Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 34

Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ERLINGUR A. JÓNSSON Erlingnr Andrés Jónsson fæddist á Isafirði 15. október 1950. Hann lést á heimili sínu 16. febr- úar sl. Foreldrar Erlings voru Jón H. Guðmundsson, skólastjóri Bama- skóla Isafjarðar og síðar Digranesskóla í Kópavogi, f. 3. des- ember 1913, d. 20. júní 1991, og kona hans, Sigríður M. Jóhannesdóttir, hús- móðir, f. 31. ágúst 1918. Jón var sonur Guðmundar Einarssonar, bónda og refa- skyttu á Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur, ætt- aðrar úr Borgarfirði. Foreldrar Sigríðar voru Jóhannes, sjómað- ur á Flateyri, Andrésson og kona hans, Jóna Ágústa Sigurð- ardóttir. Systkini Erlings eru Sverrir, Jóhannes Guðmundur, Jóna Elísabet, Ön- undur, Guðrún Helga, Halldóra, Kristín Sigríður og Ingibjörg. Erlingur var kvæntur Sigrúnu Sigurðardóttur, f. 10. júní 1953, dóttur hjónanna Sigurðar Halldórssonar, raf- magnsverkfræð- ings, og Sigrúnar Magnúsdóttur. Börn Erlings og Sigrúnar eru Sig- rún, f. 20. septem- ber 1971, og Jóhannes Örn, f. 29. júlí 1974. Um árabil starfaði Erlingur í Landsbankanum og Alþýðubankanum, en sneri sér síðan að söðlasmíði og ritstörf- um. Frá árinu 1988 var Erlingur ritstjóri tímaritsins Eiðfaxa. Erlingur verður kvaddur með athöfn í Langholtskirkju í dag, fimmtudaginn 23.- febrúar, kl. 10.30. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur huga þinn og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibr- an) Þessi orð koma sterkt upp í huga mér, þegar ég þarf að kveðja kær- an bróður og vin, langt um aldur fram. Ég kem næst á eftir Edda bróð- ur í níu systkina hópi, þar sem oft var glatt á hjalla, hvort sem farið var í „Tarzan“-leik eða sungið og spilað á gítar. Við vorum mjög samrýnd og minnist ég þess best, þegar hann fór að ganga í skóla og ég var bara fjögurra ára, hvað ég saknaði hans á meðan hann var í skólanum. 3-4 klst. er langur tími, þegar maður er ekki eldri. Ég beið oft lengi við gluggann eft- ir honum og þegar hann birtist, geifluðum við okkur framan í hvort annað með sérstökum „einka-geifl- um“ og ég tók gleði mína á ný. Á unglingsárunum var líka margt brallað og alltaf var hann með litlu systur í eftirdragi. Það var mikið sungið og spilað, því Edda var margt til lista lagt. Gítar- inn hljómaði vel í höndum hans og svo var munnharpan oft með í „stativi" á öxlunum á honum. Uppáhalds lögin okkar voru „Hann Gráni var hestur", „Hennanns- hvfld" og „Lambhúsabragurinn“, fyrir utan negrasálmana, sem við reyndum að komast yfir hvar sem var. Eddi bróðir og gítarinn voru alla tíð ómissandi hvort sem komið var saman í fjölskyldunni á af- mælisdögum eða bara til að gant- ast. Böm okkar systkinanna og reyndar öll böm kunnu vel að meta Edda. Hann var rólegur að eðlis- fari og hafði ávallt tíma til að spjalla, jafnvel þó hann hefði engan tíma. Eddi bróðir var sérstaklega vel heima í íslendingasögunum og Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta. Upplýsingar í síma 22322 FLUGLEIÐIR IKÍTKt LðFTIJIIIIIt frásagnargleðin naut sín oft í ná- vist okkar og bamanna. Það voru ekki bara fornsagnimar heldur líka vísur og kvæði. Hann fór með Grýlukvæði á magnaðan hátt, fom- ar barnagælur eða kveðskap eftir sjálfan sig og þá var oft dýrt kveðið. Svo vom það unglingsstrákarnir í ijölskyldunni. Þeir kepptust við að verða jafn stórir og sterkir og hann. Oft sá maður þá teygja úr sér og mæla sig við hann og alltaf var hann tilbúinn að bregða á leik. Að fara í krók eða taka sjómann við Edda bróður var afrek að þeirra mati, jafnvel þó hann hefði jafnan vinninginn. Þegar Eddi var að vinna í Lax- nesi hjá Póra og Heiðu, kynntist ég Sigrúnu, eftirlifandi eiginkonu hans. Þá vomm við 17 ára gamlar. Margar ferðirnar fór ég með henni í heimsókn til Edda (og sjálfsagt verið þriðja hjólið undir vagninum), en var samt alltaf boðið með. Þá var gjarnan „nammi-kaka“ í aftur- sætinu, sem Sigrún hafði bakað handa elskunni sinni. Ári seinna fæddist litla Sigrún, eins og við köllum hana systkinin og fljótlega kom Jóhannes Öm, litli bróðir, bæði mjög mannvænleg börn. Elsku Sigrún mín. Þér vil ég þakka hetjulundina í veikindum Edda, þar sem þú vékst ekki frá honum til hinstu stundar, hvorki þú né börnin ykkar. Hafið þökk fyrir það, elskumar mínar, og megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Vertu sæll elsku bróðir, þín systir, Halldóra. Ég er nú reyndar ein af þeim sem finnst ekki rétt að skrifa minningar- greinar um sína nánustu og ætla ég að reyna að halda mig við þá reglu. Ég geri -ráð fyrir því að á undan eða eftir, nema hvort tveggja sé, séu ljúfar og góðar greinar um hann bróður minn sem var hvers manns hugljúfi. Þegar ég var 10 ára vann Eddi bróðir uppí Laxnesi sem „hestahirð- ir“ og sótti ég mjög mikið í að kom- ast þangað til hans. Fannst mér ekki bagalegt að kynnast Sigrúnu, seinna mágkonu minni, á þessum tíma því hún geystist um á amerísk- um kagga og var alltaf tilbúin að leyfa litlu systur að fljóta með uppí Laxnes eða keyra hana heim eftir Laxnesheimsóknirnar. Svo varð Sigrún ófnsk af frum- burðinum og maginn stækkaði og ég spenntist öll upp og mætti hvað eftir annað á litla heimilið á Háaleit- isbrautinni. Ég skildi ekki hvað þessu barni lá lítið á að komast í heiminn. En Sigrún sat spök og heklaði og óf dýrindis bamaföt og sendi mig bara í bakaríið að ná í mjúkar kringlur svo ég hefði eitt- hvað fyrir stafni. Biðin borgaði sig. Einn daginn kom Eddi bróðir og sagði: „Nú ætla ég að fara með þig og sýna þér nýju frænkuna þína.“ Það var ekki lítil gleði. Hún reynd- ist vera eitt af því fegursta sem ég hafði séð og ekki var verra að bróð- ir minn og mágkona treystu mér trekk í trekk fyrir gimsteininum sínum og svo bættist annar gim- steinn við og var ekki minna fagur, bara af hinu kyninu, og ég fékk líka að_ njóta sömu tryggðar með hann. Á þessum tíma var ég sjálf að verða stór og kynnast mínum eigin maka og það var sko ekki illa tekið á móti honum á þessu gest- kvæma heimili frekar en öðrum. Alltaf vom allir velkomnir hjá ykk- ur, Sigrún mín, og ég veit að það breytist ekki. Eddi bróðir var hin rólyndasti maður og hafði alltaf tíma fyrir alla. Sagði okkur sögur, fór með vísur og gamanmál og þuldi jafnvel yfir okkur heilu dráp- umar og máttir þú stundum bíða ansi lengi. Þegar hann veiktist, tókst þú því með þvílíkri hetjulund að fáir kom- ast með tæmar þar sem þú hefur hælana. Hvemig þú hugsaðir um hann verður þér alltaf til sæmdar. Við systkinin og móðir stöndum í mikilli þakkarskuld við þig. Einn er enginn, tveir er allt. Ástarþakkir og Guð blessi ykkur öll. Kristín systir. í dag kveðjum við hann Edda bróður hinsta sinn. Lífsgöngu sinni hefur hann lokið, lífsgöngu sem var alltof stutt. Það finnst okkur öllum sem hann þekktu. Hann Eddi bróðir var þannig að mér leið alltaf vel í návist hans. Með honum gat ég setið tímunum saman og spjallað um hvaðeina sem var. Hann kunni að koma orðum að hlutunum og ræða málin með stillingu og ró. Flutti mál sitt af rökvísi og visku á þann veg að all- ir skildu, fullorðnir jafnt sem börn. Væm málin flókin setti hann rök sín fram í dæmisögum og leysti þannig vanda þeirra sem á hlýddu. Ekki veit ég um það bam sem ekki hændist að Edda og beið næstu samvistar við hann með óþreyju. Hann átti aðdáendur alls staðar, á öllum aldri. Ég var og verð aðdá- andi hans. Einn mesti viðburður lífs míns var ferð sem við fórum að Laugar- vatni, auðvitað ríðandi, sumarið 1983. Hún Sigrún, konan hans, reið með á Þingvelli. Þar fræddu þau hjón borgarbarnið um hesta. Kennslan fór fram í Almannagjá á Jónsmessunótt, undir heiðum himni. Sigrún reið fram og aftur fyrir framan brekkuna þar sem bræðumir sátu í. Sýndi hún hinn ýmsa gang sem hestar hafa og stjórnaði þannig að jafnvel viðvan- ingurinn átti bágt með að trúa að þetta allt væri hægt. Jafnóðum var sýningin útskýrð fyrir malbiks- drengnum, sem þar til hafði aðeins kunnað á bíla. Daginn eftir var Sigrún farin í vinnuna en við tveir héldum ferð- inni áfram. Stefnan var tekin á Laugarvatn. Þá kynntist ég virð- ingu Edda fyrir öllu sem lífsandann dregur, mönnum, dýmm og náttúr- unni sjálfri. Allt var á sama stall sett, enginn æðri öðmm. Landið okkar og söguna þekkti hann, nöfn- in á fjöllum, lækjum og ám, jafnvel hvernig nafngiftin var til komin. Þegar hann fór að ræða þessi mál höfðum við riðið í Vatnsvíkina, þá var stigið af baki, hestamir teymdir, hugurinn fór á flug. Fyrr en varði vorum við komnir á Laug- arvelli, labbandi. Hjá Edda var tíminn nefnilega afstætt hugtak, sér í lagi ef andans mál vora ann- ars vegar. Tíminn olli honum ekki hugarangri né streitu. Hann hreif mig svo með sér í umræðunni að ég gleymdi öllu öðm en því sem við ræddum um. Er að Laugarvatni kom var liðið á nóttu, og þurfti að velja náttstað. Hjá Edda var hann auðfundinn, á miðju nýslegnu túni, undir bemm himni, með hnakkinn undir höfðinu. Hestamir vom á beit við hliðina, umræðan hélt áfram eftir að í pok- ann var komið. Þetta er að lifa með og í náttúmnni. Auðvitað er hægt að rifja upp mikið meira af sam- skiptum okkar Edda, en minningin geymir það. Með þessum fáu orðum ætla ég að kveðja þig, Eddi minn. Þakka þér fyrir allar góðu stundimar sem ég átti með þér og þann fjársjóð sem ég á í hjarta mínu frá þér. Minningin um þig mun ávallt lifa í mér, minningin um góðan og heið- arlegan bróður. Saknaðarkveðjur til þín frá Gróu, svo og Hrönn, Mar- inó, Stefáni, Ágústi og Agnesi. Onundur bróðir. Lítill drengur, nokkurra mánaða, grætur hástöfum, enginn veit hvað eða hvort eitthvað amar að honum. Foreldramir em ráðvilltir og vita ekki hvað á til bragðs að taka. Eddi bróðir er í heimsókn. Eftir nokkra stund tekur hann litla drenginn, sem er ómálga, í fangið og huggar á skammri stundu. Það var ekki hefðbundin vöggu- vísa eða bamaleikur sem huggaði litla snáðann. Heldur frásagnar- gleði sem engu er lík. Hann Eddi fór með kafla úr íslendingasögum fyrir drenginn og eftir stutta frá- sögn þagnaði sá stutti og móðirin tók við honum hjalandi aftur sann- færð um að ekkert amaði að honum. Slíkar em minningamar sem við eigum um Edda. Hann var alltaf miðpunkturinn á mannamótum. Hann náði alltaf athygli þeirra sem með honum vom. Ekki með hávaða eða látum heldur með kveðskap, hljómlist eða frásögn. Gilti þar einu hvort hann fór með gamanmál eða ræddi um alvarlegri hluti. Eftir að ég kynntist Stínu systur Edda lá leið okkar oft heim til Edda og Sigrúnar í heimsókn eða til að líta eftir þeim Jóhannesi og Sigrúnu meðan hjónin bmgðu sér frá. Oftar en ekki var farið seint heim því oft var gítarinn tekinn fram og sungið við undirleik Edda eða spjallað frameftir. Það voru ógleymanlegar stundir. Sár söknuður heijar nú á og liðn- ar stundir riíjast upp. Ég er þakk- látur forsjóninni fyrir að leyfa mér að kynnast Edda og vera honum samferða um stund. Eddi var sannur víkingur í eðli sínu. Þegar hinn miskunnarlausi andstæðingur sótti að honum varð- ist hann af miklum eldmóði. Hann hlaut þó að lúta í lægra haldi fyrir óvini sem barðist ódrengilega með vopnum sem enginn kann að veij- ast. Hann tók ósigrinum með jafn- aðargeði og hélt reisn sinni þar til yfir lauk. Elsku Sigrún, Jóhannes og Sig- rún. Ég vona að algóður guð styrki ykkur á þessum erfíðu tímum. Sorg- in er þung en tíminn kennir okkur að lifa með henni og smámsaman víkur sorgin fyrir fallegri minningu um góðan dreng. Við geymum mætan merkisgrip - minninganna sjóð - Sameinuð í bljúgri bæn við biðjum klökk og hljóð, að þjáðir megi finna frið þótt falli sorgartár, að drottinn leggi líkn við þraut og lækni hjartasár. (Ó.KJ.) Jón Ólafsson. Það var heiðskír og sólbjartur vetrarmorgunn og landið skartaði sínu fegursta þegar kallið kom sem hrifsaði Erling Andrés mág minn á brott mitt í blóma lífsins. Á þeirri sársaukastundu fyllti sú spuming eitt andartak hugann hvers vegna ekki hrygði skugga á sólu nú þegar hann væri farinn. Hann var ekki nema sjö ára, yngstur bræðra og næstyngstur bama Sigríðar Jóhannesdóttur og Jóns H. Guðmundssonar, tengda- foreldra minna, þegar ég kom inn í fjölskylduna og var meðtekin sem stóra systir í systkinahópi sem var um margt alveg sérstakur. Sverrir, lang elstur, Jóhannes fjórum árum yngri og svo koll af kolli Jóna Elísa- bet, Önundur, Guðrún Helga, Erl- ingur Andrés og Halldóra en seinna bættust í hópinn góða þær Kristín Sigríður og Ingibjörg. Mér finnst þessi sterki systkinahópur alla tíð hafa verið eins og blómvöndur, sem saman stæði af litríkum en ólíkum blómum bundin saman í órofa bandi. Svo sterk og um margt svo ólík en um leið svo óaðskiljanlega samheldin og tilfinningabundin hvort öðm. Og það hefur verið mik- il gæfa að fá að vera ein af þeim. Hann Eddi bróðir var alltaf sér- stakur. Svo hljóður og svo blíður sem bam, meira að segja þegar hann grét þá grét hann hljóðlega. Hann elskaði stóra bróður og þá var bara að taka kæmstuna hans inn að hjartanu líka og reyna að deila honum með henni. Allar minningamar um þennan góða dreng em bjartar. Ég man hann sem litla prófessor- inn sem gleymdi stundum að borða fiskinn sinn og sat einn eftir þegar allir stóðu upp frá borðum af því hann var svo hugsi yfir tilveru lífs- ins. Og unglingurinn sem elskaði sveitina og dýrin og undur náttúr- unnar var á sama tíma heillandi félagi og leiftrandi „lífskunstner“. Eddi bróðir var fyrstur allra að ráða myndagátur og krossgátur og hann var gangandi gamansögubanki svo oft var glensast með hvort hann væri núna tilbúinn að segja númer fímmtíuogsjö eða áttatíuogfímm. Hann kunni íslendingasögurnar þegar um tvítugt og frásagnarhæfí- leikinn var slíkur að hann fékk fólk til að gleyma önnum og stressi þeg- ar hann fór að segja frá og þá flaug stund oft hratt. Það var Eddi bróð- ir sem tók það upp hjá sér að læra skrautskrift og áritaði á fegursta veg þegar svo bar undir. Það var Eddi bróðir sem lærði að setja sam- an vísur og gekk seinna í kvæða- mannafélagið ungur maðurinn. Og í þessu efni sem öðmm sýndi hann sína frábæm hæfíleika. Það var á unglingsárunum sem hann tók sér fyrst gítar í hönd og hann varð strax í höndum hans mesti töfragripur. Seinna var alveg sama hvaða hljóð- færi hann fór höndum um og á „skemmtarann" sinn gat hann lokk- að fram ótrúlegustu hljómlist. Já, hann Eddi bróðir greip á góðri stund gítarinn sinn og söng fyrir okkur eða lék undir þegar hópurinn tók lagið. Já, það var Eddi bróðir sem var listamaðurinn í hópnum góða. Hópnum sem alla tíð hefur átt svo góðar og skemmtilegar stundir saman. Þegar hann hafði unnið við bankastörf um árabil ákvað hann að gjörbreyta um lífsform og fór að læra söðlasmíði. Þá átti hann það til að vinna hina ýmsu kjör- gripi smáa og stóra. Éddi bróðir var mikill hestamað- ur og þar fékk ástin á landinu út- rás þegar hann um sumur, oft sem leiðsögumaður með innlenda og er- lenda gesti, ferðaðist yfir hálendið og á afskekktustu staði í farar- broddi hestamanna. Hann hafði mikla ást á sögunni og menningararfinum og ekki síst þess vegna gekk hann til liðs við Ásatrúarmenn og gerðist á síðasta ári lögmaður þeirra. Var hann sá er setti Jörmund í embætti allsheij- argoða á Þingvöllum við hátíðlega athöfn. Hann sagði við mig að þetta væri svo sterkur norrænn þáttur sem ekki mætti hverfa, þáttur sem ætti að vaka í vitund fólks. Ungur hitti Eddi sinn lífsföm- naut Sigrúnu Sigurðardóttur og bjuggu þau sér heimili að Háholti 6. Eins og aðrir ungir menn vann hann sjálfur af þrautseigju og dug við að byggja húsið sem varð ramm- inn um fjölskylduna hans á annan áratug. Þau Sigrún eignuðust tvö böm, Sigrúnu og Jóhannes, sem nú stunda bæði háskólanám. Þessi fjölskylda bjó við þá gæfu að eiga sameiginleg hugðarefni sem vom hestamennska og útilíf. Ég er sann- færð um að Sigrún og Jóhannes áttu alveg einstakan og skemmti- legan pabba. Það er tómlegt og hljótt í Háholt- inu núna en þar áttum við systkin- in og tengdasystkinin okkar kveðju- stund hjá honum þennan sólbjarta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.