulega reynslu og þekkingu á fjölmörgum þáttum þeirra vanda- mála sem hér hafa verið gerð að umtalsefni. Með þvi er ekki verið að kasta neinni rýrð á þá einstak- linga og stofnanir sem unnið hafa mikilvægt starf á þessu sviði á undanförnum árum. Staðreyndin er einfaldlega sú að tíðni snjóflóða og slys af þeirra völdum er (sem betur fer) mun minni en í ýmsum öðrum löndum. Því er mjög mikilvægt að við leitum ráða hjá þeim þjóðum sem mesta reynslu og þekkingu hafa á lausn ýmissa þátta þessa vanda. Nauðsynlegt er að stuðla að því að mun fleiri íslendingar en nú er geti aflað sér reynslu og þekk- ingar á þessum málum og á ég þá bæði við tæknimenn, björgunar- menn, heilbrigðisstéttir, stjórnend- ur og fleiri. Lokaorð Það sem hér hefur verið rætt um á að flestu leyti við um öll ofanflóð (skriðuföll, aurskriður, snjóflóð) og að mörgu leyti einnig um aðrar tegundir náttúruhamfara. Á þessari öld eru snjóflóð lang mannskæðustu náttúruhamfarir hér á landi (hátt í 150 manns hafa látið lífið af völdum þeirra en sára- fáir vegna jarðskjálfta eða eldgosa) en mig grunar að einna minnstum fjármunum hafi verið varið til varnaraðgerða vegna þeirra. Eru þó varnaraðgerðir vegna annarra náttúruhamfara ekki ofaldar á fé. Það er ekki eðlilegt að þjóðfélagið sé reiðubúið að takast á við stórá- föll af völdum margskonar náttúru- hamfara en treysti sér þess á milli ekki til að taka myndarlega á til að koma í veg fyrir stórslys með fyrirbyggjandi aðgerðum. Því miður virðist það vera svo að öll þjóðin hrekkur illilega við þegar slysin verða og um nokkurn tíma er jarðvegur fyrir úrbætur mjög frjór, en ótrúlega fjótt fýrnist yfir og minna verður úr athöfnum en menn höfðu áætlað. Þessu verð- ur að breyta. Það væri verðugur minnisvarði um alla þá sem um sárt eiga að binda vegna náttúruhamfara hér á landi ef nú væri stigið stórt skref til að tryggja öryggi þeirra sem búa við aðstæður sem ekki eru tryggar. Fjármagn og vilji er það sem til þarf. Höfundur er verkfræðingur, starfsmaður snjóflóðmtefndnr Neskaupstaðar 1975-1977. -4- Helgi Einarsson ■ vélagæslumað- ur var fæddur á Eyrarbakka hinn 16. júlí árið 1903. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu hinn 13. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar Jónsson frá Álfsstöðum og Oddný Guðmunds- dóttir frá Steinum undir Eyjafjöllum. Þau fluttust til Eyr- arbakka árið 1899. Fyrri kona Einars var Geirlaug Jónsdóttir frá Miðengi í Gríms- nesi. Alsystkini Helga voru, Margrét, f. 1897, Sigurlaug Guðrún, f. 1899 og lifir enn, Helga, f. 1902, Sigríður, f. 1906, og Margrét Jóna en hún lést ung. Hinn 19. nóvember 1927 giftist Helgi eftirlifandi konu sinni, Kristínu Andreu Á HLJÓÐU sumarkvöldi árið 1903, nánar tiltekið 16. júlí, fæddist í stóran systkinahóp á Eyrarbakka Helgi Einarsson, síðar vélamaður. Hann sofnaði til Guðs föstudaginn 13. janúar síðastliðinn, þá á nítug- asta og öðru aldursári. Eftir lifir kona hans, Kristín Sæby Friðriks- dóttir, og syrgir nú látinn ástvin. Gæfa mín er að eiga Oddnýju dóttur þeirra. Helgi var svo yndis- legur maður og tengdafaðir, að ég hlýt að kveðja hann með söknuði, og minnast hans nokkrum orðum. Að hætti tíðarandans vann Helgi kornungur alla almenna vinnu. Hann reri að sjálfsögðu strax og hann gat valdið árum, einkum frá Eyrarbakka og Þorlákshöfn. Þá var hann í kaupamennsku í uppsveitum Suðurlands. Lífslán Helga bar hann um tví- tugt norður á Siglufjörð til sjó- Sæby Friðriksdótt- ur frá Siglufirði, f. 29. des. 1906. Börn þeirra eru Björg Sigríður Sæby, f. 10. maí 1929, hún var gift Árna Jó- hannssyni, en hann er nú látinn; Oddný, f. 9. júlí 1932, gift Kristjáni Sigurðssyni; Erla, f. 2. ágúst 1935, gift Haraldi Gísla Eyjólfssyni. Barna- börnin voru tíu én eitt er látið og barnabarnabörnin eru tuttugu og eitt. Helgi stundaði sjó- mennsku og ýmis störf í landi en lengst af var hann véla- gæslumaður á Landspítalanum í Reykjavík, eða í rúm fimmtíu kr.r Útför Helga fer fram frá Fossvogskirkju í dag. róðra. Fyrir örlæti gæfunnar hitti hann þar ástina sína, unga og fagra, Kristínu Sæby Friðriksdótt- ur, sem fyrr er nefnd. Settu þau saman bú, og höfðu unnast og búið saman í full sextíu og sjö ár, þegar Helgi sofnaði. Bið ég þess Guð, að þú mildir tregann í tíma- bundnum aðskilnaði ástvina og hjóna. Helgi, tengdafaðir minn, réðst til vinnu við að taka grunn að Land- spítalanum og byggingu hans árið 1927. Þegar lokið var að reisa þetta mikla mannvirki, var honum boðið starf vélgæslumanns í þvottahúsi spítalans. Hjá Landspítalanum starfaði hann í rúmlega hálfa öld. Óvanalegri fágun tengdaföður míns og prúðmennsku var við brugðið. Skyldurækni og snyrti- mennska var honum í blóð borin, sem og hjálpsemi, ekki síst við þá, sem stóðu höllum fæti á einhvern hátt. Fyrir mannkosta sakir naut hann skilyrðislausrar virðingar allra manna. Hann var félagshyggjumaður með fastmótaðar skoðanir, og svo fylginn sér og trúr viðhorfum sín- um, að lítt kunnugum kom það stundum mjög á óvart. Stéttvísi hans var traust og hreinskiptni gagnheiðarleg. Keikur var hann framarlega í 1. maí-göngunni 1923, þeirri fyrstu, sem gengin var hér í Reykjavík. Með félögum sín- um gekk hann 1. maí hvert einasta ár til 1991. Mér þótti heiður af samferðinni við hann á þessum hátíðisdegi. „Það var maísólin hans.“ Fjölskyldan var Helga heilagt vé. Helgi Einarsson var fjölskyldu- faðir í besta og fegursta skilningi þess orðs. Þeirri stöðu gegndi hann með þeim hætti, að ógleymanlegt er. Það er mér dýrmætur og kær skóli að hafa notið leiðsagnar hans og skilnings á þeim burðarás sam- félagsins. Ekki síst missir yngsta fólkið í fjölskyldunni mikils við frá- fall ættföðurins. Þeirrar kjölfestu, sem hann var allri fjölskyldunni og virtist það hlutskipti undarlega fyr- irhafnarlaust. Eins og fleiri sé ég á bak yndis- legum manni og fágætum vini við fráfall tengdaföður míns. En áhrif- in, sem þessi heiðursmaður hafði, voru svo sterk, að hann fer ekki frá okkur, heldur er hann áfram og verður með okkur og í okkur. Hann gaf okkur af ást og góðvild þá hlutdeild í sér, sem ekki verður frá okkur tekin. Guð blessi minningu hans. Kristján Sigurðsson. Að loknum veikindum síðustu mánaða hefur hann afi minn Helgi Einarsson nú lokið lifsferli sinum. í dagsins önn er dauðinn ætíð svo ijarri okkar hugsun, þeirra sem eru við fulla heilsu og á fullu að lifa lífinu dag hvem. Enda ekkert skrít- ið, því dauðinn er jú andstæða lífs- ins. Hugurinn leitar víða og þaðan HELGIEINARSSON ÁRNI KRISTJÁNSSON + Árni Kristjánsson fæddist * á Stapa í Lýtingsstaða- hreppi 5. ágúst 1924. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. janúar síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akureyrarkirkju 23. janúar. UÚFMENNSKA og létt lund eru orð sem koma upp í hugan þegar Árna er minnst. Það var árið 1961 um vorið að ég hitti Árna fýrst, en ég kom þá í heimsókn til þeirra hjóna Árna og Lóu, sem tilvonandi tengdasonur. Þau áttu þá heima á Hofi í Skagafirði. Og á ég hinar bestu minningar frá heimsóknum í Skagafjörðinn þetta sumar. Um haustið 1961 flyst Árni búferlum til Akureyrar með fjölskyldu sína, en þar hafði hann fengið vinnu. Þegar Árni var búin að búa í nokk- ur ár á Akureyri keypti hann lítið timburhús og flutti það að Gránufélagsgötu 35. Vann ég þá mikið með honum við að stand- setja það og var þá oft glatt á hjalla, því Árni var glaðlyndur maður og hafði gaman af að fara með vísur. Minningar úr Gránufélagsgöt- unni eru margar enda kom ég þar flesta daga á þessum árum og man ég glöggt hvað gott var að koma í kaffi til Lóu tengdamömmu og hvað jólakökurnar og kleinurnar hennar voru sérlega góðar. Árni hafði mikið yndi af hestum og átti alltaf hesta en aldrei fór ég þó á bak með honum því hestamennska var ekki mitt áhugamál, en oft fórum við hjónin með honum að líta á hestana á sumrin þegar þeir voru í hagagöngum og undraðist ég oft hve auðvelt það var fyrir hann að ná þeim, það nægði bara að kalla á þá. Árni hugsaði vel um sína hesta og fékk hann áletraðan heiðursskjöld fyrir umgengi í hest- húsi sínu frá Hestamannafélaginu Létti. Söngur var hans líf og yndi og var hann alltaf starfandi í kórum og á góðum stundum var oft tekið lagið. Árni og Lóa eignuðust níu börn og ólu auk þess upp dótturson sinn um tíma. Böm flugu úr hreiðr- inu eitt af öðru og þegar Ámi missti konu sína var yngsta dóttir- in eftir heima, þá 12 ára. Seldi hann þá húsið í Gránufélagsgöt- unni og festi kaup á íbúð í Furu- lundi 8 j)ar sem hann bjó til dauða- dags. I ágúst síðastliðnum varð Ámi 70 ára og hélt þá bömum sínum og fjölskyldum þeirra mikla veislu úti á Hauganesi en þar býr nú yngsta dóttir hans, Svala, og var þá mikið sungið. Hann fór í sína síðustu söngferð með gömlum Geysisfélögum til írlands síðastlið- ið haust en skömmu áður en hann fór fékk hann að vita að hann þyrfti að fara í uppskurð og lagð- ist hann inn á sjúkrahúsið strax þegar hann kom aftur en þaðan átti hann ekki afturkvæmt og eftir harða baráttu við illvígan sjúkdóm varð hann loks að lúta í lægra haldi. Þá kom vel í ljós hvaða hug börnin hans bám til hans og voru þau hjá honum öllum stundum og reyndu að láta honum líða sem best. Árni var mikil ljúfmenni og bóngóður og var alltaf tilbúinn að aðstoða þegar þörf var á. Hann var mikill fjölskyldumaður og hélt fjölskyldu sinni vel saman. Eg er viss um að nú þegar hann er kom- in á annað tilverustig og hitta áð- urfarna ástvini verða fagnaðar- fundir. Þegar sest er niður og litið yfir farinn veg leita margar ljúfar minningar á hugann, en ég læt hér staðar numið. Ámi minn, ég og fjölskylda mín þökkum þér alla ástúð og hlýju meðan við fengum að hafa þig hjá okkur. Guð blessi þig. Sigurður Vatnsdal og fjölskylda. Árni afi er dáinn. Við eigum erfitt með að sætta okkur við að elsku afi okkar, Árni Kristjánsson, sé dáinn en það styrkir okkur í sorginni að nú er hann kominn til Lóu ömmu aftur eftir 15 ára aðskilnað. Hann barð- ist hetjulega gegn illvígum sjúk- dómum en varð að láta undan og fékk loksins hvíld og ró. Við eigum svo margar minning- ar um hann og voru samverustund- ir okkar ótal margar og skemmti- legar. Við vissum alltaf þegar hann kom í heimsókn því þá opnuðust útidyrnar hægt, síðan heyrðist umgangur í forstofunni og loks var kallað glaðlega til heimilisfólksins: „Sælir nú hér.“ Á seinni árum var það árviss venja að fara og að- stoða afa við heyflutninga upp í hesthús. Þetta tók ekki langa stund en það var alltaf jafn gaman að vera með honum í þessu. Hann var þakklátur fyrir þessi litlu viðvik sem voru þó alveg sjálfsögð og munum við sakna þess að fara ekki á næsta sumri heyflutninga fyrir afa. Það var alltaf jafn gaman að setjast við hliðina á honum því þá tók hann alla nálæga púða og rað- aði þeim upp við sig því hann var einstaklega kitlinn. Vegna þessa skemmtilega veikleika hans var ekki hægt að standast freistinguna að kitla því viðbrögð hans voru ótrúleg, hann kipptist við og jafn- streyma ótal spurningar sem ekk- ert svar fæst við og því leitar hug- urinn á vit minninganna. Þær renna hjá straumþungar en um leið milda þær huga manns. Hann afi var alla tíð mjög heilsu- hraustur maður og hafði unun af allri útivist og göngu, einnig hafði hann gaman af stangveiði og er mér minnisstæð síðasta veiðiferð okkar er við fórum ásamt nojíkrum úr fjölskyldunni til veiða í Hitar- vatn. Þar kom berlega í ljós hvað afi hafði mikla unun af og gaf sig hvergi, hvorki við veiðar né göngu. Lengst af bjuggu afi og amma á Rauðarárstíg 21a, hér í bæ, en fluttust síðan inn á Rauðalæk 45, þar sem þau hafa búið síðan. Til þeirra var alltaf gott og gaman að koma og öllum tekið opnum örm- um, var þar oft mjög fjölmennt en þó færra nú hin síðari ár. Á sumrin var tekið móti sólinni úti á svölum, en afí var mikill sólar- unnandi. Afi byijaði snemma sjómennsku og hneigðist hugur hans mjög að vélum og vélgæslu á þeim bátum er hann var á, en lengst af eða í rúma hálfa öld starfaði hann sem vélagæslumaður í þvottahúsi Land- spítalans við Eiríksgötu, og man ég mjög vel eftir því þegar maður fékk að fara með honum í vinnuna og fékk að standa á trillunum þeg- ar hann fór með tauið niður á spít- v ala. Ég gæti skrifað margar skemmtilegar sögur sem ég upp- lifði með afa og margt spjallið, en læt nægja að riija þær upp í hugan- um. Það má segja að afi hafi verið lánsamur maður, því ég tel það vera mikla gæfu að koma bömum sínum vel upp og fá að fylgjast með komu og þroska afabarna og langafabarna. Elsku amma, mamma, Björg, og Didda, við Magga og strákarnir vottum ykkur og fjölskyldum ykkar innilega samúð við fráfall afa. Megi hann hvíla í friði. Oskar Smári Haraldsson. vel þó maður væri einungis að þykjast. Það er svo margt sem við mun- um um hann en viljum að lokum minnast hans með eftirfarandi ljóði sem tengist einu af aðaláhugamáli hans, söngnum: Við munum þig og þökkum sðnginn hreina, þann söng er veitti hjörtum vorum yl. Við munum þig í hópi horskra sveina með hlýjan svip er vissi á mörgu skil. Það stóð ei þys né styr um þína vegi, þú stilltir jafnan geði þínu í hóf, og því var bjart á þínum hinsta degi, þegar vetur líkklæði þér óf. (Guðmundur Guðmundsson) Elsku afi okkar, við þökkum þér fyurir allar skemmtilegu samveru- stundirnar sem við áttum með þér. Guð veri með þér. Rúnar og Guðrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasiðum. MEG frá ABET UTANÁHÚS fyriri inn.iAMni 9BÞ.Þ0RGRÍMSS0N&C0 Ármúla 29 - Reykjavik - sími 38640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.