Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 19 Kjalarnes- prófastsdæmi Kóramót kirkjukóra KÓRAMÓT kirkjukóra í Kjalar- nesprófastsdæmi verður haldið laugardaginn 4. mars í Grinda- vík. Er þetta þriðja sameigin- lega kóramótið, en það fyrsta var haldið í Víðistaðakirkju 1991, þá í Vestmannaeyjum og nú í Grindavík. Þátttakendur eru allir kirkju- kórar prófastsdæmisins, en þeir eru 14 talsins og fjöldi kórfé- laga rúmlega 200 manns. Mótið hefst um morguninn með sam- æfingu í Grindavíkurkirkju á sex verkefnum, þar af eru tvö verk sérstaklega samin fyrir mótin en þau eru: „Maríuþula" samið fyrir kór, orgel og málm- blásarakvintett eftir Ríkarð Öm Pálsson og kórverk eftir Jón Nordal við sálminn „Tunga mín vertu treg ei á“. Verða þau frumflutt á tónleikum síðar um daginn. Eftir samæfingar verða tón- leikar í íþróttahúsinu kl. 17 og eru allir velkomnir. UNGLINGAR á aldrinum 13-15 ára frumsýna leik- ritið á laugardag. Fjörgyn „meira að segja kampa- vínsglas“ FJÖRGYN fmmsýnir leikritið „meira að segja kampavíns- glas“ á laugardag. Það eru unglingar á aldrinum 13-15 ára sem standa að þessari sýn- ingu og sömdu þau leikritið sjájf. I kynningu segir: „Hópurinn byrjaði á leiklistarnámskeiði fyrr í vetur og var ákveðið að halda áfram samstarfmu og setja upp þessa sýningu. Leik- stjóri sýningarinnar er Gunnar Gunnsteinsson. Næstu sýningar eru miðviku- daginn 8. mars og fimmtudag- inn 9. mars. Sýningarnar hefj- ast kl. 20.30 og er frítt inn. Sýning á verkum Han- sen að ljúka SÝNINGU á verkum danska listamannsins Svend Wiig Han- sen í sýningarsal Norræna hússins lýkur nú á sunnudag. Svend Wiig er einn fre'msti list- málari Dana og er þetta í fyrsta sinn sem íslendingum gefst kostur á að sjá verk hans á sýningu hér á landi. Sýningin er opin daglega kl. 14-19. I anddyri Norræna hússins stendur ýfir- sýning, sem er í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Þar kynna norrænar stofnanir margvíslega starf- semi sína. Þær eru Norður- landahúsið í Þórshöfn í Færeyj- um, Nordens Institut í Maria- hamn á Alandseyjum, Nordens Institutet í Nuuk á Grænlandi, Nordens Genbanken í Alnarp í Svíþjóð og NorFa (Nordisk Forskerutdanningsakademi) í St. Hanshaugen í Noregi. Sýn- ingunni lýkur 13. mars, opið kl. 9-17, sunnudaga kl. 12-17. Líkamslist LEIKUST Mögulcikhúsið EINS OG TÚNGL í FYLLINGU Leikari: Henning Farner. Leik- sljóri: Tim Dalton. EINS OG á öðrum Norðurlöndum byggir íslensk leikhúshefð nær ein- göngu á textaverkum, eða því sem kalla mætti „hið sálfræðilega leik- hús“. Fyrst kemur textinn og eftir honum eru línurnar lagðar í persónu- sköpun, með svipbrigðum og hreyf- ingum. Tungumál líkamans er ekki það sem unnið er útfrá. í Möguleikhúsinu verður góður gestur með sýningar dagana 10. og 11. mars, en það er leikarinn Henn- ing Famer. Flytur sýningu sem segja má að sé iíkamlegt eintal. Eintal manns sem er gerður af leir. Líkami hans nær heimsenda á milli og Guð hefur hikað við að blása í hann líf- sanda. Samt kviknar í honum líf. Hann er óhörðnuð manneskja að stíga sín fyrstu skref í heiminum, sem eiginlega er of lítill fyrir hann. Allt er nýtt fyrir honum og vekur undrun hans - jafnvel hans eigin lík- ami og frumþarfir. I fyrstu er hann eins og dýr; kannski lítill kálfur sem reynir að standa á sínum brauðfótum og eins og það sé ekki nógu erfitt, fer þessi nýi maður að reyna að standa upp- réttur. Smám saman lærist honum að þekkja líkama sinn og nánasta umhverfi og endar á því að vera ein- staklingur sem gefur. Það getur verið freistandi að skilja sýninguna á þann hátt að það sé djöf.... erfitt að vera maður og standa uppréttur í tilverunni. Manninum eru jú alltaf að mæta nýir þættir á lífs- leiðinni sem hann þarf að takast á við. Og þótt hann faili aftur og aftur á prófraunum lífsins, tekst honum alltaf að standa upp aftur. Þegar hann svo hefur lært að þekkja sjálf- an sig og það samfélag sem hann býr í, er honum óhætt að hafa mann- leg samskipti, óhætt að gefa og þiggja. Og ef enn er litið táknrænt á verkið, þar sem heimurinn er næst- um of lítill fyrir þennan mann, má segja að sá tími sé kominn að varla sé pláss fyrir alla íbúa jarðar á þess- HENNING Farner í hlutverki hins fyrsta manns. ari plánetu. Það eru takmörk fyrir því hversu marga hún getur brauðfætt. En beinast liggur við að taka sýninguna bókstaflega, líta á þennan leirmann sem fær líf sem hinn fyrsta mann og skoða sýninguna sem eins konar örþróunarsögu. Þá sögu þarf ekki endilega að segja með orðum - og í með- förum Hennings Famer verð- ur hún mjög ljós. Líkamshreyfingarnar sem hann vinnur út frá eru ekkert óskyldar æfingum í líkams- rækt og verkið er þvíiík jafn- vægislist að minnir helst á fimleika. Henning hefur geysilegt vald yfir líkamanum og vinna hans með svipbrigði er unnin af stakri nákvæmni. Hann bregður upp eins konar grímusvipbrigðum sem hann gæðir síðan lífi og tilfínning- um. Sýning hans er hæg og falleg - nánast eins og að skoða skúlptúra sem fá allt í einu líf. Það er líka mikill húmor í henni og ekki var annað að heyra í leikhúsinu en að unglingar skemmtu sér hið besta ^henni. Súsanna Svavarsdóttir SÖNGLEIKURINN West Side Story verður frumsýndur í kvöld í Þjóðleikhúsinu. „West Side Story“ frum- sýnt í kvöld ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir á Stóra sviðinu söngleikinn West Side Story, Saga úr vesturbænum, í kvöld, föstudagskvöld, og er það í fyrsta sinn sem þessi söngleikur er sýndur á íslensku leiksviði. í kynningu segir: „í vesturbæ New York-borgar takast götuklíkur á um völdin. Hver á göturnar, „sannir“ ameríkanar eða innflytj- endur frá Púertó Ríkó? Ólgandi til- finningar leita útrásar í slagsmálum og spennu, villtum dansi, heiftugu hatri - og ást. Mitt í allri hringið- unni fella ung stúlka og ungur maður af ólíkum uppruna hugi sam- an, þvert gegn vilja sinna nánustu. Óspillt æskuást þeirra má sín þó lítils gegn valdastríði og blóðhefnd- um. Söngleikurinn West Side Story er byggður á hugmynd bandaríska danshöfundarins Jerome Robbins, tónlistin er eftir Leonard Bernstein, söngtexta gerði Stephen Sondheim en leiktextann Arthur Laurents. Söngleikurinn var fyrst frumsýndur í New York 1957. Þýðandi verksins er Karl Ágúst Úlfsson, danshöfundur og dans- stjórnandi Kenn Oldfield, tónlistar- og hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson og hljóðstjóri Sveinn Kjartansson. Lýsing er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar, leikmynd hannaði Finnur Arnar Arnarsson og búninga María Ólafs- dóttir. Aðstoðarleikstjóri er Rand- ver Þorláksson en leikstjórar eru þeir Karl Ágúst Úlfsson og Kenn Oldfield. Leikendur í West Side Story eru á fjórða tug talsins, söngvarar, dansarar og leikarar. Með hlutverk elskendanna ungu, Tóný og Maríu, fara Marta G. Halldórsdóttir og Felix Bergsson, til skiptis við Val- gerði G. Guðnadóttur og Garðar Thór Cortes. Foringjar götuhóp- anna eru þeir Baltasar Kormákur og Hilmir Snær Guðnason, kær- ustur þeirra eru Sigrún Waage og Ástrós Gunnarsdóttir. Með önnur hlutverk fara Magn- ús Ragnarsson, Daníel Ágúst Har- aldsson, Gunnar Helgason, Þórar- inn Eyfjörð, Gunnar Eyjólfsson, Gísli O. Kærnested, Stefán Jóns- son, Jón St. Kristjánsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Rúrik Haraldsson, Selma Björnsdóttir, Birna Hafstein Júlíusdóttir, Agnes Kristjónsdóttir, David Greenall, Edda Arnljótsdótt- ir, Helena Jónsdóttir, Júlía Gold, Katrín Ingvadóttir, Jenný Þor- steinsdóttir, Guðmundur Helgason, Ingólfur Stefánsson, Eldar Valiev, Jóhann Björgvinsson, Sigurður Siguijónsson og Hjálmar Hjálm- arsson." o Gerðubergs í Fella- og Hólakirkju laugardaginn 4. mars kl. 17.00 Ný íslensk einsöngslög eftir tónskáldin: Atla Heimi Sveinsson Fjölni Stefánsson Gunnar Reyni Sveinsson Hildigunni Rúnarsdóttur Hjálmar H. Ragnarsson John A. Speight Jón Ásgeirsson Jón Hlöðver Áskelsson Jón Þórarinsson Jónas Tómasson Oliver Kentish Pál P. Pálsson Tryggva Baldvinsson Þorkel Sigurbjörnsson Flytjendur: Ingveldur Ýr Jónssdóttir, messósópran Rannveig Fríða Bragadóttir, messósópran Signý Sæmundsdóttir, sópran Sverrir Guðjónsson, kontrtenór Jónas Ingimundarson, píanó Menningarmiðstöðin Gerðuberg Gerðubergi 3-5 111 Reykjavík sími 79166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.