Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 36

Morgunblaðið - 31.01.1995, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 31. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, EINAR H. HJARTARSON rannsóknarfulltrúi, Einholti 7, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugardaginn 28. janúar sl. Guðbjörg Guðjónsdóttir, Margrét G. Einarsdóttir, Guðrún (na Einarsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR AXEL HELGASON lögregluf ulltrui, Brimhólabraut 11, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja föstu- daginn 27. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aöstandenda, Vilborg Kjörmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET GUÐNADÓTTIR frá Kambi, Holtahreppi, til heimilis á Háaleitisbraut 46, sem lést á öldrunardeild Landspítalans í Hátúni 21. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 31. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minn- ast hennar, láti líknarfélög njófa þess. Erla Sigurðardóttir, Hilmar Ó. Sigurðsson, Valgerður Bjar.nadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA SIGURÐARDÓTTIR, Smyrilshólum 4, verður jarðsungin frá , Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á heimahlynningu Krabba- meinsfélags íslands. Guðjón Júníusson, Ólafur Guðjónsson, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Guðríður Guðjónsdóttir, Guðmundur Hinriksson, Bryndis Guðjónsdóttir, Örn Gunnarsson, Júníus Guðjónsson, Þóra B. Pétursdóttír, Sigrún Guðjónsdóttir, Heiðar Ragnarsson, Þórarinn Guðjónsson, Sigríður A. Garðarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN KRISTÍN HALLGRÍMSDÓTTIR, Viðilundi 14b, Akureyri, er lést þann 24. janúar sl., verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju fimmtudag- inn 2. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk- aðir, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Sigurður J. Sigurðsson, Þórunn K. Birnir, Kristín J. Sigurðardóttir, Erling Einarsson, Helga Þ. Erlingsdóttir, Einar B. Erlingsson, Hlynur M. Erlingsson, Þórunn K. Sigurðardóttir. + Systir mín og föðursystir okkar, RÓSA GUÐBRANDSDÓTTIR frá Prestsbakka á Siðu, verður jarðsett frá Fossvogskirkju í dag, þriöjudaginn 31. janúar, kl. 15.00. Ingólfur Guðbrandsson, Vilborg Ingólfsdóttir, Þorgerður Ingólfsdóttir, Rut Ingólfsdóttir, Unnur Maria Ingólfsdóttir, Inga Rós Ingólfsdóttir. Hákonardóttir. + ísafold Jónat- ansdóttlr fædd- ist í Hrísey 21. mars 1927. Hún lést á Landspítalanum 22. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vilhelmína Norðfjörð og Jónat- an Guðmundsson. Hálfsystir hennar var Sigurlín Bjarna- dóttir, sem er látin. Systkini hennar eru: Tryggvi (lát- inn), Valgarður, Guðrún (látin), Lov- ísa (látin), Salbjörg (látin), Halla, Guðmundur (lát- inn), Jón (látinn) og Sigurður (látinn). ísafold var yngst þeirra systkina. ísafold giftist fyrri manni sínum, Þór Péturssyni frá Ég lít í anda liðna tíð, er leynt I hjarta geymi. Sú ljúfa minning - létt og hljótt hún læðist til mín dag og nótt, svo aldrei, aldrei gleymi. (Halla frá Laugabóli.) Elskuleg kona, ísafold Jónatans- dóttir, er látin langt um aldur fram. Hjalteyri, 27. júlí 1946. Hann lést af slysförum 1953. Seinni maður henn- ar var Björgvin Jú- níusson. Þau giftust 31. des. 1967, en hann lést 1982. Börn hennar og Þórs heit- ins eru: Valrós Petra, f. 31.6. 1943, og Pétur Jónatan, sem lést af slysför- um 1965. Sonur Isa- foldar og Pálma Þórðarsonar er Þórður f. 11.11. 1956. Stjúpbörn ísa- foldar (börn Björgvins) eru Katrín og Júníus. Útför Isafoldar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag. Þó að vitað hafi verið að hverju stefndi síðustu vikur kemur dauðinn manni alltaf jafnmikið á óvart. Isafold var ein sú allra besta manneskja sem ég hef kynnst. Hún giftist ung móðurbróður mínum, Þór Péturssyni frá Hjalteyri, en hann lést af slysförum 1953. Þau eignuð- ust tvö börn, Valrósu Petru og Pétur Jónatan, en hann lést af slysförum 1965. Síðar eignaðist ísafold soninn Þórð Pálmason, veitingamann. Samband mæðgnanna Valrósar og ísafoldar var einstakt. Ekki leið sá dagur að þær ekki hittust eða töluðust við í síma og má segja að þær hafi verið hvor annarri allt. Held ég að slíkt samband eins og þeirra sé vandfundið og er missir Valrósar því mikill svo og allrar fjöl- skyldunnar. Mér var ísafold alltaf góð og þegar við maðurinn minn heitinn fluttumst tímabundið til Ak- ureyrar, umvafði hún mig hlýju og ég fann að þar átti ég góðan vin: Þær eru ófáar stundirnar er við þrjár sátum í eldhúsinu hjá Valrósu og drukkum kaffi og var þá glatt á hjalla, mikið hlegið og sagði Isafold okkur ýmsar sögur af okkur þegar við vorum litlar. Einnig minnist ég beijaferða okk- ar, þegar ísafold sat á sömu þúf- unni og tíndi jafnmikið og við Valrós sem hentumst um alla móa löður- sveittar. Já, það er margs að minnast. Elsku Valrós mín, Doddi og fjöl- skyldur. Það er sárt að missa ástvin en við vitum að nú líður mömmu ykkar vel og að vel hefur verið tek- ið á móti henni. Megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu stundum. Guð blessi minningu ísafoldar Jónatansdóttur. Hanna Brynhildur Jóns- dóttir og fjölskylda. ISAFOLD JÓNA TANSDÓTTIR HAUKUR VALBERG SIG URÐSSON + Haukur Val- berg Sigrurðs- son fæddist í Hafn- arfirði 5. okt. 1933. Hann lést á Land- spítalanum 25. des- ember 1994. Eftir- lifandi eiginkona hans er Sigrún Ólafsdóttir, f. 26.10. 1928. Sonur Sigrúnar sem Haukur ól upp er Birgir Rúnar Guð- mundsson, f. 26.10. 1949, d. 23.10. 1993. Haukur vann hjá Hafnarfjarðarbæ frá 1959, fyrst sem veghefilsstjóri, en var verksljóri síðustu árin. Haukur var jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði 4. janúar. ÉG VISSI ekki hveiju ég gat búist við þennan fyrsta morgun í bæjar- vinnunni. Ég hafði að vísu séð þig áður. Þú keyrðir veghefilinn sem við púkarnir eltum og öskruðum á eftir „skafarinn, skafarinn" og þú og fé- lagi þinn í minni skafaranum voruð sérstaklega ógnvekj- andi menn í okkar til- veru. Þið áttuð það til að stoppa skafarana þegar minnst varði og hlaupa öskrandi á eftir okkur. Eftir á get ég vel skilið að við höfum farið I taugamar á ykk- ur. Ekki bara að við trufluðum ykkur við vinnuna, heldur gátum við hæglega farið okkur að voða í kringum þessi risavöxnu vinnutæki sem _ „skafararnir" voru. Ég man hins veg- ar ekki eftir því að þið hafið í eitt einasta sinn verið vondir við okkur. En ég þekkti þig ekki þarna urn morguninn þegar mér var sagt að ég ætti að vera í flokknum þínum. Þú talaðir ekki mikið við okkur strákana að óþörfu, gafst fyrirmæli um þau verk sem átti að vinna, og varst óvæginn í gagnrýni á okkar störf. Enda varst þú verkstjórinn okkar og sem slíkur ábyrgur fyrir okkar vinnu. En þú varst alltaf sann- gjarn og þú kenndir mér að það fer minni tími í að gera hlutinn rétt en að útskýra hvers vegna maður gerði hann rangt. Og þó bærinn hafi stækkað og breyst mikið á þeim árum sem. liðin eru er okkar hand- verk enn víða. Þú hélst tryggð við mig löngu eftir að ég var hættur í flokknum þínum og við fundum að við áttum sameiginlegt áhugamál sem var tón- listin. Ég sem hljómlistarmaður og þú sem skipulagður safnari. Það var orðin árátta hjá mér ef ég var stadd- ur erlendis og fór í hljómplötuversl- un, að leita að plötu með Freddy Fender. Þú hafðir einhvern tíma beðið mig að svipast um eftir kapp- anum ef ég ætti leið í plötubúð en ég var aldrei svo heppinn að finna neitt með honum. Seinasta samtal okkar var einmitt um tónlist, og eins og venjulega kvöddumst við með þeim orðum að ef ég rækist á eitthvað með Freddy Fender þá mætti ég muna eftir þér. Þennan sama dag fann ég eitt lag á safnplötu_ og lék það fyrir þig í útvarpinu. Ég hélt þú hefðir hringt í mig úr farsíma í bílnum en ég frétti seinna að þú varst þá kominn á spít- ala. Ég fór upp í kirkjugarð að vitja leiðis þíns á fimmtudagskvöldið síð- asta. Það var logn og stjörnubjart, en svolítið kalt. Það var oft kalt hjá okkur á morgnana þegar við drifum okkur af stað til að vinna dagsverk- ið. Þú varst mér svo góður, Haukur, og fyrir það þakka ég þér. G. Hjörtur Howser. SVEINN GUNNAR SALOMONSSON HRAFNHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR + Sveinn Gunnar Salomonsson fæddist í Reykjavík 29. októ- ber 1946. Eiginkona hans, Hrafnhildur Kristín Þorsteins- dóttir, fæddist í Reykjavík 2. júlí 1945. Sveinn Gunnar og Hrafnhildur Kristín fórust í snjóflóðinu í Súðavík ásamt barnabarni sínu, Hrafnhildi Kristínu Þorsteinsdóttur, f. á ísafirði 8. september 1993. Út- för þeirra fór fram frá Dóm- kirkjunni á laugardag, 28. jan- úar. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör, flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær, en nár í dag. Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt! Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (B. Halld.) Þessi orð koma í hugann þegar maður veltir fyrir sér hver sé tilgang- ur jarðvistar okkar, heil að kveldi, liðin að morgni. Hver hefði trúað því að þegar Svenni kom í heimsókn til okkar, hefði það verið hans hinsta kveðja og fyrir dyrum stæði lengsta ferðalag sem þau Svenni og Habbý ættu eftir að takast á hendur? Missir- inn er mikill og söknuðurinn sár þeg- ar fólk í blóma lífs síns er hrifið í burtu af slíku ógnarafli sem íslensk náttúra býr yfir. Svenni og Habbý voru höfðingjar heim að sækja. Heimili þeirra var ákaflega fallegt og hlýlegt. Sömu- leiðis var viðmót þeirra hlýlegt og það var því alltaf fagnaðarefni hjá fjölskyldunni þegar farið var í heim- sókn til Súðavíkur. Allt er þetta horf- ið og tómarúmið sem eftir situr er mikið, en með tímanum fyllist tóma- rúmið af ljúfri endurminningu um þau Svenna og Habbý sem við mun- um geyma með okkur um ókomna tíð. Blessuð sé minning þeirra. Anna Rósa, Steinar og synir. Vegna misgánings varð grein þessi viðskila við minningargreinar sem birtust um þau hjón Svein Gunn- ar Salomonsson og Hrafnhildi Krist- ínu Þorsteinsdóttur á blaðsíðu 32 og 33 í Morgunblaðinu á laugardag. Eru hlutaðeigandi innilega beðnir afsök- unar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.