Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Átakíð Stöðvum unglingadrykkju Vilja greiða peningaverðlaun fyrir ábendingar um brugg STJÓRN- átaksins Stöðvum ung- lingadrykkju hyggst reyna að greiða tíu þúsund króna peninga- verðlaun hveijum þeim sem gefur upplýsingar sem leiða til uppljóstr- unar um bruggverksmiðjur. Þeim sem gæfu ábendingar yrði heitið algerri nafnleynd. Stjóm átaksins hefur ákveðið að leita samvinnu við aðra þá aðila sem berjast gegn framleiðslu og sölu ólöglegs áfengis, til að þessi áform verði að veruleika, að sögn Valdi- mars Jóhannessonar framkvæmda- stjóra átaksins. Harðákveðnir „Við erum harðákveðnir í að hrinda þessu í framkvæmd, en verði kerfið okkur mótdrægt, finnum við aðrar leiðir," segir hann. Hann kveðst telja að þessi aðferð muni skila tvíþættum áhrifum, bæði að uppræta ólöglegt brugg og að hræða fólk frá því að hefja brugg og sölu þess. Valdimar minnir á mat fíkniefna- deildar lögreglu sem segi að fram- leiðsla á landa nemi að minnsta kosti milljón lítrum árlega og sölu- andvirðið sé á annan milljarð króna. „Ef þetta magn er reiknað yfír í ódýrustu brenndu vínin, samsvarar það sölu hjá ÁTVR upp á fjórða milljarð króna,“ segir Valdimar. „Helstu viðskiptamenn landafram- leiðenda eru börn og unglingar. Böm í öllum grunnskólum landsins eiga greiðan aðgang að landa í gegnum þróað sölunet landasala. Fyrir þessi börn er álíka auðvelt að panta landa og t.d. pizzu. Þessi sömu aðilar hafa sumir til ýmis önnur eiturefni, svo sem hass, al- sælu og LSD.“ Skipulögð glæpastarf- semi að þróast Hann kveðst telja að í gegnum landasölu sé að þróast skipulögð glæpastarfsemi hérlendis, áður óþekkt, og nái hún fótfestu skapi það erfíðleika við að vinna bug á henni. Auk þess sýni dæmin erlend- is frá að glæpahringir geti haft mikil áhrif á þróun samfélagsins í skjóli mikils fjármagns. Valdimar gagnrýnir ýfírvöld fyrir sinnuleysi þegar landinn á í hlut, og segir þau halda að flytjendur vamaðarorða um málið fari með ýkjur. Lítið sé reynt að taka á þess- ari starfsemi, þrátt fyrir áeggjanir þar um. Sektir vegna landafram- leiðslu séu t.d. mjög óverulegar í samanburði við hagnaðinn af henni, og bruggarar leggi jafnvel til hliðar í því skyni að greiða sektir og fjár- magna kaup á nýjum bmggtækjum. „Starfsemi landaframleiðslu fell- ur ekki aðeins undir stuld frá ríkis- sjóði, brot á áfengislöggjöfínni og heilbrigðislöggjöfínni, heldur varðar hún einnig við barnaverndarlög," segir Valdimar. Rændu tösku af konu við Hverfisgötu TVEIR menn réðust að konu á mótum Vitastígs og Hverfísgötu um tíuleytið í gærkvöldi og hrifs- uðu af henni handtösku. Gat konan gefíð lýsingu á árásarmönnunum sem taldir em vera undir þrítugu, að sögn lög- reglu. Var hún síðan flutt á slysa- deild en ekki var ljóst í gærkvöldi hvort hún hefði hlotið meiðsl. Málið er í höndum rannsóknar- lögreglu. Sorpeyðing höfuðborgarsvæðisins bs. Hagnaður í fyrsta sinn Morgunblaðið/Ámi Sæberg HAGNAÐUR af rekstri Sorpeyð- ingar höfuðborgarsvæðisins bs. á síðasta ári varð 26,5 milljónir króna sem er mikil breyting frá fyrra ári er tap af rekstrinum varð rúmlega 90 milljónir króna. Þetta er í fyrsta skip'ti sem rekstur fyrirtækisins, sem er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, skilar hagn- aði eftir að það hóf starfsemi í maí árið 1991. ir frá árinu áður. Rekstrargjöid vom hins vegar 333,1 milljón og lækkuðu um rúmar 11 milljónir milli ára. Mest breyting varð á fjár- magnsliðum en þeir lækkuðu um rúmar 50 milljónir milli ára, úr tæpum 110 milljónum króna 1993 í rúmar 53 milljónir í fyrra. Stofnfé aukið um 200 milljónir króna MEÐAL gesta á Sinfóníu- tónleikunum var Þorbjörg Leifs, ekkja tónskáldsins. Sögu- sinfónían flutt SÖGUSINFÓNÍAN eftir Jón Leifs var flutt á tónleikum Sinfóníu- liljómsveitar Islands í Hallgríms- kirkju í gærkvöldi. Fögnuðu áhorfendur hljómsveitinni vel og innilega að tónleikunum loknum en eiimig var leikinn Fiðlukonsert nr. 5 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Einleikari á tónleikunum var Isabelli van Keulen, sem þyk- ir í fremstu röð fiðluleikara. Stjórnandi var Osmo Vanská. Sérfræðingafélag íslands 125 milljónir úr vasa sjúklinga Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 412,8 milljónir króna á síðasta ári og jukust um tæpar 50 milljón- Jarðskjálfta- hrinan Upptökin sunnar LAUST fyrir kl. 22 í gærkvöldi varð jarðskjálfti sunnarlega á Hell- isheiði sem mældist ríflega 3 á Richter, og varð skjálftans vel vart í Þorlákshöfn. Skjálftinn sem mældist í gær- kvöldi átti upptök sín talsvert sunn- ar en skjálftahrinan sem varð fyrr í vikunni, en þá mældist öflugasti skjálftinn 3,4 á Richter og voru upptök hans í botni Grensdals, um 6 km norðan við Hveragerði. Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að ár- angurinn sé annars vegar að þakka góðum starfsmönnum sem hafí unnið vel og lagt sig fram um að hagræða í rekstrinum. Hins vegar hafí eigendur samþykkt að leggja fyrirtækinu til aukið stofnfé að upphæð 200 milljónir króna á síð- asta ári sem hafi gert það að verk- um að hægt var að semja við lánar- drottna um skuldbreytingar á lán- um fyrirtækisins. Fyrirtækið hafí verið byggt upp fyrir lánsfé að allt of stórum hluta eða um 85% sem hafí verið meira en svo að rekstur- inn hafí getað borið það án veru- legra gjaldskrárhækkana, sem menn hafí ekki verið tilbúnir að ráðast í. Með aukningu eigin fjár hafí verið mögulegt að skuldbreyta lánum fyrirtækisins og auka vægi innlends lánsfjár á kostnað áhættu- sams erlends lánsfjár. Árangurinn hafí strax sýn't sig og lofi góðu um framhaldið. TILVÍSANAKERFIÐ hefur í för með sér aukin útgjöld fyrir sjúk- linga upp á 125 milljónir árlega, samkvæmt útreikningum Sérfræð- ingafélags íslenskra lækna. Segir einnig í frétt frá félaginu að kerfíð muni kosta ríkisvaldið um 200 miljónir króna árlega. Er gert ráð fyrir í útreikningum Sérfræðingafélagsins að 20% sjúk- linga, sem þeir telja varlega áætl- að, muni leita beint til sérfræðinga án tilvísunar. Miðað við núverandi umfang megi því gera ráð fyrir 64.000 komum á ári. Þær kosti sjúklinga 3.300 krónur í allt en 1.980 krónur aukalega, sem sam- tals geri 125 milljónir að auki úr vasa sjúklings. Einnig segir að komum á heilsu- gæslustöðvar muni samkvæmt út- reikningum heilbrigðisyfirvalda frjölga um 10%. Megi telja að þær verði 70.000 á ári og kosti hver koma ríkið 2.983 krónur, eða um 200 milljónir árlega, að öðrum kostnaði vegna kerfísins ótöldum. Við samanburð á kostnaði vegna komu til heilsugæslulæknis og sér- fræðings reiknast félaginu til að koma til þess síðarnefnda kosti sameiginlegan sjóð landsmanna 1.003 krónum minna en koma á heilsugæslustöð. Hæstiréttur 1 Vi árs fangelsi fyrir lík- amsárás HÆSTIRETTUR hefur dæmt 43 ára gamlan síbrotamann í 18 mánaða fangelsi fyrir lík- amsárás og þjófnaði. í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp í málinu 11. nóvember síðastliðinn hlaut ákærði tveggja ára fangelsis- dóm fyrir brotið. Ákærði var sakfelldur fyrir að hafa með öðrum manni ráðist á mann fyrir utan veit- ingahúsið Keisarann við Laugaveg í mars á síðasta ári, veitt honum áverka með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og síðan stol- ið af honum hring og úri. Þá var hann sakfelldur fyrir að hafa brotist inn í bifreið og stolið úr henni úri og tveimur lyklakippum, og fyrir að hafa brotist í þjófnaðarskyni inn í kaffihús við Laugaveg, en þar komu lögreglumenn að honum á vettvangi. Allir hlutaðeigandi ölvaðir í dómi Hæstaréttar kemur fram að við ákvörðun viður- laga á hendur ákærða verði að líta til þess að aðdragandi að árásinni sé um margt óljós en allir þeir sem þar áttu hlut að máli munu hafa verið ölvað- ir. Þá megi ætla að verðmæti þess, sem ákærði tók ásamt félaga sínum af þeim sem þeir réðust á, hafi verið óverulegt, og það sama eigi við um verð- mæti þess sem ákærði bar úr býtum með öðrum brotum sem málið varða. Þegar litið sé með þessum hætti til umfangs brotanna, sem ákærði er sakfelldur fyrir í málinu, en einnig til sakarfer- ils hans, þyki refsing á hendur honum hæfílega ákveðin fang- elsi í 18 mánuði, en 45 daga gæsluvarðhaldsvist kemur til frádráttar refsingunni. Mál þetta dæmdu hæsta- réttardómararnir Markús Sig- urbjörnsson og Gunnlaugur Claessen og Gunnar M. Guð- mundsson fyrrverandi hæsta- réttardómari. Verzlunarskóli Islands 25% nem- enda eiga bifreið FJÓRÐI hver nemandi í Verzl- unarskóla íslands á eigin bif- reið og er heildarverðmæti bíla- flotans yfir 100 milljónir króna. Þetta kemur fram í niðurstöð- um könnunar sem nemendur gerðu sjálfír og náði til um 800 nemenda skólans. 30% þeirra sem eiga eigin bifreið eru fjárhagslega sjálf- stæðir, en flestir njóta fjár- hagslegs stuðnings foreldra. Helmingur nemenda vinnur samhliða náminu, flestir 6-10 klukkustundir i viku. Lang- flestir þeirra telja að vinnan hafí engin áhrif á námsárangur þeirra. ■ Helmingur nemenda/D 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.