Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LEITAÐI RUSTUM SUÐAVSKUR wr~ '** TÓMAR stara húsatóttir í Súðavík og menn freista að bjarga persónuleguym hlutum úr snjónum. Súðvíkingar leita í rústum húsa sinna Fólk leitar að persónuleg- um munum ísafirði. Morgunblaðið. FJÖLDI Súðvíkinga leitaði í rústum húsa sinna í gær, viku eftir að snjóflóð féll á bæinn. Menn leituðu að persónulegum munum, myndum og gjöfum sem tengjast minningum hvers og eins. Frosti Gunnarsson kom til Súðavíkur í gær í fyrsta skipti síð- an flóðið féll, en hann og fjöl- skylda hans sluppu naumlega lif- andi úr snjóflóðinu. Dóttir hans lá grafín í flóðinu í um 15 tíma. Frosti sagði aðkomuna hræðilega og um margt verri en hann hefði búið sig undir. Frosti og Gunnar sonur hans leituðu í rústum heimilis síns með aðstoð björgunarsveitarmanna. Frosti sagðist ánægður með hvað hann hefði fundið mikið af mynd- um og myndbandsspólum og væri þakklátur fyrir að hafa ekki líka tapað þeim. Margir fá áfall Hús Guðmundar Matthíassonar að Túngötu 1 stendur að mestu uppi, en er gjörónýtt. Herbergi sem snúa að fjallshlíðinni eru full eða hálffull af snjó, útveggir brotnir eða gengnir til og milli- veggur milli forstofu og eldhúss hefur fallið niður og gengið lan- gleiðina út úr hú'sinu. Menn frá ísafírði og Súðavík unnu í gær að því að moka snjó út úr húsinu, en Guðmundur hefur sjálfur ekki treyst sér til að skoða aðstæður í Súðavík. Hann og kona hans sluppu ómeidd úr flóðinu. Fyrir marga þýðir ferð til Súða- víkur annað áfall. Um allt liggja persónulegir munir fólks, sem sumt hvert lést í snjóflóðinu. Föt, bamaleikföng, myndir; allt vekur þetta upp minningar. Mynd á rúðu Sorgarsögumar í Súðavík eru margar. Einn maður kom í hús sitt, en snjóflóðið féll við það og hreif með sér hús nágranna hans. Honum varð litið út um gluggann. Þar blasti við mynd af litlu bami sem lést í snjóflóðinu. Myndin hafði fokið úr rústunum og límst á gluggarúðuna. Sveit frá Slökkviliðinu í Reykja- vík, sem verið hefur í Súðavík frá því á þriðjudag, fór heim í gær. „Ég er nú eiginlega ekki tilbúinn að fara. Hér er svo margt ógert. Ég kveð Súðavík með söknuði," sagði einn liðsmanna sveitarinnar skömmu áður en hann fór frá Súðavík í gær. Um 40 björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu em við störf í Súðavík og aðstoða heima- menn við leit í rústunum. GÍFURLEG eyðilegging hefur orðið á öllu innan dvra þótt veggir húsanna standi enn uppi. , _ _ _ Morgunblaðið/Egill Ólafsson SÚÐVÍKINGAR fóru öðru sinni til Súðavíkur í gær og leituðu að persónulegum munum í rústum húsa sinna með hjálp björgunarsveitamanna. Jónatan Ásgeirsson segir að Súðavík verði byggð upp „ Aðkoman verri en ég átti von á“ ísafirði. Morgunblaðið. „AÐKOMAN er verri en ég átti von á. Eyðileggingin er hreint ótrúleg," sagði Jónatan Ásgeirs- son, skipstjóri frá Súðavík, en hann og hópur Súðvíkinga fór að vitja um eigur sínar I Súðavík fyr- ir helgi. Jónatan segir ljóst að mikið uppbyggingarstarf sé fram- undan í Súðavík. Hann telur að það verði að færa stóran hluta af byggðinni. Það séu fleiri íbúðarhús óíbúðarhæf en þau rúmlega tutt- ugu hús sem eyðilögðust eða skemmdust í snjóflóðunum. Snjóflóðið féll á íbúðarhús Jón- atans að Nesvegi 3 og hálffylltist neðri hæð hússins að snjó. Jónat- an, sem er skípstjóri á Haffara frá Súðavík, var á sjó þegar snjóflóðið féll. Fjölskylda hans komst óslösuð úr flóðinu. Jónatan sagðist ekki gera sér grein fyrir hvað húsið væri mikið skemmt. Hann telur hugsanlegt að útveggur, sem flóðið féll á, hafí gengið inn því að steyptur milliveggur, sem gengur út frá honum hafí allur gengið til og eins og Iosnað frá útveggnum. Hann sagði að inn í húsinu væri margt ónýtt. Innihurðir hefðu sprungið út og gólfefni væru ónýt. Loftþrýstingur braut myndaramma Lilja Ósk Þórisdóttir, eiginkona Jónatans, sagði að það væri erfítt fyrir fólk að ímynda sér kraftinn í snjóflóðinu. Hún nefndi sem dæmi að rammi utan um málverk, sem hangir upp í stofunni, hefði sprungið frá myndinni. Enginn snjór féll inn í stofuna. Hún sagði að það virtist sem loftþrýstingur- inn, sem fylgdi snjóflóðinu, hefði sprengt rammann upp. Af þeim 70 húsum, sem voru í Súðavík, eru 15 gjörónýt og 6 eða 7 stórskemmd. Það er hins vegar vafasamt að fóik snúi til baka í þau hús sem næst standa snjó- flóðasvæðunum. Það er því ljóst að færa verður stóran hluta af byggðinni í Súðavík. Nú þegar rúm vika er liðin frá snjóflóðunum eru íbúar Súðavíkur að byija að velta fyrir sér framtíð- inni. Nær allir búa nú á ísafírði. Margir hafa hug á að flytja heim sem allra fyrst. Ekki munu allir snúa aftur. Þeir sem hafa misst mest ætla að byrja nýtt líf annars staðar. Svo virðist sem yngra fólk- ið sé ekki eins ákveðið í því hvað það gerir. Þeir sem hafa búið í Suðavík allt sitt hf eru hins vegar flestir ákveðnir í því að byggja Súðavík upp að nýju. Floti Súðvíkinga fórst fyrir 30 árum „Þetta er annað áfallið sem við Súðavíkingar verðum fyrir. Fyrir tæpum 30 árum misstum við allan okkar flota þegar þijú skip Súðvík- inga fórust með stuttu millibili. Tvær áhafnir fórust en ein bjarg- aðist. Allt voru þetta ungir menn. Við komust í gegnum þær hörm- ungar og við munum komast í gegnum þessar hörmungar einnig. Við munum byggja Súðavík upp að nýju,“ sagði Jónatan Ásgeirs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.