Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
__ Konsertþáttur eftir
Askel Masson hlýtur lof
KONSERT-
ÞÁTTUR eftir
tónskáldið Áskel
Másson fyrir
litla trommu og
hljómsveit hlaut
frábærar við-
tökur á tónleik-
um sinfón-
íuhljómsveitar
Baltimore í
Maryland í
Bandaríkjunum í síðasta mánuði.
Var verkið flutt þrisvar, 10., 11.,
og 12. febrúar og risu áheyrendur
fagnandi úr sætum á öllum tónleik-
unum. Hljómsveitarstjóri var hinn
heimsþekkti Ivan Fischer.
Áheyrendur í
Baltimore risu
fagnandi úr sætum
Sinfóníuhljómsveit íslands flutti
konsertþáttinn, sem er tíu mínútna
languv, fyrst í september árið 1982
og hefur hann verið fluttur víðs
vegar um heim síðan við góðan
orðstír, meðal annars í Bretlandi,
Venesúela, Sviss, Þýskalandi og
Bandaríkjunum. Til dæmis var þess
getið í umsögn um flutning sinfón-
íuhljómsveitar Cincinnati á verkinu
fyrir tveimur árum að Áskell ætti
„heiður skilinn fyrir óvenjulegt,
spennandi og hugvitsamlegt verk“.
Slagverksleikarinn skoski Evel-
yn Glennie lék með sinfóníuhljóm-
sveitinni á tónleikunum í Baltimore
og hlaut mikið lof fyrir túikun sína.
Glennie, sem er 29 ára, er eini slag-
verksleikari heims sem ferðast ein-
göngu um sem einleikari og hefur
leikið með mörgum helstu sinfóníu-
hljómsveitum veraldar.
Hinn 12. apríl mun Glennie leika
Konsertþáttinn í Zúrich og 18. maí
leikur hún einleikshlutverkið j öðru
verki, Marimbukonsert Áskels
Mássonar, með Sinfóníuhljómsveit
fslands.
Áskell Másson
Fjármála-
handbækur
fyrir al-
menning
BÚNAÐARBANKI íslands hefur
gefið út tvær bækur um fjármál.
Nefnist önnur Fjármál heimilis-
ins en hin Fjármál unga fólksins.
Er markmiðið með útgáfunni að
benda fólki á leiðir til að öðlast
betri yfirsýn yfir fjárreiður sín-
ar,_segir í frétt frá bankanum.
I Fjármálum heimilisins er
bent á leiðir til að bæta rekstur
heimilisins auk fræðslu um
skattamál, lánamál, ávöxtunar-
leiðir og fleira. Sem dæmi má
nefna að fjallað er um heimilis-
bókhald og áætlanagerð, farið
út í útreikninga á tekju- og eign-
arskatti, barna- og vaxtabótum.
Einnig eru upplýsingar um skatt-
afrádrátt vegna hlutabréfa-
kaupa, fjallað um bætur frá
Tryggingastofnun og leiðir til
ávöxtunar sparifjár.
Fjármál unga fólksins er ætluð
fólki á aldrinum 16 til 26 ára en
markmiðið er að leiðbeina ungu
FJÁRMÁLAHANDBÆKURBúnaðarbankans.
fólki við að feta sig á fjármála-
brautinni, til dæmis hvað beri að
hafa i huga við lántökur, bíla-
og íbúðarkaup. Farið er út í
kostnað við að búa á eigin veg-
um, laur.aútreikning, stað-
greiðslu skatta, lífeyrissjóði, or-
lof og atvinnuleysisbætur. Jafn-
framt eru upplýsingar um Lána-
sjóð ísienskra námsmanna, út-
borgun og endurgreiðslur.
Bækurnar eru gefnar út í
tengslum við Heimilis- og Náms-
mannalínu bankans og eru ætlað-
ar sem grunnur að námskeiðum
fyrir viðskiptavini bankans.
Málþing
UMHVERFISVERKEFNI UMFÍ
1995 hefur verið ýtt úr vör.
Átakið verður undir forystu ung-
mennafélagshreyfingarinnar er
samanstendur af 52.000 félags-
mönnum, í samstarfí við umhverfis-
ráðuneytið, Samband íslenskra
sveitarfélaga og bændasamtökin.
Á málþinginu kom m.a. fram að
umhverfisátak eins og hér um ræðir
hafí mikið uppeldislegt gildi fyrir
kynslóðimar sem eru að vaxa.
Arsrit Heimilisiðnaðarfélagsins
Ahersla lögð á
þjóðlegan fróðleik
og heimilisiðnað
Arsrit Heimilisiðnað-
arfélags íslands,
Hugur og hönd, er
komið út. Heimilisiðnaðar-
félagið var stofnað 12. júlí
árið 1913 en tímaritið hef-
ur komið út árlega frá ár-
inu 1966.
Hildur Sigurðardóttir er
formaður ritnefndar en
hana skipa auk hennar þau
Helga Thoroddsen, Herdís
Tómasdóttir, Guðrún Haf-
steinsdóttir og Þórir Sig-
urðsson. Hildur var beðin
um að segja lítillega frá
útgáfunni og sagði hún að
þó svo hún væri formaður
ritnefndarinnar þá mætti
ekki gleyma að ritnefndin
starfaði mjög náið saman.
„Tilgangur útgáfunnar
er að miðla margvíslegum
fróðleik um íslenskan
heimilisiðnað og var í upphafi
lögð sérstök áhersla á ýmsar
gamlar íslenskar uppskriftir.
Minnist ég meðal annars upp-
skrifta að gömlum rósaleppum í
sauðskinnsskó í 3. tölublaði,"
sagði Hildur. „Minna má á að
áður en Heimilisiðnaðarfélagið
hóf útgáfu tímaritsins hafði fé-
lagið gefið út talsvert af heftum
og blöðum með munstrum af
fatnaði og uppskriftum."
- Má merkja einhverja
ákveðna áherslu í efnisvali tíma-
ritsins?
„Það hafa verið birtar greinar
um þjóðlegan fróðleik og þá með
áherslu á handiðnað og listiðnað.
Þá hafa verið birtar ýmsar upp-
skriftir að pijónafatnaði og fata-
snið. Við höfum einnig birt vefn-
aðarmunstur fyrir vefara og er
ritið eitt um að birta þau að ég
held. Við höfum lagt mikið upp
úr góðum myndum eins og sjá
má á blaðinu. Þetta er ársrit,
kemur út einu sinni á ári á vegum
Heimilisiðnaðarfélags íslands, en
í seinni tíð hefur þróunin verið
sú að meira er fjallað um félags-
mál félagsins í tímaritinu."
- Hvort er meiri áhersla lögð
á að kynna gamalt handverk eða
nýtt?
„Við kynnum hvort tveggja.
Yngra fólk hefur kömið með nýtt
handbragð og svo hafa verið birt
viðtöl við eldra fólk sem við höf-
um fréttir af að unnið hafi ýmsa
fágæta muni. Við búum í svo litlu
landi að slíkt spyrst milli manna.“
- Er mikill áhugi ------------
fyrív tímarítinu?
„Já, það er sent út
til skuldlausra félags-
manna Heimilisiðn- ______
aðarfélagsins en auk
þess eru áskrifenaur um 1100.
I blaðinu hafa gjarnan verið
gi’einar um frumkvöðla eins og
Halldóru Bjarnadóttur og ferð
hennar í Vesturheim, eftir Guð-
rúnu Helgadóttur, og grein um
Guðmund Einarsson frá Miðdal
og upphaf leirmunagerðar á ís-
landi, eftir Eirík Þorláksson, en
þessar greinar eru í nýjasta tölu-
blaðinu. Þar er einnig viðtal við
Sigríði J. Kristjánsdóttur, Hag-
leikskonan Sigga á Grund, eftir
Þóri Sigurðsson, Helga Thorodd-
sen fjaJlar um kembivél Þing-
borgarhópsins og Guðrún Haf-
steinsdóttir ræðir við Arndísi Jó-
hannsdóttur söðlasmið, sem hef-
ur sérhæft sig í vinnslu muna úr
steinbítsroði. Einnig má nefna
snið að dagtreyju sem er í blaðinu
Hildur Siguröardóttir
► Hildur Sigurðardóttir kenn-
ari og formaður ritnefndar
Hugar og handar, ársrits
Heimilisiðnaðarfélagsins,
fæddist í Reykjavík 9. júní
1939. Hún hefur kennt við
grunnskóla í Reykjavík, við
Fellaskóla, Olduselsskóla og
nú við Rimaskóla og þá einkum
kennt ungum börnum. Hildur
hefur starfað lengi í Heimilis-
iðnaðarfélaginu og var for-
maður þess í sex ár.
Kynning á
gömlu og nýju
handverki
og Fríður Ólafsdóttir fjallar um.
Ég hef heyrt af fólki sem ætlar
að teikna upp sniðið og sauma
sér samsvarandi treyjur.
Við höfum einnig gjarnan birt
greinar um kunna listamenn og
má í fljótu bragði nefna glerlista-
fólkið í Bergvík á Kjalarnesi,
ásamt leirlistamönnum og list-
vefnaðarfólki, erlendu sem inn-
lendu. Þá hefur Elsa E. Guðjóns-
son gjarnan skrifað fræðilegar
greinar um hannyrðir og ég man
eftir grein um Theódóru Thorodd-
sen og hennar hannyrðir sem
hafa þótt sérstæðar. Það má því
segja að í ritinu hafí bæði verið
ijallað um menntaða og sér-
menntaða listamenn."
- Efni tímaritsins nær þá
jafnt til listamanna og hagleiks-
manna?
„Já, við höfum reynt að sýna
sem breiðasta mynd af því sem
verið er að vinna. Við
höfum sett okkur sem
markmið að fjalla um
einn listamann eða
_____ listiðnaðarmann í
hveiju blaði -á undan-
förnum árum og fólk hefur verið
ánægt með að fá um sig umfjöll-
un. Eg veit að vísu ekki hvort
umfjöllunin hefur haft áhrif á
feril viðkomandi."
- Er einhver erlend fyrirmynd
að tímaritinu?
„Ekki alveg en heimilisiðnað-
arfélögin á Norðurlöndum gefa
út sín tímarit og ég held að mark-
mið þeirra sé svipað og hjá okk-
ur. Mér finnst að Hugur og hönd
mætti hafa meiri útbreiðslu. Þar
er svo mikinn fróðleik að finna
sem snertir áhugasvið ansi
margra. Ég veit til dæmis að
nokkuð er um að vitnað er til
ritsins og það notað sem heimild
þegar nemendur og aðrir eru að
skrifa ritgerðir og greinar um
þessi efni.“