Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 5.3 ÍÞRÓTTIR UNGLIIMGA Léku tennis í 57 klukkustundir íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: 53 félög med lið í TENNISSPILARAR á stór-Reykjavíkursvæðinu komu saman í Tennishöllinni í Kópavogi til að leika mara- þontennis. Markmiðið var að komast f heimsmeta- bók Guiness og safna áheitum til styrktar íþróttafé- lagi fatlaðra. Skemmst er frá því að segja að krakk- arnir sem voru á aldrinum átta til sextán ára léku tennis í 57 klukkustundir frá klukkan 13:30 mánu- daginn 14. janúar til klukkan 22:30 þess sextánda. 37 unglingar tóku þátt í þessu maraþoni og margir fóru ekki heim til sín í tvo og hálfan sólarhring heldur lögðust til hvílu annað veifið í svefnpokum í Tennishöllinni en yfirleitt var leikið á tveimur til þremur völlum samtímis. Aftari röð frá vinstri: Jos- eph Henriques þjálfari, Kolbeinn Tumi Daðason, Davíð Halldórsson, Bjarni Einarsson, Ingi Þór Ein- arsson, Erla M. Hermannsdóttir, Kristín Gunnars- son, Katrfn Atladóttir, Júlíanna Jónsdóttir, íris Staub, Stella Rún Kristjánsdóttir, Alexandra Kjeld. Fremri röð frá vinstri: Garðar I. Jónsson fram- kvæmdastjóri Tennishallarinnar, Anna Podolskaia aðstoðarþjálfari, Kári Pálsson, Ásdís Snævarr, Freyr Pálsson, Þrándur Kristjánsson, Arnar Sigurðsson, Jón Axel Jónsson, Kolbrún Stefánsdóttir og Hrafn- kell Sighvatsson. Á minni myndinni má sjá þau Kára Pálsson átta ára og Ásdísi Snævarr tíu ára en þau voru yngstu þátttakendurnir. BADMINTON/UNGLINGAMEISTARAMOT TBR Badmintonspllar&r frá TBR voru í efstu sætunum í plltaflokki á Unglingameistaramóti TBR. Frá vlnstrl eru þeir Haraldur Guðmundsson og Orri Öm Árnason en þeir sigruðu þá Svein Loga Sölva- son og Bjöm Jónsson. Spennandi úrslitaleikir í mörgum aldursflokkum Unglingameistaramót TBR var haldið fyrir skömmu í salar- kynnum TBR í Gnoðavogi. Þátttaka var góð en keppendur frá níu félög- um kepptu á mótinu. Eins og svo oft áður voru keppendur úr TBR atkvæðamiklir, sérstaklega í elstu flokkunum en margir úrslitaleikj- anna voru mjög spennandi. Hnokkar og hnátur Óli Þ. Birgisson UMSB vann Guðlaug Axelsson UMSB 11:6 og 11:8. Ragna Ingólfsdóttir TBR sigraði Bryndísi Sighvatsdóttur BH 11:7, 11:12 og 11:9. Óli Þ. Birgisson og Guðlaugur Axelsson UMSB sigruðu Baldur Gunnarsson og Óla P. Ólafsson Vík- ingi 15:3, 14:17 og 15:5. Ragna lngólfsdóttir og Hrafnhild- ur Ásgeirsdóttir TBR sigruðu Láru Hannesdóttur og Halldóru Elínu Jó- hannsdóttur 15:2 og 15:6. Guðlaugur Axelsson UMSB og Bryndís Sighvatsdóttir BH unnu Baldur Gunnarsson og Tinnu Helga- dóttur Víkingi 18:13, 12:15 og 15:10. Sveinar og meyjar Pálmi Hlöðversson BH sigraði Helga Jóhannesson TBR 11:10 og 11:9. Sara Jónsdóttir TBR sigraði Oddnýju Hróbjartsdóttur TBR 11:8 og 11:8. Bjöm Oddsson og Pálmi Hannes- son BH unnu Helga Jóhannesson og Birgi Haraldsson TBR 18:17 og 15:7. Katrín Atladóttir og Aldís Páls- dóttur úr TBR sigruðu Elísu Viðars- dóttur og Þóm Helgadóttur BH 15:5 og 15:4. Helgi Jóhannesson og Katrín Atla- dóttir TBR unnu Pálma Hlöðversson og Elísu Viðardóttur 15:11 og 15:8. Drengir og telpur Magnús Helgason Víkingi sigraði Pálma Sigurðsson Víkingi 15:9 og 15:7. Anna L. Sigurðardóttir TBRvann Katrínu Atladóttur TBR 11:3, 7:11 og 11:3. Emil Sigurðsson UMSB og Bjami Hannesson ÍA unnu Magnús Helga- son og Pálma Sigurðsson Víkingi 7:15, 15:11 og 15:11. Piltar og stúlkur Haraldur Guðmundsson TBR sigr- aði Svein Sölvason TBR 15:6 og 15:12. Vigdís Ásgeirsdóttir TBR sigraði Brynju Pétursdóttur ÍA 11:7 og 11:1. Haraldur Guðmundsson og Orri Ámason TBR unnu Svein Sölvason og Björn Jónsson TBR 15:6 og 15:8. Vigdís Ásgeirsdóttir TBR og Mar- grét Dan Þórisdóttir unnu Brynju Pétursdóttur og Birnu Guðbjarts- dóttur ÍA 15:8, 11:15 og 15:5. Haraldur Guðmundsson og Vigdís Ásgeirsdóttir sigruðu Orra Árnason og Margréti Dan Þórisdóttur 15:4 og 15:4. fimnvta flokki karia RIÐLAKEPPNI íslandsmótsins i innanhússknattspyrnu hjá yngri aldursflokkum er viðast hvar í fullum gangi en leikir í riðlakeppni fara nú fram út um allt land. Góð þátttaka er í flestum flokk- um og til að mynda era 53 félög með lið í fimmta flokki karla. Leikið er í 2. - 5. flokki karla og 2. - 4. flokki kvenna og hófust fyrstu leikimir þann 14. þessa mán- aðar en riðlakeppninni á síðan að vera lokið fyrir fyrsta febrúar. í karlaflokkunum þar sem lið era fleiri er leikið í átta riðlum og kemst sigurlið hvers riðils í úrslitakeppn- ina sem fram fer í síðari hluta febr: úar eða í byijun marsmánaðar. í stúlknaflokkunum era hins vegar riðlamir sex talsins og komast sex lið áfram. Leikið er með sama fyrir- komulagi eins og í meistaraflokki, fjórir útileikmenn era í liði auk markvarðar. ÍSA.'Vj' w . " 91 9 ÉÍ||||l ■ \ i'V '• s Morgunblaðið/Frosti Barátta um knöttinn í leik Vikings og Selfoss í 3. flokki kvenna á sunnudag í íslandsmótlnu í innanhússknattspyrnu. Víkings- stúlkurnar unnu sannfærandi sigur en máttu síns lítils gegn lið- um KR og ÍA en KR hefur tryggt sér sæti í úrslltakeppninnl. Vík- ingur vann hins vegar sannfærandi sigur í sínum riðli í 3. flokk! karla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.