Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 53

Morgunblaðið - 24.01.1995, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 5.3 ÍÞRÓTTIR UNGLIIMGA Léku tennis í 57 klukkustundir íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: 53 félög med lið í TENNISSPILARAR á stór-Reykjavíkursvæðinu komu saman í Tennishöllinni í Kópavogi til að leika mara- þontennis. Markmiðið var að komast f heimsmeta- bók Guiness og safna áheitum til styrktar íþróttafé- lagi fatlaðra. Skemmst er frá því að segja að krakk- arnir sem voru á aldrinum átta til sextán ára léku tennis í 57 klukkustundir frá klukkan 13:30 mánu- daginn 14. janúar til klukkan 22:30 þess sextánda. 37 unglingar tóku þátt í þessu maraþoni og margir fóru ekki heim til sín í tvo og hálfan sólarhring heldur lögðust til hvílu annað veifið í svefnpokum í Tennishöllinni en yfirleitt var leikið á tveimur til þremur völlum samtímis. Aftari röð frá vinstri: Jos- eph Henriques þjálfari, Kolbeinn Tumi Daðason, Davíð Halldórsson, Bjarni Einarsson, Ingi Þór Ein- arsson, Erla M. Hermannsdóttir, Kristín Gunnars- son, Katrfn Atladóttir, Júlíanna Jónsdóttir, íris Staub, Stella Rún Kristjánsdóttir, Alexandra Kjeld. Fremri röð frá vinstri: Garðar I. Jónsson fram- kvæmdastjóri Tennishallarinnar, Anna Podolskaia aðstoðarþjálfari, Kári Pálsson, Ásdís Snævarr, Freyr Pálsson, Þrándur Kristjánsson, Arnar Sigurðsson, Jón Axel Jónsson, Kolbrún Stefánsdóttir og Hrafn- kell Sighvatsson. Á minni myndinni má sjá þau Kára Pálsson átta ára og Ásdísi Snævarr tíu ára en þau voru yngstu þátttakendurnir. BADMINTON/UNGLINGAMEISTARAMOT TBR Badmintonspllar&r frá TBR voru í efstu sætunum í plltaflokki á Unglingameistaramóti TBR. Frá vlnstrl eru þeir Haraldur Guðmundsson og Orri Öm Árnason en þeir sigruðu þá Svein Loga Sölva- son og Bjöm Jónsson. Spennandi úrslitaleikir í mörgum aldursflokkum Unglingameistaramót TBR var haldið fyrir skömmu í salar- kynnum TBR í Gnoðavogi. Þátttaka var góð en keppendur frá níu félög- um kepptu á mótinu. Eins og svo oft áður voru keppendur úr TBR atkvæðamiklir, sérstaklega í elstu flokkunum en margir úrslitaleikj- anna voru mjög spennandi. Hnokkar og hnátur Óli Þ. Birgisson UMSB vann Guðlaug Axelsson UMSB 11:6 og 11:8. Ragna Ingólfsdóttir TBR sigraði Bryndísi Sighvatsdóttur BH 11:7, 11:12 og 11:9. Óli Þ. Birgisson og Guðlaugur Axelsson UMSB sigruðu Baldur Gunnarsson og Óla P. Ólafsson Vík- ingi 15:3, 14:17 og 15:5. Ragna lngólfsdóttir og Hrafnhild- ur Ásgeirsdóttir TBR sigruðu Láru Hannesdóttur og Halldóru Elínu Jó- hannsdóttur 15:2 og 15:6. Guðlaugur Axelsson UMSB og Bryndís Sighvatsdóttir BH unnu Baldur Gunnarsson og Tinnu Helga- dóttur Víkingi 18:13, 12:15 og 15:10. Sveinar og meyjar Pálmi Hlöðversson BH sigraði Helga Jóhannesson TBR 11:10 og 11:9. Sara Jónsdóttir TBR sigraði Oddnýju Hróbjartsdóttur TBR 11:8 og 11:8. Bjöm Oddsson og Pálmi Hannes- son BH unnu Helga Jóhannesson og Birgi Haraldsson TBR 18:17 og 15:7. Katrín Atladóttir og Aldís Páls- dóttur úr TBR sigruðu Elísu Viðars- dóttur og Þóm Helgadóttur BH 15:5 og 15:4. Helgi Jóhannesson og Katrín Atla- dóttir TBR unnu Pálma Hlöðversson og Elísu Viðardóttur 15:11 og 15:8. Drengir og telpur Magnús Helgason Víkingi sigraði Pálma Sigurðsson Víkingi 15:9 og 15:7. Anna L. Sigurðardóttir TBRvann Katrínu Atladóttur TBR 11:3, 7:11 og 11:3. Emil Sigurðsson UMSB og Bjami Hannesson ÍA unnu Magnús Helga- son og Pálma Sigurðsson Víkingi 7:15, 15:11 og 15:11. Piltar og stúlkur Haraldur Guðmundsson TBR sigr- aði Svein Sölvason TBR 15:6 og 15:12. Vigdís Ásgeirsdóttir TBR sigraði Brynju Pétursdóttur ÍA 11:7 og 11:1. Haraldur Guðmundsson og Orri Ámason TBR unnu Svein Sölvason og Björn Jónsson TBR 15:6 og 15:8. Vigdís Ásgeirsdóttir TBR og Mar- grét Dan Þórisdóttir unnu Brynju Pétursdóttur og Birnu Guðbjarts- dóttur ÍA 15:8, 11:15 og 15:5. Haraldur Guðmundsson og Vigdís Ásgeirsdóttir sigruðu Orra Árnason og Margréti Dan Þórisdóttur 15:4 og 15:4. fimnvta flokki karia RIÐLAKEPPNI íslandsmótsins i innanhússknattspyrnu hjá yngri aldursflokkum er viðast hvar í fullum gangi en leikir í riðlakeppni fara nú fram út um allt land. Góð þátttaka er í flestum flokk- um og til að mynda era 53 félög með lið í fimmta flokki karla. Leikið er í 2. - 5. flokki karla og 2. - 4. flokki kvenna og hófust fyrstu leikimir þann 14. þessa mán- aðar en riðlakeppninni á síðan að vera lokið fyrir fyrsta febrúar. í karlaflokkunum þar sem lið era fleiri er leikið í átta riðlum og kemst sigurlið hvers riðils í úrslitakeppn- ina sem fram fer í síðari hluta febr: úar eða í byijun marsmánaðar. í stúlknaflokkunum era hins vegar riðlamir sex talsins og komast sex lið áfram. Leikið er með sama fyrir- komulagi eins og í meistaraflokki, fjórir útileikmenn era í liði auk markvarðar. ÍSA.'Vj' w . " 91 9 ÉÍ||||l ■ \ i'V '• s Morgunblaðið/Frosti Barátta um knöttinn í leik Vikings og Selfoss í 3. flokki kvenna á sunnudag í íslandsmótlnu í innanhússknattspyrnu. Víkings- stúlkurnar unnu sannfærandi sigur en máttu síns lítils gegn lið- um KR og ÍA en KR hefur tryggt sér sæti í úrslltakeppninnl. Vík- ingur vann hins vegar sannfærandi sigur í sínum riðli í 3. flokk! karla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.