Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B ttr$iinM*bife STOFNAÐ 1913 19.TBL.83.ARG. ÞEIÐJUDAGUR 24. JANUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stríðið í Tsjetsjníju á nýtt stig Bardagarnir færast út fyrir Grosní Grosnt. Reuter. RÚSSAR sendu í gær liðsauka til Grosní, höfuðstaðar Tsjetsjníju, og rúss- neskir embættismenn sögðu að Tsjetsjenar væru farnir að veita minni mótspyrnu í borginni. Rússnesku hersveitirnar beina nú sjónum sínum að mikilvægum stöðum utan höfuðstaðarins og bardagarnir í uppreisnarhérað- inu virðast því vera að komast á nýtt stig, að sögn hernaðarsérfræðinga. Sjónvarpsframleiðandi Reuters, Gleb Brjanskíj, kvaðst hafa séð 150 herbíla, meðal annars brynvarða liðsflutningabíla, aka inn í Grosní úr norðri og 40 bílar til viðbótar hefðu komið með lestum. Talið var að Rússar væru að búa sig undir lokaatlöguna gegn leyniskyttum í borginni og hermönnum, sem þjálf- aðir eru til skyndiárása. Hernaðarsérfræðingar sögðu að árásir Rússa á skotmörk utan við Grosní um helgina og í gær bentu til þess að bardagarnir væru að komast á nýtt stig. Markmið slíkra árása væri að draga úr getu Tsjetsj- ena til að stunda skæruhernað með því að uppræta vígi þeirra og eyði- leggja vopnabirgðir. Sérfræðingarnir spá því að Tsjetsjenar muni stunda langvinnan skæruhernað frá fjöllunum í grennd við Grosní. Fréttastofan Ítar-Tass sagði að hópar uppreisnarhermanna væru á leið frá Grosní suður á bóg- inn. Tsjetsjenar væru einnig að safna liði í byggðum austast í hér- aðinu. Sérfræðingarnir segja að rúss- nesku hersveitirnar verði enn ber- skjaldaðri í bardögum utan Grosní. Skriðdrekar þeirra og stórskota- vopn komi að minni notum í skæru- hernaði, einkum á fjöllunum. „Herinn ætlar ekki að elta upp- reisnarmennina upp fjöllin. Hann mun bíða eftir góðu sumarveðri," sagði Pavel Felgengauer, varnar- málasérfræðingur rússneska dag- blaðsins Sevodnja. „Hersveitirnar verða í langan tíma í Tsjetsjníju." Þjóðverjar hóta að hætta efnahagsstuðningi Evrópusambandið hvatti til þess í gær að endi yrði bundinn á bardag- ana í Tsjetsjníju og að viðræður yrðu hafnar um frið. Þjóðverjar, helstu bandamenn Rússa á Vestur- löndum, hótuðu að hætta að veita Rússum fjárhagsaðstoð nema blóðsúthellingarnar yrðu stöðvaðar. „Ef svo fer fram sem horfir verða fjárfrestingar afturkallaðar og vita- skuld fjárhagsstuðningurinn einn- ig," sagði Klaus Kinkel, utanríkis- ráðherra Þýskalands, eftir viðræður við starfsbróður sinn í Rússlandi. Jegor Gajdar, leiðtogi Valkosts Rússlands, stærsta flokksins á rúss- neska þinginu, sagði að stríðið í Tsjetsjníju myndi ekki aðeins kosta Rússa mörg mannslíf heldur einnig valda þeim miklum efnahagslegum skaða. Hætta væri á að verðbólgan færi úr böndunum og seðlabankinn þyrfti að hækka vexti í um 200 prósent á næstunni. Reuter Hannur í ísrael NÍTJÁN ísraelar, sem Iétu Iífið í tveimur sjálfsmorðssprenging- um í Netanya í miðhluta fsraels á sunnudag, voru bornir til graf- ar í gær. Atján hinna látnu voru hermenn á aldrinum 18-24 ára. Mikil reiði ríkir í ísrael vegna þessa og hafa forseti landsins og stjórnarandstæðingar krafist þess að friðarviðræðum við Frelsissamtök Palestínu verði frestað. ísraelsk stjórnvöld sögð- ust hins vegar myndu halda þeim áfram. íslömsku hryðjuverka- samtökin Jihad Jýstu ábyrgðinni á hendur sér og segja tvo liðs- menn sína hafa látist í sprenging- uiiuiu. Á myndinni hafa foreldrar eins fórnarlambanna fleygt sér ofan á gröf sonar síns. ¦ Knúiðá stjóriiiua/2l Telja nýjar upplýsingar veita O.J. Simpson fjarvistarsönnun Atök um nýjan vitnisburð Los Angeles. Reuter. RÉTTARHÖLD í máli bandarísku íþrótta- og sjónvarpshetjunnar 0. J. Simpsons áttu að hefjast í gær í Los Angeles en komust ekki af stað vegna deilna um formsatriði og ný gögn. Saksóknari fór í upphafi fram á, að þeim yrði frestað um viku svo embættið gæti metið vitni og ný sönnunargögn sem verjend- ur Simpsons lögðu fram á síðustu stundu í gær. Nokkrum stundum áður en réttarhald skyldi hefjast nefndu verjendurnir til sögunnar 34 ný vitni, sem saksóknaraembættið hafði ekki heyrt á minnst áður. Lance Ito dómari gaf til kynna, að það væri honum ekki að skapi að fresta réttarhald- inu, en þegar síðast fréttist lá úrskurður hans ekki fyrir. Þó hafnaði hann kröfu verjendanna um að nefna 24 af vitnunum 34 til sögunnar í upp- hafsræðum sínum. Bandarískar rannsóknir benda til þess að þessar ræður hafi mest áhrif á kviðdómendur og afstaða þeirra gagnvart sakborningi ráðíst fyrst og fremst af þeim. \*5:: - :i ' :': I B" UPPHAF réttarhaldanna. Carl Douglas, einn af verjendum Simpsons, hefur orðið. Verjendur Simpsons sökuðu ennfremur rannsóknarlögreglustjórann Mark Fuhrman um að hafa leynt upplýsingum úr yfirheyrslum á Rosu Lopez, vinnukonu nágranna Simpsons, sem er mikilvægt vitni í málinu. Hún hafi sagst hafa séð bifreið Simpsons við heimili hans á sama tíma og lögreglan telur hann hafa verið að fremja morð í þriggja kílómetra fjarlægð. Hér geti því verið um fjarvistarsönn- um að ræða sem leitt gæti til sýknunar. Vetjendurnir héldu því fram, að Fuhrman hefði sleppt þessum vitnisburði úr skýrslu sinni vegna andúðar á blökkumönnum og fordóma í garð hjónabanda fólks af ólíkum litarhætti. Virtist tilgangurinn með málflutningi verjand- anna hafa verið að fá Ito dómara til að leyfa þeim að halda því fram við vörn sína að Fu- hrman væri haldinn kynþáttafordómum og hann hefði hugsanlega falið blóði drifinn hanska á heimili Simpsons sem passaði við annan sem fannst á morðstaðnum. Ito féllst á, að verjendurnir gætu spurt Fuhrman um kynþáttaskoðanir hans er hann bæri vitni í réttinum en bannaði þeim að víkja að þessu atriði í upphafsræðum sínum. Simpson er gefíð að sök að hafa myrt fyrr- verandi eiginkonu sína Nicole og ástmann hennar Ronald Goldman. Hann hefur neitað sakargiftum. Sarajevo Bláar leiðir opnaðar Sarajevo. Reuter. SIR Michael Rose lét í gær af starfi yfirmanns herafla Sameinuðu þjóð- anna (SÞ) í Bosníu í gær. Er hann kvaddi Sarajevo skýrði hann frá því að deiluaðilar hefðu undirritað nýja víðtæka samninga um útfærslu vopnahlés sem tók gildi á nýársdag. Rose sagði horfur betri nú en áður að deiluaðilar í Bosníu, fulltrú- ar stjórnarinnar í Sarajevo annars vegar og Bosníu-Serbar hins vegar, sneru að samningaborði. í gær hefðu þeir samþykkt að svokallaðar „bláar aðflutningsleið- ir" til Sarajevo yrðu opnaðar nk. föstudag, bæði fyrir flutninga með hjálpargögn og almenna umferð. Sömuleiðis hefðu þeir ákveðið að skiptast á um 600 föngum í vik- unni og skiptast á liðsforingjum til að samhæfa innbyrðis samskipti deiluaðilanna. Rose sagði þessar ákvarðanir renna frekari stoðum undir vopna- hléð og sér virtist sem báðir aðilar litu á það sem raunhæft tækifæri til þess að öðlast varanlegan frið. Þrýsta á um samninga Aukinn þungi er að færast í til- raunir fimmveldanna til þess að fá Bosníu-Serba og múslima að samn- ingaborði. Charles Thomas, fulltrúi Bandaríkjastjórnar í fimmvelda- hópnum, ræddi i gær og fyrradag við leiðtoga þeirra í Pale og Sarajevo. Fulltrúar annarra ríkja í hópnum koma til Sarajevo í dag. Bandarískur embættismaður sagði, að Bosníu-Serbar segðust nú tilbúnir til að koma til samninga og nota friðaráætlun fimmveldanna sem samningsgrundvöll. Þeir hafa áður hafnað áætluninni svo og korti um skiptingu Bosníu, sem gerði ráð fyrir því að þeir fengju yfirráð á 49% landsins. Nú eru þeir sagðir tilbúnir að gera breytingartillögur við kortið og jafnvel skiptast á svæðum, að-sögn embættismanns- ins. Vandinn sé hins vegar sá, að þeir vilji helst ekkert láta í staðinn. ? ? ? Dregið úr hallanum New York. Daily Telegraph. TVEIR rafmagnsstólar verða meðal ríkiseigna sem senn verða boðnar upp í New York til þess að afla ríkinu tekna til þess að draga úr fjárlagahalla. Búist er við hörðu kapphlaupi um stólana á uppboði en talið er að a.m.k. 250.000 dollarar fáist fyrir hvorn þeirra. Þeir voru notaðir til að taka um 700 manns af lífi í fangelsum í New York frá 1890 til 1963. George Pataki nýkjörinn ríkis- stjóri hefur einsett sér að innleiða aftur dauðarefsingu. Aftaka færi þó fram með lyfjagjöf og því verða engin not fyrir rafmagnsstólana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.