Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Kristjón Sigurbergsson, Foldaskóla Stelpur eru ekki betri að teikna Stelpur eru ekki betri að teikna en strák- ar,“ sagði Kristjón Sig- urbergsson úr Folda- skóla sem var eini strák- urinn sem fékk viður- kenningu, hinir níu verð- launahafamir voru stúlkur. Flestar stelpumar í bekknum teiknuðu fim- leikakonur og strákamir fótbolta- menn. Við vomm tveir í bekknum sem teiknuðum skíða- menn en ég fer oft á skíði sjálfur," sagði Kris- tjón og bætti við að það hefði verið erfiðast að teikna fætuma. En átti hann von á því að hans mynd gæti unnið til verð- launa? „Nei alls ekki, ég átti hins vegar von á því að annar úr bekknum myndi komast í verðlaunasæti. Teiknimyndasamkeppni grunnskóla Þúsund myndir bárust TÆPLEGA eitt þúsund grunn- skólanemar skiluðu inn mynd- um íteiknimyndasamkeppni sem Ólympíunefnd íslands og íþróttasambandið gengust fyr- ir ítilefni af ári íþrótta og Ólympíuhugsjónar og því að öld er liðin frá stofnun Alþjóða Ólympíunefndarinnar. Viðfangsefni samkeppninnar var skilgreint sem „íþróttir í víð- asta samhengi," og þátttakendum heimilt að teikna jafnt myndir af almennings- og keppnisíþróttum. Fimm manna nefnd var skipuð til að vinna samkeppnina og mynd- menntakennararnir Þórir Sigurðs- son og Þorvaldur Jónasson sátu ásamt Gísla Halldórssyni, formanni nefndarinnar í dómnefnd sem valdi úr tíu myndir. Þeir tíu nemendur sem áttu bestu myndirnar fengu að launum sviss- nesk úr af gerðinni Swatch sem sérstaklega voru framleidd fyrir al- þjóða Ólympíunefndina auk viður- kenningaskjala. Eftirtaldir fengu viðurkenningu: Margrét Niísdóttir Grenivíkurskóla sem teiknaði mynd af knapa á hesti,, Marsibil K. Guðmundsdóttir Eyrar- sveit fyrir mynd af skíðamönnum, Guðrún Helga Elvarsdóttir Stokks- eyri fyrir mynd af hesti að stökkva yfir hindrun, Ósk Ómarsdóttir fyrir mynd af fólki að synda og íris Linda Ámadóttir fyrir mynd af skautafólki en báðar eru nemendur í Hóla- brekkuskóla. Clara Guðjónsdóttir Árbæjarskóla. Fjórir af tíu verð- launahöfunum eru við nám í Folda- skóla en það eru Kristjón Sigur- Morgunblaðið/Kristinn VERÐLAUNAHAFARNIR í teiknimyndasamkeppni um íþróttir. Tal- ið frá efstu tröppu vinstra megin, Sara Jóhannsdóttir, Anna María Sighvatsson, Margrét Nilsdóttir og Ósk Ómarsdóttlr. Hægra megln í stlganum eru: Kristjón Slgurbergsson Foldaskóla, Halldóra Ósk Reynisdóttlr, Clara Guðjónsdóttlr og Guðrún Helga Elvarsdóttir. Fyrir mlðju eru þau Ragnar Gíslason skólastjóri Foldaskóla í Grafarvogl og íris Llnda Árnadóttir. Á myndlna vant- ar Marsibll K. Guðmundsdóttur úr Eyrarsveit. Mynd Óskar Ómars- dóttlr af sundfólkl bergsson sem teiknaði skíðamann, Halldóra Ósk Reynisdóttir fyrir mynd af dansara, Anna María Sig- hvatsdóttir fyrir mynd af fimleika- manni og Sara Jóhannsdóttir úr Foldaskóla fyrir mynd af kylfingi. Ragnar Gíslason, skólastjóri Foldaskóla í Grafarvogi tók jafn- framt við viðurkenningu fyrir hönd skólans en fjórir nemendur hans fengu viðurkenningu fyrir myndir sínar. Margrét Nilsdóttir, Grenivíkurskóla Kom aldrei neHt annað til greina en hestamynd Eg var eins og allir aðrir þegar ég var fjögurra ára, þá teiknaði ég bara bollu með fjórum strikum en myndimar hafa þróast mikið síðan þá,“ sagði Margrét Nils- dðttir nemandi úr Greni- víkurskóla. en blýants- teikning hennar af knapa á hesti vakti athygli á sýningunni. „Það kom aldrei neitt annað til greina en að teikna hestamynd, fyrst að það var leyfilegt því segja má að ég hafi sérhæft mig í hestamynd- um,“ sagði Margrét sem vann mynd- ina heima hjá sér enda er engin skipulögð myndmenntakennsla í Grenivíkurskóla. Rúmlega sjötíu nemendur stunda nám þar og sagðist Mar- grét ekki vita til þess að aðrir nemendur skólans hefðu sent myndir í sam- kepgnina. „Ég á einn hest sem heitir Kolur og myndin er ekki ólík honum. Eg átti í svolitlum vandræðum með að teikna afturlappirnar, þeir eru erfíðastir og svo er alltaf mikill vandi að hafa stærðarhlutföll- inn rétt á milli knapa og hests.“ Margrét sagði að litlu teikning- amar á myndinni væru hugsaðar sem svipmyndir frá hestaíþróttum almennt." Erfiðast að teikna hendur [jað var erfiðast að teikna hend- umar og svolítið erfitt að finna réttu litina. Ég fer aldrei í golf en frændi minn, Þorsteinn Hallgrímsson varð íslandsmeist- ari,“ sagði Sara Jóhannsdóttir úr Foldaskóla sem teiknaði kylfíng sem mundaði golfkylfu. Aðspurð sagði hún að frændsemin hefði litlu ráðið um að þessi mynd varð til. - En er mikill áhugi á teikningu í Foldaskóla? • „Já ég mundi segja það, að minnsta kosti fínnst mér það skemmtilegasta fagið í skólanum," sagði Sara. Hún hefur áður átt mynd af sýningu er hún var ein þeirra sem sigruðu í samkeppni á vegum tóbaksvamamefndar. Samt sem áður segist hún lítið teikna fyrir utan skólastofuna. Skautamynd hjá írisi Lindu lUI ig langaði að teikna eitthvað sem enginn annar í bekkn- um væri með,“ sagði íris Linda Árnadóttir, tólf ára gömul úr Hólabrekkuskóla sem teiknaði mynd af pari í listdansi á skautum. „Myndin var unnin í mynd- menntatímum og tók mig fjóra tíma. Það voru mismundandi íþróttagreinar teknar fyrir hjá bekkjarfélögunum og ég held að flestir í mínum árgangi hafí skilað inn mynd.“ Þrátt fyrir að hafa teiknað íþróttamynd er íris Linda ekki í neinum íþróttum sjálf. „Ég var einu sinni í badminton en hætti og því og stunda engar íþróttir. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.