Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 4

Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 4
4 E'IMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dró sig í hlé hálfum mánuði fyrir frumsýningu KARL Ágúst Úlfsson hefur dregið sig í hlé úr starfi leikstjóra söngleiksins West Side Story, sem frumsýndur verður í Þjóðleikhúsinu ann- an föstudag. Dans- sljóri sýningarinnar, Ken Oldfield, hefur tekið við leikstjórn. „Ég dró mig í hlé á endasprettinum. Það kom upp ákveðinn ágreiningur sem mér leist ekki á að mundi leysast á þessum við- kvæma tímapunkti, þannig að mér fannst þetta heilladrýgst,“ sagði Karl Ágúst. Hann vildi ekki tjá sig um hvers eðlis ágreiningurinn hefði verið. „Þetta er fyrst og fremst mitt mál og leikhússins og það er engin illska i þessu,“ sagði Karl Ágúst. „Það kom fram á lokasprettin- um ósk frá leikhópnum um að hafa meiri aðgang að dansstjór- anum og fá meiri tima með hon- um og Karl Ágúst óskaði þá eft- ir að fá að draga sig í hlé. Við urðum við þeirri ósk hans og ég virði hana,“ sagði Stefán Bald- ursson, þjóðleikhússtjóri. Stefán sagði að Ken Oldfield, dans- sljóri, Randver Þor- láksson, aðstoðar- leikstjóri, og Jóhann G. Jóhannsson, tón- listarstjóri, myndu „keyra þetta í höfn“. Stefán sagði að eftir sem áður ætti Karl Ágúst stóran hlut í sýningunni og yrði kynntur sem annar tveggja leikstjóra, auk þess sem hann hefði þýtt allt verkið. „Þetta er svona til- færsla á verkaskipt- ingu og fram- kvæmdaatriðum. Þetta gerist ekki oft en það eru fordæmi fyr- ir þessu, ekki síst í söngleikjum þar sem verkaskiptingin er ekki jafnskýr og við venjulegar leik- sýningar," sagði Stefán. Hann sagði fjarri lagi að túlka þessi málalok sem vantraust á Karl Ágúst sem væri að vinna og ætti eftir að vinna fjölmörg verkefni fyrir Þjóðleikhúsið. „Þetta gerðist allt í mesta bróð- emi,“ sagði þjóðleikhússtjóri. Um 30 leikarar, dansarar og söngvarar taka þátt í uppfærslu West Side Story. Karl Ágúst Úlfsson Andlát HELGI ELIASSON HELGI Elíasson, fyrr- verandi fræðslumála- stjóri, lést í gær, níræð- ur að aldri. Helgi var settur fræðslumálastjóri árin 1931-34 og var full- trúi embættisins næsta áratuginn. Hann gegndi síðan starfi fræðslumálastjóra samfleytt í þijá ára- tugi, frá 1944 þar til hann lét af störfum 1974. Helgi var fæddur í Hörgsdal á Síðu í Vest- ur-Skaftafellssýslu 18. mars 1904. Hann nam við Gjedved Lærersemin- arium á Jótlandi og við háskólann í Hamborg í Þýskalandi á árunum 1926-29. Hann kenndi í Vestmannaeyjum og við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Helgi átti sæti í stjóm Ríkisútgáfu námsbóka og eftir hann liggja fjölmörg skrif um menntamál, auk náms- bóka eins og hin þekkta lesbók fyrir byijendur, Gagn og gaman, sem Helgi samdi ásamt ísak Jónssyni. Helgi kvænt- ist Hólmfríði Davíðsdóttur og áttu þau fjögur böm. Morgunblaðið/Ámi Sæberg 10. Reykjavíkurbiskupinn á málverki SIGURÐUR Sigurðsson listmálari afhenti í gær Biskupsstofu mál- verk af Pétri Sigurgeirssyni bisk- up, sem hann hefur málað, en Pétur var biskup íslands frá 1981 til 1989. Sigurgeir Sigurðsson biskup, faðir Péturs, tók upp þann sið að láta mála myndir af biskupum, sem setið hafa i Reykjavík. Nú- verandi biskup, herra Ólafur Skúlason, er hinn ellefti í röðinni og hanga nú myndir af öllum bisk- upunum uppi í Biskupsstofu. Á myndinni eru frú Sólveig Ásgeirsdóttir fyrrum biskupsfrú, þá Pétur Sigurgeirsson og lista- maðurinn, Sigurður Sigurðsson. Lagt til að vörugjald af algengustu bílunum lækki um 5% Allt að 300 þúsund kr. lækkun á díseljeppum VERÐI frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum samþykkt lækkar vömgjald á meðalstómm fólksbif- reiðum í II. gjaldflokki úr 45% í 40%. Þetta hefði í för með sér á bilinu 60-70 þúsund kr. lækkun á tveggja milljóna kr. bíl. Lækkunin yrði enn meiri á díselbílum, eða allt að 15%, og fjögurra milljóna kr. dís- eljeppi lækkaði um nálægt 300 þús- und kr. í verði. Fmmvarpið var lagt fram á þingi í gær. Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Bílheima hf., fagnar fmmvarpinu og segir það að mörgu leyti jákvætt en hann óttast afleið- ingar þess fyrir bílasölu í þessum flokkum nái fmmvarpið ekki í gegn á yfirstandandi þingi. Hann telur lík- legt að þá stöðvist sala þeirra bíia meðan óvissa ríkir. um málið. í fmmvarpinu er gert ráð fyrir að breyting verði gerð á röðun dísel- bíla í gjaldflokka. Markmiðið er að draga úr mismun milli vömgjalda á bensínknúnum bifreiðum og jafn- öflugum díselbílum. Vörugjald á bíla ákvarðast af vélarstærð og til að ná sama hestaflafjölda og bensínvél- ar þurfa díselvélamar að vera stærri. Tengist breytingum á olíugjaldi Júlíus Vífill segir að verði frum- varpið að lögum færist sumir dísel- bílar úr 75% vömgjaldi í 60% og nefndi sem dæmi að fjögurra millj- óna króna jeppi með díselvél á stærð- arbilinu 2.500-3.000 rúmsentímetr- ar yrði nálægt 300 þúsund krónum ódýrari. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra kvaðst eiga von á því að mælt yrði fyrir frumvarpinu á þingi í dag og um það verður rætt í efna- hags- og viðskiptanefnd í dag. Frið- rik segir að breytingar á vömgjaldi á díselbílum tengist fmmvarpi um breytingu á olíugjaldi sem hefur verið afgreitt frá efnahags- og við- skiptanefnd og tekur gildi um næstu áramót. „Ég tel ekki útilokað að það tak- ist að koma þessu máii í gegn á þessu þingi,“ segir Friðrik. „Með frumvarpinu ásamt frumvarpi um vörugjald af olíu sem var afgreitt úr nefnd í dag er verið að fylgja ákveðinni stefnu í bílamálum. Lækk- un á vömgjaldi sem veldur smávægi- legu tekjutapi fyrir ríkissjóð á ekki að þýða það að hækka þurfi gjald af eldsneyti í framtíðinni en vissu- lega er það rétt að í nágrannalönd- unum flestum hafa menn verið að færa skattana af tækjunum yfir á eldsneytið," sagði Friðrik. í frumvarpinu er einnig lagt til að vörugjald af hópferðabifreiðum verði lækkað frá því sem nú er. Vömgjald af hópferðabifreiðum fyrir 18 farþega eða fleiri lækki úr 15% niður í 5% og fjármálaráðhérra fái heimild til að lækka vörugjald af hópferðabílum fyrir 10-17 farþega, þó ekki niður fyrir 20%, en núver- andi gjald á þeim er 30%. Ráðherra fái jafnframt heimild til að lækka vörugjald af fólksbifreiðum sem eru ætlaðar til útleigu hjá bílaleigum, þó ekki niður fyrir 30%. Markmiðið með þessum breytingum er að bæta stöðu innlends ferðamannaiðnaðar. Áætlaður tekjumissir ríkissjóðs af öllum þessum breytingum er um 105 milljónir króna. Framlag launþega í lífeyrissjóð undanþegið skatti Ekki þarf að greiða staðgreiðsluskatt HELMINGUR framlags launþega í lífeyrissjóð verður undanþegið skatti eftir 1. apríl næstkomandi og þarf þá ekki að skila staðgreiðslu af þeirri upphæð samkvæmt frumvarpi ríkis- stjómarinnar sem lagt' hefur verið fram á Alþingi. Áætlað er að tekjur ríkissjóðs verði um 800 milljónum króna lægri í ár af þessum sökum, en þegar allt framlag launþega í líf- eyrissjóð verður undanþegið skatti eins og verður um mitt ár 1997 er talið að það lækki tekjur ríkissjóðs um 2,2 milljarða króna á heilu ári. Greiðsla launþega í lífeyrissjóð nemur í langflestum tilvikum 10% af heildarlaunum viðkomandi, þó það sé þekkt meðal einstakra starfsstétta að greiða hærra hlutfall í lífeyrissjóð. Vinnuveitandi stendur skil á 6% af lífeyrissjóðsframlaginu, en 4% eru tekin af heildarlaunum launþega. Frá því lög um staðgreiðslu skatta gengu í gildi 1987 hefur framlag launþega í lífeyrissjóð verið skattskylt, en það. gildir ekki um þann hlut sem atvinnu- rekandi greiðir. Kaupmáttur eykst um 0,8% Samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar í tengslum við gerð kjara- samninga verður 2% eða helmingur af 4% framlagi launþega í lífeyrissjóð undanþegið skatti eftir 1. apríl næst- komandi. Þetta hlutfall vex í 3% 1. júlí á næsta ári og framlag launþega í lífeyrissjóð verður að fullu undan- þegið skatti frá miðju ári 1997. Eftir það gildir að 4% af heildarlaunum eru undanþegin skatti. Það þýðir til dæmis fyrir þann sem er með eina milljón króna í árstekjur að tekju- skattsstofn hans verður 960 þúsund krónur og að tekjuskattsstofn þess sem er með tvær milljónir króna í árstekjur verður 1.920 þúsund kr. Ef tekið er dæmi af 80 þúsund króna mánaðarlaunum þá lækkar staðgreiðsluskattur um 671 kr. eftir 1. apríl næstkomandi vegna þessara breytinga og staðgreiðsluskattur af 110 þúsund króna mánaðarlaunum lækkar um 922 krónur. Þegar þetta er að fullu komið til framkvæmda eftir mitt ár 1997 hefur skattgreiðsla af 80 þúsund króna mánaðarlaunum lækkað um 1.342 krónur og skatt- greiðsla af 110 þúsund króna mánað- arlaunum lækkað um 1.844 kr. Hagdeild Alþýðusambands íslands metur breytinguna 1. apríl til 0,8% kaupmáttaraukningar að meðaltali og þegar lífeyrissjóðsframlagið verð- ur að fullu undanþegið skatti er kaup- máttaraukningin talin vera um 1,7% að meðaltali. Staðgreiðsla skatta eftir 1. apríl 1995 Heildarlaun: 80.000.- 110.000.- 140.000.- 2% gr. í lífeyrissj.: - 1.600,- - 2.200,- - 2.800,- Skattskyld laun: Staðgr.hlutf. 41,93%: - persónuafsláttur: 78.400,- 32.873.- - 24.444,- 107.800,- 45.201.- - 24.444,- 137.200.- 57.258.- - 24.444.- Staðgr. skattur: 8.429.- 20.757.- 33.084.- Staðgreiðsla skatta eftir 1. júlí 1996 Heildarlaun: 80.000.- 110.000,- 140.000.- 3% gr. í lífeyrissj.: - 2.400.- - 3.300,- - 4.200.- Skattskyld laun: ‘Staðgr.hlutf. 41,93%: * - persónuafsláttur: 77.600.- 32.538,- - 24.444,- 106.700.- 44.739.- - 24.444,- 135.800.- 56.941.- - 24.444.- Staðgr. skattur: 8.094.- 20.295.- 32.497.- Staðgreiðsla skatta eftir 1. júlí 1997 Heildarlaun: 80.000.- 110.000.- 140.000.- 4% gr. í lífeyrissj.: - 3.200.- - 4.400.- - 5.600.- Skattskyld laun: ‘Staðgr.hlutf. 41,93%: * - persónuafsláttur: 76.800.- 32.202.- - 24.444.- 105.600,- 44.278,- - 24.444,- 134.400.- 56.354.- - 24.444,- Staðgr. skattur: 7.758.- 19.834.- 31.910.- * Miðað et við staðgreiðsluhlutfall á árinu 1995 og persónuafslátt á fyrri hluta þess árs. U I i I I I > í i i \ i I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.