Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 22

Morgunblaðið - 31.01.1995, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Bræður og vinir HÓPURINN sem stendur að sýningu Hvunndagsleikhússins á leikritinu Legg og skel. Lítið ævintýri um stórt skáld LEIKUST Lcikfclag Mcnnta- skólans í Kópavogi ALLT í MISGRIPUM Allt í misgripum eftir William Shake- speare. Þýðing: Helgi Hálfdanarson. Leikstjóm: Eggert Kaaber. Aðalleik- endur: Sverrir Bjömsson, Friðjón Fannar Hermannsson, Edda Ýr Þórs- dóttir, Ragnheiður Bára Þórðardótt- ir, Hjörvar Rögnvaldsson, Stefanía Guðlaug Baldursdóttir. Sýnt í Fé- lagsheimili Kópavogs sunnudaginn 29. janúar. ÞAÐ eru góð tíðindi að nemenda- félag Menntaskólans í Kópavogi skuli, í góðri samvinnu við Mar- gréti Friðriksdóttur, skólameistara, hafa ákveðið að endurvekja leikfé- lag skólans. Nemendum var boðið að taka þátt í leiklistaráfanga og var kjarninn úr þeim hópi valinn til að taka þátt í sýningunni á Allt í misgripum. Eggert Amar Kaaber leikstjóri, sem einnig er höfundur leikmyndar, hefur kosið að hafa leikmyndina sem einfaldasta. Sviðið er autt en nokkrum tjöldum slegið upp. Bún- ingar eru fábreyttir en með þeim hefði mátt undirstrika betur þjóðfé- lagsstöðu persónanna. Tónlistin var ljúf en of naumt skömmtuð. Hljóm- sveitin var klædd litskrúðugum búningum og spilaði sitt stykki vel. Á VORDÖGUM fyrir tæplega ári var forráðamönnum Islensku óp- erunnar tilkynnt um höfðinglega gjöf hugsjónakonunnar Guðrúnar Guðvarðardóttur. Hún var þá ný- lega látin og hafði ánafnað Is- lensku óperunni peningagjöf sem ákveðið var að leggja í sjóð sem síðan yrði fundinn verðugur vett- vangur. Þegar æfingar á La Traviata hófust í lok síðasta árs var Ijóst að brýnt væri að endurnýja Ijósa- Þessi knappa umgjörð leiðir til þess að athygli áhorfandans hvílir óskipt á leikurunum sjálfum, til- burðum þeirra, fasi, svipbrigðum og framsögn. Þeir hafa ekkert til að styðjast við nema gólfið sem þeir standa á. Þetta skapar aukið álag fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í sviðsljósinu og segja fram mikinn, framandlegan texta hlaðinn orðaleikjum. Það er frumskylda hvers leik- stjóra að æfa vel framsögn með leikurum, ekki síst þegar textinn er burðarás sýningar. Burtséð frá áheyrendum eiga leikararnir heimt- ingu á því. Textaöryggi frelsar þá líka til að hreyfa sig óþvingað á sviðinu. Þótt þessi sýning líði fyrir skort á tilsögn sýna margir leikend- ur tilþrif. Friðjón Fannar hlýtur að vera hagvanur á sviði. Hann hefur innlif- un og þokkalega framsögn. Edda Ýr blæs bókstaflega lífi í sýninguna með því að sýna tilfinningalegan þrótt. Það er líka púður í abbadís- inni, Dögg Gunnarsdóttur,’ og Sverrir Björnsson á sína spretti sem Antífólus. En æfingin skapar meistarann, hér sem annars staðar. Með æfing- unni gætu e.t.v. einhveijir úr þess- um hópi unað því að setjast að í völundarhúsi leiklistarinnar og ger- ast þar galdramenn. búnað óperunnar. Kom þá sjóður- inn að góðum notum og gerði óperunni kleift að festa kaup á nýjustu gerð af Ijósaborði. Það kom I hús í vikunni og var mynd- in tekin við það tækifæri. Forráðamenn Islensku óper- unnar vilja nota tækifærið og koma á framfæri þakklæti til alls þess hugsjónafólks sem reitt hef- ur fram gjafir og gert þeim kleift að vinna að uppbyggingu óperu- starfsemi í landinu. LEIKLIST Hvunndagslcikhúsið sýnir í Illaðvarpanum LEGGUR OG SKEL Höfundar handrits: Inga Bjarnason og Leifur Þórarinsson. Byggt á ævin- týri Jónasar Hallgrímssonar. Leik- mynd, búningar og brúður: Guðrún Svava Svavarsdóttir. Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing: Arni Baldvins- son Leikstjóm: Inga Bjamason. KAFFILEIKHÚSIÐ í Hlaðvarp- anum er að verða með starfsamari leikhúsum borgarinnar og víst er að þangað má sækja gaman, alvöru og fjölbreytni, sem verður til vegna þess að margir leikhópar með ólík markmið eiga aðgang að húsinu. Hyunndagsleikhúsið er frjáls leik- hópur sem á sér rætur í Suðurlands- leikhúsinu, sem sýndi Legg og skel fyrst. Verkið er unnið upp úr verkum Jónasar Hallgrímssonar, bæði ljóð- um og ævintýrum. Það hefst á því að stúlka ein er að reyna að læra ljóð eftir Jónas en gengur dálítið brösulega, þar til skáldið stígur sjálft fram, henni til hjálpar; tjáir undr- andi stúlkunni að skáld lifí svo lengi sem ljóð þeirra séu lesin. Og víst er að stúlkan er nú ekki í hópi þeirra sem ætla að drepa Jónas, því hún kann ógrynni af vísum og ljóðum Línur o g viðarbútar MYNDLIST . Önnur hæð TRÉKUBBAROG LÍNUR Opið á miðvikudögum frá kl. 14-18 út febrúar. Aðgangur ókeypis. EF VIÐ segjum að sumir núlista- menn festi sig í sömu hugmyndinni sem þeir útfæra í síbylju en í ýms- um tilbrigðum, verður Roger Ackl- ing að teljast dæmigerður fulltrúi þeirra. Eins og skrifað stendur tínir listamaðurinn upp af götu sinni veðraða trékubba, venjulega ein- hvers konar rekavið, og með stækk- unargleri og hjálp sólargeislanna brennir hann smáleg hringlaga mynstur inn í yfirborð þeirra. Mynstrin renna saman, mynda lín- ur, óreglulegar til jaðranna en svo til þráðbeinar og samræmdar, og þannig finnst manni sem um sé að ræða nákvæmt markaðar línur teiknaðar með svörtum filtpenna. Línurnar liggja ævinlega horn- rétt á uppistöður hvers hlutar, sömuleiðis liggja þær ávallt hlið við hlið án þess að snertast og nemur bilið milli þeirra oftast hálfri til tveim þriðju úr sverleika línu. Lín- eftir hann. Þau taka saman lagið og því sorglegra, því betra að henn- ar mati. Ungur drengur kemur til leiks og er allur í hnút yfir öllum þessum sorglegheitum - en sú stutta hefur sitt í gegn og fær að lokum Jónas til að segja þeim söguna um legginn og skelina. Þetta er alveg prýðilegt verk; textinn er skemmtilegur og það er mikið sungið og ég verð að segja að mér fínnst sú nýja tónlist sem Leifur Þórarinsson hefur samið við ljóð Jónasar hreint afbragð. Þetta eru mjög söngvæn lög og grípandi - meira að segja von til þess að æska landsins geti sungið „Sáuð þið hana systur mína“ í framtíðinni. Sýningin er hugsuð sem barna- sýning en hún er ekki síður fallin til þess að hressa upp á minnið hjá okkur sem fullorðin teljumst og lærðum ljóð Jónasar í gömlu Skóla- ljóðunum. Sýningin er líka vel til þess fallin að kynna þetta ástsæla skáld fyrir ungum íslendingum. Með hlutverkin í sýningunni fara þau Hinrik Ólafsson, Gunnar Gunn- steinsson, Sigrún Sól Ólafsdóttir og Halla M. Jóhannesdóttir. Hinrik leik- ur hlutverk Jónasar en aðrir leikarar bregða sér í ýmis gervi. Leikurinn er mjög góður og næst gott sam- band við börnin í áhorfendaskaran- um. Sérstaklega var leikur Sigrúnar skemmtilegur í hlutverki kotrosknu og kraftmiklu stelpunnar sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna og urnar þekja sjaldnast allt yfirborð hlutanna; nokkrir nákvæmlega af- markaðir fletir eru ósnertir og eru þeir ýmist staðsettir _af handahófi eða bera upp á þar sem nagla eða aðrar misfellur er að finna. Línurn- ar þekja yfirleitt fleiri en eina hlið hlutarins, en þó aldrei bakhliðina. Þar sem nagla, skrúfu, vírlykkju eða málningarblett er að finna, þá eru þeir upprunalegur hluti að- skotahlutarins, því framlag lista- mannsins einskorðast við sól- brenndar línurnar. Segja má að Roger Ackling taki gang sólarinnar inn í myndferlið og auki við hina mörkuðu og tilvilj-. anakenndu veðrun viðarbútanna, þannig að úr verður eins konar framkvæmd hugmyndarinnar um eðli birtu og elds. Hinir fátæklegu er dálítið mikið „fröken stjórnsöm". Sem fyrr segir er tónlistin afar vel skrifuð og flutt; píanóleikari er Leifur Þórarinsson, flautuleikari er Una Björg Hjartardóttir og leikarar sýningarinnar hafa allir ágætis söngraddir. Tónlistin skipar nokkuð veigamikinn sess í sýningunni og gefur henni ákaflega notalega áferð; það er í henni mikil kyrrð og hún myndar skemmtilegt mótvægi við spennuna sem er í tjáningu leikar- anna. Leikmynd og búningar eru bráð- skemmtileg. Þar er lögð áhersla á ævintýrið. Stúlkan og drengurinn eru klædd eins og brúður fremur en börn og leikbrúðurnar verða ákaf- lega eðlilegt framhald af þeim. Það er mjög gott samræmi í öllu útliti sýningarinnar. Lýsingin fellur vel að myndinni; hún er einföld og styð- ur við ævintýrablæinn sem sýning- unni hefur verið valinn. Leikstjórnin er mjög góð. Það er mikil hreyfing og spenna í sýning- unni - aldrei dauð stund; tjáning leikaranna dálítið stór og margt að gerast á sviðinu í einu. Engu að síð- ur er undirtónninn kyrr og seiðandi og eftir á finnst manni eins og mað- ur hafi tekið þátt í kyrrðarstund. Leggur og skel er falleg og at- hyglisverð sýning sem tvímælalaust vekur áhuga manns á því að fara aftur að kíkja á ljóð Jónasar og kynna þau fyrir börnum sínum. Súsanna Svavarsdóttir hlutir er verða á vegi hans öðlast nýtt líf og rökræna vitund við mark- vissa beitingu sólargeislanna sem eru virkjaðir til formrænnar bygg- ingar tiltölulega formlausra viðarb- úta. Naumhyggjan er alsráðandi í ferlinu, þó svo misfellur og árhring- ir viðarins myndi daufan en skreyti- kenndan bakgrunn, og hér er sem brugðið sé í Ieik við sjálfa vitund hvunndagsins, er hversdagslegt sprek er fæstir taka eftir eins og öðlast tilgang og sjálfsvitund með fulltingi ljósgjafans. Myndverkin eru sem lítil ljóð, þar sem sama stefið er endurtekið í það óendanlega í ýmsum tilbrigðum og búa sem slík yfir umtalsverðum sjónrænum þokka. Bragi Ásgeirsson Áhugamenn lim duljrœði! Grunnnámskeið um þróunarheimspeki og dulfrœði verða haldin vikulega. M.a. verður farið í efnisþœtti bókanrta Vitundarvígsla manns og sólar og Bréf um dulfrceðilega hugleiðingu eftir tíbetska úbótann Djwhal Khul, skráðar af A.A.B. Bókin Vitundarvígsla manns og sólar kom út á íslensku nú um áramótin og fcest í Bókahúsinu, Skeifunni 8. Einnig verður farið í efnisatriði ritverka sem sum eru í þýð- ingu, skrifuð af leiðandi kennurum Trans-Himalaya-skólans og fjalla um þróunarheimspeki og þar með Hvíta brœðralagið, fortíð og framtíðarþróun mannsins. Námskeiðin eru í 2 mánuði og byrja 8. febrúar. Þátttökugjald er kr. 2.000 á mánuði. \ V. Áhugamenn um þróunarheimspeki Pósthólf 4Í24,124 Reykjavík, sími 79763. Guðbrandur Gíslason ÓLÖF Kolbrún Harðardóttir óperustjóri og Jóhann Bjarni Pálma- son ljósahönnuður við hið nýja ljósaborð íslensku óperunnar. íslenska óperan fær nýtt Ijósaborð Morgunblaðið/Á. Sæbérg VERK eftir Roger Ackling.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.