Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR-1995 27 AÐSENDAR GREINAR Jafngildi mannréttinda, jafn- ræði og mannréttindi kvenna í LOK desember birtist lítt áber- andi auglýsing í blöðunum frá stjómarskrárnefnd Alþingis þess efnis, að lagt hefði verið fram frum- varp til breytinga á mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrár. Gæfist áhugasömum kostur á að koma á framfæri skriflegum athugasemd- um fyrir 20. janúar 1995. Á Alþingi hinn 17. júní 1994 var samþykkt þingsályktunartillaga um að stefnt skyldi að því að ljúka end- urskoðun VII. kafla stjórnarskrár- innar um mannréttindi fyrír næstu alþingiskosningar. Eru taldar þtjár aðalástæður fyrir nauðsyn endur- skoðunar. Ein þeirra er þær þjóð- réttarlegu skuldbindingar sem Is- land hefur gengist undir með því að gerast aðili að alþjóðlegum sátt- málum til vemdar mannréttindum. Eru einkum nefndir til sögunnar mannréttindasáttmáli Evrópu, fé- lagsmálasáttmáli Evrópu og tveir mannréttindasáttmálar Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg og stjórn- málaleg réttindi og um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Þingsályktunartillögunni fylgdu til- lögur stjórnarskrárnefndar um mannréttindi frá 5. apríl 1994. Tek- ið var fram að eðlilegast teldist að þingflokkar legðu um haustið 1994 fram tillögur til breytinga á stjórn- arskránni með það fyrir augum að frumvarpið yrði afgreitt fyrir lok þinghalds vorið 1995. Almennt um frumvarpið í þinu nýja frumvarpi til stjórn- skipunarlaga er íjallað um mann- réttindi, skattamál og sjálfstjórn sveitarfélaga. Þar er ákvæði um svonefnt „neikvætt félagafrelsi" án þess að minnst sé á vernd stéttarfé- laga og réttinn til verkfalls. Hvorki er fjallað um jafnan kosningarétt né um sameign þjóðarinnar á nátt- úruauðlindum. Það er í flestum greinum gjörbreytt frá tillögum stjórnarskrárnefndar sem kynntar voru á þingfundinum 17. júní 1994. Segir í greinargerð með frumvarp- inu að formenn þingflokkanna hafi unnið að frumvarpsgerðinni og fengið til liðs við sig „virta lögfræð- inga og sérfræðinga á sviði mann- réttinda og stjórnskipunar". Ekki hafa þeir enn verið nafngreindir en frum- varpið ber með sér að þeir sem sömdu það og meðfylgjandi greinar- gerð hefur verið naumt skammtaður tími til verksins. Enda þótt greinargerð með frum- varpinu sé löng vantar mikið uppá að hún svari þeim spurningum sem kvikna við lestur frumvarpstextans sjálfs. Virðist jafnvel á stundum sem ekki sé fullt samræmi milli til- lagnanna og þess sem segir í greinargerð með frumvarpinu. í frumvarpinu er engin jákvæð framtíðarsýn. Þar er ekki dregin upp sú sjálfsmynd sem við íslendingar viljum endurspegla. Þar er ekki minnst á hugtökin mannréttindi og lýðræði. Aðallega er verið að orða þau réttindi sem þegar er viður- kennt að njóti stjórnarskrárverndar. Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi Tillögur um efnahagsleg, félags- leg og menningarleg réttindi sem allir stjórnmálaflokkamir segjast í stefnuskrám vilja tryggja eru fá- brotnar. í greinargerð (bls. 7) segir að umdeilt sé hvort þau beri að telja til grundvallarmannréttinda eða hvort þau séu einskonar viðbót- arréttindi. Síðar (bls. 12) segir að sú stefna hafi verið tekin að leggja fyrst og fremst áherslu á borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Akveðið hafi verið að bæta ekki við í neinum teljandi mæli efnahagslegum og fé- lagslegum réttindum. Það er því ekki vegna tímanauðar eða yfirsjón- ar að efnahagslegum og félagsleg- um réttindum er ekki gert jafnhátt undir höfði og hinum borgaralegu og stjórnmálalegu réttindum, heldur er það meðvituð stefna í frumvarp- inu að sniðganga sem mest hin efna- hagslegu og félagslegu réttindi. Ohjákvæmilegt er að minna á að íslendingar eiga aðild að f|'ölmörg- um þjóðréttarsamningum og alþjóð- legum yfirlýsingum um jafngildi allra mannréttinda og nægir hér að minna á inngangsorð Alþjóða- samnings um borgara- leg og stjórnmálaleg réttindi, sem fullgiltur var af íslands hálfu hinn 22. ágúst 1979, en þar segir „að sú hugsjón að menn séu frjálsir og njóti borg- aralegs og stjórnmála- legs frelsis, séu ótta- lausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköpuð verð skilyrði til þess að allir geti notið borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda, jafnt sem efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda." Alþjóðasamningar um afnám allr- ar mismununar gagnvart konum og um réttindi barna, sem eru skuld- bindandi hér á landi að þjóðarétti, byggja á jafngildi allra mannrétt- inda. Þessa afstöðu áréttuðu Islend- ingar síðast með aðild að Vínaryfir- lýsingunni 25. júní 1993, en þar segir m.a. að öll mannréttindi séu almenn, óaðskiljanleg og innbyrðis háð og tengd. Þá segir að alþjóða- samfélagið verði að fara með mann- réttindi allsstaðar á réttlátan hátt og á sama hátt og leggja þau að jöfnu með sömu áherslum. Það sé skylda ríkja að efla og vernda öll mannréttindi og frelsisréttindi. Til að standa við fyrirheitin frá fundinum á Þingvöllum í sumar og yfirlýsta stefnu á sviði efnahags- legra, félagslegra og menningar- legra mannréttinda er brýn nauðsyn að endurskoða frumvarp þing- flokksformannanna og gera á því þær breytingar að jafnvægi komist á milli allra réttinda, enda verður borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda ekki notið án hinna efna- hagslegu, félagslegu og menningar- legu mannréttinda. Engin almenn jafnræðisregla í greinargerð með frumvarpinu er sagt að í ákvæði 3. gr. felist al- menn jafnræðisregla. Þar segir að allir skuli jafnir fyrir lögum án til- Brýna nauðsyn ber til að endurskoða frum- varp þingflokksfor- mannanna um mann- réttindaákvæði stjórn- arskrárinnar, að mati Ragnars Aðalsteins- sonar. Gera þarf breytingar til að koma á jafnræði milli allra réttinda. lits til kynferðis, trúarbragða, skoð- ana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, og stöðu að öðru leyti. Regla þessi getur ekki talist almenn jafnræðis- regla vegna þess að hún takmark- ast við jafnrétti fyrir lögum, enda segir í greinargerð (bls. 16), að í ákvæðinu séu ekki fólgin ákveðin efnisréttindi og regluna beri að hafa í huga við lagasetningu og skýringu laga. Ganga þarf lengra og geta um jafna lagavernd allra, að allir skuli jafnir fyrir dómstólunum og jafnan rétt allra til aðgangs að dóm- stólum og síðast en ekki síst þarf ákvæði sem leggur þá skyldu á ríkis- valdið að ábyrgjast öllum sem á landinu eru og undir lögsögu ríkis- ins öll mannréttindi og bannar hverskonar mismunun. Þá fyrst get- um við sagt með réttu að í stjórnar- skránni sé almenn jafnræðisregla. Um þetta má m.a. vísa til 2. gr. 1. mgr., 14. gi'. 1. mgr. og 26. gr. Alþjóðasamnings um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Nauðsyn sérákvæðis um jafnrétti karla og kvenna Svo virðist sem eina hugsanlega tryggingin í frumvarpinu fyrir jöfn- um rétti kvenna og karla felist í fyrrnefndri reglu um að allir skuli jafnir fyrir lögum. Ejarri fer að sú Ragnar Aðalsteinsson regla styrki stöðu kvenna að nokkru marki. Mér hefur virst að í landinu sé almenn samstaða um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla þannig að konur njóti ekki síður mannrétt- inda en karlar. Hefur Alþingi kveð- ið í lögum á um svonefnda jákvæða mismunun í því skyni að auka líkur á að jafnrétti náist í reynd. Sannast sagna hefur málinu miðað hægt áfram og markmiðið enn fjarlægt. Betur má ef duga skal. Ein helsta ástæðan fyrir áframhaldandi mis- rétti er að í lög skortir nægilega öflug ákvæði sem skili málinu áieið- is að settu marki sem allra fyrst. Algjör forsenda þess að tryggja jafnrétti kvenna og karla er skýrt og ákveðið sérákvæði um jafnréttið í stjórnarskrá þar sem skylda er lögð á ríkisvaldið til aðgerða og afstöðu og nái ákvæðið jafnt til lög- gjafans, framkvæmdavaldsins og dómstólanna. í núverandi frumvarpi er ekkert sem við getum verið stolt af, en e.t.v. yrðum við örlítið ánægð- ari með nýju mannréttindaskránna með slíku sérákvæði í. Rétt er að geta þess að hvorki almenn jafnræðisregla né sérákvæði um jafnan rétt kvenna og karla tak- marka réttinn til jákvæðrar mis- mununar í almennum iögum. Hvatningarorð forsætisráðherra Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur sýnt mannréttindamálum áhuga og stuðning. í áramótaávarpi hans var ítarleg umfjöllun um mannréttindamál, bæði fyrirheitin frá Þingvöllum í sumar og afstöðu til mannréttinda hjá fjarlægari þjóð- um, sem við eigum viðskipti við. Davíð sagði að smæð okkar þyrfti ekki að dæma okkur úr leik í sam- skiptum við önnur ríki og bætti síð- an við: „Hin íslenska rödd þarf að heyrast og Islendingar mega ekki hliðra sér hjá að leggja þeim lið, sem búa við kúgun og undirokun. Það lýðfrelsi, sem við búum við, leggur okkur skyldur á herðar, sem við víkjumst ekki undan.“ Undir þessi orð forsætisráðherra taka vissulega flestir íslendingar, enda fer ekki á milli mála að ráð- herrann vitnar til algildis og jafn- gildis mannréttinda. Þær skyldur sem forsætisráðherra gat um getum við best borið og uppfyllt að við setjum. okkur mannréttindaskrá, sem við getum verið stolt af og verður öðrum vegvísir og fyrirmynd. Núverandi frumvarp er ófullnægj- andi í þessu skyni. Höfundur er starfandi lögmaður í Reykjavík. Tj áningar fr elsið á að vera óskorað Athugasemdir við stjórnarskrárfrumvarpið MEGINGALLINN við frumvarp til breytinga á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar er sá að flestar greinar þess eru meinlausar, þ.e. þær a.m.k. tryggja mannréttindi sem eru þegar í gildi, skrifuð eða óskrifuð (dómafordæmi). Ekki er bryddað upp á neinum nýjungum né settar frekari girðingar fyrir afskiptum ríkisins af þegnunum en þegar eru til staðar í reynd. í a.m.k. einni grein, núverandi 72. grein um tjáningarfrelsi, er þó dregið úr grundvallarréttindum sem lands- mönnum eru tryggð með núverandi stjórnarskrá. Ég verð að taka undir með öðrum sem hafa skrifað um frumvarpið að of mikil fljótaskrift er á mörgum greinum þess. Stjórnarskrár eru ekki skrifaðar á hveijum degi né heldur er auðvelt að breyta þeim. Verði 6. og 7. kafla stjórnarskrár- innar breytt í ætt við frumvarpið er líklega verr farið af stað en heima setið. I þessari grein ijalla ég að- eins um fyrirhugaðar breytingar á málfrelsisgrein stjórnarskrárinnar. Nefnd þingflokksformanna gerir tvær meginbreytingar á 72. gr. stjórnarskrár- innar. Annars vegar er hugtakið tjáningar- frelsi sett í stað prent- frelsis í samræmi við nútíma fjölmiðlunar- hætti. Hins vegar er bætt við heilli máls- grein sem kveður á um við hvaða aðstæður ríkisvaldið getur komið á ritskoðun. Segja má að í þessum breyting- um felist annars vegar misskilningur, þ.e. að í núgildandi stjórnar- skrá sé það helst hug- takið prentfrelsi sem sé gamaldags, og hins vegar afturhald, þ.e. að tryggja þurfi yfirvöldum rétt til ritskoðunar. Takmörkun á mál-/skoðanafrelsi í núgildandi stjórnarskrá felst ekki fyrst og fremst í því að tjáning sé bundin við prentað mál heldur því ákvæði að menn skuli ábyrgjast hugsanir sínar með dómi. Af ákvæðinu leiðir beint að t.d. illgjörn meiðyrði og særandi sannleiksorð eru lögð að jöfnu, þ.e. sá sem telur sig verða fyrir fjölmæli þarf ekki að sanna að það hafi verið ásetningur eða að réttu máli hafi verið vísvit- andi hallað. Það er nóg að dómara finnist um- mælin sverta mannorð stefnanda með réttu eða röngu til að sá er viðhafði ummælin sé ábyrgur (sbr. t.d. 108. gr. og 237. gr. hegn- ingarlaganna). Eini munur sem gerður er á ærumeiðandi sann- leika og ærumeiðandi lygi í hegningarlögum felst í þyngd refsinga (sbr. 235. og 236. gr. sömu laga). Ég geri það að tillögu minni að orðin „þó verður hann að ábyrgjast þær [hugsanir sínar] fyrir dómi“ verði felld úr 72. gr. stjórnarskrár- innar. Brottfall þeirra myndi setja þær kvaðir á herðar dómara að leita Ómar S. Harðarson Ég skora á þingmenn að hrapa ekki að því að samþykkja stjórnar- skrárfrumvarpið, segir — Omar S. Harðarson, það er of mikil fljótaskrift á mörgum greinum þess. eftir ásetningi ummæla fremur en afleiðingum þeirra. Ákvæði hegn- ingarlaganna sem refsa fyrir óþægi- legan sannleika yrðu þar með ógild. Einungis þannig verður tjáningar- frelsið raunvemlega varið af stjórn- arskránni. Réttur manna til að leita til dómstóla til verndar mannorði sínu gegn illgjörnum árásum yrði eftir sem áður tryggður. Til viðbótar takmarkandi ákvæðum sem þannig eru fyrir í stjómarskránni nú þegar leggur frumvarpið til heila klásúlu sem gefur stjórnvöldum allmikið svigrúm til ritskoðunar með skír- skotun til ýmissa hagsmuna, s.s. almenns heilsufars eða siðgæðis. í núverandi stjórnarskrá hafa stjórnvöld rétt til takmörkunar á málfrelsi, án þess þó að sá réttur sé beinlínis færður í orð. En af því að hann er ekki orðaður þá gildir hann aðeins í undantekningartilfell- um og er ávallt háður endurskoðun dómstóla. Um er að ræða þegar óheft málfrelsi brýtur augljóslega gegn öðrum réttindum eða hags- munum sem varðir eru af stjórnar- skránni eða stefna án vafa ríkinu sjálfu eða almannaheillum í hættu. Með því að setja þessi undantekning- arákvæði í stjómarskrána er verið að breyta þeim úr undantekningart- ilvikum í gmndvallarrétt ríkisvalds- ins gegn þegnunum. Afleiðingamar era ófyrirsjáanlegar. í stjómarskrá landsins á tjáning- arfrelsið að vera óskorað. Hvorki framkvæmdavaldið, dómstólar né Alþingi eiga að hafa fijálsa heimild til setja við því skorður. Það verður að búa svo um hnútana að sér- hveija undantekningu verði að meta sérstaklega af fleiri en einni grein ríkisvaldsins. Ég skora á alþingismenn að hrapa ekki að því að samþykkja fyrirliggjandi frumvarp eins og það liggur fyrir. Raunar ætti ekki einu sinni að samþykkja víðtækar breyt- ingar á mannréttindakafla stjórnar- skrárinnar nema að undangenginni almennri umræðu í landinu. Það er að mínu mati of skammur tími að ætla aðeins mánuð handa almenn- ingi að koma með athugasemdir við frumvarpið, einkanlega þegar það er haft í huga að engin tök voru á því að fylgjast með umræðum þeg- ar framvarpið var samið. Höfundur er stjórnmála- fræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.