Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
________
SVAVA
JÓHANNESDÓTTIR
+ Svava Jóhannes-
dóttir var fædd
á Herjólfsstöðum í
Alftaveri 14. janúar
1926. Hún lést á
Landspítalanum að-
faranótt 20. febrúar
síðastliðins. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Þuríður Pálsdóttir
og Jóhannes Guð-
mundsson bóndi á
Heijólfsstöðum.
Systkini Svövu voru:
Eggert Páll fæddur
1912 (látinn), Kjart-
an fæddur 1913 (lát-
inn), Guðmundur fæddur 1914
(látinn), Einar fæddur 1915, Páll
fæddur 1917, Loftur fæddur
1920 (látinn), Lára fædd 1923,
Gissur fæddur 1928, Hulda fædd
1931 og Lára sem dó kornung.
Eftirlifandi eiginmaður Svövu
er Gísli Jónsson frá Norðurlyá-
leigu í Álftaveri, fæddur 7. des-
ember 1921. Dætur þeirra eru:
Eygló, fædd 1952, Þórunn, fædd
1954, og Guðlaug, fædd 1956.
Bamabömin eru fimm: Gísli
Páll Daviðsson, unnusta hans er
Þórey Una Þorsteinsdóttir, dótt-
ir þeirra Eygló Dís, Eygló Svava
Gunnarsdóttir, unnusti hennar
Jón Þorsteinn Oddleifsson, Loft-
ur Þór Þómnnarson, Sigrún
Ragna Hjartardóttir og Grétar
Snær Hjartarson.
Útför Svövu fer fram frá
Lágafellskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Þú sviptir burt sorg og hðrmum,
sveipaðir mig í örmum.
Með blíðu þú bættir sárin,
bemsku þurrkaðir tárin.
Þú vaktir um vetramætur,
vermdir hendur og fætur.
Þú fylgdir mér fyrstu sporin,
er fuglamir sungu á vorin.
Þú sagðir mér fagrar sögur,
söngst við mig litlar bögur.
Margt kvöld var þín kærleiksiðja,
að kenna mér að biðja.
Allt hið blíðasta og bezta
er blessun veitir mesta,
er endurskin ástar þinnar,
þú engill bemsku minnar.
(J.K.P.)
Við þökkum þér elsku amma okk-
ar fyrir allar góðu stundimar sem
við áttum saman.
Barnabörn.
Það er komið að kveðjustund, við
erum að kveðja hana elsku Svövu.
Það er svo erfítt að kveðja, það
er svo endanlegt þegar dauðinn skil-
ur okkur að. Það er of fljótt, við
viljum njóta samvista við ástvinu
okkar lengur.
Hún Svava var alltaf tilbúin að
veita okkur álit sitt og upplýsingar,
þegar okkur vanhagaði og það var
svo gott að hlusta á hana og rök-
ræða við hana. Svava var vel gefín
kona og óhætt var að fara eftir því
sem hún ráðlagði. Hún
hafði létta lund og var
miðpunktur fjölskyld-
unnar, systkina og
systkinabama, allir
gátu leitað til Svövu.
Hún var potturinn
og pannan í ættarmót-
unum og samdi við þau
tækifæri skemmtilegar
vísur sem ættarmóts-
gestir sungu fullum
hálsi, og er mér minnis-
stæðastur „Heijólfs-
staðahátíðarsöng-
urinn“, sem var glett-
inn söngur um systkin-
in frá Heijólfsstöðum.
í húsmæðraorlofínu naut hún sín
og var allt í öllu og tók meðal ann-
ars að sér að leika brúðguma, en
Svava var grönn og smávaxin, var
þá valin sem brúður sú fyrirferðar-
mesta úr hópnum og varð þetta hið
skrautlegasta par, og lék Svava hinn
auma brúðguma listavel og víst er
að hláturtaugarnar vom vel virkar.
Ein ferð okkar Svövu er mér sér-
staklega minnisstæð, hún var okkur
erfíð, en við vomm að fara með
tengdamóður mína, mágkonu henn-
ar og vinkonu til dvalar að Ási í
Hveragerði. Svara fór með, okkur
til halds og trausts. Allt gekk að
óskum, en þegar við lögðum af stað
úr Hveragerði var farið að snjóa,
við ákváðum að fara Þrengslin. Þeg-
ar við vomm komnar nokkuð áleiðis
neitaði bíllinn að fara nema hálfa
leið upp aflíðandi brekku og þar sem
nokkuð hátt var til beggja hliða við
veginn treystum við okkur ekki til
að snúa við og tókum á það ráð að
bakka, alla leið að Þorlákshafnar-
vegamótum. Þaðan komumst við
klakklaust til Hveragerðis. Við þurf-
um að skilja bílinn eftir og athuga
hvar við gætum tekið rútuna til
Reykjavíkur. Við fengum góðar upp-
lýsingar hvar hún stansaði og hve-
nær og vomm svo heppnar að von
var á henni innan skamms. Við örk-
uðum að Hótel Ljósbrá en þá sjáum
við að rútan er að koma svo við tök-
um til fótanna og náum henni og
töldum okkur aldeilis heppnar að
hafa náð í tæka tíð, en það runnu
á okkur tvær grímur þegar rútan
tekur stefnu austur en þá kemur í
ljós að við vomm á leið á Selfoss.
Við bámm upp vandræði okkar og
var hleypt út og var sagt að standa
nú réttu megin á götunni. Við kom-
umst til Reykjavíkur á endanum.
Kannski vomm við ósköp klaufaleg-
ar og fljótfærar konur, en oft hlógum
við að þessari ferð okkar sem farin
var aðeins til Hveragerðis en var
okkur þó nokkur svaðilför. Já, margs
er að minnast og minningarnar eig-
um við, enginn tekur þær frá okkur.
Við Svava hittumst ekki eins oft
nú síðari ár, og kom þar ýmislegt
til, þar á meðal breyttir hagir okk-
ar. Bamabömum hennar fjölgaði og
áttu þau öll gott athvarf hjá ömmu
og afa í Markholtinu, alltaf var þar
nóg pláss og amma vafði þau sínum
umhyggjuörmum. Þau vom henni
svo mikils virði. Lítill sólargeisli leit
svo-dagsins ljós í byijun ársins, lítið
langömmubam.
Mínir hagir breyttust, frá því að
vera heimavinnandi húsmóðir í mörg
ár, tók vinnumarkaðurinn við, full
t
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GUÐBJÖRN JÓN JÓNSSON
skipstjóri,
Hlfð 2,
fsafirði,
verður jarðsunginn frá ísafjaröarkapellu
laugardaginn 4. mars 1995 kl. 10.30.
Jónas Guðbjörnsson, Arnheiður Símonardóttir,
Gunnar Guðbjörnsson,
Aðalheiður Guðbjörnsdóttir,
Viktor Guðbjörnsson, Guðríður Pálsdóttir,
Guðbjörg Guðbjörnsdóttir, Valdimar Jónsson,
Sigurvin Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
MINIMINGAR
vinna og stórt heimili tók sinn tíma,
en síminn var við höndina og var
hann notaður óspart. Að tala við
hana Svövu var svo gaman, ein
klukkustund jafnvel tvær og þá var
enn margt ósagt.
Svava átti við mikla vanheilsu að
stríða síðustu árin, en dómurinn féll
síðla árs 1994^ þá vissu allir að
hveiju stefndi. Eg var ósátt við þann
dóm, vildi halda í vonina, gat ekki
hugsað mér hana Svövu svona mikið
veika, samt vildi ég svo gjarnan láta
hana vita hvers virði hún var mér
og mínum. Svo var það orðið of seint.
Okkar síðasta samtal var skömmu
áður en hún fékk að vita hve veik-
indi hennar voru alvarleg. Þá spjöll-
uðum við um alla heima og geima
og áður en við vissum af vorum við
búnar að tala í símann á aðra
klukkustund.
Hjá dætrunum og barnabömun-
um var hún síðustu mánuðina, þar
sem þau önnuðust hana af stakri
alúð og umhyggju og síðasta daginn
sem hún lifði komst hún heim í
Markholt. Þá var skyndilega klippt
á lífsstrenginn og lést hún á Land-
spítalanum þá nótt.
Elsku Svava mín, þakka þér fyrir
mig, þakka þér fyrir að taka mér
eins og við værum tengdar blóðbönd-
um, þakka þér fyrir allar samveru-
stundimar í gleði og erfíðleikum,
þakka þér fyrir allar samræðumar
og góðu ráðin, þakka þér traustið
og vináttuna, þakka þér fyrir glettn-
ina og kátínuna.
Hann Rútur minn þakkar þér allt
sem þú varst honum, það var ekki
að ástæðulausu að hann kallaði þig
„Svövu mömmu". Þakka þér fyrir
allt, allt.
Elsku Gísli, Eygló, Þórann, Guð-
laug og barnabörn. Guð veri með
ykkur og gefí ykkur styrk. Geymið
allar góðu minningarnar, þið eigið
þær eftir. Enginn getur tekið þær
frá ykkur. Minningin lifír.
Bergljót Einarsdóttir.
Mig langar með nokkram orðum
að minnast föðursystur minnar
Svövu. Svava var Skaftfellingur til
hinstu stundar, þótt hún byggi ann-
ars staðar og er því við hæfí að
skyggnast til baka og litast um í
Álftaveri, nánar tiltekið á Heijólfs-
stöðum í upphafí kreppunnar. Þá
bjuggu þar hjónin Þuríður Pálsdóttir
og Jóhannes Guðmundsson, en þar
hófu þau búskap árið 1919 eftir að
ógnvaldurinn Katla hafði látið greipa
sópa á býli þeirra Söndum, sem var
á hólma í miðju Kúðafljóti. Þetta var
fyrir daga bjargráðasjóðs og viðlaga-
tryggingar og þegar náttúruhamfar-
ir sem þessar dundu yfír var enga
hjálp að fá úr opinberam sjóðum.
Það þurfti að byija allt upp á nýtt.
Við þessar aðstæður ólust systk-
inin á Heijólfsstöðum upp. Eldri
bræðumir fímm fæddir á Söndum
fyrir Kötlugos auk lítillar stúlku,
Láni; sem lést ársgömul, en yngri
systkinin, tveir drengir og þijár
stúlkur, fæddust á Heijólfsstöðum.
Þau lærðu öll fljótt að taka til hend-
inni og þau yngri minnast þess með
hlýju, er eldri bræðumir fóra að
vinna utan heimils og komu færandi
hendi heim. Þau ólust upp við nýtni
og nægjusemi en aldrei liðu þau
skort. Það er helst þegar kemur að
menntun sem manni fínnst að þau
sakni þess að hafa ekki haft tæki-
færi til að læra meir á bókina og
era óþreytandi að hvetja afkomend-
ur sína til mennta.
Heijólfsstaðir voru í þjóðbraut og
þar var mjög gestkvæmt. Jóhannes
afi var mikill ferðamaður, átti góða
vatnahesta og var einatt fylgdar-
maður ferðalanga, einkum strand-
manna. Þau era mörg börnin sem
dvalið hafa um lengri eða skemmri
tíma á Heijólfsstöðum. Vinnudagur
Þuríðar ömmu var því oft Iangur,
en ekki æðraðist hún. Það var oft
glatt á hjalla hjá Heijólfsstaðasystk-
inunum. Það var sungið og dansað
og þau yngri komust á lag með að
leika á hljóðfæri, bæði orgel og
harmonikku. Skólinn, samkomuhús
sveitarinnar, var á hlaðinu. Þar kom
unga fólkið í sveitinni saman til að
skemmta sér og bárast samkomurn-
ar oftast inn á heimili afa og ömmu.
Á þessum árum og í þessu um-
hverfí kynntust þau Svava og Gísli
Jónsson frá Norðurhjáleigu. Árið
1952 fluttu þau úr Álftaverinu með
framburð sinn Eygló og áttu sér
fyrst um sinn athvarf hjá Guðlaugu
og Eggert á Skúlagötunni, sem
reyndust þeim vel. Þau hófu svo
búskap á Langholtsveginum, þar
sem Þórann fæddist, en fluttu árið
1956 í Selásinn og voru þar ein af
landnemunum. Þar fæddist yngsta
dóttirin Guðlaug. Svava stofnaði
ásamt fleiri framfarasinnum Fram-
farafélags Seláss og Árbæjarbletta.
Félagið hélt uppi margháttuðu
menningarstarfi og beitti sér fyrir
bættri þjónustu við íbúana. Árið
1971 tóku þau sig upp og gerðu
stuttan stans á Laugarnesveginum
og á Selfossi en fluttu svo í Mosfells-
sveitina, þar sem þau hafa búið síð-
ustu 20 árum. Fyrst í Stórateignum,
þar sem dætumar bjuggu enn hjá
þeim og þá voru barnabömin orðin
tvö og voru eftirlæti ömmu sinnar
og afa, sem hafa verið óþreytandi
að taka þátt í gleði þeirra og sorg-
um, sem og þeirra sem yngri era,
en alls era barnabömin fimm. Og
Svövu auðnaðist að gleðjast með fjöl-
skyldu sinni er langömmubarnið
fæddist í byijun árs.
Ég dvaldi á heimili Svövu og Gísla
í Selásnum, þegar ég var við nám í
Reykjavík. Svava var fasti punktur-
inn í tilveranni. Hún vakti okkur á
morgnana, horfði á eftir okkur út í
myrkrið og tók á móti okkur þegar
við komum heim og hvort sem geng-
ið hafði vel eða illa kenndi hún okk-
ur að það ert aðeins þú sem skapar
velferð þína og ef þú trúir ekki á
sjálfan þig gera aðrir það ekki held-
ur.
Svava varð snemma læs og las
mikið til hinstu stundar og þó hún
gerði ekki víðreist um dagana var
hún svo fróð um menningu og siði
framandi þjóða að engu var líkara
en hún hefði dvalið meðal þeirra.
Svava starfaði innan veggja heimil-
isins mestan hluta æfí sinnar, en
þegar hún vann úti var það einkum
saumaskapur sem hún fékkst við.
Hún var mikil handavinnukona og
er ég ekki sú eina sem hún saumaði
á alklæðnað, buxur, kjól og kápu.
Ótal margar lopapeysurnar sem hún
pijónaði og seldi og hvort heldur hún
pijónaði eða saumaði hannaði hún
flíkurnar sjálf. Það var hennar að
skapa en ekki að eftirapa. Að rækta
samband við ættingja og vini var
henni lagið. Hún var aðaldriffjöðrin
þegar haldin voru ættarmót og í
húsmæðraorlofum sem hún fór í um
árabil var hún hrókur alls fagnaðar.
Tækifærisvísumar og heilu ljóða-
bálkarnir urðu til, en henni var létt
að setja saman vísur sem fluttar
vora við ýmis tækifæri. Kæra
frænka, ljóðabréfin okkar verða ekki
fleiri. Glaðværð og hjálpsemi vora
ríkjandi þáttur í fari Svövu. Enginn
kunni betur að taka þátt í gleði
annarra og hún var óeigingjöm á
eigin gleði og deildi henni óspart
með öðrum. En lífið var ekki alltaf
gleði. Svava gat ekki síður tekið
þátt í sorg annarra og var oftar en
ekki fyrst á vettvang er sorgin barði
að dyram, tilbúin að axla byrðar
með þeim sem um sárt áttu að binda.
Þeir eru margir sem hafa notið
hjálpsemi Svövu gegnum árin. Þeim
er það mikils virði, þegar eitthvað
bjátaði á hjá henni, þá var hún tilbú-
in að þiggja hjálp annarra og leyfa
þeim þannig að þakka fyrir sig. Ekki
síst á þetta við um Gísla og dætum-
ar, sem gerðu allt til þess að henni
gæti liðið sem best og dvalið með
fjölskyldunni allri síðustu ævidagana,
þegar ljóst var að manninum með
ljáinn varð ekki burt þokað. Það var
sátt kona sem ég talaði við seinustu
dagana. Hún var búin að fylgjast
með dætrum sínum koma sér þægi-
lega fyrir, byggja höll, Hamrahöll,
þar sem hveijum og einum var ætlað
rúm, þá hann vildi og þurfti. Hún tók
þátt í gleði sinna nánustu fram á
síðasta dag. Hún þáði hjálp, sem hún
skildi ekki alveg hve ríkulega var
veitt, en fyrir henni var að hjálpa svo
sjálfsagt, að hún tók ekki eftir þegar
sjóður hennar óx. Henni auðnaðist
að komast aftur heim í Markholtið,
þar sem þau Gísli áttu heimili síðustu
árin og sjá hve vel hahn hafði búið
um hana með hagleik sínum, eins
og svo oft áður. Hvers annars getur
nokkur óskað sér?
Kæra frænka, þeir eru margir sem (
sakna þín í og ekki síst hún Lára, |
en mestur er þó missir fjölskyldu
þinnar sem þú hélst svo vel utan um
alla tíð. Hafðu þökk fyrir allt.
Sigurlaug Gissurardóttir.
Svava hafði átt við erfiðan sjúk-
dóm að stríða um nokkuð langt
skeið, sem leiddi hana yfir landa-
mæri lífs og dauða. Það er köllun
sem engin kemst undan en oft er (
hún þó þeim kærkömin sem heyja ^
stríð við erfíða sjúkdóma, þótt alltaf
fylgi því söknuður og tregi hjá eftir-
lifandi ástvinum hins látna.
Foreldrar Svövu vora mikil dugn-
aðar hjón, komust vel af með sinn
stóra bamahóp. Þau bjuggu á Sönd-
um í Meðallandi frá 1910-1919.
Örlaganóttina, 12. oktober 1918,
þegar Katla gaus var Þuríður ein
heima með fímm börnin þeirra hjóna
á aldrinum 1-6 ára og þurfti yfir |
austur fljótið að fara til þess að forða |
sér og bömunum frá þeim háska sem
þessum náttúrahamföram fylgdu.
Það tókst giftusamlega en leiða má
hugann að því hvað það hefur verið
mikil reynslustund.
Jóhannes var mikill ferðagarpur
enda átti hann mjög duglega hesta.
Honum var það oft falið að flytja
strandmenn úr Meðallandi til
Reykjavíkur á hestum og sagði Jó-
hannes mér sjálfur að þær ferðir |
hafí oft verið mjög erfiðar að vetrar- j
lagi. Þetta nefni ég hér til þess að
benda á þá hörðu lífsbaráttu sem
fólk bjó við fyrstu áratugi þessarar
aldar. Að alast upp í þessu um-
hverfi gat oft á tíðum verið harður
skóli en hollur og áreiðanlega hefur
sá skóli haft mikil áhrif á mótun
einstaklinga og skaphöfn þeirra.
Systkinin á Heijólfsstöðum voru
öll þeirrar gæfu njótandi að fá í
vöggugjöf góða greind og lærdóms- (
hæfíleika. Svava heitin var að því
leyti ekki síst þeirra systkina. Við '
vorum á sama ári í barnaskóla. Allt-
af hlaut hún hæstu einkunn í skólan-
um. Ég minnist þess líka þegar við
gengum til spurninga hjá séra Val-
geiri Helgasyni, fímm fermingar-
systkin að ég öfundaði Svövu af því
hvað hún vissi allt sem presturinn
spurði um. Ég fór samt leynt með
það því ég vissi að það var synd. ^
Séra Valgeir gaf okkur umsögn í (
einkunn og umsögnin hennar Svövu
var eitthvað á þá leið að hún væri '
stórgreind stúlka. Svava las alla tíð
mikið, nánast allt sem húri komst
yfír og var hún því mjög fróð kona.
Hún var mjög vel hagmælt og orti
við tækifæri mjög liðleg ljóð sem
leiftraðu af húmor og hnyttni á góðri
stund. Ég vil leyfa mér að láta fylgja
eitt ljóð sem Svava orti fyrir ættar-
mót þeirra Brynjólfs Eiríkssonar og (
Málfríðar Ögmundsdóttur, sem hald- |
ið var í Sveinsbyrginu fyrir sunnan
Klaustur 18.-19. júní 1985. '
Heilir frændur á fapaðarstund
léttum fargi hins daglega kífs,
unum glaðir á álftverskri grund,
vekjum eldgömul kynni til lífs.
Æskan björt, ellin há,
arfur lífsins af feðranna rót.
Fagna hér, heið á brá.
Heilir velkomnir ættar á mót. |
Þetta er vel kveðið, djúpstæð |
hugsun sem segir margt í fáum orð- |
um. Ég vona að það varðveitist sem
mest af ljóðunum hennar Svövu. Þau
eru sérstök í minningu liðins tíma.
Svava var hógvær kona og lét lítið
yfir þessum hæfileikum sínum, sem
voru miklu meiri en flesta grunaði.
Hún var sérstakur persónuleiki, fór
sínar eigin leiðir í skoðunum og lét
þær einarðlega í ljós við hvern sem
var og talaði fallegt mál. Aldrei
heyrði ég hana kvarta undan sínu i
hlutskipti í lífinu. Blessuð sé minning
hennar.
Yertu sæl Svava.
Ég og fjölskylda mín þökkum
samfylgdina og vottum eftirlifandi
eiginmanni, Gísla bróður mínum og
fjölskyldu hans svo og öllum ættingj-
um og vinum dýpstu samúð.
Sigurður Jónsson.
• Fleiri minningargreinar um
Svövu Jóhannesdóttur bíða birt-
ingar ogmunu birtast í blaðinu
næstu daga.