Morgunblaðið - 23.02.1995, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
EFÞusrfGO/Z e/nu
E/JN 'A HÆL-
AhJA 'A /M5F, EFZTV,
DAUÐANS Ma rUta f
jHhte—
Grettir
Tommi og Jenni
Smáfólk
ts.lv.. y,s'
Y I RE6RET THE
WM 1 ACTEP
THAT NI6HT AT
THE OBEPIENCE
5CHOOL PROM.
. 50RT 0F„
7 RE6RET5..
Illf I WONPER
f IF OTHER
PEOPLEHAVE
TU A5 MANY
q\\ RE6RET5 AS
—\ 1 HAVE.. ,
Eftirsjá... skyldi annað fólk sjá
eftir eins mörgxi og ég sé eftir?
Ég sé eftir því hvernig ég hag-
aði mér þarna um kvöldið í
hlýðniskólanum...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Opið bréf
til Davíðs Oddssonar, Sighvats Björg-
vinssonar, Ogmundar Jónassonar og
Benedikts Davíðssonar
Frá Sigurrós M. Sigurjónsdóttur,
Arnóri Péturssyni og Braga Haii-
dórssyni:
VAR ÞAÐ ætlan eða stefna ríkis-
stjórnarinnar þegar lögin um fé-
lagslega aðstoð voru sett að lækka
laun lægst launuðu elli- og örorku-
lífeyrisþega um allt að 10%?
Þar sem verkalýðshreyfingin hef-
ur með þögninni samþykkt fyrr-
greind lög er henni þá kunnugt um
þessa lækkun og skrifar hún þegj-
andi upp á hana?
Málavextir eru eftirfarandi:
í 2. gr. reglugerðar nr. 392 frá
21. ágúst 1987 er kveðið á um sér-
staka heimilisuppbót fyrir þá sem
njóta heimilisuppbótar.
í reglugerðinni segir: „Frá sama
tíma skulu þeir einstaklingar sem
njóta heimilisuppbótar og hafa bæt-
ur frá Tryggingastofnun ríkisins
og aðrar tekjur undir lágmarkslaun-
um, fá greidda sérstaka heimilis-
uppbót, þannig að bætur þeirra og
aðrar tekjur nemi lágmarkslaunum
kr. 28.300 á mánuði." (Leturbreyt-
ing undirritaðra.)
Framkvæmd Tryggingastofnun-
ar ríkisins á reglugerðinni hefur til
þessa verið á þann hátt að aðrar
tekjur en frá lífeyristryggingum
hafa skert sérstaka heimilisuppbót
„krónu á móti krónu“, þó með þeirri
undantekningu að hafi viðkomandi
greiðslur úr lífeyrissjóði hefur frí-
tekjumark lífeyrissjóðs gagnvart
tekjutryggingu og heimilisuppbót
fyrst verið dregið frá áður en til
skerðingar hefur komið. Frítekju-
mark þetta er nú kr. 98.376 á árs-
grundvelli eða 8.198 kr. á mánuði.
Frítekjumark í lífeyrissjóði gagn-
vart tekjutryggingu hefur þannig
verið látið gilda gagnvart sérstakri
heimilisuppbót. Sem hefur haft þau
áhrif að einstaklingur sem hefur
fengið allt að 8.198 kr. á mánuði
frá lífeyrissjóði en engar aðrar tekj-
ur nema bætur almannatrygginga
hefur fengið sérstaka heimilisupp-
bót sem í dag er. 5.304 kr.
í 9. gr. laga um félagslega að-
stoð sem sett voru um áramótin
1993 og 1994 segir í niðurlagi: „Ef
einhleypingur hefur eingöngu tekj-
ur úr lífeyristryggingum almanna-
trygginga skai hann að viðbættri
heimilisuppbót eiga rétt á sérstakri
heimilisuppbót, 5.304 kr. á mán-
uði.“ (Leturbreyting undirritaðra.)
í frumvarpi laga til laga um fé-
lagslega aðstoð, þingskjal 837, mál
nr. 488, segir í athugasemdum: Um
8.-10. gr. „Samhljóða 20. gr. (var
19. gr. áður en ákvæði um umönn-
unarbætur var bætt inn í lögin) laga
um almannatryggingar." í umsögn
um frumvarpið frá fjármálaráðu-
neyti og fjárlagaskrifstofu segir:
„Frumvarpið er fylgifrumvarp með
frumvarpi til laga um almanna-
tryggingar. Það er að mestu sam-
hljóða samsvarandi greinum í gild-
andi almannatryggingalögum, sem
ætlunin er að gera að heimildar-
ákvæðum. Aðgreining félagslegra
bóta er talin nauðsynleg vegna
samnings um EES og veldur því
að bætur verða ekki greiddar þegar
lögheimili er flutt til annars ríkis.“
Samkvæmt lögunum um félags-
lega aðstoð hefur Tryggingastofn-
un frá setningu þeirra ekki afgreitt
sérstaka heimilisuppbót til þeirra
elli- og örorkulífeyrisþega sem hafa
verið með greiðslur úr lífeyrissjóði
sem nema 5.304 kr. á mánuði, en
sé upphæðin lægri fær viðkomandi
greiddan mismun í sérstakri heimil-
isuppbót.
Fram að setningu laganna um
félagslega aðstoð var nokkur fjöldi
elli- og örorkulífeyrisþega sem hafði
verið afgreiddur með sérstaka
heimilisuppbót þar sem reiknað var
út frá lífeyrissjóðs frítekjumarkinu.
Nú mun Tryggingastofnun vera
að fella niður eða skerða greiðslur
þessara einstaklinga samkvæmt
„krónu á móti krónu reglunni".
Munu þeir því verða fyrir umtals-
verðri tekjuskerðingu í næsta mán-
uði!
Af frumvarpi til laga um félags-
lega aðstoð verður ekki skilið annað
en að það hafi verið flutt í þeim
tilgangi að koma í veg fyrir að rétt-
ur til bóta héldi áfram eftir flutning
lögheimilis til annars ríkis. Af því
verður engan veginn ráðið að fella
eigi niður eða lækka greiðslu til
þeirra einstaklinga sem enn búa í
landinu.
Það hlyti að hafa komið fram í
umsögnum og skýringum ef ætlan
löggjafans hefði verið að lækka
greiðslur bóta til einhleypinga sem
búa einir og hafa óverulegar tekjur
aðrar en frá Tryggingastofnun rík-
isins um allt að 10-12%.
Þær greiðslur sem tekjulitlir eða
tekjulausir einhleypir elli- og ör-
orkulífeyrisþega sem búa einir hafa
átt rétt á eru grunnlífeyrir, tekju-
trygging, heimilisuppbót og sérstök
heimilisuppbót. Án skerðingar á
sérstakri heimilisuppbót eru þessar
greiðslur samtals 48.664 kr. sem
láta má nærri að séu lágmarkslaun
eins og kveðið er á um í reglugerð
kr. 392 frá 21. ágúst 1987.
Tryggingamálanefnd Sjálfs-
bjargar, landssamband fatlaðra, vill
í lengstu lög trúa og vona að hér
hafi eingöngu verið um mistök að
ræða við setningu laganna um fé-
lagslega aðstoð og óskar því eftir
svörum við ofangreindum spurning-
um.
Jafnframt að ef um mistök við
lagasetninguna var að ræða verði
þau leiðrétt hið fyrsta.
SIGURRÓS M. SIGURJÓNSDÓTTIR,
ARNÓR PÉTURSSON,
BRAGIHALLDÓRSSON.
Ailt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í
Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan,
hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari þar að lútandi.