Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 35

Morgunblaðið - 23.02.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995 35 morgun sem hann kvaddi. Eitt lit- ríkasta blómið úr systkinahópnum er fallið og við stöndum skilnings- vana eftir en svo rík af minningum um góðan dreng sem við vitum að guðirnir hafa elskað, eins og við sem elskuðum hann öll. Þegar tengdafaðir minn lést fyrir þremur árum eftir snögga og erfiða sjúkdómslegu orti Eddi bróðir: Örlög flýja enginn má ekkert ráð fékk dugað. Það er hart að horf upp á heljarmenni bugað. Þessi orð eiga við í dag um til- fínningar okkar sem kveðjum. Systkinin öll kveðja sinn góða vin og bróður í djúpri þökk fyrir allt sem var. Ég bið guð að styrkja þau öll og sérstaklega elskulega tengda- móður mína, Sigrúnu, Jóhannes og litlu Sigrúnu. Börnin okkar Sverris senda samúðarkveðjur úr fjarlægð vegna fraénda síns. Blessuð sé minning hans. Rannveig Guðmundsdóttir. Hverfulleiki lífsins er ofarlega í huga, þegar Erlingur Jónsson er kvaddur hinstu kveðju svo langt um aldur fram. Um hríð verður hlé á samræðum okkar um hesta- mennsku, hrossarækt, kveðskap og þjóðlegan fróðleik, en á þeim svið- um var hann óþijótandi fróðleiks- brunnur. Með Erlingi er genginn óvenju heilsteyptur drengskaparmaður: Sannorður og orðheldinn vinur vina sinna. Maður sem vildi hvers manns vanda leysa. Hans hlýtur að bíða góð heimkoma, nú þegar hann hef- ur lagt í sína hinstu för. Aðstandendum votta ég dýpstu samúð. Anders Hansen. Á þessum krossgötum lífsins langar mig að senda Erlingi vini mínum hinstu kveðju. Ég er ekki búinn að þekkja hann lengi, þótt ég hafi þekkt til fólksins hans síðan foreldrar mínir settust að á ísafirði. Ætli ég hafi ekki verið tíu ára þá og Erlingur ófæddur, en eldri systkini hans nokkur komin á stjá og við bjuggum ekki langt frá þeim og reyndar var faðir hans kennari minn. Ættarstofninn er traustur, að hluta úr Önundarfírði, veit ég, og menn hafa ekki þurft að skamm- ast sín fyrir þann uppruna. Þessi stóra ætt á víða rætur og sterkar þær sem ég þekki til. Af góðum stofnum vaxa góðir einstaklingar og skiptir þá engu hvort þar er á ferð maður eða vinur hans, hestur- inn. Það er raunar ekki nema ár síð- an að við Erlingur kynntumst og | þó tel ég mér óhætt að segja, að ' við höfum verið vinir og vel vitað hvor af öðrum. Þegar mér varð hugsað um heill og frama heiðins siðar og félagsins okkar kom jafn- skjótt í hugann maðurinn Erlingur og vera hans öll. Að öðrum ólöstuð- um varð hann mér tákn þess besta, einmitt þeirrar manngjörvi, sem ég Ihygg að við heiðnir menn viljum hafa í heiðri og gera okkur fyrir- 1 mynd af. Þeir sem þekktu hann | taka undir það, að hann væri drengur góður og meira verður manni naumast hrósað. Það þýðir m.a. að vera heill í orðum og gerð- um og það var Erlingur. Hann gekk til liðs við okkur þegar mikið lá við og það ríkti al- menn eining um hann og störf hans á þeim vettvangi. Ég var stolt- á ur af því að hann skyldi gjarnan bera undir mig það sem honum ' þótti þar máli skipta. Það þýddi | auðvitað ekki að honum þætti prentað með Hólaprenti allt það sem ég sagði, né heldur þurfti ég að vera honum sammála í öllu. En okkur varð ekki sundurorða og þó ! ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 620200 gat hér verið um viðkvæm mál að ræða. Ég veit að önnur störf Erl- ings voru jafnfarsæl, þannig var öll hans framganga. Hann var mjög vel látinn, enda fær maður hvar sem hann gekk fram til starfa eða leiks. Þegar ég kynntist honum gekk hann ekki lengur heill til skógar og brátt kom í ljós, að hann átti í stríði við einn þessara illvígu vá- gesta sem heija á okkur mennina og hvorki menn né goð virðast ráða við. Baráttan varð stutt en hörð og lauk með falli Erlings löngu fyrir aldur fram, en fullum sigri hans þó, að skilningi og lífsskoðun forfeðra okkar. Því hver maður hlýtur að deyja, manndóm sinn sýnir hann í því hvernig hann bregst við erfiðleikum og dauða sínum. Þar vann Erlingur sigur sem ekki getur orðið stærri og er okkur hinum fyrirmynd, einnig þar. Ég hitti hann nokkrum sinum meðan síðasta lotan og harðasta stóð yfir og þó sjaldnar en ég hefði viljað. Við sem hittum hann öðru hvoru og sáum hversu af honum dró stöð- ugt, við undruðumst andlegt þrek hans og æðruleysi. Aðeins óvenju sterkur maður og heilsteyptur sýn- ir slíkan hetjuskap. Og varla er hlutur ástvina miklu léttari. Erlingur sagðist vera gæfumað- ur, þrátt fyrir allt. Það hygg ég að sé rétt. Betri konu og fjölskyldu sýnist mér að erfítt sé að eignast og er slík gæfa þó að einhveiju leyti verk mannsins sjálfs. Æfí Erlings varð allt of skömm. Gamla orðtækið segir: Þeir sem guðimir elska deyja ungir. Ekki veit ég MIIMNINGAR sönnur á því, en guðirnir harma það þó örugglega ekki að fá þenn- an mann til sín, hveijir svo sem þeir kunna að vera. Hann var þó búinn að lifa ríkara lífí og fyllra en margir miklu eldri menn, e.t.v. flestir. Erlingur var mjög góður hagyrð- ingur, en hann bar eindregið á móti, þegar ég bar upp á hann skáldskapargáfu. Þar hafði dreng- ur áreiðanlega rangt fyrir sér. Eg get barið saman vísu en lipurt verð- ur það ekki. Erlingur myndi líklega brosa að tilraunum mínum í þá veru, græskulaust þó, svo það reyni ég ekki hér. En ég vil draga saman það sem mig langar að segja i litla stemmningu, sem ég sendi honum fyrir skömmu. Ég kalla það ekki ljóð, það er frekar ákveðin tilfinn- ing fyrir manninum í lífi sínu og náttúru. Með því vil ég kveðja Erl- ing og senda fólki hans öllu innileg- ar samúðarkveðjur frá mér og mín- um. Náttóran og vættir allar bíða þess kyrrlátlega Að lifandi andinn skilji við þreyttan líkamann Sem leysist að nýju í moldina sem gaf efnin í hann En andinn fari í ferðina löngu til þeirra Víðuvalla Þar sem undangengnir Áar bjóða hann velkominn. Svo fremi hann óttist ekki að deyja Hafi lifað í sátt við menn og náttúru Og umfram allt sjálfur við sjálfan sig Hvorki svikið huldumey né meðbræður Né Jarðarverur aðrar sem ævin líður með Slíkur maður lifir fijáls og deyr fijáls. Eyvindur P. Eiríksson. • Fleiri minningargreinar um ErlingA. Jónsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Útför elskulegrar frænku okkar, GUÐMUNDU S. KRISTINSDÓTTUR, Freyjugötu 34, Reykjavík, fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hallgrímskirkju eða líknarstofnanir. Guðmundur Guðmundsson (Erró), Lárus Siggeirsson, Kristinn Siggeirsson, Gyða Siggeirsdóttir, Gunnar Gunnlaugsson. t Föðurbróðir okkar, SIGURJÓN GOTTSKÁLKSSON frá Hraungerði íVestmannaeyjum, sfðast til heimilis iHraunbúðum, sem andaðist 13. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, l Ingunn Sigurðardóttir, Sigurður G. Sigurðsson. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST FILIPPUSSON, Hábæ 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 24. febrúar 1995 kl. 13.30. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Vegna jarðarfarar verður lokað föstudaginn 24. febrúar frá kl. 9.00-13.00. Árvík hf., Ármúla 1. t Fósturfaðir minn, ÁSGEIRÞ. NÚPAN fyrrverandi útgerðarmaður frá Höfn i Hornafirði, sem andaðist í Vífilsstaðaspítala að morgni 18. febrúar sl., verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Þórarinn t PÁLL JÓNASSON, Stfghúsi, Eyrarbakka, sem lést 12. febrúar, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laug- ardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Orgelsjóð Eyrarbakkakirkju. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GÍSLI ÓLAFSON, Fornuströnd 16, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Slysavarnafélagið. Ingveldur Þ. Viggósdóttir, Marfa Ólafson, Reynir Kjartansson, Páll Ólafson, Guðrún Eggertsdóttir, Einar Ólafson, Jóhann Ólafson, Kolbrún Benediktsdóttir, Ásgerður Halldórsdóttir, Kristján Guðlaugsson, Erla Gfsladóttir, Gunnar Magnússon, Gunnar Gfslason, Hildur Jóhannsdóttir og barnabörn. t Við þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur og fjölskyldum okkar samúð og hlýhug vegna andláts afa okkar og fósturföður, STEFÁNS GUNNBJÖRNS EGILSSONAR tækjafræðings, Nökkvavogi 41. Arnþrúður Lilja Þorbjörnsdóttir, Sólveig Jakobsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, Oddur Jakobsson, Auðbjörg Jakobsdóttir. t Hjartans þakkir til allra, er sýndu samúð og vinarhug við fráfall ástkærs eigin- manns míns, föðurokkar, sonar, bróður og tengdasonar, ÓLAFS S. SIGURGEIRSSONAR. Hlýhugur ykkar allra gefur okkur styrk. Auður T rygg vadóttir, Arnar Olafsson, Harpa Rún Ólafsdóttir, Hlynur Ólafsson, Helga Björk Ólafsdóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Sigurgeir Jóhannsson, Guðrún Eggertsdóttir, Tryggvi Kristjánsson og aðrir aðstandendur. Lokað Lokað verður í dag, fimmtudag, vegna jarðarfarar ERLINGS A. JÓNSSONAR, ritstjóra. Eiðfaxi hf., Ármúli 38, Reykjavík. Lokað Skrifstofur okkar í Aðalstræti 6-8 verða lokað- ar frá kl. 12 á hádegi föstudaginn 24. febrúar vegna jarðarfarar GÍSLA ÓLAFSONAR, stjórnarformanns. Tryggingamiðstöðin hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.