Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 4

Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Notkun heitu pottanna í Ásabyggð við Flúðir hefur verið hætt ÞORSTEINN Óli Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður heldur ÓLAFUR Ómar Hlöðvers- á öryggislokanum sem grunur leikur á að hafi bilað. son umsjónarmaður sumar- húsanna í Ásabyggð. Brennheitt vatn get- ur runnið í pottana Öryggi við heita potta Leiðbein- ingar til p j_ •• / í tvo ar TÆKNIBLAÐ, sem ber yfir- skriftina Öryggi við heita potta og setlaugar með tilliti til barna, hefur verið til í tvö ár, að sögn Óla Hilmars Jóns- sonar, deildarstjóra hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðn- aðarins, RB. Tækniblaðið var samið í samvinnu RB og Slysavarna- félags íslands og í því segir hvemig ganga eigi frá heitum pottum. I því er vísað í reglu- gerðir, þar eru teikningar og myndir og þar segir hvað gera eigi til að tryggja öryggi bama. Óli Hilmar segir að vera sé að vinna að viðbót í sam- vinnu við SVFÍ. í þeirri við- bót sé fjallað um öryggisatr- iði í sambandi við hita til að tryggja að ekki verði brunar Bruna- og reyktjón í versluninni Þingey Bjargað- ist út um glugga MAÐUR bjargaðist út um glugga húss á Húsavík sem kviknaði í í fyrrinótt. Eldurinn kom upp í versl- uninni Þingey á neðri hæð hússins og vaknaði maðurinn, sem var í íbúð á annarri hæð, við reykskynjara í versluninni. Að sögn lögreglu hefði ekki mátt tæpara standa. Að sögn lögreglu var kominn reykur inn í íbúðina og hefði maður- inn ekki mátt vakna mikið seinna. Hann komst út á þak .og hoppaði niður af því, eina hæð, og varð ekki meint af. Slökkvistarf gekk mjög vel. Eldurinn var að læsa sig í þak húss- ins en slökkvilið kom í tæka tíð og náði að ráðast á eldinn áður en hann varð óviðráðanlegur. Eldskemmdir urðu á báðum hæðum en þó urðu fyrst og fremst skemmdir af reyk. Aðallega sót- og reykskemmdir Að sögn Áma Grétars Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Þingeyjar, urðu brunaskemmdir ekki mjög miklar en hins vegar miklar skemmdir af sóti og reyk, og allur lager verslunarinnar er ósöluhæfur. í gær voru tryggingamenn á staðn- um að gera úttekt á tjóni og síðan átti að byija að hreinsa tii. Ámi Grétar sagðist gera ráð fyrir að verslunin yrðu opnuð með nýjan lag- er í lok næstu viku. Lokað var í fleiri verslunum í húsinu í gær vegna eldsvoðans. Eldsupptök eru ekki kunn en gmnur leikur á að kviknað hafí í út frá rafmagni við kælipressu. -----» ♦ ♦---- Tvennt flutt á slysadeild UMFERÐARSLYS varð við Kot- strönd í Ölfusi í gærmorgun þegar tveir bílar skullu saman. Ökumenn beggja bílanna voru fluttir á Sjúkrahús Suðurlands á Sel- fossi. Að sögn lögreglu á Selfossi fékk annar ökumannanna að fara heim að lokinni skoðun en hinn þurfti að gang- ast undir frekari athugun. Árekstur varð innanbæjar síðdegis á Selfossi í gær. Engin slys urðu á mönnum en báðir bflamir era mikið skemmdir. Að sögn lögreglu var gífurleg hálka á þjóðvegum á Suðurlandi í gær. UMSJÓNARMAÐUR með sumar- húsunum í Ásabyggð við Flúðir hef- ur ákveðið að banna notkun á heitu pottunum við sumarhúsin á meðan rannsókn á slysinu sem varð á sunnudaginn stendur yfir, en þá brenndust bam og móðir þess þegar barnið féll í heitan pott við eitt hús- anna. Vatnið var þá um 70 gráðu heitt. Öryggisloki við pottana mælir hita í affallsvatni og getur brenn- heitt vatn rannið í þá áður en örygg- islokinn fer að virka. Við sumarhúsin í Ásabyggð era 13 heitir pottar. Þetta eru litlar set- laugar úr trefjaplasti. Pottarnir eru grafnir niður í jörðina og eru nokkur stigaþrep niður að þeim frá húsun- um. Þorsteinn Óli Sigurðsson, rann- sóknarlögreglumaður á Selfossi, sagði að mjög varasamt væri að grafa pottana niður því að þar með væra auknar líkur á að fólk félli í þá fyrir slysni, t.d. vegna hálku. Mikil hálka var við pottana í gær. Þorsteinn sagði að best væri að fólk þyrfti að klofa upp í pottana. Öryggisloki tengdur við affallsvatn Þorsteinn sagði að það væri einn- ig galli við pottana að öryggisloki væri tengdur við affallsvatn. Ekki færi að renna úr pottunum fyrr en þeir væru orðnir hálffullir af vatni. Á meðan gæti brennheitt vatn rann- ið í þá. Þegar slysið varð á sunnudag var einmitt verið að láta renna í pottinn og sagði Þorsteinn að sá möguleiki hefði alls ekki verið útilokaður að ekkert væri að öryggislokanum, en að hann hefði ekki verið farinn að virka þegar barnið datt í pottinn. Öryggislokinn er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi. Þegar lögreglan á Selfossi mætti á slysstað á sunnudaginn var vatnið í pottinum 67 gráðu heitt. Einfaldur og öruggur öryggisbúnaður ekki fáanlegur Ólafur Ómar Hlöðversson hefur umsjón með sumarhúsunum í Ása- byggð, en við því starfi tók hann í desember sl. Hann sagðist hafa gert sér grein fyrir að bæta mætti öryggi pottanna. I þeim tilgangi hefði hann rætt við pípulagningamenn og sölu- aðila öryggisloka um þessi mál. Enginn hefði getað bent sér á ein- faldan og öraggan búnað sem hent- aði við húsin. Ólafur sagði að það sem valdi erfiðleikum við húsin í Ásabyggð væri að á svæðinu væri skortur á köldu vatni til að blanda saman við heita vatnið. Hann sagði að meginatriðið væri að búa þannig um hnútana að brennheitt vatn gæti ekki rannið í pottana. Ólafur sagði þeir sem vildu bæta öryggismál við heita potta hefðu enga reglugerð til að styðjast við, sem væri mjög bagalegt. Ekkert opinbert eftirlit væri heldur með heitum pottum. Ólafur sagði hins vegar ekki vanþörf á að setja reglu- gerð um þessa hluti því að gífurleg- ur fjöldi heitra potta væri til í land- inu. Ólafur sagði að fylgst hefði verið með öryggislokum við sumarhúsin í Ásabyggð. Hann sagðist þó ekki vita hvort um reglubundið eftirlit hefði verið að ræða. Engin skráning væri til á þeim endurbótum sem gerðar hefðu verið á iokunum í gegnum árin. Öryggi við pottana á Flúðum var hert í fyrra Öryggismál við heitu pottana við hótelið á Flúðum vora tekin til endurskoðunar í kjölfar 'slyss, sem varð á síðasta ári þegar ungur piltur lést eftir að hafa fallið í heitan pott með biluðum öryggisloka. Jón Gauti Jónsson hótelstjóri sagði að komið hefði verið upp þriðja öryggiskerfinu við pottana. Nú væri öryggisloki við inntak inn í húsin, annar við pottana þar sem vatnið rennur í þá og sá þriðji væri á affallsvatninu. Þriðji lokinn virkaði þannig að hann skrúf- aði fyrir vatnið þegar það færi upp fyrir 46 gráður. Öryggi við heita potta Leiðbein- ingartil * j__ •• / í tvo ar TÆKNIBLAÐ, sem ber yfir- skriftina Öryggi við heita potta og setlaugar með tilliti til barna, hefur verið til í tvö ár, að sögn Óla Hilmars Jóns- sonar, deildarstjóra hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðn- aðarins, RB. Tækniblaðið var samið í samvinnu RB og Slysavarna- félags íslands og í því segir hvemig ganga eigi frá heitum pottum. I því er vísað í reglu- gerðir, þar eru teikningar og myndir og þar segir hvað gera eigi til að tryggja öryggi j bama. Óli Hilmar segir að vera sé að vinna að viðbót í sam- vinnu við SVFÍ. í þeirri við- bót sé fjallað um öryggisatr- iði í sambandi við hita til að tryggja að ekki verði brunar og um aðgerðir til að koma í veg fyrir að börn geti fest í niðurföllum. Óli Hilmar segir að bygg- ingarreglugerð sé það sem strangt til tekið eigi að fara eftir en tækniblöð RB séu gögn sem allir á bygginga- sviðinu eigi að hafa við hönd- ina og gert sé ráð fyrir því að byggingarfulltrúar fari eftir þeim. Hann segir mögu- legt að þessar leiðbeinandi reglur verði settar inn í bygg- ingarreglugerðir. Strangar öryggisráðstafanir Óli Hilmar segir að sér blöskri þegar menn segi að engar leiðbeiningar um frá- gang heitra potta séu til, sér- staklega þegar um sé að ræða menn á byggingarsviði. Þær öryggisráðstafanir, sem á tækniblaðinu er gert'ráð fyrir að séu gerðar, séu hins vegar mjög strangar og nefnir Óli Hilmar t.d. að talað sé um að á pottunum sé lok, að þeir séu upphækkaðir og í kring- um þá girðing. Hann segir að sennilega sé ekki til sá pottur á landinu sem uppfylli öll þau skilyrði sem sett séu. 267 tóku afstöðu í Skáís-könnun 40,4% kysu Sjálfstæð- isflokkinn AF þeim sem afstöðu taka myndu 40,4% kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið væri nú. Framsóknarflokkur fengi 17,2% atkvæða, Þjóðvaki 16,1%, Alþýðubandalag 11,6%, Alþýðuflokk- ur 9,7% og Kvennalisti 4,9%. Þetta eru niðurstöður skoðana- könnunar Skáís, sem birtar voru á Stöð 2 í gær og fyrradag. Samband náðist við 517, eða 64,6% úrtaksins, en af þeim tóku 267 afstöðu, eða 51,6%. Oákveðnir voru 35,6%, 6,4% sögðust skila auðu eða kjósa ekki og önnur 6,4% neituðu að svara. Þá var einnig spurt um stuðning við ríkisstjórnina. Af 517 tóku 461 afstöðu, eða 89,2%. Þar af voru 199 fylgjandi ríkisstjóminni, eða 43,2%, og 262 á móti, eða 56,8%. Stórri brugg- verksmiðju lokað FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík lokaði á laugardag stórri braggverksmiðju í vesturbæ Reykja- víkur. Hald var lagt á 1.400 lítra af gambra og 57 lítra af landa, mikið magn hráefnis, bæði unnið og óunn- ið, afkastamikið braggtæki og plast- brúsa. Tæplega tvítugur maður var handtekinn í tengslum við málið. Tækjaframleiðendur verði gerðir ábyrgir Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að IÖgregl- an hafi oftar en einu sinni vakið at- hygli á nauðsyn þess að hér á landi verði sett ákvæði í lög þess efnis að bannað verði að flytja inn, framleiða, selja eða nota braggtæki nema með sérstöku leyfi. „Ástæðan er einföld. Undanfarin misseri hafa menn í miklum mæli og án takmarkana framleitt búnað til að búa til ólölegt áfengi, svokallaðan landa, sem eink- um er ætlaður unglingum til neyslu. Framleiðendum tækjanna er alveg sama hverjum þeir selja sína vöru svo framarlega sem þeir fá greitt fyrir,“ segir Omar Smári. Fólk sameinist um að uppræta starfsemina „Ef þessu heldur áfram mun glæpamönnum þeim, sem eru að framleiða, dreifa og selja unglingum landa, gert kleift að þróa það öflugt dreifí- og sölukerfi að það kemur auðveldlega til með að nýtast í öðram ólöglegum viðskiptum. Það er skylda stjórnvalda að spyma við þessari þróun og það er ekki síður skylda almennings að láta til sín taka á þessu sviði. Það getur fólk helst gert með því að vera vakandi fyrir því , Morgunblaðið/Júlíus 57 LITRAR af landa og 1.400 lítrar af gambra voru gerðir upptækir í bruggverksmiðjunni. sem það er að gera, hafna viðskiptum við framleiðslu- og söluaðila og gefa lögreglunni1 allar þær upplýsingar sem það býr yfir svo koma megi lög- um yfir þá. Fólk, fullorðnir sem ungl- ingar, þurfa að sameinast um áð gera allt sem í þess valdi stendur til að uppræta þessa ógeðfelldu starf- semi,“ segir Ómar Smári. Ómar Smári bendir á að fólk geti hringt nafnlaust í símsvara fíkni- efnadeildar, 699090, í móttökusíma lögreglunnar í Reykjavík, 699105, eða á næstu lögreglustöð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.