Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 19

Morgunblaðið - 24.01.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 19 FRÉTTIR: EVRÓPA Santer tekur við af Delors Hagsýnn en lítill hug- sjónamaður Brussel. Reuter. JAQUES Santer tók formlega við embætti forseta framkvæmda- stjórnar ESB í gær af Jacques Del- ors, sem gegnt hefur starfinu und- anfarin tíu ár. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum sambandsins í Bruss- el og tókust þeir Delors og Santer í hendur fyrir framan bláan fána með gylltum stjörnum en Delors gerði hann að tákni ESB í valdatíð sinni. Skömmu síðar gekk Delors í burtu og sagði við Santer: „Gangi þér vel“. Fyrr um daginn höfðu utanríkis- ráðherrar ESB setið á fundi og gengið frá síðustu formsatriðunum áður en framkvæmdastjórn Sant- ers, gat tekið við völdum. Nýja framkvæmdastjórnin verð- ur við völd í fimm ár og mun und- irbúa alla lagasetningu fyrir Evr- ópusambandið. Stærsta verkefnið framundan er ríkjaráðstefnan á næsta ári en þar verður Maastricht- samkomulagið endurskoðað. Santer hefur lýst því yfir að hann telji að á þeirri ráðstefnu verði ESB að taka „risavaxið stökk" fram á við en með því á hann við að efla beri samrunaþróunina til muna. Búist er við að Santer muni fylgja svipaðri stefnu og Delors en hann er þó mun minni hugsjónamaður en forverinn. Stuðningsmenn Sant- ers segja hann vera hagsýnan stjórnanda þó að hann hafi ekki sömu útgeislun og Frakkinn Delors. Skipun Santers var málamiðlun sem náðist eftir að Bretar höfnuðu belgíska forsætisráðherranum Je- an-Luc Dehaene í embættið. Hann var þar til á föstudag forsætisráð- herra Lúxemborgar. Tuttugu manns skipa nýju fram- kvæmdastjórnina, fimmtán karlar og fimm konur. Hún hefur aldrei verið jafnfjölmenn enda bættust þijú ný aðildarríki við um áramótin. HAR & FÖRÐUN ^xunaaD, NONAME COSMETICS — Erla Magnúsdóttir hárgreiðslumeistari Mjöll Daníelsdóttlr hárgreiðslumeistari Iðunn H. Gylfadóttir hárgreiðslumeistarí Grensásvegi 50 sími 885566 I ------ Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar frábærar viðtökur frá opnun stofunnar þann 3. maí sl. viljum við minna á: t* Fría ráögjöfum hár og umhirðu þess. t Sérstök þjónusta fyrir bníöi. t Árshátíöargreiðsla. $ Förðun Kristín Stefánsdóttir. t Opið á laugardögum - sama verð. Guðný Björk Sveinlaugsd. hárgreiðslunemi Opið mánud.-miðvikud. 9-18 fimmtudaga 9-20 föstudaga 9-19 laugardaga 10-16 FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ Skráning er nú hafin í hin geysivinsælu förðunarnámskeið Kristínar Stefánsdóttur. # Eitt kvöld $ Persónuleg rá&gjöf t* Dag- og t Aðeins 8 í hóp kvöldfórðun Kristín Stefánsdóttir snyrti- og förðunar- meistari. Nýjung Hágreiöslumeistari frá Prima Donnu veitir hverri og einni persónulega rábgjöf um eigið hár og umhiröu þess. Innritun og nánari upp- lýsingar í síma 886525, Ármúla 38, 2. hæb. Reuter SANTER og Delors í höfuðstöðvum ESB í gær. Godal segir hagsmuni Noregs óbreytta Samstarfið við ESB verði mjög náið ÁRVISS ræða norska utanríkisráð- herrans, Bjoms Tores Godal, um utanríkismál fjallaði að þessu sinni nær eingöngu um Evrópumál. God- al sagði í ræðu sinni á fimmtudag að hagsmunir Noregs hefðu ekkert breytzt þótt þjóðin hefði hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Norðmenn hefðu áfram hagsmuni af sem nán- ustu samstarfi við ESB-ríki, og stefna ríkisstjórnar Verkamanna- flokksins væri að það yrði sem allra nánast. Utanríkisráðherrann benti hins vegar á að með því að Noregur stæði nú utan ESB, hefði ríkið færri möguleika til að hafa áhrif á al- þjóðavettvangi og gæta hagsmuna sinna. Þess vegna yrðu Morðmenn að leggja meira fé og fyrirhöfn í rekstur utanríkisstefnu sinnar en áður. Samstarfið við Norðurlöndin, sem væru innan ESB, væri mikil- vægt og Norðmenn myndu íjölga fólki í sendiráðum sínum þar. Godal fjallaði talsvert um EFTA og samninginn um Evrópskt efna- hagssvæði. Hann benti á að enn hefði ekki samizt um tollamál vegna inngöngu Finnlands, Svíþjóðar og Austurríkis í ESB. Það væri dæmi um að EES-samningurinn tryggði ekki hagsmuni Norðmanna. Minna mark tekið á EES Godal sagði að þegar aðeins ísland og Noregur væru eftir EFTA-megin á Evrópska efnahagssvæðinu, færi ekkert á milli mála að Evrópusam- bandið tæki minna mark á samningn- um. Til lengri tíma litið gæti þetta ójafnvægi haft áhrif á það, hvemig EES-samstarfíð þróaðist. Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 5. febrúar nk. fylgir blaðauki sem heitir Fjármál fjölskyldunnar. í þessum blaðauka verða ítarlegar upplýsingar sem nýtast lesendum við útfytlingu skattaframtalsins, breytingar frá síðasta ári og bent á leiðir tii lækkunar skatta. Einnig verður hugað að þeirri fjármálaþjónustu sem stendur heimilunum til boða, og skoðaðar ýmsar sþamaðarieiðir, t.d. kaup á hlutabréfum og öðrum verðbréfum. Þá verður fjallað um tryggingar og aðra útgjaldaliði heimilisins. Þeim, sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka, er bent á að tekið er við auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 30. janúar. Nánarí upplýsingar veitir Rakel Sveinsdóttir, sölufulltrúi í auglýsingadeild, í síma 56911 71 eða með símbréfi 56911 10. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.