Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á sjötta milljarð króna til í sjóði Viðlagatryggingar Súðavík Hættu- ástandi aflýst Isafirði. Morgunblaðið. ALMANNAVARNANEFND ísafjarðar hefur aflýst hættu- ástandi í Súðavík, Hnífsdal og á Ísafirði. Stillt er í veðri og kalt þannig að ekki er talin hætta á að snjóflóð falli. íbúar í 11 húsum í Hnífsdal héldu heim í gær, en þeir yfírgáfu heim- ili sín sl. mánudag. Á SJÖTTA milljarð króna er til í sjóði hjá Viðlagatryggingu ís- lands, að sögn Geirs Zoéga, fram- kvæmdastjóra Viðlagatryggingar, og því engin vandkvæði á því að mæta þeim tjónum sem hafa orðið vegna snjóflóðanna í síðustu viku. Skoðunarmenn til Súðavíkur Geir sagði í samtali við Morgun- blaðið að skoðunarmenn færu vestur í Súðavík til að meta tjónið sem þar hefur orðið jafnskjótt og sveitarstjórn Súðavíkur teldi möguleika á því. „Við höfum hreinlega verið að bíða eftir því að fá kallið. Það er afskaplega erfitt að fara til þess að tala við fólk sem er í sárum, og við ákváðum í upphafí að við myndum ekki fara á staðinn fyrr en minningarathöfn og síðan trú- lega jarðarför væri lokið,“ sagði hann. Byggir á gjöldum almennings Geir sagði að 5,2-5,3 milljarðar væru til í sjóði hjá Viðlagatrygg- ingu íslands, sem stofnuð var fyr- ir 12 árum síðan upp úr Viðlaga- sjóði. Viðlagasjóður var settur á stofn þegar gosið í Vestmannaeyj- um hófst 1993, og jafnframt starf- aði sjóðurinn þegar snjóflóðinu á Neskaupstað 1976. „Upp úr þessum tveimur óhöpp- um var ákveðið að að setja þessa stofnun á sem viðlagatryggingu. Þetta er sjálfstæð stofnun með sjálfstæðan fjárhag og engin ríkis- framlög. Tekjurnar byggjast á gjöldum hins almenna borgara sem koma í gegnum tryggingafé- lögin, en af hverri brunatryggingu sem tekin er fáum við við vissa prósentu, hvort sem um er að ræða brunatryggingu á iausafé eða fasteign," sagði Geir. Eftirlit, með umferð til Súðavíkur Almannavamanefnd Isa- fjarðar heimilaði íbúum Súða- víkur að fara heim í gær og vitja um eigur sínar. Lögregl- an hefur þó enn eftirlit með umferð til bæjarins og hleypir engum í gegn nema að hann hafi til þess sérstakt leyfi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær þessum tak- mörkunum verður aflétt. Lífeyrissjóður Austurlands Ein millj- ón kr. til Súðavíkur LÍFEYRISSJÓÐUR Austur- lands hefur ákveðið að gefa eina milljón króna til upp- byggingarstarfs eftir snjó- flóðið í Súðavík. Jafnframt hefur lífeyrissjóðurinn hvatt aðra lífeyrissjóði til að gera það sama. Lífeyrissjóður Vestfirðinga hefur tekið að sér að koma slíkum framlög- um áleiðis. Sérstakur reikningur stofnaður Samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar, for- manns Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga, er ætlunin að því fé sem þannig safnaðist frá lífeyris- sjóðum landsins verði ráðstaf- að í samráði við sveitarstjóm Súðavíkur og Verkalýðs- og sjómannafélag Álftfirðinga. í þessu skyni hefur verið stofnaður sérstakur ávísana- reikningur nr. 900 hjá Spari- sjóði Súðavíkur og er hann í nafni Lífeyrissjóðs Vestfirð- inga. Morgunblaðið/Júlíus RÚTAN leit illa út að framan en var þó ökufær og var henni ekið í bæinn, framrúðulausri, eftir að veghefill hafði dregið hana upp á veg. Á myndinni til hægri eru krakkarnir úr 6. bekk í Varmárskóla sem fóru í læknisskoðun í Borgarnesi í gær. Þau sögðust hafa verið hrædd þegar rútan fór út af en flest þeirra sluppu með skrekkinn. Rúta með skólabörnum út af veginum í Norðurárdal Þijú böm slösuðust ÞRJÚ börn slösuðust lítillega þegar rúta, sem þau voru farþegar í ásamt skólafélögum sínum úr 6. bekk í Varmárskóla í Mosfellsbæ, fór út af veginum við Bjarnadalsá í Norð- urárdal í gærdag. Fimm börn voru flutt á heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi með sjúkrabíl og lögreglu og þijú þeirra áfram með sjúkrabíl á Borgarspítala til nánari skoðunar. Að sögn læknis á Borgarspítala fengu tvö þeirra að fara heim að skoðun lokinni, annað rifbeinsbrotið og hitt marið um lík- amann, en þriðja barnið var með sprungu á hryggjarlið og þurfti að leggjast inn. Þijú börn til viðbótar kvörtuðu undan eymslum þegar nokkuð var liðið frá slysinu og voru flutt á heil- sugæslustöðina í Borgarnesi. Að skoðun lokinni fengu þau að halda ferð sinni áfram en henni var heitið að skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði. „Þetta fór betur en á horfðist," sagði Isak Þórðarson bílstjóri hjá Allrahanda í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Rútan fauk til í glæra hálku og út af veginum. Við stefnd- um á brúarstólpann og til þess að koma í veg fyrir að við yltum á hlið- ina tók ég þann kostinn að stýra bílnum út af veginum," sagði ísak. Hópurinn var á ferð á tveimur rútum og færðu börnin sig yfir í hina rútuna um leið og hún kom að slysstaðnum. Þau voru síðan keyrð í Hreðavatnsskála þar sem beðið var eftir annarri rútu. Hópurinn, að þeim undanskildum sem þurftu aðhlynn- ingar við og tveimur kennurum, hélt síðan áfram að Reykjum. Blaðamaður og ljósmyndari hittu krakkana fimm og kennara þeirra að læknisskoðun lokinni í Borgar- nesi, þar sem þau voru á leið að Reykjum í bíl frá Sæmundi í Borg- amesi. Þau sögðust hafa verið mjög hrædd þegar rútan fór út af. Kenn- arar þeirra, Gunnhildur Sigurðardótt- ir og Sesselja Guðjónsdóttir, sögðu þau hins vegar hafa haldið stillingu sinni furðanlega vel. Fyrst hefði ver- ið mikill æsingur í rútunni en krakk- amir hefðu strax róast niður. Þær vildu koma á framfæri þakk- læti til starfsfólks Hreðavatnsskála fyrir góðar móttökur og starfsfólki heilsugæslunnar í Borgarnesi fyrir góða aðhlynningu en þar hefði verð óvenjumikið álag fyrir vegna krabbameinsskoðunar sem þar var boðið upp á einmitt í gær. Rútan, sem fór út af, var dregin upp á veg af veghefli. Síðan var henni ekið í bæinn en að sögn ísaks bílstjóra var hún í lagi að mestu að því undan- skildu að framrúðurnar væru farnar. Ögmundur Jónasson um framboð óháðra og Alþýðubandalags HÓPUR fólks sem vill bjóða fram með Alþýðubandalaginu í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum undir merkjunum Alþýðubandalagið og óháðir, kynntu markmið sín á fundi á Hótel Borg sl. sunnudag. Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB, hefur fallist á að taka 3. sæti á framboðs- lista Aiþýðubandalagsins sem einn af fulltrúum óháðra en gengið verð- ur endanlega frá framboðslistanum í þessari viku. „Þeir sem hafa komið að þessu koma einkum úr röðum launafólks en einnig víðar að úr samfélaginu Þeir líta svo á að fulltrúar peninga- aflanna ráði of miklu á Alþingi og að það hafi sýnt sig í þeirri stefnu sem rekin hefur verið undan farin ár. Þeir eru sammála um að þessu verði að breyta og skapa hér öflugt mótvægi gegn þessari stefnu og hefja uppbyggingarstarf sem leiðir til jafn- Skilyrði óháðra að flokkurinn opnaði sínar raðir aðar en ekki ójafnaðar," segir Ög- mundur. Meðal ræðumanna á fundin- um voru Svanhildur Kaaber, fyrrv. formaður Kennarasambands Islands. Ögmundur segir að það hafi verið skilyrði óháðra fyrir þessu samstarfi að Alþýðubandalagið væri reiðubúið að opna sínar raðir og byði fram undir formerkjunum, Alþýðubanda- lagið og óháðir „Við komum ekki að þessu sem samtök heldur sem einstaklingar sem höfum sameinast um þetta meginmarkmið,“ segir Ögmundur. Höfuðmarkmið að útrýma atvinnuleysi Hann segir að það fari vel saman að gegna formennsku í launþega- samtökum og taka sæti á Alþingi og aðspurður hvers konar stjórnar- samstarf hann vilji sjá eftir kosning- ar segir Ögmundur: „Eg tel að þeir eigi að starfa saman sem setja sér sömu markmið. Við viljum aðeins starfa með þeim sem eru staðráðnir í því að fylgja í einu og öllu þeirri stefnu sem hefur það að höf- uðmarkmiði að útrýma atvinnuleysi og jafna kjörin í landinu. Ég tel að fyrsta verk nýrrar ríkisstjómar eigi að vera ákvörðun um að hætta að selja aðgang að skólum og heilsu- gæslustöðvum, taka til gagngerrar endurskoðunar allar kerfisbreyting- ar sem núverandi ríkisstjórn hefur keyrt í gegn og bitnað hafa á sjúkum og öldruðum. Það á að hækka skatta á hátekjufólki og arðsömum stórfyr- irtækjum, það á að skattleggja fjár- magn og flytja þessa fjármuni þang- að sem þeirra er þörf,“ segir Ög- mundur Jónasson. Formenn lands- sambanda ASI Ganga frá kröfum á hendur ríkisvaldi FORMENN lands- og svæða- sambanda innan Alþýðusam- bands íslands koma saman til fundar í dag og verður þar væntanlega lögð lokahönd á sameiginlegar kröfur aðildar- félaganna gagnvart stjórn- völdum í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga. Viðræður landssambanda og einstakra aðildarfélaga ASÍ við viðsemjendur hafa að mestu snúist um sérmál að undanfömu. Samninga- fundir hafa einnig verið haldnir milli einstakra félaga opinberra starfsmanna og samninganefnda ríkis og sveitarfélaga. Skýrist á næstu dögum Einstök aðildarfélög innan BSRB hafa átt í viðræðum við sína viðsemjendur en að sögn Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, hafa for- menn aðildarfélaganna einnig komið saman til að setja sam- an sameiginleg áhersluatriði, en þar er lögð hvað mest áhersla á að taka beri laun- þáttinn út úr lánskjaravís- tölunni. „Ég veit að ýmis félög eru þegar komin í talsverða vinnu í tengslum við kjaraviðræð- urnar. Það kemur eflaust í ljós á næstu dögum hvernig þessu miðar en það er ekki séð fyrir endann á því,“ segir Ögmundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.