Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Ótrúleg eyðilegging „AÐKOMAN er verri en ég átti __ v.on á. Eyðileggingin er hreint ótrúleg,“ sagði Jónatan Ásgeirs- son skipsíjóri frá Súðavík í sam- tali við Morgunblaðið eftir að hann og fleiri Súðvíkingar höfðu farið til Súðavíkur að vitja eigna sinna og freistað þess að bjarga einhverjum persónulegum mun- um úr snjóflóðinu. Hópur Súðvíkinga fór til Súða- víkur á laugardag og í gær fóru menn aftur, vitjuðu eigna sinna og leituðu í húsarústunum, aðal- lega að persónlegum munum. Formaður atvinmimálanefndar Akureyrar um tilboð SH um 80 störf Getur eflt atvinnulífið „ÞAÐ er ánægjulegt að eitthvað er að gerast hér, að við eigum einhverra kosta völ, Það er Ijóst að ef við vinnum vel úr þessu máli á það að geta eflt mjög atvinnulíf á Akureyri," sagði Guðmund- ur Stefánsson formaður atvinnumálanefndar Ak- ureyrar og einn fulltrúi bæjarins í viðræðuhópi sem skipaður var vegna hugsanlegrar sölu á hlutabréfum bæjarins í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Fulltrúar í stjóm SH kynntu viðræðuhópnum tilboð sitt til eflingar atvinnulífs á Akureyri á fundi í gær en í því felst m.a. að þeir tryggi 80 störf í bænum með því að flytja umtalsverðan hluta starf- semi sinnar norður og að beita sér að öðru leyti fyrir annarri atvinnustarfsemi á Akureyri. Háskólinn styrktur SH-menn vilja stuðla að bættri aðstöðu Akur- eyrar til að verða miðstöð flutninga til og frá landinu og einnig hyggjast þeir styðja við bakið á Háskólanum á Akureyri m.a. með því að kosta prófessorsstöðu við skólann. Tilboð SH miðast við að bæjarstjóm Akureyrar tryggi að sala af- urð_a ÚA verði áfram á vegum SH. Á næstu dögum eru væntanlegar tvær skýrslur um áhrif þess að sölumál ÚA verði færð frá SH yfir til íslenskra sjávarafurða, en í kauptilboði Kaupfélags Eyfirðinga í hlutabréf bæjarins í ÚA fólst m.a. að sala afurða yrði færð til ÍS og höfuð- stöðvar þess fluttar norður í kjölfarið. Guðmundur sagði að í kjölfar niðurstaðna skýrslnanna um hvort hagkvæmt sé að skipta um söluaðila yrðu málin rædd ítarlega. „Og í fram- haldi af því munum við taka ákvörðun, það eru greinilega miklir möguleikar fyrir hendi ef rétt er haldið á spilunum. Það skiptir mestu að afrakst- urinn verði sem mestur,“ sagði Guðmundur. ■ SH tryggir 80 störf/14 Laun á almennum markaði o g hjá hinu opinbera síðustu 5 ár 3,50% meiri lanna- hækkun hjá ríkinu Dró mest í sundur á undanförnum þremur árum IjAUNAVÍSITALAN sem Hagstofa íslands reiknar út hækkaði um 17% á fimm ára tímabili frá ársbyijun 1990 til ársloka 1994 eða á því tímabili sem liðið er frá því svo- nefndir þjóðarsáttarsamningar voru gerðir. Ef litið er á launaþróun opin- berra starfsmanna og bankamanna annars vegar og launaþróun á al- mennum markaði hins vegar kemur fram að laun hinna fyrmefndu hafa hækkað um 19,7% á þessu tímabili á sama tíma og laun á almennum markaði hafa hækkað um 15,3%. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu íslands sem fylgdu útreikningi síðustu launavísitölu. Launaþróun beggja hópanna er rak- rri frá ársbyijun 1990 miðað við ársfjórðunga og fram kemur að það er einkum á síðustu þremur árum sem laun opinberra starfsmanna og bankamanna hækka meira en á almennum markaði. Þannig hafa laun opinberra starfsmanna og bankamanna að meðaltali hækkað 0,50% meira árið 1991 en laun á almennum markaði. Á árinu 1992 Launaþróun skv. launa- 1990 1991 1992 1993 1994 hækka laun opinberra starfsmanna um 0,9% meira en á almennum markaði og á árinu 1993 um 1,2% til viðbótar. 0,9% bætast við á síð- asta ári og samanlagt hafa því laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkað um 3,50% meira en laun á almennum markaði frá árs- meðaltali 1990 til ársmeðaltals í fyrra. Á árinu 1990 er launaþróun beggja hópanna nánast sú sama og lítilega dregur í sundur á árinu 1991. í árslok þá eru laun á almenn- um markaði að meðaltali 11,3% hærri en í ársbyijun 1990, en laun opinberra starfsmanna og banka- manna hækkuðu á sama tímabili um 12,8%. í árslok 1992 hafa laun á almennum markaði hækkað að meðaltali um 13,5% frá ársbyijun 1990 og laun opinberra starfs- manna og bankamanna hafa hækk- að um 15,4%. í árslok 1993 eru laun á almennum markaði 13,9% hærri en í ársbyrjun 1990, en laun opinberra starfsmanna og banka- manna eru að meðaltali 17,5% hærri en í ársbyijun 1990. Á síðasta árs- fjórðungi í fyrra eru laun á almenn- um markaði orðin 15,3% hærri en í ársbyijun 1990, en laun hjá hinu opinbera og bankamönnum eru 19,7% hærri en í ársbyijun 1990. Skip Súðvíkinga halda á veiðar Frosti hefur rækjuvinnslu á mánudag ísafirði. Morgunblaðið. Á SAMEIGINLEGUM stjórnarfundi Frösta hf. og Álftfirðings hf. í Súðavík var samþykkt að hefja rækjuvinnslu í rækjuverksmiðjunni nk. mánudag. Súðvíkingar, sem búa á ísafirði, verða keyrðir á milli í rútu. Rækjuskip Súðvíkinga, Bessi og Haffari, fóru tii veiða í gærkvöldi og rækjuskipin Kofri og Eyborgin fara til veiða í dag. Reiknað er með að skipin landi í byijun næstu viku. Bátar á innfjarðarrækju, sem leggja upp hjá Frosta, munu leggja úr höfn á fimmtudag. Áður en snjóflóðið féll var unnið á tveimur vöktum í Frosta hf. og unnu 25-30 manns á vakt. Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Frosta, sagði að ætlunin væri að byija með vinnu á einni vakt. Hann sagði að það myndi skýrast um miðja vikuna hveijir kæmu til vinnu, en hann sagðist vonast eftir að sem flestir sneru aftur. Ársveltan 1,2 milljarður Velta Frosta hf. á síðasta ári nam um 1,2 milljarði kr. Ingimar sagði að bráðabirgðatölur bentu til að fyr- irtækið hefði skilað hagnaði sl. ár. Jónatan Ásgeirsson, stjómarmað- ur í Frosta hf., sagði að Frosti væri öflugt fyrirtæki og menn myndu að sjálfsögðu halda rekstri þess áfram þrátt fyrir það áfall sem byggðin í Súðavík hefði orðið fyrir. „Við höfum alla tíð barist og staðið okkur vel. Við munum beijast af enn meiri krafti nú,“ sagði Jónatan. Hreppsnefnd Súðavíkur féllst á fundi sínum í gær á ósk sveitarstjóra um heimild til að taka sér leyfi frá störfum um óákveðinn tíma. Jafn- framt fór nefndin þess á leit við for- svarsmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, að þeir útvegi svo fljótt sem verða má, staðgengil sveit- arstjóra um óákveðinn tíma. Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þórður Skúlason framkvæmdastjóri þess halda í dag til Súðavíkur og Isafjarðar. Þar munu þeir eiga fund með hreppsnefnd Súðavíkurhrepps og kynna tillögu sína um ráðningu staðgengils sveitarstjóra á Súðavík í forföllum ráðins sveitarstjóra. Á fundinum munu þeir einnig fy'alla urn undirbúning að samvinnu allra sveit- arfélaga í landinu um aðstoð þeirra við Súðavíkurhrepp. ■ Fólk leitar/4 ■ Súðavík/28-29 Lyfjaverslun íslands Eftirstöðvar bréfa ríkisins á markað RÍKISSJÓÐUR hefur ákveðið að bjóða til sölu á almennum markaði nk. fimmtudag eftirstöðvar hluta- bréfa sinna í Lyfjaverslun íslands. Hér er um að ræða helming hluta- fjárins í félaginu en hinn helmingur- inn var settur á markaðinn í nóvem- ber og seldist þá upp á einum degi til 825 nýrra hluthafa. Bréfín eru að nafnvirði 150 milljónir króna og verða seld á genginu 1,34 þannig að söluverð er alls 201 milljón. Stefnt er að sem mestri dreif- ingu bréfanna meðal almennings og verður því sala til hvers aðila að hámarki 500 þúsund krónur. Bréfin verða í boði með sérstökum greiðslukjörum í fímm daga eða á tímabilinu 26. janúar til 1. febr- úar. Þannig verður mögulegt að greiða bréf að hámarki 250 þúsund krónur með fimm jöfnum vaxta- lausum greiðslum á tveimur árum, fímmtung við kaup, og síðan fimmtung á sex mánaða fresti. Eftir 1. febrúar verður leitað eftir tilboðum í þau bréf sem þá kunna að vera óseld. ■ Síðustu hlutabréf/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.