Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + Valdimar Sig- urðsson lög- regluþjónn fæddist í Dal í Miklaholts- hreppi á Snæfells- nesi 5. . september 1928. Hann lést í Landspítalanum 23. janúar síðastliðinn. Valdimar var sjötta barn hjónanna Sig- urðar Kristjánsson- ar bónda í Dal, síðar Hrisdal, og Mar- grétar Oddnýjar Hjörleifsdóttur. Systkini hans voru tíu. Þau voru: Hjör- leifur (d. 1989), Kristján Erlend- ur (d. 1987), Sigfús, Kristjana, Áslaug, Elín, Olga, Magdalena, Anna og Ásdís. A öðru ári var Valdimar sendur í fóstur að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi, til hjónanna Guðbjarts Kristj- ánssonar og Guðbröndu Guð- brandsdóttur. Guðbjartur var hálfbróðir Sigurðar. Uppeldis- systkini Valdimars á Hjarðar- felli voru: Alexander (látinn), í DAG er kvaddur hinstu kveðju elskulegur bróðir, Valdimar Sig- urðsson. Dánartilkynning minnir ávallt á fallvaltleikann og þegar sá látni er svo náinn sem bróðir, snert- ir það við tilfinningunum. Við stað- næmumst litla stund og leyfum huganum að hverfa til liðinna daga. Foreldrar okkar voru Sigurður Kristjánsson frá Hjarðarfelli og Margrét Oddný Hjörleifsdóttir frá Hofsstöðum í Miklaholtshreppi. Þau gengu í hjónaband og hófu búskap árið 1919. Sama ár eignuðust þau sitt fyrsta bam. En barnahópurinn stækkaði ört og varð þeim alls ell- efu_ barna auðið. Árið 1927 fluttu þau að Dal í Miklaholtshreppi og ári síðar, 5. september 1928, fæddistþeim sonur sem skírður var Valdimar. Þegar heilsubrestur heimilisföðurins bætt- ist við þröngan kost og bamamergð varð úr ráði að litli drengurinn var settur í fóstur til föðurbróður síns, Guðbjartar Kristjánssonar bónda á Hjarðarfelli, og konu hans Guðb- röndu Guðbrandsdóttur. Hjá þeim sæmdarhjónum ólst hann upp til fullorðinsára. Stutt er á milli bæj- anna Dals og Hjarðarfells. Var því hægt um vik fyrir foreldrana að halda sambandi við drenginn unga > sem nú eignaðist annan systkina- hóp, börn þeirra Hjarðarfellshjóna sem margir þekkja til. í þeim systk- inahópi var hann yngstur. Valdi bróðir vann við ýmis störf sem ungur maður. Sveitin og störf- in þar vom honum vel að skapi en ekki átti fyrir honum að liggja að ílendast. Hann vann sem rútubíl- stjóri hjá Helga Péturssyni sérleyf- ishafa og sem lögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli auk margra ann- arra starfa sem til féllu. Árið 1955 gekk hann í lögregluna í Reykjavík og starfaði þar tii æviloka. Hann átti þó eftir að endurnýja tengslin við æskustöðvamar er hann árið 1963 gerðist veiðivörður í Straum- fjarðará, sem rennur að stómm hluta um landareign Dals. Alla tíð síðan, eða tæp 32 ár, hefur hann hvert sumar dvalist við ána, lengst af sem leigutaki. Áin og laxveiðin áttu upp frá því hug hans allan. Víst er að fáir hefðu sinnt því starfi af meiri kostgæfni og borið hag jafnt bænda sem laxveiðimanna jafn vel fyrir bijósti. Segja má að allt árið hafi hugur hans verið við „ána“. Er veiðitíma lauk að hausti var hann farinn að huga að undirbúningi fyr- ir næsta veiðisumar. Þeir eru orðnir -margir laxveiðimennimir sem komið hafa í veiðihúsið í Dal, notið góðra ráða og leiðsagnar um veiðisvæðið og ekki síður góðs viðurgjörnings meðan dvalið var þar. Segja má að tími og rúm tapi gildum sínum og menn segi skilið við streitu hversdagsins þegar stað- ið er á bökkum fagurrar laxveiðiár. Guðbrandur (lát- inn), Kristján, Sig- ríður Elín, Þorkell (látinn), Gunnar (látinn), Ragnheiður og Guðbjörg. Hinn 1. desember 1956 kvæntist Valdi- mar Brynhildi Daisy Eggertsdóttur, f. 4. maí 1928 á Akur- eyri. Synir þeirra eru tveir, Gunnar, f. 25. febrúar 1959, og Stefán Örn, f. 12. janúar 1964. Kona Gunnars er Lorna Susan Jakobsson og eiga þau tvo drengi, Kára og Benedikt. Kona Stefáns Arnar er Guðlaug Osk Gísladóttir og eiga þau einn dreng, Valdimar Snæ. Valdimar eignaðist tvo drengi fyrir hjónaband, Magn- ús, f. 28. júní 1955, með Svöfu Sigríði Sigurðardóttur, og Rún- ar, f. 9. janúar 1956, með Huldu Emilsdóttur. Útför Valdimars fer fram frá Bústaðakirkju i dag. Það er einmitt þá sem veiðiferð nær því að verða ógleymanleg. Veit ég fyrir víst að snyrtimennska, ná- kvæmni og prúðmennska bróður míns áttu stóran þátt í vellíðan margra sem gistu hans veiðihús. Árið 1956 gekk hann í hjónaband með Bryndísi Daisy Eggertsdóttur, ættaðri frá Akureyri. Eignuðust þau tvo syni, Gunnar, sem fæddur er 25. febrúar 1959, og Stefán Örn, sem fæddur er 12. janúar 1964. Gunnar fór til náms í Kanada og lauk þar doktorsnámi í frumulíf- fræði. Hann er giftur Lornu Jakobs- son sem er doktor í sálarfræði. Hún er af vestur-íslenskum ættum. Eiga þau tvo syni, tvíburana Kára og Benedikt, fædda 1994. Stefán lauk prófi frá Samvinnuháskólanum í Bifröst árið 1992, sambýliskona hans er Guðlaug Osk Gísladóttir háskólanemi í félagsfræði. Eiga þau einn son, Valdimar Snæ, fæddan 1993. Valda tókst að spinna sinn lífs- þráð sjálfum sér og samferðafólki sínu til heilla. Hann bjó yfir skemmtilegri frásagnargáfu og var sagnagóður. Glettinn og glaður á sinn hógværa hátt. En að sækjast eftir athygli var ekki til í hans fari. Nú er ævi Valda bróður öll. Við sem stóðum honum næst kveðjum hann með söknuði og eftirsjá. En tími hvíldarinnar var kominn. Bless- uð sé minning elskulegs bróður, hann er kvaddur með einlægri þökk og bæn. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldu hans. Ásdís systir. Þegar náinn vinur, frændi og samverkamaður um nær ævilanga tíð kveður okkur, sem eftir stöndum, enn um pvissa stund, er erfitt að henda reiður á því sem segja skal, og það vefst fyrir manni hvernig snúa skuli sér í málinu. Eitt hefi ég þó á hreinu, góði vin- ur, að ég ætla ekki að minnast þín með langhundaskrifum, því ég veit að þú varst aldrei gefinn fyrir lang- ar romsur, né heldur ætla ég að hafa uppi hátíðlega ræðu og fjálg- lega. Það væri nánast „stílbrot“ finnst mér, miðað við allar okkar samræður á liðinni tíð, sem oftar en hitt einkenndust af fremur óvirðulegu tali og léttúð, þótt fyrir kæmi að alvörunni væri hleypt að. En víst er margs að minnast úr okkar góðu samskiptum, og minn- ingarnar ura smátt og stórt hrann- ast fram. í fylkingum. Ekki fer ég út í ættrakningar, en vísa þar til heimilda sem fyrir liggja. Fæddur varstu í Dal, en sem barni á öðru ári komið í fóstur að Hjarðarfelli til frændfólks, vegna erfiðra aðstæðna foreldra þinna, veikinda föðurins og híbýlaþrengsla; sjötta barn þeirra MINNINGAR hjóna Sigurðar Kristjánssonar og Margrétar Hjörleifsdóttur. Það var svo sem ekki í kot vísað, að fá að alast upp á Hjarðarfelli, á all mann- mörgu heimili við góðan viðurgern- ing og þokkalegar aðstæður, a.m.k. á þeirra tíma mælikvarða og þú hefur án nokkurs vafa notið þess uppeldis á lífsleiðinni. Foreldrar þín- ir fluttust hinsvegar að næsta bæ á hinn veginn, Hrísdal og þar fædd- ust og ólust upp systur þínar fjór- ar, ásamt eldri systkinum þínum. Minningarnar frá æskudögum okk- ar. Allar góðar. Hvort sem var í leik eða starfi - við að slá með orfí og ljá á sólríkum sumardögum, þú í Hjarðarfellsenginu - ég í Áveit- unni í Dal. Ilmur af nýsleginni stör í loftinu. Við í íþróttastarfi og keppnum um hríð, þótt árangur yrði ekki stórmikill. Eða manstu þegar Leifi bróðir þinn útvegaði okkur kastkringluna að sunnan? Þú þóttir efnilegur kringlukastari; hár og herðabreiður. I fyrsta kasti fauk íslandsmetið! Heimsmetið í næsta kasti! Þetta var nokkuð tortryggi- legt. Kringlan vigtuð og reyndist vera kvennakringla! Það var nú það. Við að sækja hrossin suður að Grímsá. Læddumst að sofandi hrút suður í Hjarðarfellshlíðinni og náð- um honum. Þóttumst góðir! Við að veiða síli og smásilunga í Síkislæk og Hólalæk og öðrum tilfallandi lækjarsitrum sem geymdu fiska þessa. Ekki að þetta þætti nú gæfu- leg iðja eða gagnleg! Svona áfram og áfram. Gæti fyllt heila bók ef út í það væri farið. Síðan hleyptir þú heimdraganum að nokkru leyti og fórst að vinna á vertíðum í Keflavík ásamt sveitungum þínum fleirum, eins og þá gerðist, en ég sat heima rótfastur og samfundir fóru að stijálast nokkuð upp úr þessu. Eins held ég, þótt ekki megi hafa það fyrir sagnfræði, að þú hafir unnið um skeið hjá vamarliðinu í Kefla- vík, og áskotnast þar, fyrir utan hefðbundin laun, að ná því sem oft hefur vakið mér furðu, að verða vel bjargálna á enska tungu. Enn má nefna starf þitt við akstur sérleyfis- bíla Helga Péturssonar á leiðinni Reykjavík-Ólafsvík. Um skóla- göngu var ekki að ræða hjá þér, utan hinn fyrirskipaða barnaskóla og svo þau námskeið sem þú þurft- ir að taka til undirbúnings þess sem varð svo þitt eiginlega ævistarf, þ.e. lögreglustarfið. Líður nú um dal og hól og um nokkurt árabil verður fátt um samfundi okkar. Við ger- umst ráðsettir menn og stofnum til hjúskapar og búskapar. Segir ekki af mér í þessum skrifum, en þú hitt- ir fyrir þinn ágæta og elskulega lífs- förunaut, Brynhildi Daisy Eggerts- dóttur, ættaða frá Akureyri, og saman reistuð þið ykkar bú að Ás- garði 77 í Reykjavík, og saman eign- uðust þið synina Gunnar, sem er doktor í frumulíffræði og býr ásamt konu sinni L/irnu Jakobsson í Kanada og Stefán Öm, sem starfar sem fjár- málastjóri við Bændaskólann á Hvanneyri og býr þar með unnustu sinni, Guðlaugu Gísladóttur. Hér verð ég að btjóta upp formið og láta koma það sem minningar- greinum er oftast lokið með. Eg sný mér til þín, Daisy, og votta þér dýpstu samúð í sorg og erfiðleikum, en ekki síður hvarflar hugur minn til Gunnars og Lornu og sonanna þeirra sem fæddust í mars á síðasta ári, þrem mánuðum fyrir tímann. Um þá hefur síðan staðið grimmileg orusta milli lífs og dauða. Annar þeirra, Kári, er nú, guði sé lof, kominn á beinu brautina til iífsins, en um hinn, Benedikt, er slík tvísýna, að vafasamt er að Gunnar komist að jarðarför föður síns. Er það þyngri raun fyrir Gunn- ar en tárum taki. Stefán og Guðlaug eiga soninn Valdimar Snæ, efnileg- an strák og ötulan. Öll eigið þið óskipta hluttekningu okkar hjón- anna í Dal og barna okkar. Já, Daisy. Löngu síðar skildu leiðir með ykkur Valda á þann veg að hvort ykkar um sig flutti í eigin íbúð, sitt í hvorum bæjarhluta Reykjavíkur. Hvað því réði raunverulega er mér ekki fuilkunnugt um. Kannske var það að hluta til þreyta áranna. Eða ef til vill þrá eftir meira frjálsræði; jafnvel þráin eftir einveru og næði. Nema eitt var ljóst að tengslin ykk- ar á milli voru jafngóð og áður, ef ekki betri. Og umhyggja ykkar hvort fyrir öðru var ekki síðri en áður hafði verið og entist allt fram að hinstu skilnaðarstund. Mér flýgur í hug kvæðisbrot eftir Einar Bene- diktsson. En allt ber eðli sjálfs síns sem ólíkt til sín dró, vill sínu lífi lifa í lofti, jörð og sjó. Því bindur hlekkur harðast sem höndin sjálf sér bjó sæll hver sem eignast annan en á sig sjálfan þó. Og aftur til fortíðar. Straumfjarðará togaði alltaf sterkt í þig hér á árum áður, Valdi. Það fór ekki milli mála. Það var svo árið 1963, að þú gast látið gamlan draum rætast, um það að verða veiðivörður og fylgdarmaður veiði- manna við ána ásamt með Daisy sem varð þá ráðskona í veiðihúsinu gamla. Eftir það mátti segja að þótt þú gegndir þínu lögreglu- mannsstarfi í Reykjavík meginhluta ársins, var hugur þinn aðfluttur að Dal og að ánni. Og síðan hafa sam- skipti okkar og samvinna verið sem aldrei fyrr. Þú yarðst fljótt svo sem sveitungi okkar á ný; deildir með okkur gleði yfir góðum heyfeng og vænum dilkum; deildir með okkur áhyggjum í hrakviðra- og óþurrkas- umrum þegar jarðargróði ónýttist og umfram allt varstu vökull gæslu- maður Straumfjarðarár. Þar var hugurinn allur. Við hjónin í Dal eigum þér stóra þökk að gjalda og ykkur hjónum fyrir vináttu alla á liðnum árum, og erum minnug þess, Valdi, að án þíns fulltingis ættum við ekki þá jörð sem við sitjum. Þar vísa ég til þeirra átaka sem urðu um Straum- fjarðará og Dal I haustið 1968 og alltof langt mál væri að rekja, og þeirrar fjárhagslegu hjálpar sem þú veittir okkur næstu ár þar á eftir. Ég færi þér líka, þótt e.t.v. sé það alltof seint, þakkir okkar félaganna í Veiðifélagi Straumfjarðarár fyrir öll störfin þín sem leigutaki árinnar frá 1969, og fyrir það áhyggjuleysi sem það hefur veitt okkur að hafa þig sem traustan tengilið milli okkar og veiðimannanna. Þökkum þér ennfremur forgöngu um byggingu nýja veiðihússins árin 1974-75 og umsjón þess, sem var með þeim ágætum að því er líkast að það hafi verið reist í gær. Seint koma sumar þakkir. Nú er þetta að verða lengra mál en ég ætlaði, og það sem verra er. Ég er að verða of hátíðleg- ur. Slíkt sæmir okkur illa. Þú varst minnisstæður persónuleiki, sem ég þakka fyrir að hafa kynnst og átt samleið með, en heilsa þín var ört þverrandi síðustu árin, enda svo sem ekkert verið að hlífa henni að heitið gæti. I sumar gerðirðu þér óvenju tíð- förult um nágrennið og rifjaðir upp ýmis kennileiti frá æskuárunum, ásamt með gömlum minningum. Hafðirðu kannske óljóst hugboð um það sem biði á næsta leiti? „Var það kannske feigðin sem kallaði að þér?“ Hvað vitum við um það? Nema hvað við sitjum ekki oftar saman við „brennivínsborðið" sem við köll- uðum svo í veiðihúsinu og ræðum hina aðskiljanlegustu hluti. Það eitt er víst. Allt um það skulum við taka á okkur rögg og segja þau orð sem einhvers staðar standa í heilagri ritn- ingu - verið ávallt glaðir -. Við hjónin í Dal biðjum að síðustu fjölskyldu þinni allrar blessunar og rifjum upp með skáldinu sem sagði: Ó, góða, góða, gengna tíð með gull í mund. Nú fyllum bróðir bikarinn og blessum liðna stund. Hafðu heila þökk fyrir samfylgd- ina. Erlendur Halldórsson. ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 VALDIMAR SIGURÐSSON Mig langar hér í örfáum orðum að minnast góðs vinar og vinnufé- laga, Valdimars Sigurðssonar lög- regluþjóns, sem látinn er eftir skamma legu. Það gæti verið æði margs að minnast á því þijátíu ára tímabili sem liðið er síðan við Valdi kynntumst fyrst. En það var ein- mitt í janúar árið 1965, sem ég gekk til liðs við lögreglulið Reykja- víkur. Fljótlega eftir að ég hóf störf í liðinu var mér ætlaður sess á vakt Bjarka Elíassonar þáverandi aðal- varðstjóra. Ég eignaðist á „Bjarka- vakt“ - sem síðar varð vakt Axels Kvaran - marga ágæta vini og kunningja og hefur sá kunnings- skapur haldist að stórum hluta til síðan, þrátt fyrir að ég hafi yfirgef- ið liðið um nokkurra ára skeið og hafið þar störf á ný og þá á öðrum vettvangi. Valdimar fyllti hóp þeirra „hæg- fara“ traustu og jákvæðu félaga sem skipuðu hina gömlu vakt fyrir um þrjátíu árum. Flestallir þessir 'samstarfsmenn vaktarinnar voru að mun eldri og reynslunni ríkari en ég nýliðinn. Naut ég í ríkum mæli til- sagnar þessara ágætu félaga bæði hvað varðar jákvæða afgreiðslu mála og góðan starfsanda á vinnustað. En mjög góður og glaðvær andi fylgdi ætíð gömlu vaktinni okkar. Valdimar var mikið ljúfmenni, hafði létta lund en mjög grunnt var oft á hinni fínu glettni, slíkri glettni er engan meiddi, en kætti flesta þá sem í nálægð voru og kunnu að meta saklaust glens. Þessum hár- fína persónuleika kynntist ég ekki fyrr en við urðum á ný samstarfs- menn á skrifstofu lögreglustjóra. Þar áttum við oft ansi margar ánægjustundir meðal annarra 'vinnufélaga. Og kæmi mér alls ekki á óvart þótt dömumar sumar, sem í kringum okkur voru, bæru nokk- urn söknuð í brjósti þegar við hurf- um báðir úrþessum ágæta hópi, sem svo lengi hafði starfað saman. Ég veit að ég mæli fyrir munn okkar allra er ég þakka góðum vini og samstarfsmanni fyrir þau tíma- bil sem við áttum saman. Ég segi tímabil vegna þess, að Valdi sinnti öðru verkefni samfara löggæslu- starfínu. Öll þau sumur sem við áttum samleið fór hann vestur til æskustöðvanna á Straumfjarðará á Snæfellsnesi. Gegndi hann þar fyrst veiðivarðarstarfi og var síðar rekstraraðili árinnar. Ég neita því ekki, að þegar líða tók að þeim tíma sem Valdi færi vestur fór maður ósjálfrátt að kvíða því tómarúmi sem skapaðist þegar hann færi. Ég þykist vita að hefði Valdimar sóst eftir vegtyllum innan lögregl- unnar hefði það verið auðsótt mál af hálfu yfirstjórnar embættisins. En hann kvaðst meta meir þau „hlunnindi" að fá að hverfa frá hinu daglega amstri borgarlífsins yfir sumartímann og fá að helga sig því starfi, sem ég held að hafi átt hug hans að mestu leyti. Þegar ég nú minnist Valdimars Sigurðssonar er hugurinn trega blandinn, en jafn- framt er ég með gleði í huga. Gleði yfír að hafa eignast samverustundir með góðum vini, sem gaman er að minnast. Ég sendi aðstandendum Valdimars innilegustu samúðar- kveðjur. Einar Ólafsson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIDIR IIÓTEL LOFTLEIDIIl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.