Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERIIMU • • ORN KE kom með fyrstu loðnuna til Seyðisfjarðar Tímasetningin í samræmi við hefðir Seyðisfirði - Fyrsta loðnan á vetr- arvertíðinni barst til Seyðisfjarðar á laugardaginn þegar loðnuskipið Örn KE 13 kom til hafnar með fullfermi, um 700 tonn. Loðnunni var landað hjá SR-mjöli á Seyðis- firði og fer í bræðslu. Að venju var tekið á móti skipveij- um með viðhöfn en þetta er annað árið í röð sem Örninn er fyrstur til að landa loðnu eystra. Þorvaldur Jóhannsson bæjarstjóri færði Sig- urði Sigurðssyni skipstjóra og áhöfn hans gjöf frá bæjarbúum og lét þau orð falla að hann væri sannfærður um að skipið ætti eftir að koma með marga loðnufarma í íslenskar hafnir á þessu ári. Þá færði Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri skip- verjum gjöf frá SR-mjöli og starfs- fólki þess. Að sögn kunnugra virðist loðnan vera nokkuð þokkaleg miðað við árstíma; 48 fiskar í kg og sé hrygn- an ein talin eru 56 í kg. Fyrstu mælingar sýna að hrognafylling er orðin um 7,4% en jafnan er miðað við að hún þurfi að vera um 10% til að frysting geti hafist. Þetta er þó háð því hvaða kröfur kaupandinn gerir. Vonir bundnar við frystingu Miklar vonir eru bundnar við loðnufrystinguna að þessu sinni og hefur hennar verið beðið með óþreyju. Búið er að koma upp loðnu- flokkunarstöðvum við báðar bræðslurnar á Seyðisfirði. Tvö frystihús eru á staðnum og von er á þremur frystitogurum sem verða staðsettir við bryggju til þess að SIGURÐUR skipstjóri með sýnishorn af aflanum. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson ÞORVALDUR Jóhannsson bæjarstjóri á Seyðisfirði (t.h.) og Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri hjá SR-mjöli afhentu Sigurði skipstjóra Sigurðssyni gjafir er Örninn lagðist að bryggju með fyrstu loðnuna á vetrarvertíðinni. frysta loðnu. Undanfarin ár hefur verið unnið að móttöku frystigáma og öllu því skipulagi sem þarf fyrir þá miklu flutninga sem verða um Seyðisfjarðarhöfn fari allt að ósk- um. Loðnan fékkst á Litla dýpi við Hvalbak. Að sögn Sigurðar skip- stjóra var hún á töluvert stóru svæði en stóð djúpt og var dreifð. Hann þakkaði djúpnótinni að aflinn fékkst og sagði að lítið gagn væri af fjöru- nót við þessi skilyrði. Tonnin 700 fengust í þremur köstum á föstu- dagskvöld og aðfaranótt laugar- dags en tvö til viðbótar sprungu. Sigurður kvaðst hafa séð lítið af loðnu frá því í haust og var því farinn að ókyrrast. Honum létti því mjög þegar hún kom skyndilega fram á föstudag. „Við höfum svo sem ekki séð neitt gríðarlegt magn Loðna og þorrablót Sigurður var hóflega bjartsýnn á framhaldið þegar hann lét í haf strax að lokinni löndun. Hann hafði frétt af stórri og góðri loðnu út af Vopnafirði en taldi þó að hún væri ekki veiðanleg í nót og ætlaði aftur á Litla dýpi. Gunnar Sverrisson verksmiðju- stjóri var loðnunni feginn enda sagði hann að þjóðin öll hefði beðið eftir henni með öndina í hálsinum. „Við byijum að bræða þetta ferskt strax í fyrramálið og vinna úr því hágæðamjöl." Gunnar var þó ekki farinn að örvænta enda er tímasetn- ing loðnunnar að þessu sinni í sam- ræmi við hefðir undanfarinna ára. Vinna hefur þá hafist við hana sama dag og þorrablót Seyðfirðinga hefur verið haldið. Gárungar hafa haft á mm u hul NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Norrænar umhverfisrannsóknir NorFA býður vísindamönnum á Norðurlöndunum að sækja um styrk til norræns vísindaþróunarstarfs í sambandi við norrænu umhverfisrannsóknaáætlunina. Starfið þarf að tengjast einhverju sviði innan þess verkefnis; ■fe Rannsóknir varðandi loftlagsbreytingar. á*? Umhverfisrannsóknasamvinna á Eystrasaltssvæðinu. Hinar samfélagslegu forsendur umhverfis málastefnunnar. RSSj IJMSÓKNARFRESTUR ER TIL yÍII| 1. MARS 1995 Gildir um allt starfssvið NorFA nema undirbúning á norrænum vísindanámskeiðum. NÁNARI upplýsingar færðu í bæklingi NorFA „Gránslös forskarutbildning 1995“. Pantaðu hann hjá þínum háskóla (erlend- eða upplýsinga- deild) eða hjá skrifstofu NorFa; NORDISK FORSKERUTDANNINGSAKADEMI Póstbox 2714 St Hanshaugen, N-0131 Osló. Sími: 00 47 22 03 75 20 / Símbréf: 00 47 22 03 75 31. ennþá en þetta var engu að síður . orði að réttast væri að flýta þorra- mikill léttir þar sem við höfum ekki blótinu til þess að loðnuvinnsla fengið í dallinn í sex mánuði.“ gæti hafist fyrr. NUPO-létt - eini læknisfræðilega kannaði megrunarkúrinn Hvers þarf að gæta til að viðhalda grönnum og heilbrigðum líkama? Eru megrunarkúrar hættulegir? Já, þeir megrunarkúrar, sem uppfylla ekki þarfir líkamans fyrir alla nauðsynlega næringu, geta reynst mjög hættulegir. NUPO-létt inniheldur öll þau næringarefni, sem líkaminn þarfnast og er því hættulaus (Ath. að fæstir megrunarkúrar uppfylla öll þessi skilyrði). Hvers vegna á ég að nota duft, en ekki venjulegan mat? NUPO-létt er venjulegur matur, sem í raun er ekki frábrugðinn t.d. osti eða pasta. Það er bara ekki hægt að búa til svo næringaríkan en um leið hitaeiningasnauðan mat, úr venjulegum matvælum. Eru ekki allir duftkúrar eins? Nei, alls ekki. Oftast skortir talsvert á að aðrir kúrar uppfylli næringarþörf líkamans. T.d. er ekki leyft að selja kúra eins og Herbalife í Danmörku og Svíþjóð, nema að uppfyllt- um ströngum skilyrðum og alls ekki sem kúra sem einir og sér uppfylla fullkomlega daglega næringarþörf líkamas. Er það rétt að vöðvar og bein rýrni við að nota NUPO-létt? Þar sem NUPO-létt er próteínríkt duft, sem uppfyllir þarfir líkamans fyrir próteín, rýrna vöðvar og bein ekki (lean body mass, LBM) meira en eðlilegt er. Umframþyngd krefst aukins LBM við aukna áreynslu, sem stafar af aukakílóunum. Við megrun getur LBM tapið orðið allt að 25% af þyngdartapinu, sem er innan eðlilegra marka. Óvandaðri megrunarkúrar stuðla að mun meira tapi á LBM. Ef þú þarft að losna við einhver kíló, hvort sem þau eru færri eða fleiri, eða vilt bara viðhalda þeirri þyngd, sem þú ert í - þá er NUPO-létt rétta leiðin fyrir þig. Kynntu þér NUPO-létt Þriðjudaginn 31. janúar nk. kl 18.00 hefst aðhald í megrun. Þar verður vigtað, gefnar ráðleg- gingar um mataræði og skipst á upplýsingum, allt fólki að kostnaðarlausu. Mótsstaður verður í LYF hf., Garðaflöt 16-18, Garðabæ. Allir sem vilja léttast eru velkomnir. Upplýsingar í síma 565 7479 )! lyf HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.