Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 23.02.1995, Síða 2
2 FIMMTUÐAGUR 23; FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forsætisráðherra í eldhúsdagsumræðum Fyrsta loðnan til Helguvíkur „ÞETTA verður stutt stopp, því að við höldum strax á miðin aft- ur um leið og löndun er lokið,“ sagði Oddgeir Jóhannsson skip- stjóri á loðnuskipinu Hákoni ÞH 250, eftir að hann hafði lagst að bryggju fyrstur skipa í höfn- inni í Helguvík í gær. Hákon ÞH var með um 600 tonn af loðnu sem fengust út af Skarðsfjöru aðfaranótt þriðjudags og tók siglingin til Helguvíkur um 14 tíma. Oddgeir sagði að sér litist vel á aðstæður í Helguvík og ekki mikið mál að sigla þar inn. Hann sagði að brýnt væri að halda þar áfram uppbyggingu til móttöku á loðnu og að þar yrði byggð bræðsla fyrir næstu vertíð. I áhöfn á Hákoni eru 22 menn, um borð er aðstaða til frystingar og höfðu um 100 tonn af aflanum verið fryst. Pétur Jóhannsson, hafnar- stóri hafnanna í Keflvík, Njarð- víkum og Höfnum, sagði að sá hluti aflans sem væri óunninn færi til flokkunar. Að því loknu færi hrygnan til vinnslu en hængnum yrði dælt í geymslu- tanka og hann síðar fluttur til Siglufjarðar til bræðslu. Að sögn Péturs var stutt í næsta bát þvi Grindvíkingur væri á landleið. Von var á honum seint í gær- kvöldi. Þurfum stjórnmála- legan styrk til að fylgja batanum eftir DAVÍÐ Oddsson, forsætisráð- herra, sagði í eldhúsdagsumræð- um á Alþingi í gærkvöldi, að kosn- ingabaráttan mundi snúast um það, hvort nægilegur stjómmála- legur styrkur verði til staðar til þess að fylgja efnahagsbatanum eftir, að kosningum loknum. For- sætisráðherra sagði, að vörninni væri lokið og sóknin hafin, nýir kjarasamningar mundu tryggja aukinn kaupmátt á ný. Davíð Oddsson sagði, að skattar fyrirtækja hefðu verið lækkaðir um 2.000 milljónir á kjörtímabilinu en skattar einstaklinga hefðu stað- ið í stað og mundu lækka með þeim skattabreytingum, sem ákveðnar hefðu verið í tengslum við kjarasamninga. Forsætisráð- Lesendaþj ónusta Morgunblaðsins Spurt og svarað um tilvísunar- kerfið HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um tilvísunarkerfi í heilbrigðis- þjónustunni. Til að auðvelda lesendum að átta sig á þess- ari breytingu mun Morg- unblaðið taka á móti spum- ingum þeirra í síma 691100 milli kl. 10 og 11 árdegis, mánudaga til föstudaga. Spumingunum verður komið á framfæri við heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið, svo og Sérfræðingafélag íslenzkra lækna, eftir því, sem efni þeirra gefur tilefni til og verða svörin birt svo fljótt sem unnt er. Lesendur geta beint spurningum sínum til annars hvors aðilans eða beggja ef því er að skipta. Nauðsynlegt er að nöfn og heimilisföng fylgi spurning- um lesenda. herra sagði, að skattamál atvinnu- fyrirtækja væm í fyrsta sinn með þeim hætti, að erlend stóriðjufyrir- tæki gætu gengið beint inn í ís- lenzkt skattakerfi og enga sér- staka samninga þyrfti um skatta- mál þeirra. Ekki ástæða til að vera ánægður Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í ræðu sinni, að skuldir ríkisins hefðu hækkað úr 64 milljörðum í 145 milljarða á kjörtímabilinu og er- lendar skuldir hefðu aukizt um 70 milljarða á sama tíma. Atvinnu- lausum hefði fjölgað úr 2.000 í rúmlega 6.000. Hann kvað ekki ástæðu til að vera ánægður með þennan árangur. Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalags, sagði að ríkisstjómin hefði lækkað skatta á fyrirtæki en stórhækkað skatta á einstaklinga og fjölskyldur. Sjúklingar hefðu tekið á sig stór- auknar byrðar og skuldir hins op- inbera hefðu hækkað úr 15% af landsframleiðslu í 30%. Kröfur Seðlabankans á hendur ríkissjóði hefðu hækkað úr 8 milljörðum í 18 milljarða. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal HÁKON ÞH 250 leggst að bryggju í höfninni í Helguvík i gær. Á litlu myndinni er Þorsteinn Arnason, formaður hafnarnefnd- ar, að afhenda Oddgeiri Jóhannssyni blóm af þessu tilefni. Stjórnarformaður Vátryggingafélags íslands hf. Skandia með undirboð á kostnað höfuðstöðva INGI R. Helgason, stjórnarformað- ur Vátryggingaféíags íslands hf., segir að vátryggingafélagið Skand- ia hf. bjóði niður iðgjöld á markaðn- um hér á kostnað höfuðstöðva Skandia í Svíþjóð, og því geti félag- ið ekki talist alvöru tryggingafélag. Ingi sagði í samtali við Morgun- blaðið að þeir viðskiptahættir Skandia hf. að bjóða niður iðgjöld á íslenskum markaði á kostnað erlends aðila sem borgi kostnaðinn sem endurtryggingarútgjöld geti ekki talist eðlilegir. „Iðgjöldin þeirra duga ekkert fyrir tjónum og þá lækka þeir verðið,“ sagði hann. Stóryrtar auglýsingar Ingi sagði að þessir viðskipta- hættir Skandia gætu ekki talist í samræmi við samkeppnislög, en þar kæmi hins vegar að skilgrein- ingunni á því hvað væri undirboð. Þeir sem hefðu efni á því að undir- bjóða þyrftu hvorki að spyija kóng né prest. Athygli hafa vakið auglýsingar frá Skandia hf. annars vegar og VÍS hins vegar, sem birst hafa í Morgunblaðinu, en í þeim þykja nokkuð stór orð hafa verið viðhöfð. Sagðist Ingi vona að ekki yrði framhald á auglýsingum af þessu tagi. „Skandia Island hefur ekki efni á því að undirbjóða miðað við ið- . gjöldin sín en gerir það af því að Skandia Svíþjóð borgar brúsann. Það þykir okkur illt við að eiga, en að fara í stríð við þá í auglýsing- um og karp er síðasta sort,“ sagði Ingi. ísland dregið fyrir EFT A-dómstólinn verði einkaréttur ríkisins á áfengisinnflutningi ekki afnuminn Fj ármálaráðherra seg- ir fyrirstöðu á þingi Dómur gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) mun draga ísland fyrir EFTÁ-dómstólinn vegna brots á samningnum um evrópskt efna- hagssvæði verði frumvörp um af- nám einkaréttar ríkisins á áfengis- innflutningi og -heildsölu ekki sam- þykkt fyrir þinglok. Friðrik Soph- usson fjánnálaráðherra segir að vel sé hægt að samþykkja málin á þessu þingi, en fynrstaða sé á Al- þingi gegn því að ísland standi við samningsskuldbindingar í þessu efni. ESA sendi ú'ármálaráðuneytinu í gær rökstútt álit vegna málsins, en áður hafði stofnunin sent form- lega tilkynningu vegna einkaréttar ÁTVR á innflutningi og heildsölu- dreifingu áfengis. Álitið, sem nú var sent, er harðorðara og segir þar að núverandi fyrirkomulag þessara mála sé brot á EES-samn- ingnum. Stjómvöldum er gefinn sex vikna frestur til að kippa mál- um í lag. ESA hefur ekki gert athuga- semdir við fyrirkomulag smásölu áfengis hér á landi. Áherzla á niðurstöðu á þessu þingi Ríkisstjórnin samþykkti síðast- liðið sumar að breyta fyrirkomulagi heildsölu og innflutnings á áfengi til samræmis við athugasemdir ESA. Frumvörp þess efnis voru lögð fram af fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra á Alþingi í haust, en þau hafa enn ekki verið samþykkt. Í síðasta mánuði sendi fjármálaráðuneytið ESA bréf, þar sem fram kom að lögð yrði áherzla á að koma málunum f gegnum þingið í vetur þannig að breytt lög tækju giidi 1. apríl. Heinz Zourek, eftirlitsfulltrúi ESA sem fer meðal annars með málefni ríkiseinokunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki tilviljun að álitið væri sent nú, er þingstörfum væri að ljúka. ESA legði áherzlu á að þing- málin um afnám einkaréttar ríkis- ins yrðu sainþykkt á þessu þingi. Aðspurður til hvaða aðgerða ESA myndi grípa yrði einkaréttur ríkisins ekki afnuminn nú þegar, sagði Zourek: „Bregðist ísland ekki við á viðunandi hátt að okkar mati drögum við ísland fyrir EFTA- dómstólinn." Hann minnti á að Svíar hefðu breytt fyrirkomulagi á innflutningi áfengis fyrir allnokkru, í desember hefði EFTA-dómstóllinn dæmt fínnska einkaréttarkerfið ólöglegt og fyrir stuttu hefðu Norðmenn tilkynnt að þeir myndu breyta sín- um reglum til samræmis við EES- samninginn. Skaðabótaskylda gæti skapazt Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins getur svo farið, verði dómur felldur í EFTA-dómstólnum íslenzkum stjórnvöldum í óhag, að þeir öðlist skaðabótarétt á hendur ríkinu, sem geti sannað að þeir hafi tapað á núverandi fyrirkomu- lagi innflutnings og heildsölu áfengis. Friðrik Sophusson sagði í sam- tali við Morgunblaðið að fyrsta umræða um áðurnefnd frumvörp hefði farið fram á Alþingi í fyrra- kvöld og málið færi nú til efna- hags- og viðskiptanefndar, sem á að fjalla um það í dag. „Það á að vera hægt að afgreiða málið fyrir þinglok ef sæmileg sátt er um það,“ sagði Friðrik. Misskilningur hjá bindindismönnum | Hann sagði málið hafa verið rek- ið með eðlilegum hætti á Alþingi. „Hins vegar hefur verið fyrirstaða í þinginu. Hún er af tvennum toga, annars vegar Alþýðubandalagið og j Kvennalistinn sem fara gegn mál- inu og hins vegar einstakir bindind- | ismenn, sem telja að þetta mál sé i til þess fallið að leiða óhamingju yfír þjóðina," sagði Friðrik. „Það er hins vegar að sjálfsögðu á mis- skilningi byggt vegna þess að hvorki er verið að breyta verðpóli- J tíkinni né smásöluverzluninni.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.