Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 25

Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Kunststoffe • Plastiques Stangir og plotur. Suðuþráður o.fl. Vandað efni. Gott verð. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUNIN SMIÐJUVEGUR 70, KÓP. SlMI 564 4711 • FAX 564 4725 Alþingi og Stasí ATHYGLI alþjóðar var vakin er það sannaðist bæði í fjölmiðlum og við umræður á Alþingi, að ein ill- ræmdasta leyniþjónusta fyrr og síð- ar, STASÍ, hafi fengið íslenska námsmenn í Austur-Þýskalandi til starfa fyrir sig. Austur-þýskir kommúnistar beittu STASÍ, sem var arftak Ge- stapos og SS-sveita Hitlers, fyrir sig til þess að halda völdum og að skipuleggja margvísleg ódæðisverk víðs vegar um heim. Þetta kom í ljós við athuganir tveggja fréttamanna á skjölum STASÍ í Berlín. Það vakti sérstaka furðu, þegar nafn eins alþingismanns kom upp á yfirborðið í þessum rannsóknum, er það sýndi sig að í mörg hundruð metra hilluröðum fullum af möpp- um yfir njósnamál var ein mappa, sem öll skjöl höfðu verið fjarlægð úr. Það sérstaka við þessa möppu er að hún var merkt alþingismann- inum Svavari Gestssyni,_ þáverandi menntamálaráðherra. Á miða í möppunni hafði verið skráð: „Akten gelöscht, 25.juni 1989“, sem merk- ir: „Skjölin eyðilögð, 25.júníl989.“ Dagsetningin 25. juní 1989 vakti sérstaka athygli, því þá voru komm- únistar enn við völd í Austur-Þýska- landi og auðvitað áttu þá ekki aðr- ir aðgang að slíkum skjölum en æðstu menn í kerfinu, ráðherrar og aðrir slíkir. Þá er hitt ekki síður athyglisvert að menntamálaráð- herrann þáverandi var erlendis þann dag. í viðtali við þingmanninn í DV 11. febrúar sl. staðfestir hann, að hann var erlendis daginn sem skjöl- in voru eyðilögð. í framhaldi af því segir hann: „Það er verið að dylgja um að ég hafi kannski verið í Grikk- landi en svo hafi ég kannski farið til Berlínar og eyðilagt þessi gögn. Þetta eru landráðabrigsl. “ Aðalatriðið er að Svavar var er- lendis daginn, sem skjölin voru eyði- lögð. Hvort hann var í Grikklandi eða Austur-Berlín skiptir í sjálfu sér engu máli, því engum dettur í hug að þingmaðurinn hafí sjálfur eyðilagt skjölin. Aftur á móti er símasamband um alla Evrópu og svo er vitað að samábyTgð og sam- staða er rík á milli ráð- herra af sömu flokk- um. Það sem allt veltur á er að fá upplýst hver hafi fyrirskipað eyði- leggingu skjalanna og hvers vegna. Úr því að þau hafa verið eyðilögð er vart von til þess að þau finnist, þótt þing- maðurinn í sýndar- mennsku sinni hafí sagt að hann voni til Guðs að þau fínnist. Gunnlaugur Þórðarson Þingmaður þessi hefur verið þingmanna duglegastur við að heimta að Alþingi kjósf rannsóknarnefnd til þess að athuga hin ýmsu mál, jafnt stofn- anir sem einstaklinga. Mig hefur lengi furðað á því að ekki skuli hafa komið fram á Alþingi krafa um að þetta mál, sem um- ræddur þingmaður hefur jafnað til landr- áða skuli rannsakað af sérstakri þingnefnd. Láti Alþingi þetta mál Rannsóknarnefndir hafa verið kjörnar af minna tilefni, segir Gunnlaugur Þórðarson, en STASÍ-tengslum. afskiptalaust þykir mér það bregð- ast skyldum sínum við fólkið I land- Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fylgstu mefo í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu Dlur^tutihlnMh -kjarni málsins! Scandic parket er vönduð gæðaframleiðsla. A Scandic parket er rakaþolið og umhverfisvænt. A Scandic parketið er auðveldara að leggja en annað parket. A Scandic parket hefur meira höggþol en sambærilegt parket. A Scandic parket er slitsterkt og þolir mikinn umgang. A Scandic parket má shpa oftar en einu sinni. A Scandic parket fæst sérpantað í mörgum litum. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5, Reykjavík Skútuvogi16, Reykjavík Helluhrauni 16, Hafriarfirði og helstu byggingavöruverslanir á landsbyggðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.