Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 35 Ég tilheyri þeirri kynslóð, sem er alin upp á þeim tíma, þegar mæðurnar voru yfirleitt heima, gættu bús og barna og ræktuðu garðinn sinn. Laufey Helgadóttir var ein af þeim mæðrum. Ég kynntist henni á bernsku- döguúi mínum, þegar við Guð- ríður, dóttir hennar, urðum vinkon- ur og leiksystur, enda var skammt húsa á milli. Það tengdi líka fjöl- skyldurnar tvær betri vinaböndum, að fjölskyldutengsl voru milli föður míns og Hermanns, þar sem föður- bróðir minn hafði kvænst ná- frænku Hermanns. Ég og foreldrar mínir bjuggum á Kvisthaganum, en Laufey og Hermann ásamt börnum sínum tveimur, Gústaf og Guðríði, á Forn- haga 22. Þar í húsinu bjuggu líka lengi vel tvíburasystir Laufeyjar, Dagmar, og maður hennar, Hauk- ur, bróðir Hermanns, ásamt einka- syni sínum, Guðjóni, og syni Dag- marar, Helga Tómassyni, ballett- meistara. Þau voru öll eins og ein stór fjölskylda og samheldnin mik- il. Sambandið milli systranna var ákaflega kært og náið, og börnin þeirra nutu þess í ríkum mæli. Þau voru eins og systkini. Synir Dagmarar voru jafn mikið hjá Laufgyju eins og heima hjá sér, og það gilti einnig um börn Laufeyjar, þar sem Dagmar var. Þegar Helgi vann sína sigra á bal- lettsviðinu, var Laufey ekki síður stolt og ánægð yfir velgengni hans og frama, en þótt þar hefði verið hennar eigin sonur að setja nafn sitt á spjöld listasögunnar. Laufey var ákaflega skemmti- leg, glaðlynd og barngóð kona, sem gerði sér far um að kynnast félög- um og vinum barna sinna og systurbarna, og fjölskyldunum líka. Þau Laufey og Hermann voru bæði góðir nágrannar og traustir vinir vina sinna, sem ræktu vel sambandið við þá, sem þeim kynnt- ust. Laufey var mikil garðyrkjukona. Á fögrum dögum vors, sumars og hausts var hægt að sjá hana, og stundum þær systurnar báðar, úti í garði við störf sín. Garðurinn hjá þeim var líka augnayndi þeirra, sem framhjá gengu. Á baklóðinni var svo matjurtagarðurinn, sem þær ræktuðu af kostgæfni, enda var uppskeran eftir því. Laufey var góð heim að sækja og bjó fjölskyldu sinni hlýtt og notalegt heimili, sem alltaf var gaman að koma inn á. Þar inni var ekki síður en í garðinum hægt að sjá, hvern áhuga Laufey hafði á blómarækt og garðyrkju. Þegar aldurinn færðist yfir, fór að gæta heilsuleysis hjá Laufeyju, og ekki bætti það áfall, sem hún varð fyrir, þegar Dagmar Iézt. Þá kom það bezt í ljós, hversu sam- rýndar þær voru. Nú hafa þær sameinast að nýju. Á kveðjustundu bið ég Layfeyju blessunar Guðs, þar sem hún er nú, með kærri þökk fyrir góða samferð, ágæta viðkynningu og trygga vináttu við mig og mína. Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Laufeyjar Helgadóttur. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Laufeyju Helgadóttur bíða birt- ingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka s.vokallaðra ASCIl-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru eínnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimaslðúm. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. GÍSLI KRISTJÁNSSON -4- Gísli Kritjáns- ■ son fæddist í V estmannaeyjum 17. febrúar 1920. Hann lést í Reykja- vík 26. febrúar 1995, 75 ára að aldri. Foreldrar hans voru hjónin Kristján Jónsson smiður, fæddur 13.3 1882, dáinn 1957, frá Arngeirsstöðum í Fljótshlíð, og kona hans Elín Oddsdótt- ir húsfreyja, f. 21.1. 1889, dáin 1965, frá Ormskoti í Fljótshlíð. Gísli var sjöundi í röðinni af tíu börnum þeirra hjóna. Eldri voru Óskar, Ölafur, Oddgeir, Laufey, Jóna og Klara, sem nú eru öll látin og yngri eru þau Kristbjörg, Haraldur og Lárus sem öll eru á lífi. Hálfbróðir þeirra sam- feðra er Svanur. Gísli giftist Ingibjörgu Ingimundardóttur frá Kletti í Gufudalssveit í Aust- ur-Barðastrandarsýslu, f. 19.10 1915, árið 1945. Hún lést 1970. Synir þeirra eru Ingimundur augnlæknir, f. 24. febrúar 1945, kvæntur Ingunni Þóroddsdótt- ur, f. 1945, og eiga þau saman Ara, háskólanema, f. 1972, Ingi- björgu, framhaldsskólanema, f. 1975, og Gísla Halldór, f. 1982, en sonur Ingunnar af fyrra hjónabandi er Steingrímur Blöndal, og Gunn- steinn, myndlista- maður, skólastjóri Myndlista; og hand- íðaskóla íslands, f. 13. september 1946, giftur Eddu Farest- veit, f. 1947, og þeirra börn eru Guðrún, við nám í Noregi, f. 1968, Elín, framhalds- skólanemi, f. 1975, og Gísli Krislján, f. 1980. Guðrún á son- inn Birgi Christian, f. 1990. Gísli giftist Kristínu Símonardóttur, f. 14.7. 1926, 1974. Átti hún börnin Ingibjörgu, f. 1945, Halldór Kristján, f. 1948, Láru Val- gerði, f. 1951, og Sigurð, f. 1956, Júlíusarbörn af fyrra hjónabandi. Gísli ólst upp í Vest- mannaeyjum og lauk trésmíða- námi hjá föður sínum 1940. Hann fluttist til Reykjavíkur og vann á húsgagnaverkstæði. Hann lauk síðar námi frá Sam- vinnuskólanum og stundaði nám um tíma í Tækniskólanum í Stokkhólmi. Fljótlega eftir heimkomuna hóf Gísli störf hjá Eggert Kristjánssyni hf. heild- verslun og var þar verkstjóri í um 40 ára skeið. Útför Gisla fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. DAGINN er tekið að lengja. Vetur- inn hefur verið erfiður mörgum í fleiri en einum skilningi. Auk skammdegis og snjóþyngsla hafa veikindi og erfiðleikar hérjað víða. í lok febrúar kvaddi Gísli Kristjáns- son þennan heim eftir langvarandi veikindi. Hann hafði verið rúmliggj- andi á sjúkrahúsi frá því haust og hafði nýlega átt 75 ára afmæli þeg- ar hann lést. Gísli var Vestmanneyingur og þurfti ekki lengi að ræða við hann til að komast að því. Uppeldisstöðv- arnar voru honum ofarlega í huga, bæði Eyjarnar sjálfar og eins sveit- in undir Eyjafjöllum þar sem Gísli dvaldist í sveit sem barn. Þessar minningar voru honum sífelld upp- spretta frásagna. Hann hafði lifað tímana tvenna, örbirg og erfiðleika kreppuáranna og velmegun eftir- stríðsáranna. Hann ólst upp í Eyjum í fjölmennum og glaðlyndum hópi systkina en vann lengst starfsævi sinnar sem verkstjóri hjá heildversl- un Eggerts Kristjánssonar hf. Það fyrirtæki átti alla tíð ríkan hlut í Gísla og tengdist hann húsbændum þar vináttuböndum, sem héldust alla tíð. Hann sýndi þeim og fyrir- tækinu alla tíð trúnað og tók ætíð upp málstað verslunarinnar ef á var hallað. Gísli kom inn í líf okkar systkin- anna á Þorfinnsgötunni þegar hann kynntist móður okkar um það bil sem við vorum uppkomin. Hann var þá ekkjumaður á miðjum aldri og átti uppkomna syni. Gísli reyndist okkur ákaflega vel, fylgdist af áhuga með árangri okkar í námi og starfí og hvatti til dáða. Hann var glaður á góðri stund og hafði meðal annars mikla ánægju af því að fara á gömlu dansana. Hann naut þess einnig að ferðast, bæði hér innanlands og utan, og fóru þau hjón nokkrar slíkar ferðir í heim- sókn til barnanna, er þau voru við nám erlendis. Þegar barnabörnin komu til skjalanna lék Gísli hlutverk afans af stakri prýði. Börnin mín sakna nú afa, og á það sérstaklega við um Halldór Kristján, sem nú er sex ára. Þeir hittust nær daglega. Hall- dór fékk oft að heimsækja Gísla afa á spítalann og urðu þá ýmsar heimspekilegar vangaveltur til. + Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÁSLAUGAR LILJU ÁRNADÓTTUR frá Krossi, Lundarreykjadal. Börn, tengdabörn, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubarn. Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdasonar og bróður, HÁLFDÁNS BJARNASONAR, Flúðaseli 69, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil lækna og starfsfólks deildar 11E Landspítalanum fyrir mjög góða umönnun í veikindum hans. Vigdi's Hulda Ólafsdóttir, Sigríður Laufey Hálfdánardóttir, Bjarni Hálfdánarson, Ásta Guðmundsdóttir, Ólafur Hálfdánarson, Harpa Svansdóttir, Hörður Kristján Hálfdánarson, Ólafur Pálsson, Sigri'ður Vilhjálmsdóttir og systkini hins látna. Halldór var til dæmis staðráðinn í að verða læknir þegar hann yrði stór svo hann gæti læknað Gísla afa. Síðustu árin tók heilsan að gefa sig. Þessi ár voru Gísla erfið, en í raun var aðdáunarvert hvað hann þó náði að njóta lífsins. Til dæmis fylgdist hann vel með þjóðlifsum- ræðunni og las flest það sem í blöð- unum stóð. Þegar við hittumst var umræðuefnið jafnan það sem efst var á baugi á þeim vettvangi hverju sinni. í einni af síðustu heimsókn minni til hans á sjúkrahús var hon- um efst í huga hræringarnar í póli- tíkinni. Gísli hafði mikla trú á æsku landsins og þeim auði sem fælist í menntun bamanna og hafði oft orð á því hve unga fólkið nú til dags væri mikið mannkostafólk. Gladdist hann mjög yfir árangri barna og barnabarna í stóru sem smáu. Að leiðarlokum þakka ég Gísla Kristjánssyni samfylgdina. Lára V. Júlíusdóttir. „Því að hvað er það að deyja ann- að en standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leit- að á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar,- mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þeg- ar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran) Eins og spámaðurinn segir á svo fallegan hátt, þá er dauðinn mikil- vægur áfangi í tilveru mannsins. Og er hann óumflýjanlegur og svo endanlegur vegna þessa tómarúms sem hann skilur eftir sig. En afi lifir í huga okkar og hjört- um. Við eigum góðar minningar um hann og erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast honum. Með þessu fáu orðum viljum við kveðja afa okkar og þákka hónum fyrir allt. Elín Sigríður og Gísli Kristján Gunnsteinsbörn. Nú er Gísli afi fallinn frá eftir langvarandi og erfið veikindi. Minn- ingarnar um hann eru fagrar. Gísli var glaðvær og einstaklega barngóð- ur afi sem sagði sögur, gaf okkur ávexti og súkkulaði á tyllidögum og fór með okkur frændsystkinin í sunnudagsbílferðir. Hann var góður sögumaður og sagði okkur ærslafull- ar bernskusögur úr Eyjum sem við hlustuðum á af athygli. Sunnudags- ferðunum var oftar en ekki heitið á vinsælar náttúruperlur í nágrenni Reykjavíkur, þar sem við fengum toppís og lékum okkur í sólskini. Minnisstætt er þegar skotturnar hans afa fengu að fara á vinnustað- inn hans en okkur þótti staðurinn líkari ævintýrahöll en vörulager. Þar fengum við ógleymanlega salíbunu á vöruvagni eftir endalausri braut í víðáttu salarins. Þegar við urðum eldri fylgdist hann af áhuga með framvindu okkar í tónlistarnámi og skólanum og lagði sitt af mörkum til að styrkja okkur. Hann bauðst ávallt til að greiða götur okkar hvernig sem á stóð, jafn- vel þó heilsan leyfði það ekki alltaf. Við minnumst Gísla afa með hlýju og þökk fyrir allar góðar samveru- stundirnar. Blessuð sé minning hans. Kristín, Hildur og Gerður Jónsdætur. Gísli Kristjánsson lést á Vífils- staðaspítala 26. febrúar sl. 75 ára að aldri og hefur þar með fengið hvíld frá þeim erfiða sjúkdómi sem hefur þjáð hann í mörg ár. Gísli hóf störf hjá heildverslun Eggerts Kristjánssonar á vormán- uðum árið 1952 og vann þar sleitu- laust fram á árið 1990 eða í rúm 38 ár. Sú ósérhlífni, útsjónarsemi og atorka sem Gísli heitinn hafði til að bera hefur örugglega orðið fyrir- tækinu til framdráttar. Hann vann verk sitt í blíðu sem stríðu. Hann tók virkan þátt i þeim breytingum sem áttu sér stað í rekstrir.um þann langa tíma sem hann starfaði þar. Gísli hafði meira en daglega verk- stjórn á sinni hendi því að hann hafði umsjón með ýmsum fram- kvæmdum á vegum fyrirtækisins og dótturfyrirtækja þess. Þar nutu sín vel kostir hans sem skipuleggjanda og góðs verkmanns. Við byggingu og flutning fyrirtækisins í nýtt hús- næði á árunum 1966 til ’70 komu fórnfús störf Gísla víða við sögu. Hann lagði nótt við dag ef á þurfti að halda. Það væri synd að segja að hann hafi ávallt farið vel með sjálfan sig. Enda maður húsbónda- hollur. Þegar þrek Gísla þvarr og hann gat ekki lengur sinnt verk- stjórn í vörugeymslu tók hann við gjaldkerastörfum á skrifstofu. Þau störf innti hann nákvæmlega og samviskusamlega af hendi. Ég starfaði undir stjórn Gísla í vörugeymslu sem ungur maður. Þar minnist ég hans sem ákveðins og réttsýns stjórnanda. Síðar starfaði ég með honum á skrifstofu félagsins en naut oft eftir sem áður leiðsagn- ar hans og hollra ráða. Gísli var glaðvær maður og sá oft ýmsar bros- legar hliðar á hinum gráa hversdags- leika eins og tilveran birtist okkur stundum. Hann naut virðingar sér yngri manna og þegar afi minn Eggert Kristjánsson féll frá haustið 1966 var Gísli um marga hluti ráða- góður og traustur þeim er við tóku. Hann var bakhjarl sem hægt var að reiða sig á í bh'ðu og stríðu. Fyrir hönd eigenda Eggerts Kristjánssonar hf. kveð ég góðan samstarfsmann og vin. Við þökkum Gísla samfylgdina og vottum eftirlif- andi konu og fjölskyldu samúð okk- ar. Snorri Aðalsteinsson. + Þökkum irmilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar míns og bróður okkar, HAFSTEINS GUÐNASONAR, Spóahólum 16, Reykjavík. Guðni Guðjónsson og systkini. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför KÁRA GUNNARSSONAR. Anna Karen Káradóttir, Einar Kárason, Guðrún Edda Káradóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Anna Soffía Jóhannsdóttir, Camilla Einarsdóttir tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.