Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÞING NORÐURLANDARÁÐS Lokaumræður á þingi Norðurlandaráðs Deilt um árangxir þingsins EFTIR snarpar og fjörugar umræður um framtíð Norðurlandaráðs í lok þings þess í Reykjavík í gær var tillaga forsætisnefndar- innar um hvert skyldi stefnt sam- þykkt. Samkvæmt henni verður áfram unnið að því að breyta skip- an ráðsins, en ætlast er til að nýskipan þess taki gildi um næstu áramót. Þeir meðlimir ráðsins sem komu til Reykjavíkurþingsins í þeirri von um að nú yrði framtíðarskipanin negld niður, svo hægt yrði að ein- beita sér að pólitísku starfi ráðs- ins, hafa orðið fyrir vonb'rigðum með niðurstöðurnar. Það er þó ekki þar með sagt að ekkert verði úr nauðsynlegri aðlögun ráðsins, en það mun taka heldur lengri tíma en þeir bjartsýnustu vonuð- ust eftir. Byggt verður á skýrslu umbóta- hóps, sem hefur verið að störfum síðan fyrir jól. í honum sitja bæði norrænu samstarfsráðherrarnir og þingmenn. íslensku fulltrúarnir eru Sighvatur Björgvinsson og Halldór Ásgrímsson. I tillögu for- sætisnefndarinnar, sem samþykkt var á þinginu í gær með öllum greiddum atkvæðum, er kveðið á um að farið verði eftir tillögum umbótahópsins „í aðalatriðum". Bæði Geir H. Haarde forseti Norðurlandaráðs og Marianne Jelved, norræni samstarfsráðherra Dana, undirstrikuðu í gær að ekki væri hægt að ásaka ráðið fyrir að fara sér hægt. Eðlilegt væri að ætla einhvern tíma til að ganga frá endanlegum tillögum og Jelved undirstrikaði að þetta væru eðlileg og lýðræðisleg vinnubrögð. íhaldsmenn vilja fara hraðar Það var einkum íhaldshópurinn á þinginu sem var áfram um að endanlega yrði gengið frá skipu- lagsbreytingum ráðsins, svo hægt væri að einbeita sér að pólitísku starfi þess. Hans Engell leiðtogi danska íhaldsflokksins, sem á sæti í umbótahópnum, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að þing- ið hafi verið gjörsamlega mis- heppnað, þar sem ekki hafi tekist að taka neinar lokaákvarðanir. Í umræðunum á þinginu í gær benti Halldór Ásgrímsson á að þegar væri ljóst að byggt yrði á skýrslu endurbótahópsins í áfram- haldandi endurskipulagi og því væri fjarri lagi að tala um að þing- inu hefði misheppnast að taka ákvarðanir. Hans Engell sagði að sem for- maður íhaldshópsins á þinginu gæti hann aðeins sagt að þinginu hefði heppnast að hluta að af- greiða málið og því samþykkti hópurinn tillögurnar, en hann og fleiri hefðu sannarlega vonast eft- ir meiru. Á eftir spunnust svo umræður milli hans og fleiri, þar sem Engell lýsti aftur vonbrigðum sínum og kenndi jafnaðarmönnum og miðflokksmönnum í ráðinu um að ekki hefði verið hægt að ganga frá skipulagsmálum ráðsins. Deilt um smáatriði í samtali við Morgunblaðið eftir að tillaga forsætisnefndarinnar var samþykkt sagði Geir H. Ha- arde að hann áliti deilurnar á þing- inu snúast um smáatriði, því hvort sem skipulagið væri að fullu neglt niður nú eða síðar á árinu þá tæki það ekki gildi fyrr en um næstu áramót og þess yrði vendilega gætt að allar tímaáætlanir varð- andi breytingarnar stæðust. Aðal- atriðið væri að þingmenn væru sammála um að gera breytingar á ráðinu til að tryggja pólitískan kraft þess og minna máli skipti þó dragist fram eftir árinu að ákveða endanlega skipulagningu þess. Um sameiningu skrifstofa norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs hefði enn ekki verið tekið endanleg ákvörðun. Skipulagsmálin skýrðust hins veg- ar með haustinu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRÁ blaðamannafundi norrænna fjármálaráðherra. Frá hægri: Sigbjarn Johnsen frá Noregi, Mar- ianne Jelved frá Danmörku, Friðrik Sophusson, Knut Rexed, fulltrúi sænska ráðherrans, og Seppo Suokko, staðgengill finnska ráðherrans. Fjármálaráðherrar telja bjartari horfur í efnahagsmálum Evrópskt samstarf gegn atvinnuleysi mikilvægt NORRÆNU fjármálaráðherr- arnir telja nú bjartari horfur í efnahagsmálum á Norðurlöndum eftir efnahagslægð undanfar- inna ára. Á blaðamannafundi ráðherranna á miðvikudag kom fram að enn væri mikið atvinnu- leysi þó vandamál, sem taka þyrfti á. í því sambandi væri samstarf á Evrópskum vettvangi afar mikilvægt. Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þetta væri fyrsti norræni fjármálaráðherra- fundurinn, sem væri haldinn eft- ir að Svíar og Finnar hefðu geng- ið í Evrópusambandið. „Á fund- inum kom greinilega í ljós mikill vilji allra ráðherranna til að halda áfram samstarfinu, sem verið hefur á undanförnum árum, og halda áfram samstarfi EFTÁ-ríkjanna og ESB-ríkjanna á vissum sviðum, einkum og sér í Iagi til að ræða atvinnumál og hagvöxt," sagði Friðrik. Hann sagði að umræður í hópi norrænu ráðherranna hefðu breytzt. Þeir myndu hittast við fleiri tækifæri, til dæmis á fund- um hjá OECD, hjá Evrópubank- anum og Alþjóðabankanum, og taka upp ýmis sameiginleg mál. Samstarfið verður virkara „Eins vilja þær þrjár Norður- landaþjóðir, sem eru í Evrópu- sambandinu, gjarnan hafa ís- lendinga og Norðmenn með, þeg- ar þær marka stefnu sína innan Evrópusamstarfsins. Þá verðum við að hafa í huga að allar ákvarðanir Evrópusambandsins hafa áhrif á Evrópska efnahags- svæðinu, sem öll Norðurlöndin eiga aðild að. Mér sýnist að sam- starf fjármálaráðherranna sé að þéttast meira og meira og verða virkara fyrir bragðið. Þetta er auðvitað sjálfsagt af okkar hálfu. Við viljum halda dyrum opnum, hafa áhrif og fá að fylgjast með.“ Friðrik __ sagði að höfuðatriði væri að íslendingar og Norð- menn fengu tækifæri til að koma að málum á frumstigi þeirra í umfjöllun innan ESB. „Það styrk- ir vonir okkar um áhrif Isleninga og Norðmanna á þróunina innan Evróusambandsins, þótt við höf- um þar ekki atkvæðisrétt," sagði fjármálaráðherra. U mhverfissj ónarmið og sjávarútvegur Samstaða í alþjóða- samstarfi í fyrsta sinn UMHVERFIS- og sjávarútvegsráð- herrar Norðurlandanna samþykktu á fundum sínum, sem haldnir voru í tengslum við Norðurlandaráðsþingið, stefnu um hvernig taka beri tillit til umhverfissjónarmiða í sjávarútvegi og um að draga úr neikvæðum um- hverfísáhrifum á fískistofna. Að sögn Jan Henry T. Olsen, sjáv- arútvegsráðherra Noregs, er hér um afar mikilvæga samþykkt 'að ræða, þar sem þetta er í fyrsta sinn í alþjóð- legu samstarfi, sem menn koma sér saman um samræmingu umhverfis- sjónarmiða og hagsmuna sjávarút- vegsins. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra, sem verið hefur formaður norrænu ráðherranefndarinnar um sjávarútvegsmál undanfarið ár, segir að samþykkt Norrænu umhverfis- og sjávarútvegsstefnunnar sé gott fordæmi og sýni að norrænt sam- starf í sjávarútvegsmálum geti leitt til skjótra, uppbyggilegra og skap- andi lausna í samstarfi við- umhverf- isgeirann. Þorsteinn segir að mikilvægt sé að ná jafnvægi milli hagsmuna sjáv- arútvegsins og umhverfissjónarmiða. Samnýta þurfí þekkingu og reynslu þeirra, sem starfað hafi að umhverf- ismálum, jafnt sem þeirra sem starfi í sjávarútveginum. Heimskautsráð í sjónmáli EITT af áhugamálum íslendinga á norrænum vettvangi er stofnun heimskautsráðs, þar sem ættu sæti fulltrúar Norðurlandanna og þeirra landa, sem liggja næst norðurheimskautinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknar- flokksins flutti tillögu um slíkt ráð á Norður- landaráðsþingi fyrir þremur árum og í for- mennskutíð Islendinga í norrænu ráðherra- nefndinni undanfarið ár hefur verið unnið ötullega að þessu. íslendingar í forystu í samtali við Morgunblaðið sagði Halldór Ásgrímsson að 1992 hefði Norðurlandaráð samþykkt tillögu hans um að halda heim- skautsráðstefnu á íslandi, sem síðan var hald- in ári síðar. Þar var jafnframt samþykkt ítar- leg ályktun, sem síðan hefur verið unnið eft- ir undir formennsku íslendinga og Davíðs Oddssonar undanfarið ár og nú hafa Danir áhuga á að fylgja málinu eftir innan Norður- landasamstarfsins í formennskutíð sinni. Málið hefði verið tekið upp innan norrænu ráðherranefndarinnar og á vegum hennar kom nýlega út skýrsla um málið. Skýrslan var að miklu leyti unnin af Magnúsi Magnús- syni prófessor. Innan Norðurlandaráðs hefur Halldór veitt forystu nefnd um málið og þar eiga meðal annars sæti Jan P. Syse fyrrum forsætisráðherra Norðmanna og Birgitta Dahl forseti sænska þingsins. Nú er verið að skipuleggja næstu ráðstefnu um norðurheimskautið og verður hún haldin í Kanada 1996. Jafnhliða því er unnið að stofnun heimskautsráðs og um slíkt ráð hafa Kanadamenn fyrir löngu gert tillögu. Halldór sagðist hafa rætt við forsætisráðherra Kanada um þetta mál þegar ráðherrann var hér á ferð í sumar. Ráðherrann hefur mikinn áhuga á málinu, enda áður farið með þennan málaflokk og hefur þegar skipað sérstakan sendiherra til að vinna að því. Viðamikið samstarf á norðurslóðum Halldór benti á að ef samstarfið kæmist á væri komið á stofn mjög viðamikið samstarf á norðurslóðum. Um leið skapaðist grundvöll- ur á pólitísku samstarfi þessara svæða um fiskveiðimál og deilur um þau og um hvala- og selamál, sem ekki ættu sér neinn pólitísk- an vettvang. Vonir standa til að hægt verði að stofna heimskautsráðið á Kanadaráðstefn- unni 1996, þar sem gert er ráð fyrir að bæði ráðherrar og þingmenn hittist. Áð sögn Halldórs er það háð afstöðu Bandaríkjamanna hvort svo verður og sagðist hann bjartsýnn á að þeir gengju til þessa samstarfs. Gert er ráð fyrir að aðildarlöndin í heim- skautsráðinu verði Norðurlandaríkin fímm, Rússland, Bandaríkin, Kanada, auk hugsan- legra áheyrnarfulltrúa frá Þýskalandi og Hollandi. Evrópusambandið hefur sýnt mik- inn áhuga á stofnun ráðsins og þá fyrst og fremst vegna umhverfismála, því evrópsk loftmengun berst til heimskautssvæðisins og svo aftur þaðan niður til Evrópu með haf- straumum. Halldór sagði að þetta sýndi hve mikilla hagsmuna heimsbyggðin ætti í raun að gæta í þessu máli og í þessu ljósi sæi ESB málið. Stofnun ráðsins væri dæmi um mál, sem gæfi möguleika á breiðu samstarfi. Mikil- vægt væri fyrir Islendinga að finna mái, sem bæði væru hagsmunamál þeirra og annarra þjóða og ná þannig fram víðtæku samstarfi á alþjóðavettvangi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.