Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Godal um samninginn við Kanada Vonandi góð áhrif á úthafs- veiðiráðstefnuna Sfld frá Eyjum til styrktar Súðvíkingum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. BJ0RN Tore Godal, utanríkis- ráðherra Noregs, sagði í skýrslu sinni um utanríkismál, sem hann flutti Stórþinginu í síðustu viku, að hann vonaðist til að nýlegur samningur Kanada og Noregs um úthafsveiðar hefði góð áhrif á viðræður á úthafsveiðiráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Hann hnýtti einnig undir rós i íslendinga fýrir veiðar þeirra í Smugunni og á Svalbarðasvæð- inu. Lagði áherzlu á viðurkenningu Kanadamanna Utanríkisráðherrann sagði að ríkisstjórn Verkamannaflokksins legði mikla áherzlu á að tryggja fiskveiðihagsmuni Norðmanna í Norðurhöfum. „Hin óábyrga hegðun, sem fiskimenn frá viss- um löndum sýna í „Smugunni" og á fiskverndarsvæðinu við Svalbarða, er algerlega óviðun- andi,“ sagði Godal. „Ríkisstjómin væntir þess að stjórnvöld í við- komandi löndum muni hjálpa til við að finna friðsamlega lausn eins skjótt og hægt er, og hún er tilbúin að Ieggja sitt af mörk- um til að það megi takast.“ Godal ræddi um samninginn við Kanada, sem fjallar um gagn- kvæman rétt til að framfylgja fískveiðireglum utan lögsögu ríkjanna. Hann lagði sérstaklega áherzlu á viðurkenningu Kanada- manna á rétti Norðmanna við Svalbarða, en íslenzk stjórnvöld hafa mótmælt henni. „Fullveldisréttur Norðmanna yfir auðlindum á fiskvemdar- svæðinu og landgmnninu við Svalbarða er viðurkenndur í þess- um samningi," sagði hann. „Við vonum að samningurinn, sem fljótlega verður lagður fyrir Stór- þingið, muni hafa uppbyggileg áhrif á samningaviðræður á út- hafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna." Verður svarað fljótlega Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra afhenti fyrir skömmu sendiherra Kanada hér á landi formleg mótmæli ríkis- stjórnarinnar við viðurkenningu Kanada á kröfum Norðmanna við Svalbarða og fór fram á að hún yrði dregin til baka. Pierre Bec- hart, upplýsingafulltrúi í kana- díska sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að þarlend stjómvöld hefðu enn ekki svarað orðsendingu Jóns Baldvins formlega. Að því væri hins vegar unnið. VESTMANNAEYJABÆR ásamt fyrirtækjum og einstaklingum í Eyj- um hefur staðið fyrir pökkun á marineraðri síld í legi sem pakkað hefur verið í 7.500 pakkningar og verða þær seldar í verslunum Hag- kaups á höfuðborgarsvæðinu á föstudaginn. Öll innkoma af sölu síldarinnar rennur óskipt til Rauða kross íslands til styrktar þeim sem eiga um sárt að binda vegna náttúru- hamfaranna í Súðavík. Hörður Adólfsson, bryti í Vest- manaeyjum, átti hugmyndina að þessu framtaki og með samvinnu bæjaryfirvalda, fyrirtækja og ein- staklinga var því hrint í fram- ATKVÆÐAGREIÐSLA stendur yfir þessa dagana meðal félagsmanna í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna um heimild til stjórnar FÍA um að boða til aðgerða hjá flugfélaginu Atlanta. Tryggvi Baldursson, formaður FÍA, staðfesti í samtaii við Morgun- blaðið að atkvæðagreiðslan stæði yfir og að henni lyki á fimmtudag. Tryggvi vildi ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi. Samningur sá sem gerður var í kvæmd. Vinnslustöðin lagði til síld, mannskap og húsnæði til vinnslunn- ar en nokkur önnur fyrirtæki greiddu það sem til þurfti, svo sem annað hráefni, prentun og flutning til Reykjavíkur. Hagkaup veitir end- urgjaldslaust aðstöðu til að selja síld- ina í verslunum sínum og félagar úr Björgunarfélagi Vestmannaeyja munu sjá um dreifingu og sölu síld- arinnar. Hver pakkning er 400 grömm að þyngd og verð hennar verður 267 krónur sem er sama verð og á sígarettupakka. Það verða því um þijú tonn af síld sem á að selja á föstudaginn og ef allt selst verður ágóðinn um tvær milljónir. kjölfar kjaradeilu FÍA og Atlanta fyrr í vetur rann út um áramót. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins telja flugmenn í FIA að um vanefndir á samningnum sé að ræða og stendur deilan um forgang fé- lagsmanna í FÍA til starfa hjá Atl- anta, en flestir starfsmenn flug- félagsins eru félagsmenn í Fijálsa flugmannafélaginu. Boðað hefur verið til fundar með aðilum málsins í dag að frumkvæði samgönguráðherra. Þetta framtak er með samþykki Rauða kross Islands. Vestmanna- eyjabær ber ábyrgð á því og mun bera kostnað vegna þessa ef einhver verður. Unnið er að því að fá söluna undanþegna virðisaukaskatti, en ef það fæst ekki mun Vestmannaeyja- bær greiða virðisaukaskatt af söl- unni. Björgunarfélagsmenn frá Eyj- um verða í verslunum Hagkaups frá hádegi á föstudag og fram að lokun við að selja síldina og í samtali við Morgunblaðið sagði Guðjón Hjör- leifsson bæjarstjóri í Eyjum að hann vonaðist til að sölumönnunum yrði vel tekið. Týr sótti sjúkling til Flateyrar LÆKNIRINN á Flateyri bað í gær um að varðskipið Týr sækti sjúkling til Flateyrar og flytti hann til ísafjarðar, en ófært er þar á milli. Beiðni um flutninginn barst Landhelgisgæslunni um kl. 15. Varðskipið kom til Flateyrar um kl. 19 og fór þaðan um hálftíma síðar. Tveggja og hálfs tíma löng sigling er þaðan til ísafjarðar. Sjúklingurinn þurfti að gangast undir aðgerð á sjúkrahúsinu á ísafirði. Deila komin upp milli FIA og Atlanta Atkvæðagreiðsla um heimild til aðgerða Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Norskur snjóflóða- fræðingur kominn KARSTEN Lid, yfirmaður norsku rannsóknarstöðvarinnar um snjó- flóð, kom hingað til lands í gær- kvöldi í boði umhverfisráðuneytis- ins. Lid þekkir til aðstæðna hér á landi og kom m.a. hingað til lands eftir snjóflóðið á Neskaupstað Í974. Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra segir Lid hafa mjög yfirgripsmikla þekkingu á snjó- flóðum og snjóflóðavörnum. Össur kvaðst hafa óskað eftir því að Lid kæmi hingað til lands til að gefa sér ráð um hvernig best væri að standa að endurbótum á snjóflóða- eftirliti og -vörnum og miðla ís- lendingum af reynslu Norðmanna í þeim efnum. „Við ætlum að skoða gögn um ýmsa staði þar sem talin er hætta á snjóflóðum. Ég ætla að heyra hvað hann getur ráðlagt mér og mínum sérfræðingum um það efni. Hann mun einnig eiga viðræður og samvinnu við Veðurstofu ís- lands,“ sagði Össur. Þá hefur umhverfísmálaráð- herra þekkst boð franska sendi- ráðsins um að hingað komi til lands M. Gilles Borrel frá stofnun- in CEMAGREF, sem er opinber rannsóknarstofnun sem sinnir einnig snjóflóðarannsóknum og -vörnum, staðsett í Grenoble. Ekki er ákveðið hvenær Borrel kemur til landsins. Stjórnsýsluendurskoðun á embætti sýslumannsins í Keflavík Gengið var of langt í spamaði Þorska- slátrun í Neskaup- stað SÍÐUSTU daga hefur verið unnið við að slátra þorski úr annarri flotgirðingunni sem Þorskur hf. í Neskaupstað er með fiskeldi í. Ur girðingunni komu tæp þrettán tonn af þorski og var meðalþyngdin um 2,7 kg á fisk og er þá miðað við aðgerðan fisk með haus. Mest af fiskinum hafði verið um eitt ár í eldinu og var honum ðllum sleppt í flotgirðingarnar sem undirmálsfiski. Fiskurinn er allur seldur ferskur úr landi, flakaður á markað í Bandaríkj- unum, en fluttur út heill til Frakklands. RÍKISENDURSKOÐUN leggur til að embætti sýslumannsins á Kefla- víkurflugvelli fái viðbótarfjárveit- ingu vegna hallarekstrar á síðasta ári. Stofnunin telur að vel hafí tek- ist að bæta fjárhagslega rekstur embættisins á síðustu árum með aðhaldsaðgerðum, en gengið hafi verið of nærri embættinu með kröf- um um sparnað á síðasta ári. Hafi bæði utanríkisráðuneytið og sýslu- maðurinn á Keflavíkurflugvelli átt að gera sér grein fyrir því. Ríkisendurskoðun hefur nú lokið stjórnsýsluendurskoðun á embætti sýslumannsins á Keflavíkurflug- velli, sem unnin var að beiðni varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins. í niðurstöðum Ríkisend- urskoðunar segir m.a., að gæsla í hiiðum sé í lágmarki og jafnframt sé eftirlit í lögreglubifreið ófull- nægjandi nema tveir lögreglumenn séu í bifreiðinni, þar sem örðugt getur verið að færa sönnur á sekt eða sakleysi í málum. Auka ber löggæslu í flugstöð Ríkisendurskoðun telur að auka beri löggæslu í flugstöð á kostnað húsgæslu, sem er á vegum Flug- málastjórnar. Jafnframt verði tryggt að enginn flugfarþegi komist inn á biðsvæði vegna flugs nema að undangenginni vopnaleit og tryggt verði að allar aðrar leiðir séu lokaðar. Þá vill Ríkisendurskoðun að mönnun vakta verði fyllri en nú er og gengið verði út frá að vakthópar verði ekki verr skipaðir en að um ein forföll verði að ræða. Þá eru þjálfunarmál lögreglumanna ekki talin í nægjanlega góðu Iagi. Koma þurfi upp aðstöðu í flugstöðinni til að geyma flugfarþega sem ekki fái dvalarleyfí hér á landi og bæta þurfi umgengni og eftirlit með upp- tækum varningi, sameina geymslu- staði, senda varninginn oftar frá embættinu og halda nákvæma skrá yfir hann. Þá gerir Ríkisendurskoð- un kröfu um að viðvera sé skráð með stimpilklukku. Ríkisendurskoðun telur þörf á að endurnýja bílaflota embættisins og fínnur að því að embættið hafí ekki bílskýli. Þá beri að kanna hvort leggja eigi niður vegabréfsskoðun við brottför og hafa brottfararhlið opið allan daginn, en flugfarþegar komist gegnum vopnaleit þegar þeir hafí fengið brottfararspjöld afhent. Jafnframt verði annað brottfararhlið opnað oftar og fyrr en nú sé gert og stefnt að því að ekki myndist biðraðir við hliðin. Embætti ekki sameinuð Loks mælist Ríkisendurskoðun til, að í stað stöðugrar gæslu í vöru- skemmu Fríhafnar verði gerðar talningar öðru hvoru og Fríhöfn gert að greiða gjöld af hugsanlegri vöntun. Tollskrifstofa í Grænáshliði verði lögð niður og þeir tveir starfs- menn sem þar eru fluttir á skrif- stofu sýslumanns í Grænási. Nokkr- ar aðrar skipulagsbreytingar eru lagðar til, en Ríkisendurskoðun tel- ur að ekki beri að sameina emb- ætti sýslumanns á Keflavíkurflug- velli og embætti sýslumanns í Keflavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.