Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir nýtt finnskt leikrit Heimur dökku fiðrild- anna LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýn- ir nýtt finnskt leikrit, gert eftir sögu Leenu Lander, laugardaginn 4. mars. Þetta er í annað sinn sem leikritið er sett upp, en það var frumsýnt í Turku í Finnlandi. Þessi sýning er liður í norrænu menning- arhátíðinni, Sólstöfum. í kynningu segir: „Þetta finnska leikrit er spennuleikrit um ástir, framhjáhald, afbrýði, morð og fleira. Juhani Juhansson er ungur fjármálamaður sem vinnur hjá byggingafyrirtæki og á von um stöðuhækkun. Hann hugsar til æskuáranna, iSm tildrög þess að þeir bræður voru teknir frá foreldr- um sínum, og hann kemst síðan að æ meiru um fortíð föður síns sem var efnavísindamaður en aðgerðir hans ollu undarlegum atburðum, t.d. vegna mengunar. Þetta er leik- rit um leyndarmál liðins tíma. í sárri endurminningu blandast sam- an spenningur og ógn, ást og hat- ur, miskunnarleysi þess sterka og hjálparleysi fórnarlambsins." Leikstjóri sýningarinnar er Eija- Elina Bergholm. Hún hlaut mennt- un í leiklistarskóla og háskóla og var um tíma aðstoðarleikstjóri í sænsku leikhúsi í Helsinki. Eija- Elina hefur stjórnað mörgum upp- færslum á ýmsum verkum eftir finnska og einnig erlenda höfunda, bæði í heimalandi sínu og erlendis. A síðasta ári stjórnaði hún m.a. uppfærslu á hinu þekkta verki Mahogany eftir Kurt Weill og Bert- holt Brecht í Kanada. Næsta verk- efni Eiju-Elinu verður fyrir finnska sjónvarpið við uppsetningu á óper- unni Miðlinum eftir Menotti. Leikgerðin er unnin af Páli Bald- vinssyni en þýðandi er Hjörtur Páls- son. Leikmynd gerir Steinþór Sig- urðsson, búninga Stefanía Adolfs- dóttir, lýsingu annast Lárus Björns- son, dansahöfundur er Nanna Oi- afsdóttir og leikstjóri er Eija-Elina Bergholm. Leikarar eru Ari Matthí- asson, Benedikt Erlingsson, Eyjólf- ur Kári Friðþjófsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Jón Hjartarson, Jakob Þór Einars- son, Margrét Vilhjálmsdóttir, Magnús Jónsson, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sigurður Karlsson, Stefán Sturla Sigurjónsson, Stein- unn Ólafsdóttir, Theodór Júlíusson og Þröstur Leó Gunnarsson. Dans- arar eru: Tinna Grétarsdóttir og Valgerður Rúnarsdóttir. Saga Leenu Lander, Heimur dökku fiðr- ildanna, kom út árið 1992 og var sjöunda skáldsaga hennar. Sagan hlaut mikið hrós, var tilnefnd bæði til Finlandia- og Norðurlandaráðs- verðlauna 1993 og hefur síðan ver- ið þýdd á íjölda tungumála. Bókin kemur út á íslensku um mánaða- mótin hjá Forlaginu og mun höf- undurinn Leena Lander koma til landsins af því tilefni og einnig til að vera viðstödd frumsýninguna. Nína Margrét á EPTA-tónleikum Aðrir tónleikar EPTA á þessu starfsári verða sunnudaginn 5. mars. Að þessu sinni leikur Nína Margrét Grímsdóttir, sem er tónleikagestum að góðu kunn úr tónleikaröð EPTA á undanförnum árum. gráðu frá City Uni- styrki úr Minning- versity í London *n,a Margret arsjóði Gunnars 1989 og frá Mann- Gnmsdottir Thoroddsen' og frá es College of Music í New York Helena Rubinstein Foundation. með Professional Studies Á efnisskrá eru Tilbrigði í Diploma. Nú stundar Nína Mar- C-dúr K. 256 eftir Mozart, Són- grét doktorsnám við City Uni- ata í e-moll op. 90 eftir Beethov- versity of New York. Þar vinnur en, Sex píanóverk op. 19 eftir hún m.a. að rannsóknum á þró- Schönberg og Variations un píanóleiks á íslandi. serieuses eftir Mendelssohn. Nína Margrét hefur komið Aðgöngumiðasala við inngang- víða fram sem einleikari og í inn. LANGUR LAUQARDAGUR aðeins í dag og á morgun Verðhrun! Ljúkum útsölunni með VERÐHRUNI! m* Siwii uxðss j*15% aukaafsláftur J) af útsöluskóm § i dag og á morgun 10% afsláttur af nýjum skóm rtíf ici ' Ær.Skóverslun tMneykjavíkur Laugavegi 95 - Sími 624590 NYTJAUST Sængurver, rúmteppi og nóllföt með persónulegri óletrun eftir pöntun. Silkitreflor Sérverkefni Mjög þvottþolið flllcir staerðir Textílkjallarinn Borónsstíg 59,101 Reykjovík, sími 13584. Opið kl. 11-16 virko dogo og fyrsto lougordog í hverjum mónuði. Hrönn Uittieimsdórtir fexf^Önnudír Bolur + leggings áður 3.990 nú 1.990 ■■ ■ ■ Full búð af nýjum vorvörum Mörg girnileg tilboð Laugavegi 54 - Simi 25201 Ath! Fermingarkjólaxnir eru komnir! Ticoline gleraugu eru úr titanium efni og vega aðeins 3 grömm. Einföld, glæsileg og fást í öllum regnbogans litum. GLERAUGNAMIÐSTOÐIN Laugavegi 24, símar 20800 og 22702.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.