Morgunblaðið - 03.03.1995, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Major vann áfanga-
sigur í Evrópumálum
Norman Lamont skarst einn úr leik og er sagður hafa
framið pólitískt sjálfsmorð
London. Reuter. /
Winnie Mandela
Winnie
Mandela
sætir
rannsókn
WINNIE Mandela, og ráð-
herra fyrrverandi eiginkona
Nelsons Mandela Suður-Afr-
íkuforseta, kom í gær heim
úr umdeildri ferð til Abidjan,
og fór rakleiðis til hæstaréttar
þar sem hún freistaði þess að
fá húsleitarheimild lögregl-
unnar fellda úr gildi. Lögregl-
an lagði hald á skjöl á heimili
hennar í Soweto í fyrradag
vegna rannsóknar á máli
byggingarfyrirtækis sem hún
á stóran hlut í. Fullyrt er að
hún hafi notað aðstöðu sína í
ríkisstjórninni til að verða fyr-
irtækinu út um byggingu fé-
lagslegra íbúða í Suður-Afr-
íku. Hún þykir hafa komið
Nelson Mandela í mikinn
vanda en hún fór m.a. til
Abidjan þrátt fyrir að hann
legði bann við því.
Gekk fram á
fjársjóð
BRESKUR lögreglumaður
gekk fram á fjársjóð er hann
rakst á silfur- og bronspeninga
á heilsubótargöngu í Wiltshire
í Suður-Englandi. Við nánari
athugun fundust þar 1.500
silfur- og 6.000 bronspeningar
sem taldir eru vera frá fjórðu
öld fyrir Krists burð.
Valdabarátta
í Kreml?
SERGEJ Fílatov, skrifstofu-
stjóri Borís Jeltsíns Rússlands-
forseta, sagði í viðtali við viku-
ritið Argúmentíj í Faktíj í
gær, að öryggissveitir forset-
ans færu sínu fram, enginn
hefði stjóm á þeim. Ummælin
þykja til marks um að valda-
barátta eigi sér stað innan
Kreml.
Vopnabúr
finnst í Belgíu
BELGÍSKA lögreglan gerði í
gær upptækt vopnabúr, sem
talið er í eigu alsírskra bók-
stafstrúarmanna. Handtók
hún 12 manns í áhlaupi sem
gert var á 16 stöðum í Bmss-
el og tveimur öðrum borgum.
A þriðjudag var fannst vopna-
búr múslima í Frakklandi.
Hagnr Rugg*-
erio vænkast
LÍKUR jukust á því í gær að
Renato Ruggerio, fyrrverandi
viðskiptaráðherra Ítalíu, verði
kjörinn framkvæmdastjóri
Heimsviðskiptastofnunarinnar
(WTO) eftir að Carlos Salinas
de Gortari, fyrrverandi Mexí-
kóforseti, dró sig til baka þar
sem bróðir hans hefur verið
bendlaður við morð.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, fagnaði í gær mikilvæg-
um sigri í atkvæðagreiðslu um Evr-
ópustefnu stjórnarinnar en það
skyggði nokkuð á, að Norman Lam-
ont, fyrrverandi fjármálaráðherra,
greiddi atkvæði með stjórnarand-
stöðunni. Var hann eini stjórnar-
þingmaðurinn, sem það gerði.
Tekist var á um tillögu Verka-
mannaflokksins um vantraust á
Evrópustefnu stjórnarinnar en hún
var felld með fimm atkvæða mun.
Hefði hún verið samþykkt, hefði
Major orðið að fara fram á trausts-
yfirlýsingu þingsins.
Sjaldgæft er, að breskur forsæt-
isráðherra standi sjálfur í eldlínunni
í umræðum um tillögu frá stjórnar-
andstöðunni en Major gerði það og
BILL Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, deildi hart á þá, sem hann
kallaði „hina nýju einangrunar-
sinna“ í ræðu í fyrrakvöld og átti
þá augljóslega við þá repúblikana,
sem mest hafa gagnrýnt utanríkis-
stefnu forsetans, og einnig suma
flokksbræður sína. Jafnframt lagði
hann til, að Bandaríkin legðu aukna
áherslu á að koma i veg fyrir út-
breiðslu kjarnorkuvopna.
í ræðunni, sem Clinton flutti á
svo virðist sem það hafi styrkt stöðu
hans.
Fjórir uppreisnarmenn
aftur í þingflokkinn?
Af níu þingmönnum, sem hafa
ýmist sagt sig úr þingflokki íhalds-
flokksins eða verið reknir úr honum
vegna andstöðu við stefnuna í Evr-
ópumálum, greiddu fjórir atkvæði
með stjórninni en fimm sátu hjá.
Lagði Major sig í framkróka við að
fá þá á sitt band og gaf því jafnvel
undir fótinn, að boðað yrði til þjóð-
aratkvæðagreiðslu ef um yrði að
ræða nánari samvinnu Evrópusam-
bandsríkjanna. Talið er, að stuðn-
ingur þingmannanna fjögurra geti
greitt götu þeirra inn í þingflokkinn
aftur.
ráðstefnu á vegum Richard Nixon-
bókasafnsins, varaðl hann við ein-
angrunarhyggju og sagði, að þeir,
sem helst gagnrýndu utanríkis-
stefnu stjórnarinnar, væru „andvíg-
ir tilraunum okkar til að auka við-
skipti, höfnuðu því, að hlynna yrði
að lýðræðinu með fjárfestingum og
hefðu hátt um styrk Bandaríkjanna
en snerust síðan gegn nauðsynleg-
um fjárframlögum vegna afskipta
okkar af vandamálum erlendis".
Bresku blöðin sum kölluðu af-
stöðu Lamonts „rýtingsstungu" en
harin telur sig eiga Major grátt að
gjalda síðan hann vék honum úr
embætti fjármálaráðherra 1993.
Breytingar á kjördæmamörkum
valda því einnig, að Lamont missir
sjálfkrafa þingsæti sitt að kjörtíma-
bilinu loknu nema hann verði kosinn
aftur í öðru kjördæmi. Flokksbræð-
ur hans segja hins vegar, að með
atkvæði sínu í fyrrakvöld hafí hann
framið pólitískt sjálfsmorð.
Allir níu þingmenn Sambands-
flokksins á Norður-írlandi greiddu
atkvæði gegn stjórninni í fyrrakvöld
eins og þeir höfðu hótað vegna
óánægju með tilraunir bresku og
írsku stjórnarinnar til að- finna
lausn á deilumálunum þar.
Bætti hann því við, að Bandaríkja-
menn gætu ekki hætt að sinna
skyldum sínum.
Clinton ætlar að beita sér fyrir
aukinni áherslu á samninginn um
takmörkun við útbreiðslu kjarn-
orkuvopna en hann er 25 ára um
þessar mundir. Verður framhald
hans rætt á ráðstefnu 172 ríkja í
New York í næsta mánuði en ýmis
þriðja heims ríki eru andvíg því að
framlengja hann.
Vinsæll sjónvarpsmaður myrtur í Moskvu
Jeltsín rekur saksóknara
Moskvu og lögreglustjóra
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti rak í gær
lögreglustjórann í Moskvu og saksóknara
borgarinnar vegna morðsins á sjónvarps-
manninum Vladíslav Lístjev í fyrrakvöld.
Talið er að leigumorðingi hafi verið að
verki. Sat hann fyrir Lístjev í stigagangi fjöl-
býlishúss í miðborg Moskvu og skaut hann í
höfuð og hendur er hann kom heim að kveldi.
Morðvopnið var búið hljóðdeyfi því engir
hvellir heyrðust er tveimur skotum a.m.k.
var hleypt af.
Jeltsín hét því í gær að herða til muna
baráttu yfirvalda gegn skipulagðri glæpa-
starfsemi í Rússlandi. Sagði hann borgaryfir-
völd í Moskvu bera að hluta til ábyrgð á
verknaðinum þar sem þau hefðu ekki staðið
sig sem skyldi í glímunni við mafíustarfsem-
ina.
Talið er að morðið megi rekja til uppstokk-
unar í ríkissjónvarpinu rússneska, Ostankíno.
Lístjev átti að taka þar við yfirstjórn og hugð-
ist m.a. taka auglýsingasölu úr höndum millil-
iða, sem taldir eru hafa makað krókinn og
stungið miklu af auglýsingatekjunum í eigin
vasa.
„Vladíslav Lístjev ... hefur staðið í vegin-
um fyrir einhveijum sem hafði telyur af ólög-
legri auglýsingasölu," sagði Jegor Gajdar,
einn helsti foringi rússneskra umbótasinna,
í samtali við útvarpsstöðina Eko Moskvý'.
Lístjev var 38 ára og naut mikilla vinsælda
sem sjónvarpsmaður en hann var aðalþulur
og umræðustjórnandi vinsælasta fréttaþáttar
í rússnesku sjónvarpi.
Clinton varar við
einangrunarhyggju
Washington. Reuter.
FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 17
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
567 1800
Löggild bílasala
Verið velkomin
Við vinnum fyrir þig.
Opið laugard. kl. 10-17
sunnud. kl. 13-18
VW GOIf CL 1,4 '94, rauður, 5 g., ek. 22
þ. km., tveir dekkjagangar. V. 1.025 þús.
Sjaldgæfur bfll: Audi 1,8 Coupé ’91, grás-
ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í
rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.480
þús. Sk. ód.
Mazda 323 4x4 station '91, rauðurm 5
g., ek. 35 þ. km., 1600 vél, álfelgur o.fl.
Toppeintak. Tilboðsverð 980 þús.
Toyota Corolla 1600 XL, Liftback '92, 5
g., ek. 40 þ.km. Fallegur bfll. V. 980 þús.
Daihatsu Applause Zi 4x4 ’91, 5 g., ek.
aðeins 13 þ. km. Einn eigandi, toppein-
tak. Tilboðsverð 990 þús.
Toyota Corolla XL Sedan ’88, 4 g., ek.
117 þ. km V. 540 þús. Ath. Visaraðgr.
Toyota Corolla GL Special Series '92, 5
dyra, rauður, 5 g., ek. 60 þ. km., rafm. í
rúðum, samlæsingar o.fl. V. 790 þús.
MMC Colt GLX '90, blár, sjálfsk., ek. 45
þ.km. V. 730 þús.
Suzuki Vitara JLXi langur '92, mikið
breyttur, 33“ dekk, álfelgur o.fl. V. 1.950
þús.
Daihatsu Charade CX '88, 3ja dyra, 4 g.,
ek. 95 þ. km. Ath. Ný kúpling o.fl. V. 290
þús.
Renault 19 TXE '92, hvítur, sjálfsk., ek.
aðeins 18 þ. km. V. 1.040 þús. Sk. ód.
Honda Civic 1,5 GLi '91, 5 g., ek. 58 þ.
km., sóllúga o.fl. V. 850 þús.
Vantar góða bíla á skrá
og á staðinn.
Ekkert innigjald.
Toyota Hi Lux Double Cap m/húsi '92,
diesel, mikið breyttur, 36" dekk o.fl.
V. 2.050 þús.
Toyota Double Cap diesel '91, blár, 5 g.,
ek. 83 þ. km., 38“ dekk, 5:71 hlutföll o.fl.
V. 1.750 þús.
Toyota Hi Lux Double Cap m/húsi bens-
ín '93, 5 g., ek. 30 þ. km, 33“ dekk o.fl.
V. 2,1 millj.
Daihatsu Feroza EL II '90, grásans. og
svartur, 5 g., ek. 60 þ. km., sóllúga, drátt-
arkúla, álfelgur o.fl. V. 990 þús.
MMC Lancer GLXi 4x4 station '91, 5 g.,
ek. 68 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.080
þús.
MMC Lancer GLX hlaðbakur '91, vín-
rauður, sjálfsk., ek. 82 þ. km., álfelgur
o.fl. V. 880 þús.
BMW 3181 A '92, 4ra dyra, sjálfsk., ek.
aðeins 38 þ. km. Toppeintak. V. 1.890 þús.
Subaru Justy J-12 '91, 5 dyra, ek. aðeins
47 þ. km. Tilboösverð kr. 630 þús. stgr.
Daihatsu Rocky EL langur '89, 5 gíra, ek.
95 þ.km. álfelgur, sóllúga, 31" dekk o.fl.
Tilboðsverð 990 þús.
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunbla&ib
fæst á Kastrupflugvelli
og Rábhústorginu
JÍtoríliimMaÍiifr
■kjarni málsins!