Morgunblaðið - 23.02.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
„Stríð Og
friður“ all-
an daginn
ÍMIR
REGLUBUNDIN kvikmyndasýning
fellur niður í bíósal MÍR, Vatnsstíg
10, nk. sunnudag 26. febrúar, þar
sem stórmyndin „Stríð og friður“
verður sýnd daginn áður í fullri
lengd - frá morgni til kvölds.
Næsta sunnudagssýning í bíó-
salnum verður því 5. mars kl. 16,
í mars, apríl og maí er ráðgert að
sýna margar kvikmyndir sem tengj-
ast á einni eða annan hátt heims-
styrjöldinni síðari í tilefni þess að
50 ár eru liðin frá lokum stríðsins
í Evrópu 9. maí nk.
Aðgangur að sunnudagssýning-
um MÍR er ókeypis, en þeir sem
vilja sjá „Stríð og frið“ þurfa að
tryggja sér miða fyrirfram.
-----♦ ♦ ♦
Tónfundir í
Borgarfirði
TÓNLISTARSKÓLI Borgarfjarðar
mun halda tvo tónfundi í tilefni af
degi tónlistarskólanna.
Fyrri tónfundurinn verður í Borg-
ameskirkju föstudaginn 24. febrúar
nk. kl. 20.30 og síðari tónfundurinn
í Kleppjárnsreykjaskóla mánudag-
inn 27. febrúar nk. kl. 10.30. Verði
verkfall grunnskólakennara óleyst
verður tónfundurinn í Kleppjáms-
reykjaskóla kl. 14. Nemendur munu
flytja fjölbreytta dagskrá, syngja
og leika á hin ýmsu hljóðfæri. Tón-
fundimir era öllum opnir.
Leikfélag Fijótsdaishéraðs
Sú eina sanna
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
HALLDÓRA Malín Pétursdóttir sem leikur Önnu Frank.
KVIKMYNDIR
Laugarásbíó
CORRINA, CORRINA ★ ★
Leikstjóri Jessie Nelson. Handrit
Steve Tesich, Paula Mazur. Aðalleik-
endur Whoopi Goldberg, Ray Liotta,
Tina Majorino, Joan Cusack, Don
Amache. Bandarísk. New Line Cin-
ema 1994.
TÓNSKÁLDIÐ Manny Singer
(Ray Liotta) er að jafna sig eftir
fráfall konu sinnar. Það hefur ekki
síður bitnað á Molly (Tina Major-
ino), ungri dóttir hans, sem hefur
ekki mælt orð af vörum síðan
móðir hennar dó. Nú er hann kom-
inn með ráðskonu númer tvö, hina
þeldökku Corrinu (Whoopi Gold-
berg), vel menntaða og raungóða
sem reynist í alla staði til fyrir-
myndar. Fær meira að segja Molly
litlu til að tala á ný. En það verða
árekstrar, tónskáldið rekur Corr-
inu en kemst fljótlega að raun um
að hún er rétta manneskjan.
Myndin gerist á sjötta áratugn-
um þegar bilið var breitt á mili
kynþátta í Norður-Ameríku. Ekki
síst á milli vel stæðra, hvítra milli-
stéttarfjölskyldna og litaðra hjúa.
Reynt er að mjókka bilið á milli
Mannys og Singer með því að
gera Corrinu að hálfgerðum dýrl-
ingi sem kann ráð við öllu, kætir
alla og bætir umhverfið með
mannkostum sínum og visku. Lúr-
ir m.a. á notadrjúgri þekkingu á
bragfræði og á ekki í vandræðum
með að leggja til eina og eina lag-
línu þegar tónskáldið rekur í vörð-
umar. Heldur ótrúleg persóna en
Goldberg er fær leikkona og tekst
WHOOPI Goldberg fer með
aðalhlutverkið í myndinni.
furðu vel að fleyta Corrinu yfir
klisjumar. Liotta sýnir það hins-
vegar að hann er enginn bógur í
rómantísk, alvöragefin hlutverk,
tónskáldið hans og umhyggjusam-
ur heimilisfaðirinn ósköp vand-
ræðalegur og ósannfærandi, þrátt
fyrir gleraugnabrelluna góðu. Þá
er myndin afar fyrirsjáanleg og
heldur klén að flestri gerð. Litla
stúlkan er hinsvegar bærilega leik-
in og það er góð meining að baki
Corrinu, Corrinu, sem ekki er van-
þörf á, í miðjum klíðum ofbeldis-
mynda.
Það er því óhætt að mæla með
henni fyrir yngri börnin á bænum.
Það litla sem er, þá eru það já-
kvæðar tilfinningar sem hún skilur
eftir.
Sæbjörn Valdimarsson
♦ ♦
Dagbók Onnu Frank
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
ÆINGAR hafa gengið vel hjá Leik-
féiagi F(jótsdalshéraðs á leikritinu
Dagbók Ónnu Frank, sem félagið
mun frumsýna 11. mars nk.
Leikgerð er eftir Frances og
Albert Hackett í þýðingu Stefáns
Baldurssonar. Leikstjóri er Guð-
jón Sigvaldason. Guðlaug Ólafs-
dóttir aðstoðarleikstjóri sagði að
æfingar væru búnar að vera frá
10. janúar og að þetta væru
strangar æfingar. Leikarar eru
tíu og stór hópur manna vinnur
að gerð leikmyndar, búninga og
leikskrá.
Leikritið er samið upp úr dag-
bók Önnu, en dagbókina hélt hún
í tvö og hálft ár þar sem fjölskyld-
an leyndist á geymslulofti yfir
vöruskemmu í Ámsterdam á
stríðsárunum.
Aðalleikarinn 13 ára
Halldóra Malín Pétursdóttir
sem leikur Önnu Frank er 13 ára
og er því á sama aldri og Anna
var sjálf í upphafi dagbókarinnar.
Aðrir leikarar eru; Atli Már
Sveinsson, Kristrún Jónsdóttir,
Daníel Behrend, Sigurborg Kr.
Hannesdóttir, Sigurgeir Baldurs-
son, Jón Gunnar Axelsson, Þór
Ragnarsson, Sigrún Lárusdóttir
og Soffía Björg Sigurjónsdóttir.
Ónumið land
TÓNOST
Frí kirkjunn i
MYRKIR MÚSÍKDAGAR
Myrkir músíkdagar: Rascher
SAXOFON-kvartettar eru sjald-
heyrðir hér á hjaranum, enda grein-
in nýleg og ekki ýkja útbreidd.
Flestir tengja saxófóninn, þessa
150 ára gömlu uppfinningu Belg-
ans Adoplphe Sax, við jassvirtúósa
á við Charlie Parker og Coleman
Hawkins, síður við sígilda tónlist
(þó að frönsku impressjónistamir
hafi notað saxinn lítilsháttar sem
nýjan lit á sinfóníska spjaldinu) og
sízt við „samtímatónlist", listmúsík
nútímans. Svo nátengdur er sax-
hljómblærinn svartri sveiflu, að
meðan hann heldur einhveiju eftir
af megineinkennum sínum, er
hlustandinn óhjákvæmilega for-
djacfaður af harksöngssveifluí-
mynd snillinganna vestanhafs.
Ef til vill er það sumpart vegna
þess, að alvarlega þenkjandi nú-
tímahöfundar virðast leggja
áherzlu á að kalla fram sem óvenju-
legust hljóð úr saxofóninum, auk
þess að vilja auka tjáningarmögu-
leika hans almennt. Er ekkert við
því að segja, annað en að fyrir hlu-
standa óvönum þessum nýja miðli
hlýtur t.d. hin mikla beiting há-
sviðsins (og jafnvel langt upp fyrir
hið „normala“ 2,'h áttundar um-
fang) samfara óhjákvæmilegu tísti
og ískram að verka fremur ank-
annaleg á stundum. Því þó að Rasc-
her-kvartettinn hefði auðheyran-
lega gífurlegt vald á hljóðfærum
sínum (sópran-, alt-, tenór- og bari-
ton-sax) og samspilið reyndist fág-
að og samstillt á við beztu strengja-
kvartetta, þá fór ekki hjá því, að
höfundarnir virtust innstilltir á að
láta reyna á blásturstækni spilar-
anna fram að mörkum hins mögu-
lega. Þegar mest lét, varð útkoman
líka töluvert handan við það sem
almenningur myndi kalla „áheyri-
lega“ tónlist.
En það er sjálfsagt ekki nema
eðlilegt að tónskáldin freistist til
að gefa sig á vald tilrauna í tón-
grein sem e.t.v. er síðasta ónumda
landið á vettvangi hefðbundinna
hljóðfæra, allra sízt meðan nýtur
stórsnillinga eins og Rascher-
kvartettsins. Að vísu man undirrit-
aður í svipinn ekki eftir að hafa
heyrt saxofónahóp flytja álíka tón-
list áður, og allur samanburður því
út úr myndinni, en það fór samt
ekki á milli mála, að þeir félagar
lögðu mikla alúð við flutninginn
og höfðu ærna tækni og yfirsýn til
að bera.
Veitti ekki af, því verkin vora
að sama skapi kröfuhörð, bæði fyr-
ir flytjendur og hlustendur. Roads
to Ixtlan eftir Danann Per Norgárd
hét í höfuðið á mexíkóskri Shangri
La og var skv. kynningu tenórist-
ans Bruce Weinberger hugleiðing
um Tíma í forsögu, sögu og nútíð.
Eftirminnilegast var upphaf verks-
ins með hægt hnígandi loftvarna-
flautukenndum tvíundum og örtón-
bilum, er kölluðu fram undiröldur
differenstóna. Upp frá því hófst
einnig torstaðsetjanlegt kazoo-
kennt marr, er sennilega átti ræt-
ur að rekja til meðóms í tréverki
einhvers staðar innan stokks; var
það rask hið eina er skyggði á
lýtalausan flutning allt til loka, og
sá böggull er fylgdi skammrifi því
að færa tónleikahaldið frá upphaf-
lega áætluðum stað í Listasafni
ríkisins, næsta hús við Fríkirkjuna,
vegna of líflegs hljómburðar safn-
hússins.
Saxofónkvartett Atla Heimis
Sveinssonar, sem hér var fram-
fluttur, er að sögn höfundar undir-
búningur undir Konsert hans fyrir
4 saxofóna og hljómsveit. í kvart-
ettinum segist hann hafa verið að
skrifa sig frá, og nota, allt það sem
hann vildi ekki nota í konsertinum,
og mátti til sanns vegar færa, að
hér fékk tilraunagammurinn að
geysa óheft, þ.m.t. beiting hljóm-
blásturs (multiphonics), sem kom
þó einnig við sögu í flestum hinna
verkanna, enda ekkert þeirra eldra
en frá 1986. Verkið einkenndist
framan af nokkuð af ágengum,
þagnarrofnum bunum, en var þó í
heild fremur rapsódískt í anda, og
á stöku stað allt að því viðkvæmt.
Eftir elzta tónskáld kvöldsins,
Hans Kox (f. 1930) var tríóið The
Three Chairs, samið 1989 og í fjór-
um þáttum (Sónata, Scherzo, Song
og Rondo), hlutfallega ómþýtt
(maður var farinn að venjast
ýmsu), en samt ekki ýkja eftir-
minnilegt.
Elztu verkin, bæði frá 1986,
komu síðast og stóðu tiltölulega
sterkust eftir í endurminningunni.
Fyrst var New York Counterpoint
eftir bandaríska minimalistann
Steve Reich, og reyndist það furðu
áheyrilegt í hefðbundnum skiln-
ingi, jafnvel fyndið. Sá er þetta
ritar er að vísu sízt hallur undir
minimalisma, en hjakk-stíll Reichs
virðist orðinn ívið liprari og fjöl-
breyttari en í árdaga, og verk hans
hér líktist a.m.k. ekki neinu hinna.
Innblásnasta verk kvöldsins og
mest sannfærandi var hins vegar
lokaverkið, Music for Saxophones
eftir Tristan Keuris, og minnti á
eldheitar en þó stofuhæfar sam-
ræður milli jafningja. Auðskilið
vár, að hér fór eitt mest flutta verk
af löngum verka.lista Rascherö-
kvartettsins, enda bar túlkun hans
á því af öðru sem platína af gulli.
Ríkarður Ö. Pálsson