Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1995, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT m f -'áfc t 1 Mký f -1 SM KENNEDYHJÓNIN með nýkjömum forseta, systkinum hans og mökum árið 1960. F.v.: Ethel Kennedy, Stephen Smith, Eunice Kennedy Shriver, Jean Kennedy Smith, Rose Kennedy (situr), Joseph Kennedy, John F. Kennedy, Jacqueline Kennedy, Robert Kennedy, Edward Kennedy, Patricia Kennedy Lawford, Sargent Shriver, Joan Kennedy og Peter Lawford. Á minni myndinni er Rose Kennedy á níræðisafmæli sínu árið 1980. Ættmóðir Kennedy-fjölskyldunnar látin, 104 ára að aldri Sást aldrei fella tár opinberlega Boston. Reuter. ROSE Kennedy, ættmóðir nokk- urra af þekktustu stjómmála- mönnum þessarar aldar, lést á heimili sínu í Hyannisport í Massachusetts á sunnudagskvöld, 104 ára að aldri. Banamein henn- ar var lungnabólga. Við banabeð- ið voru fjögur bama Rose; Edw- ard öldungardeildarþingmaður, Eunice Shriver, Patricia Kennedy Lawford og Jean Kennedy Smith, sendiherra Bandaríkjanna á ír- landi, auk ekkju Roberts F. Kennedys, Ethel. í yfírlýsingu Edwards segir að móðir hans hafi átt hægt andlát. „Hún lifði löngu og merku lífi og við elskuðum hana heitt. Hún var okkur öllum í Kennedy og Fitzger- ald ættunum fegurst allra rósa.“ Rose Fitzgerald var fædd 22. júlí 1890, dóttir írskra innflytj- enda sem flúið höfðu hungursneyð í heimalandinu og sest að í Bos- ton. Faðir hennar, John (Honey Fitz) var litríkur stjórnmálamaður sem var kjörinn borgarstjóri í Boston árið 1906. Er talið að meðal vonbiðla Rose dóttur hans hafi verið Grover Cleveland og William McKinley, síðar Banda- ríkjaforsetar. Rose giftist hins vegar Joseph Patrick Kennedy, ungum lögfræð- ingi, árið 1914. Hann varð síðar sendiherra Bandaríkjanna í Bret- landi og lést árið 1969. Syrgði í einrúmi Fjögur barna Rose Kennedy létu lífið á voveiflegan hátt. Elsti sonurinn Joseph lét lífið í heims- styijöldinni síðari, dóttirin Kathle- en fórst í flugslysi 1948 og John F. Kennedy Bandaríkjaforseti og öldungadeildarþingaðurinn Rob- ert féllu fyrir byssukúlum, John í Dallas 1963 og Robert í Los Angeles 1968. Vakti andlegur styrkur Rose athygli og aðdáun margra en hún sást aldrei fella tár opinberlega. Sagði hún að menn ættu að syrgja í einrúmi. „Það skiptir máli hvem- ig við tökumst á við hlutina - ekki atburðimir sjálfir," sagði hún eitt sinn. Rose Kennedy lýsti lífí sínu sem röð sorgar- og gleðiatburða. En þrátt fyrir að hafa misst fjögur börn sín, auk þess sem elsta dótt- irin, Rosemary, er þroskaheft, sagðist Rose vera ein af „lán- sömustu manneskjum í heimi“. Rose var kaþólsk og afar trú- uð. Hún var óþreytandi í því að styðja eiginmann sinn og börn til dáða og sonurinn John sagði eitt sinn að hún væri „bindiefnið sem héldi fjölskyldunni saman“. I ævisögu sinni „Times to Rembember" (Eftirminnilegar stundir), sagði hún að barnaupp- eldi væri starf sem væri „alveg jafn áhugavert og jafn mikil áskorun og hver önnur heiðvirð starfsgrein“. Samkvæmt bókinni virðist Rose hafa verið ákaflega metnaðarfull fyrir hönd bama sinna og segir þar að hún hafi hreinlega sett upp „þingfundi" við eldhúsborðið, þar sem bömin ræddu stjómmálaástandið. Afdrifarík teboð Hún var óþreytandi að styðja stjómmálabaráttu barna sinna og fullyrti keppinautur Johns sonar hennar um öldungardeildarþing- sæti fyrir Massachusetts að hann hefði beðið lægri hli't vegna allra teboðanna sem Rose hélt til að afla syni sínum fylgis. Rose fékk slag árið 1984 og var bundin við hjólastól upp frá því. Hún missti málið fyrir nokkr- um ámm. Fyrir tæpri viku hrak- aði henni mjög og lést hún um kl. 17.30 að staðartíma á sunnu- dag. Jarðskjálftinn í Japan Eig’iiatjón áætlað um 700 millj- arðar Kobe. Reuter. SNARPIR eftirskjálftar riðu enn yfir japönsku hafnarborgina Kobe í gær eftir landskjálftann í síðustu viku sem kostuðu meira en 5.000 manns lífið. Borgarstjórinn í Kobe áætlaði að tjónið hefði numið a.m.k. jafnvirði 700 milljarða króna. Skólar vora opnaðir á ný í borg- inni í gær og öngþveiti skapaðist á götunum þegar íbúar héldu til vinnu að nýju. Byggingar sveigðust í þrem- ur eftirskjálftum, sem voru allt að 4,5 stig á Richters-kvarða. „Þetta var mjög ógnvekjandi,“ sagði kona í miðstöð fyrir fólk sem varð að flýja heimili sín. „Byggingin við hliðina byrjaði að sveigjast til og frá.“ 300.000 misstu heimili sín Lögreglan sagði að 5.002 hefðu farist í landskjálftanum á þriðjudag og 26.253 hefðu slasast. 300.000 manns misstu heimili sín og 125 var enn saknað í gær. Hlutabréf lækkuðu um 5% í verði í kauphöllinni í Tókýó vegna frétta um að landskjálftinn gæti haft alvar- leg áhrif á efnahag landsins. „Þessi jarðskjálfti mun hafa mjög neikvæð áhrif á efnahagsþróunina í landinu í allnokkum tíma,“ sagði Tadayo Homa, bankastjóri Japans- banka í Osaka. Stjórnin gagnrýnd Flest heimili höfðu fengið rafmagn í gær en um 60% borgarinnar vora enn án vatns. Læknar höfðu áhyggj- ur af lyfjaskorti og sögðu að flensu- faraldur væri yfirvofandi. Skorturinn var svo mikill að starfsmenn sjúkra- húsa leituðu í rústum sjúkrahúsa, sem eyðilögðust, að óskemmdum lyfjabirgðum. Stjóm Tomiichis Murayama for- sætisráðherra sætti gagnrýni fyrir að bregðast of seint og illa við land- skjálftanum en Walter Mondale, sendiherra Bandaríkjanna í Tókýó, kom henni til vamar. „Ég tel að næstum allar ríkisstjómir hefðu átt erfitt með að gera allt sem þurfti í tíma við slíkar aðstæður," sagði hann. Avarpi Suu Kyi smyglað frá Burma Neitar gerð samn- ings við stjórnvöld Bankok. Reuter. ANDÓFSKONAN Aung San Suu Kyi frá Burma segir í ávarpi, sem tókst að smygla frá Rangoon til Bang- kok í Tælandi, að hún hyggist ekki gera neinn leynisamning við stjórnvöld í landi sínu til að sleppa úr stofu- fangelsi sem hún hefur setið í frá árinu 1989. Það var eiginmaður Suu Kyi, Bretinn Mic- hael Aris, sem smygl- aði bréfinu til Bang- kok. í því segir að hún telji sig bundna þeirri lýðræðisskyldu að vinna með félög- um sínum og fylgja óskum þeirra. „Það hafa ekki og verða ekki gerð- ir neinir leynisamningar í tengslum við lausn mína eða önnur mál,“ segir í bréfinu. Yfírlýsingin, sem er skrifuð á sunnudag og birtist í gær, virðist vera svar við vangaveltum lýðræðis- sinna um að Suu Kyi væri í þann mund að semja við her- foringjastjómina í Burma um að losna úr stofufangelsi en slíkur samningur myndi koma í veg fyrir frek- ari stjómmálaþátttöku hennar. Tveir fundir sem Suu Kyi átti með stjóminni í september og október á sfðasta ári ýttu mjög undir þessar vangaveltur. Hins vegar sögðu her- foringjar í Burmastjórn að áður en Suu Kyi yrði látin laus, yrði að koma til stjómarskrárbreyting, sem tæki ekki gildi fyrr en eftir nokkur ár. I yfirlýsingunni segist Suu Kyi hafa.gengið til viðræðnanna í þeirri von að þær skiluðu árangri. „Það hefur alltaf verið sannfæring þeirra sem hafa unnið að lýðræði í Burma að aðeins með innihaldsríkum sam- ræðum andstæðra stjórnmálafla getum við náð þjóðarsátt." Aung San Suu Kyi AÐ MINNSTA kosti fimm manns hafa látið lífið í úrhelli og ofsa- roki, sem geisað hefur í Þýska- landi, Belgíu og Frakklandi frá því fyrir helgi. Þrír urðu undir tijám en hinir tveir drukknuðu. Vegir voru víða lokaðir vegna flóðanna og umferð járnbrauta hefur einnig tafist. M.a. flæddi Signa yfir bakka sína og fór hraðbraut sem liggur við ána í sundur á tveimur stöðum. Vindhraði fór upp í 140 km á Óveður í Evrópu klst. í Belgíu en 160 km á klst. nærri Rostock í Þýskalandi. Úr- koman hefur verið gríðarleg, á laugardag var hún 90 mm á 72 stundum á Bretagne-skaga en það samsvarar tveggja mánaða Reuter úrkomu. Er þetta mesta úrkoma sem verið hefur í 150 ár en mynd- in er tekin í Quimper á Bretagne- skaganum. f gær hækkaði yfir- borð árinnar Mosel um 10 sm á klukkustund en fjöldi áa hefur flætt yfir bakka sína. Fannfergi og fárviðri olli mik- illi röskun í Svíþjóð og sunnan- verðu Finnlandi í gær. í Helsinki var fólki ráðlagt að halda sig innandyra eftir að þök fuku af fjölda bygginga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.