Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA ERLENT Loftferðasamningar við Bandaríkin Afram viðræður þótt framkvæmda- stjórnin mótmæli Washington. Reuter. BANDARÍKJASTJÓRN greindi frá því i gær að hún hygðist halda áfram viðræðum við einstök aðildarríki Evr- ópusambandsins um frjálsa flugumferð þrátt fyrir hörð and- mæli framkvæmda- stjórnarinnar. Framkvæmdastjórn- in hefur skipað þeim aðildarríkjum, sem eiga í viðræðum við bandarísk yfirvöld, að gera enga samninga þar sem slíkt sé á vald- sviði framkvæmda- stjórnarinnar. Patrick Murphy, að- stoðarsamgönguráðherra Banda- ríkjanna, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Bandaríkjastjómar, sagði í gær að þama væri fyrst og fremst um að ræða ágreining milli fram- kvæmdastjómarinnar og aðild- arríkjanna um hvar forræði í þessum málum væri. „Það hefur vissulega truflandi áhrif en við munum halda áfram okkar viðræðum og búumst við jákvæðri niðurstöðu," sagði Murphy. Þegar hefur náðst samkomulag við Svisslendinga og er búist við að Bandaríkjamenn og Belgar semji einnig á næstu dögum. Þá segja bandarískir embættismenn að hægt verði að ganga frá óformlegum _ samning- um við íslendinga, Finna, Austurríkis- menn, Lúxemborgara, Norðmenn, Svía og Dani í vor. Öll þessi ríki nema Sviss og ísland eru innan ESB. Ekki á valdi aðildarríkjanna Talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar, sagði að Neil Kinnock, sem fer með samgöngumál, hefði ritað ríkisstjórnum Belgíu, Dan- merkur, Finnlands, Austurríkis, Lúxemborgar og Svíþjóðar bréf þar sem segði að ríkin hefðu ekki vald til að ganga frá samningum við Bandaríkin. „Aðildarríkin hafa ekki vald til að gera tvíhliða samninga," sagði talsmaðurinn og bætti við að framkvæmdastjórnin myndi kæra slíka samninga tii Evrópudómstóls- ins yrðu þeir gerðir engu að síður. Framkvæmdastjórnin hefur að undanförnu leitað eftir umboði til að ganga frá loftferðarsamningum af þessu tagi fyrir ESB í heild sinni. Neil Kinnock Breytingar hjá EFTA-stofnunum BREYTINGAR hafa verið gerðar á skipan EFTA-dómstólsins í Genf vegna inngöngu Svíþjóðar, Finn- lands og Austurríkis í Evrópusam- bandið. Leif Sevón frá Finnlandi hefur látið af embætti dómara og forseta dómsins, en hann hefur verið skip- aður dómari við Evrópudómstólinn í Lúxemborg. Við embætti Sevóns tekur Gustav Bygglin, tilnefndur af fínnsku ríkisstjórninni. Hann sór embættiseið sinn í Genf á miðviku- dag. Við sama tækifæri var Björn Haug frá Noregi kosinn forseti dómstólsins. Auk Haugs og Sevóns sitja í dómnum þeir Þór Vilhjálms- son frá íslandi, Kurd Herndl frá Austurríki og Sven Norberg frá Svíþjóð. Samkvæmt sérstöku samkomu- lagi milli Austurríkis, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar hefur verið ákveðið að EFTA-dómstóllinn starfi óbreyttur til 1. júlí 1995. Eftir það verður hann rekinn af Norðmönnum og Islendingum. Hugsanlegt er að Liechtenstein bætist í þann hóp síðar á árinu ef samþykkt verður í þjóðaratkvæða- greiðslu 8. apríl að ijúfa tollabanda- lagið við Sviss til þess að hægt sé að taka þátt í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Samkomulag um kostnaðarskiptingu Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa EFTA-ríkin nú komizt að samkomulagi um kostn- aðarskiptingu vegna EFTA-dóm- stólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Noregur mun greiða 95% kostnaðar, ísland 4,9% og Liechten- stein 0,1%. Rússar vilia efla tengsl • VIKTOR Tsjernómyrdín, for- sætisráðherra Rússlands, kemur í dag í opinbera heimsókn til Parísar. Hann mun ræða við franska ráðamenn, sem gegna nú formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins, hvernig efla megi tengsl Rússlands við ESB. Utanríkisráðherrar ESB munu ræða málið áður en sendi- nefnd frá sambandinu heldur til Moskvu á fimmtudag. • EVRÓPUÞINGIÐ vill gefa gott fordæmi með því að banna reykingar í byggingum sínum — nema á börunum og í einkaskrif- stofum. Þetta er efni breyting- artillögu við heilbrigðismála- frumvarp, sem var samþykkt í vikunni. Þingmenn höfnuðu hins vegar tillögum um hertar reglur um merkingar tóbaksumbúða. Reuter Upp til stjamanna BANDARÍSKU geimferjunni Endeavour var skotið upp frá Kanaveralhöfða á Flórída í gær með sjö manns innanborðs. Verður hún á braut um jörðu í næstum 16 daga og mun áhöfnin verja tímanum til stjarnfræðirannsókna. Fór ferjan á loft nokkru eftir miðnætti og var bjarminn svo mikill, að les- ljóst var í fimm km fjarlægð. Heimsþing um félagsleg réttindi í Kaupmannahöfn Norðurlönd gagnrýna fyrirliggjandi lokadrög Varað við afturhvarfi á sviði mannréttindamála NORRÆNAR mannréttindaskrifstofur hafa sent frá sér athuga- semdir við drög þau sem liggja fyrir að lokayfirlýsingu Heims- þings -um félagsleg réttindi sem hefst í Kaupmannahöfn í næstu viku. Fullyrða norrænir sérfræðingar um mannréttindi að lokayfir- lýsingin feli í sér afturför verði drögin samþykkt. Electro- lux selur Gránges Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKI raftækjaframleiðandinn Electrolux tilkynnti í gær, að málm- vinnslufyrirtækið Gránges, eitt af Atlantsáls-fyrirækjunum þrem, yrði selt og hlutabréfin boðin út í þessum mánuði. Búist er við, að söluverðið geti orðið allt að 35 milljarðar ísl. kr. og hagnaður Electrolux hátt í 17 milljarðar kr. Salan á Gránges hefur lengi stað- ið til en Electrolux hefur verið að selja frá sér ýmsan óskyldan rekst- ur til að geta einbeitt sér að raf- tækjaframleiðslunni. Verður hver hlutur seldur á 105 til 117 skr. til fjárfestingarstofnana en á fimm skr. minna til einstaklinga. Geta kaupendur skráð sig fyrir hluta- bréfum frá 8. mars til 21. mars og fjárfestingarsjóðir og -stofnanir tveimur dögum lengur. Fundið er að því að lítt sé vísað til mannréttinda í fyrirliggjandi drögum. Þannig sé t.a.m. ekki minnst á réttinn til vinnu. Hins vegar sé ljóst að hefja eigi hug- myndir um sjálfsákvörðunarrétt þjóða upp yfír alþjóðleg mannrétt- indi. Verði niðurstaðan sú sé um afturhvarf til fortíðar að ræða. Vikið er að því í áliti norrænu Mannréttindaskrifstofanna að í upphafi hafi verið stefnt að því að Kaupmannahafnarráðstefnan skyldi hnykkja á þeim ákvæðum stofnskrár Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um skyldur aðildar- ríkjanna á þessum vettvangi. í fyrirliggjandi drögum sé sneitt hjá því að vísa til mannréttindaá- kvæða þessara. * I álitinu segir ennfremur að gera beri greinarmun á mannrétt- indum annars yegar og hugtökum svo sem „réttlæti" og ,jöfnuður“ hins vegar. Þe'ssi greinarmunur sé ekki síst mikilvægur sökum þess að hann feli í sér skuldbindingu og viðurkenningu af hálfu aðildar- ríkjanna. Frá þessum greinarmuni sé horfið í drögunum og þannig sé grafið undan alþjóðlega viður- kenndum mælikvörðum á sviði mannréttinda. Þeir mælikvarðar hafi hins vegar nýlega verið ítrek- aðir og er vísað til Vínaryfirlýsing- arinnar. Ennfremur er vakin athygli á að hvergi sé vísað til réttarins til vinnu þótt kveðið sé á um réttindi verkamanna. Að þessu- leyti hafi lokaskjalið tekið miklum breyting- um því í fyrri drögum hafi verið vísað til þess að viðra bæri að einu og öllu leyti samþykktir Alþjóða vinnumálastofnunarinnar. Norrænu mannréttindaskrif- stofurnar vekja athygli á að loka- drögin innisigli í raun hindranir af tvennum toga, sem vinni gegn framgangi mannréttindamála. Annars vegar sé hugmyndin um sjálfsákvörðunarrétt og hins vegar kenningin um hinn frjálsa markað. Þessa þróun beri að harma þar sem verið sé að hverfa til orðalags sem notað hafi verið fyrir 40 árum. Kveðið sé skýrlega á um að lög í tilteknu landi skuli vega þyngra en alþjóðalög. Er varað við þeirri hættu að þróun þessi leiði til þess ástands sem ríkti áður en Samein- uðu þjóðirnar voru stofnaðar og „stjómvöld komust upp með að að meðhöndla almenning eins og þeim sýndist". Búist er við að um 130 þjóðar- og stjómmálaleiðtogar sitji ráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn en alls er búist við um 20.000 gestum. Inn í framtíðina með Novell NetWare 4.1 Mest selda netstýrikerfið í heiminum í dag. NetWare frá Novell. Tæknival Skeifunni 17 - Sími 568-1665 - Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.