Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 31.01.1995, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 35 ELÍSABET GUÐNADÓTTIR + Elísabet Guðna- dóttir var fædd í Hvammi í Holta- hreppi í Rangár- vallasýslu 7. ágúst 1902. Hún lést á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 21. janúar 1995. Foreldrar hennar voru Guðni Oddsson, bóndi í Hvammi, og kona hans, Guðfinna Bárðardóttir. Þau eignuðust níu börn, sjö dætur og tvo syni. Auk þess ólu þau upp tvö fósturbörn og eru þau öll látin. Elísabet var næstyngst af systkinahópnum. Arið 1928 giftist Elísabet Sigurði Guð- mundssyni frá Þjóðólfshaga í I DAG kveðjum við tengdamóður mína, Elísabetu Guðnadóttur, hún hefði orðið 93 ára á þessu ári. A jólanótt veiktist hún snögglega og dvaldi tæpan mánuð á sjúkrahúsi. Fyrir nokkrum árum varð Elísa- bet fyrir því áfalli að tapa sjóninni að miklu leyti, vegna kölkunar í augnbotnum. Var erfitt fyrir hana að sætta sig við orðinn hlut því hún hafði mikla ánægju af allri handavinnu. Hún fyldist vel með fréttum, hafði gaman af að horfa á sjónvarp og af lestri góðra bóka. Dagarnir urðu nokkuð langir þegar hún gat ekki haft neitt fyrir stafni. Holtahreppi, f. 11. mars 1902, d. 27. mars 1967. Kjör- börn þeirra eru: 1) Hilmar Ólafur Sig- urðsson, f. 26. nóv- ember 1924. Kona hans er Valgerður Bjarnadóttir, f. 4. janúar 1926. Dæt- ur þeirra eru fimm, barnabörnin tíu og eitt barnabarna- barn. 2) Erla Sig- urðardóttir, f. 1. nóvember 1930. Maður hennar var Jón J. Barðason, f. 12. maí 1922, d. 21. apríl 1981. Börn þeirra eru fimm og barnabörn- in fimm. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag. Leitaði hún þá oft í minningasjóð æsku sinnar. Elísabet ólst upp í stórum systk- inahópi hjá góðum foreldrum í fal- legri sveit. Æskustöðvarnar voru henni alltaf mjög kærar, og reyndi hún eftir megni að hafa samband við þann stóra frændgarð, sem þar bjó. Ung að árum lagði hún leið sína til Reykjavíkur. Vann hún þar fyrir sér með því að vera í vist eins og það var kallað. Var hún á nokkrum ágætis heimilum og taldi sig hafa lært margt gott af ver- unni á þeim. Einnig vann hún um tíma í fiski. ÞÓRUNN VALDIMARSDÓTTIR + Þórunn _ Valdimarsdóttir fæddist á ísafirði 14. febr- úar 1914. Hún lést á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði 9. jan- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaða- kirkju 16. janúar. LENGI deildu Verkakvennafélagið Framsókn, Alþýðublaðið og Alþýðu- flokkurinn annarri hæðinni í Al- þýðuhúsinu í Reykjavík. Það voru því margar ferðirnar inn á Fram- sókn, enda forystumenn félagsins burðarásar í Alþýðuflokknum, sem verkalýðsfélögin sjálf stofnuðu 1916. Jafnframt formennsku og framkvæmdastjórn í Framsókn sat Þórunn lengi í flokksstjórn Alþýðu- flokksins og á löngu árabili voru engar meiriháttar ákvarðanir tekn- ar í flokknum öðruvísi en að bera þær undir hana. Þórunn var skarpgreind, athugul og ræðin. Oft kom hún manni á óvart með persónulegum spurning- um og mildaðist þá aðeins munn- svipurinn, sem bar merki mikillar viljafestu. Sérstaklega þegar samn- ingar stóðu fyrir dyrum, þá gai rómurinn jafnvel lækkað og augun urðu ennþá snarari en ella. Venju- lega var þá haft samráð við Dags- brún eða ASÍ-forustuna og svo byij- uðu samningarnir sjálfir eða verk- föllin og þá gat nú verið erfitt að gauka orði að Framsókn og Þór- unni. Erindin inn á Framsókn voru mörg, ekki síst þegar stóðu til kosn- ingar i flokknum og heita þurfti á trausta stuðningsmenn. Þórunn horfði þá lengi og hvasst á skjálf- andi viðmælandann, spurði hvort flokkurinn væri nokkuð lengur í tengslum við verkalýðshreyfinguna, ræddi svo um þjóðmálin, persónu- lega hagi viðmælenda og tilkynnti svo afstöðu sína til viðkomandi stuðningsbónar. Alltaf var manni hugarhægra þegar maður fór frá henni, þótt prófið gæti verið strangt. Á flokksþingum sátu þær Fram- sóknarkonur jafnan saman, oftast innan um kvennadeildina, í peysu- fötum og jafnvel með pijóna. Og þvílíkar konur. Jóhanna, Jóna, Þór- unn og Ragna. Datt ekki af þeim meiningin, þótt sumir mestu ræðu- snillingar þjóðarinnar færu hamför- um i ræðustól. Þær þekktu lífið og vissu sínu viti. Af þeim andaði jafnt móðurleg umhyggja og ást jafnað- arstefnunnar á mannkyninu. Hvort sem það var garðapijón eða slétt, þá var hismið greint frá kjarnanum og útkoman varð oft stefna Alþýðu- flokksins. Ég votta dóttur, tengdasyni, barnabörnum og aðstandendum öll- um mína dýpstu samúð. Þórunni minni þakka ég stuðning og ráð og bið algóðan guð að taka við henni með sömu ást og hún auðsýndi sjálf svo mörgum lítilmagnanum í lífinu. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. I Krossar "* I I áleiði " I viSarlit og málaðir. Mismunandi mynsiur, vönduo vinna. Slmi 91-35929 eg 35735 Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilogt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lcngd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubii og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höfundar eru beðnir að liafa skirnarnöfn sfn en ekki stuttnefni undir greinunum. MINNINGAR Elísabet og maður hennar, Sig- urður Guðmundsson frá Þjóðólfs- haga, reistu sér bú á Kambi í Holtahreppi og bjuggu þar snortu búi um 15 ára skeið (1928-1943). Þeim hjónum varð ekki barna auð- ið, en tóku að sér tvö fósturböm, ættleiddu þau og gengu þeim í foreldra stað. Elísabet var um árabil organisti við Marteinstungukirkju og einnig um nokkurt skeið við Hagakirkju í Holtahreppi. Hafði hún verið við orgelnám í Reykjavík hjá Sigfúsi Einarssyni sem þá var organisti í Dómkirkjunni. Sinnti hún organistastarfinu af alúð og einstakri samviskusemi. Þar naut hún einnig aðstoðar bónda síns, Sigurðar, sem var góð- ur söngmaður og studdi hana dyggilega í kirkjustarfinu. Elísabet minntist oft á það á seinni árum, hve oft hefði verið erfitt að komast leiðar sinnar á veturna þegar hún var að bijótast áfram í ófærð til að sinna sínum störfum í kirkjunum. Þá voru sam- göngur innan sveitarinnar ekki orðnar eins góðar og þær eru nú á dögum. Fyrir rúmum 50 árum brugðu þau hjón Sigurður og Elísabet búi og fluttu til Reykjavíkur. Flótti úr sveitum var mikill um þær mundir og afkoman auðveldari fyrir sunn- an. Fyrst eftir að þau komu suður störfuðu þau við búið á Bessastöð- um, um 1950 voru þau búin að byggja sér hús í Kópavogi, en fluttu sig síðar um set og eignuð- ust húsnæði í Reykjavík. Sigurður starfaði fyrst hjá fyrirtækinu Ræsi hf. og síðar hjá Flugfélagi íslands til dauðadags. Sögu þessara hjóna svipar til sögu fjölda margra annarra, sem fæddir eru um og eftir aldamótin síðustu. Flest af þessu fólki var sveitafólk og unni sveitinni sinni af heilum hug og sleit sig aldrei úr tengslum við uppruna sinn, en ýmsar ástæður urðu þess valdandi að það flutti suður á mölina eins og kallað var. Það vann hörðum höndum til þess að verða bjargálna og borgin okkar Reykjavík væri ekki það, sem hún er í dag, ef ekki hefði komið til framlag þessa aðkomufólks. Árið 1967 lést Sigurður eigin- maður Elísabetar, langt um aldur fram. Þau hjón höfðu verið sam- hent og samrýnd og var söknuður hennar sár, en að heilsast og kveðj- ast, það er lífsins saga. Hún bar sorg sína með stillingu, enda var hún ekki mikið fyrir að flíka tilfínn- ingum sínum. Eftir fráfall Sigurðar bjó Elísa- bet um sig í lítilli og snoturri íbúð við Háaleitisbraut og bjó þar til æviloka. Hún vildi sjá um sig sjálf og ekki vera upp á neinn komin, og má segja að það tækist henni til síðustu stundar, þó allra síðustu árin nyti hún aðstoðar barna sinna og barnabarna. Ég vil þakka Elísabetu alla tryggð og vináttu í gegnum árin. Blessuð sé minning hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valgerður Bjarnadóttir. + Haukur Magn- ússon fæddist i Reykjavík hinn 8. janúar 1922. Hann andaðist á heimili sínu í Boston, Bandaríkjunum, 12. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sveina Oddsdóttir, ættuð frá Seyðisfirði, og Magnús Guðmunds- son bakarameistari, ættaður úr Reykja- vík, bæði fædd fyrir siðustu aldamót og eru nú bæði látin. Systir Hauks er Guðbjörg Bóel, f. 25. september 1925, gift Jos- eph A. Parziale, búsett í Banda- ríkjunum, og eiga þau tvö upp- komin börn. Hálfbróðir Hauks sammæðra er Oddgeir Karlsson loftskeytamaður, fæddur 22. júlí 1915. Kona hans var Lilly Magnúsdóttir, f. 6. júlí 1917, d. 7. marz 1981. Sonur þeirra er Sveinn, sem býr í Kópavogi ásamt fjölskyldu sinni. Haukur kvæntist árið 1947 Sigurbjörgu Ottesen frá Ytri- Hólmi á Akranesi og eignuðust þau þijú börn: Pétur, f. 28. des- ember 1945, kæntur Halldóru Árnadóttur og eiga þau einn son, og tvíburana Erlu og Orn, MÁNUDAGINN 9. janúar sl. fékk ég bréf frá vini mínum, Hauki Magnússyni, sem hann hafði skrifað á gamlársdag. í bréfinu lét hann vel af öllu, heilsan góð, ánægjuleg jólahátíð liðin, áramótin að nálgast og hann farinn að hlakka til að koma í heimsókn til íslands að sumri. Ég var búinn að svara bréfi hans og ætlaði að fara að póst- leggja það á föstudegi, þegar mér barst sú sorgarfregn, að Haukur hefði látist á heimili sínu deginum áður, þann 12. janúar. Hugur minn hvarflar því yfír far- inn veg. Ég kynntist Hauki fyrir mörgum árum, því kona mín, Gyða, og hann eru bræðraböm. Vegna búsetu Hauks í Bandaríkjunum og þrátt fyrir nokkrar heimsóknir hans til Islands, hefur vinskapur okkar þróast að mestu í gegnum bréfa- skriftir á liðnum áratugum. Bréf Hauks voru vel stíluð og hafði hann mjög gott vald á íslensku máli, þrátt fyrir margra áratuga dvöl erlendis, og gaman að sjá það í bréfum hans, að hann hélt sig við ritreglur og málfar sem tíðkaðist hér á árunum áður en hann fór til Bandaríkjanna.# Bréf hans voru ákaflega skemmti- leg, því Haukur hafði næmt auga fyrir því spaugilega og sagði oft frá ýmsu í léttum dúr. Við spjölluðum um ýmislegt í bréfum okkar, hann að segja mér frá því sem gerðist hjá honum og hans fjölskyldu, ég aftur á móti sagði frá því sem var að gerast hjá okkar fólki hér heima, auk þess sem við ræddum um ýmis- legt milli himins og jarðar. Haukur og Joan, kona hans, komu hingað til íslands öðru hveiju á liðnum árum og dvöldu hér nokkrar vikur í senn og bjuggu þá í íbúð þeirra á f. 22. júní 1947. Erla á einn son. Sig- urbjörg og Haukur skildu. Haukur fluttist til Banda- ríkjanna um 1950 og settist að í Bos- ton. Vann hann þar ýmis störf og sótti námskeið í teiknun o.fl. Haukur eign- aðist son í Boston, Kevin Bergmar, f. 5. jan. 1962, búsett- ur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Ragnheiður Guðjohnsen eiga og þau tvö börn. Móðir Kevins Bergmars, Betty Jean Oldham, lést árið 1965. Árið 1967 kvænt- ist Haukur eftirlifandi eigin- konu sinni, Joan Mercent Magn- ússon bókasafnsfræðingi, f. 10. ágúst 1940, og eiga þau einn son, Ómar Bergþór, vélaverk- fræðing, f. 23. ágúst 1968. Haukur starfaði sem deildar- stjóri hjá einu stærsta ráðgef- andi verkfræðifyrirtækjum Bandaríkjanna í Boston og lauk starfsferli sínum þar í janúar 1985. Utför Hauks Magnússonar fór fram frá Fossvogskapellu 24. janúar. Reynimel 90 hér í Reykjavík. Höfðu þau mikla ánægju af heimsóknum þessum; var Joan sérstaklega hrifin af því að koma hingað og kynnast föðurlandi manns síns. Haukur gat ekki komið því við að koma til Is- lands sl. þijú ár, en í bréfi til mín skömmu fyrir áramót sagðist hann koma nk. sumar ásamt konu sinni og væru þau farin að hlakka mikið til þeirrar heimsóknar. Haukur var listrænn maður, vann ýmiss konar handverk, m.a. málaði hann fallegar myndir í frístundum sínum, sendi hann okkur hjónunum falleg málverk að gjöf, sem prýða veggi heimilis okkar. Rithönd Hauks var afburða falleg; þegar hann vildi við hafa, skrifaði hann svo fallega skrautskrift, t.d. á jólakort eða af- mæliskort, að þeir sem sáu þessa skrift á kortum, sem hann hafði sent mér, trúðu því varla að hægt væri að rita svona fríhendis og liéldu, að þetta væri gert með ein- hveijum áhöldum, en svo var ekkl' og fólk dáðist að þessu. Nú þegar bréfasamband okkar Hauks, sem staðið hefur í marga áratugi, rofnar við fráfall hans, munum við hér á Hringbraut 100 sakna þess mjög að bréfin frá Hauki eru hætt að koma, en minning hans mun lifa áfram hjá mér og fjölskyldu minni. Við vottum Joan, börnum hans og öðrum ættingjum, okkar innileg- ustu samúð. Árni E. Valdimarsson. Blómastofa Fnðjinm Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni; Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. BSS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 HA UKUR MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.