Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Santer tekur við af Delors Hagsýnn en lítill hug- sjónamaður Brussel. Reuter. JAQUES Santer tók formlega við embætti forseta framkvæmda- stjórnar ESB í gær af Jacques Del- ors, sem gegnt hefur starfinu und- anfarin tíu ár. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í Bruss- el og tókust þeir Delors og Santer í hendur fyrir framan bláan fána með gylltum stjörnum en Delors gerði hann að tákni ESB í valdatíð sinni. Skömmu síðar gekk Delors í burtu og sagði við Santer: „Gangi þér vel“. Fyrr um daginn höfðu utanríkis- ráðherrar ESB setið á fundi og gengið frá síðustu formsatriðunum áður en framkvæmdastjórn Sant- ers, gat tekið við völdum. Nýja framkvæmdastjórnin verð- ur við völd í fimm ár og mun und- irbúa alla lagasetningu fyrir Evr- ópusambandið. Stærsta verkefnið framundan er ríkjaráðstefnan á næsta ári en þar verður Maastricht- samkomulagið endurskoðað. Santer hefur lýst því yfir að hann telji að á þeirri ráðstefnu verði ESB að taka „risavaxið stökk" fram á við en með því á hann við að efla beri samrunaþróunina til muna. Búist er við að Santer muni fylgja svipaðri stefnu og Delors en hann er þó mun minni hugsjónamaður en forverinn. Stuðningsmenn Sant- ers segja hann vera hagsýnan stjórnanda þó að hann hafi ekki sömu útgeislun og Frakkinn Delors. Skipun Santers var málamiðlun sem náðist eftir að Bretar höfnuðu belgíska forsætisráðherranum Je- an-Luc Dehaene í embættið. Hann var þar til á föstudag forsætisráð- herra Lúxemborgar. Tuttugu manns skipa nýju fram- kvæmdastjórnina, fimmtán karlar og fimm konur. Hún hefur aldrei verið jafnfjölmenn enda bættust þijú ný aðildarríki við um áramótin. HAR & FÖRÐUN ^xunaaD, NONAME COSMETICS — Erla Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari Mjöll Daníelsdóttlr hárgreiðslumeistari Iðunn H. Gylfadóttir hárgreiðslumeistarí Grensásvegi 50 sími 885566 I ------ Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar frábærar viðtökur frá opnun stofunnar þann 3. maí sl. viljum við minna á: t* Fría ráögjöfum hár og umhirðu þess. t Sérstök þjónusta fyrir bníöi. t Árshátíöargreiðsla. $ Förðun Kristín Stefánsdóttir. t Opið á laugardögum - sama verð. Guðný Björk Sveinlaugsd. hárgreiðslunemi Opið mánud.-miðvikud. 9-18 fimmtudaga 9-20 föstudaga 9-19 laugardaga 10-16 FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ Skráning er nú hafin í hin geysivinsælu förðunarnámskeið Kristínar Stefánsdóttur. # Eitt kvöld $ Persónuleg rá&gjöf t* Dag- og t Aðeins 8 í hóp kvöldfórðun Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunar- meistari. Nýjung Hágreiöslumeistari frá Prima Donnu veitir hverri og einni persónulega rábgjöf um eigið hár og umhiröu þess. Innritun og nánari upp- lýsingar í síma 886525, Ármúla 38, 2. hæb. Reuter SANTER og Delors í höfuðstöðvum ESB í gær. Godal segir hagsmuni Noregs óbreytta Samstarfið við ESB verði mjög náið ÁRVISS ræða norska utanríkisráð- herrans, Bjoms Tores Godal, um utanríkismál fjallaði að þessu sinni nær eingöngu um Evrópumál. God- al sagði í ræðu sinni á fimmtudag að hagsmunir Noregs hefðu ekkert breytzt þótt þjóðin hefði hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Norðmenn hefðu áfram hagsmuni af sem nán- ustu samstarfi við ESB-ríki, og stefna ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins væri að það yrði sem allra nánast. Utanríkisráðherrann benti hins vegar á að með því að Noregur stæði nú utan ESB, hefði ríkið færri möguleika til að hafa áhrif á al- þjóðavettvangi og gæta hagsmuna sinna. Þess vegna yrðu Morðmenn að leggja meira fé og fyrirhöfn í rekstur utanríkisstefnu sinnar en áður. Samstarfið við Norðurlöndin, sem væru innan ESB, væri mikil- vægt og Norðmenn myndu íjölga fólki í sendiráðum sínum þar. Godal fjallaði talsvert um EFTA og samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. Hann benti á að enn hefði ekki samizt um tollamál vegna inngöngu Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis í ESB. Það væri dæmi um að EES-samningurinn tryggði ekki hagsmuni Norðmanna. Minna mark tekið á EES Godal sagði að þegar aðeins ísland og Noregur væru eftir EFTA-megin á Evrópska efnahagssvæðinu, færi ekkert á milli mála að Evrópusam- bandið tæki minna mark á samningn- um. Til lengri tíma litið gæti þetta ójafnvægi haft áhrif á það, hvemig EES-samstarfíð þróaðist. Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 5. febrúar nk. fylgir blaðauki sem heitir Fjármál fjölskyldunnar. í þessum blaðauka verða ítarlegar upplýsingar sem nýtast lesendum við útfytlingu skattaframtalsins, breytingar frá síðasta ári og bent á leiðir tii lækkunar skatta. Einnig verður hugað að þeirri fjármálaþjónustu sem stendur heimilunum til boða, og skoðaðar ýmsar sþamaðarieiðir, t.d. kaup á hlutabréfum og öðrum verðbréfum. Þá verður fjallað um tryggingar og aðra útgjaldaliði heimilisins. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 30. janúar. Nánarí upplýsingar veitir Rakel Sveinsdóttir, sölufulltrúi í auglýsingadeild, í síma 56911 71 eða með símbréfi 56911 10. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.