Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reykjavíkuborg og Vikur hf.
Fékk frest til
að kanna mögu-
leika á nýjum
fjárfestum
BORGARSTJÓRI, Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir, segir að enginn
hefði hagnast á að neita forsvars-
mönnum Vikurs hf. um fjögurra
mánaða frest til að kanna mögu-
leika á nýjum fjárfestum, þegar
í ljós kom að fyrirtækið gat ekki
staðið í skilum með húsaleigu í
húsnæði borgarinnar við Köll-
unarklettsveg. Fresturinn rennur
út í byijun apríl.
I erindi Baldurs Hannessonar,
framkvæmdastjóra Fínpússingar
sf., til borgarráðs er kvartað yfir
fyrirgreiðslu borgarinnar við Vik-
ur hf. og telur Baldur að um brot
á samkeppnislögum sé að ræða.
I grein Baldurs, sem birtist í
Morgunblaðinu 1. mars sl., segir
enn fremur að upphaflega hafi
Vikur hf. fengið styrk frá borg-
inni til framleiðslu á þurrkuðum
vikri en hafi síðan snúið sér að
framleiðslu á sandblásturssandi
og boðið niður verð yprunnar á
markaði. Fínpússsning sf. hafi
starfað í 45 ár án opinberra
styrkja en sé nú komið í niður-
greidda samkeppni frá Reykjavík-
urborg.
Stóðu ekki í skilum
með húsaleigu
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagði að afskipti
borgarinnar af rekstrinum væru
tvíþætt. Borgin hafi lagt fram 4
millj. króna hlutafé í fyrirtækið
og að auki leigt fyrirtækinu hús-
næði við Köllunarklettsveg. í
fyrstu hafi verið gert ráð fyrir
að húsnæðið yrði leigulaust í
ákveðinn tíma en síðan yrði
greidd hálf húsaleiga og loks full
leiga.
„Fyrirtækið gat ekki staðið í
skilum með húsaleigu þegar átti
að fara að greiða hana,“ sagði
Ingibjörg. „Og þar sem engin
greiðsluviðleitni var af hálfu fyrir-
tækisins var ákveðið í borgarráði
í nóvember að segja því upp hús-
næðinu. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins kom til fundar við mig
í desember og óskaði eftir því að
fá ákveðinn umþóttunartíma og
taldi sig þurfa tvo til þrjá mánuði
til að kanna með nýja fjárfesta.
Ef fyrirtækið yrði sett á götuna
þá væri það búið að vera og fjöldi
manns tapaði þeim fjármunum
sem settir hefðu verið í fyrirtækið.
Mér fannst sjálfsagt að gefa
þennan umþóttunartíma þar sem
húsnæðið nýttist ekki til annars.
Vitaskuld er gert ráð fyrir að
fresturinn renni út og að húsa-
leiga komi fyrir húsnæðið í sam-
ræmi við leigusamning.“
Tíma til að ná fótfestu
á markaði
Borgarstjóri sagði að upphaf-
lega hefði verið ætlunin að fram-
leiða fullunninn vikur til sölu inn-
anlands og erlendis, t.d. sem
kattasand, hálkubana og gróður-
húsavikur, en forsvarsmenn fyrir-
tækisins telji að lengri tíma þurfi
til að ná fótfestu á markaðinum.
„Ég legg ekki mat á það en
fyrirtækið hefur starfað í eitt og
hálft ár við að koma vörunni á
markað,“ sagði borgarstjóri. „Ég
get ekki lagt mat á það hvort
farið hafi verið út í að selja aðra
vöru. Það verður að fara fyrir
Samkeppnisstofnun eða hvernig
svo sem menn vilja haga því. Það
sem að mér snýr er að ég sá ekki
ástæðu til að neita þessu fólki um
þennan tímafrest og það var sam-
þykkt samhljóða í borgarráði án
nokkurs ágreinings."
Pramminn
fastur undir
Barða
Morgunblaði/Hjörtur Guðmundsson
Gísli Marteinn Baldursson formaður
Vöku um úrslit kosninganna í HÍ
Úrslit kosninga
mikil vonbrigði
PRAMMI sem slitnaði aftan úr
dráttarbátnum Orion II á þriðju-
daginn út af Vestfjörðum fannst
síðdegis í fyrradagþar sem
hann hafði rekið upp í fjöru
undir Barða milli Onundafjarð-
ar og Dýrafjarðar.
Orion II var á leið frá Bolung-
arvík til Reykjavíkur með pram-
mann þegar hann slitnaði aftan
úrdráttarbátnum í leiðinda-
veðri, en flutt voru hátt í þúsund
tonn af bræösluloðnu með pram-
manum til Bolungarvíkur.
Pramminn, sem er 62 metra
langur, er kominn nokkuð til ára
sinna, en hann var smíðaður
árið 1938 og var meðal annars
notaður við grjótflutninga á
Mississippi.
Fagranesið fann prammann
Fokkervél Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SYN leitaði pram-
mans árangurslaust út af Vest-
fjörðum framan af degi í fyrra-
dag, en það var áhöfn djúpbáts-
ins Fagranessins sem fann hann
síðar um daginn í fjörunni undir
Barða.
FORMAÐUR Vöku segir að úr-
slit kosninga til Stúdentaráðs
Háskóla íslands og Háskólaráð
séu mikil vonbrigði fyrir Vöku,
en taka verði þeim með jafnaðar-
geði og láta engan bilbug á sér
finna.
Verðum að taka okkur
saman í andlitinu
„Við erum svo sem orðin vön
því að tapa,“ segir Gísli Marteinn
Baldursson, formaður Vöku, „en
nú töpum við stærra heldur en
áður, þannig að við sjáum að við
verðum að taka okkur saman í
andliti og munum gera það. Við
metum ekki stöðuna svo að við
verðum að kasta málefnum fýrir
róða eða taka upp ný, en þetta er
kannski spurning um áherslur í
kosningabaráttu. Við munum halda
uppi öflugu starfi næsta vetur.“
Tefldum fram sterkum lista í
kosningunum
Aðspurður um hugsanlegar
skýringar á ósigri Vöku, kveðst
Gísli Marteinn ekki hafa svör á
reiðum höndum.
„Við tefldum fram sterkum
lista og öflugur hópur vann að
kosningunum. En Stúdentaráð
hefur verið áberandi í fjölmiðlum
á liðnum vetri sem ég hugsa að
hafi hjálpað Röskvu. Ég vil ekki
halda að háskólanemar séu að
hafna sjónarmiðum Vöku og
áherslum," segir hann.
Hann kveðst telja að áherslur
fylkinganna skarist að mörgu
leyti og því geti verið að valko-
stirnir séu ekki ýkja skýrir í aug-
um háskólanema, sem telji fyrir
vikið óþarfi að breyta til í Stúd-
entaráði.
Kennaradeilan er enn í hörðum hnút
Breyting á vinnu-
tíma lykill að lausn
AÐ MATI forystumanna
kennara og samninga-
nefndar ríkisins liggur
lykill að lausn kjaradeilu ríkisins
og kennara í breytingum á vinnu-
tíma kennara. Elna K. Jónsdóttir,
formaður HÍK, sagði að ef viðun-
andi breytingar yrðu gerðar á vin-
nutímanum myndi verkfallið leys-
ast á tiltölulega skömmum tíma.
Mjög mikill ágreiningur er enn um
vinnutímabreytingamar og er
lausn ekki í sjónmáli.
Samninganefndirnar ræddu í
gær um breytingar á vinnutíma
og mat á þeim tillögum sem nefnd-
irnar hafa lagt fram um það mál.
Ekki er hægt að segja að samn-
ingamenn hafi færst nær lausn.
Afram verður rætt um vinnutíma
á samningafundi í dag.
Mismunandi mat á
vinnuframlagi
Deilan um vinnutímabreytingar
er flókin. Deilt er um hvernig eigi
að meta núverandi vinnuframlag
kennara og hvað breytingar á því
eigi að kosta ríkið. Ríkið vill að
starfsdagar kennara, en þeir eru
12, verði notaðir til kennslu.
Kennarar hafa fallist á að breyta
starfsdögum, en hafa aðrar
áherslur en ríkið. Þeir neita að
fallast á fjölgun kennsludaga
nema að fallist verði á kröfur
þeirra um minni kennsluskyldu.
Upphaflegar kröfur kennara
voru að kennsluskyldan yrði
lækkuð um 15%. Ríkið hefur kom-
ið á móts við kröfur kennara með
því að bjóðast til að lækka
kennsluskylduna um einn
kennslutíma þar sem hún er mest.
Þetta gagnast allstórum hóp
grunnskólakennara, en aðeins
hluta framhaldsskólakennara.
Breytingin leiðir til þess að meðal-
kennsluskyldan verður 26,35
tímar í grunnskólum og 23,23
tímar í framhaldsskólum.
Samninganefnd ríkisins metur
þær breytingar á skólastarfí, sem
hún hefur boðið, til 10,5% launa-
hækkunar. Þetta þýðir um 740
milljónir í aukin launaútgjöld til
kennara. Kennarar segjast ekki
vera tilbúnir til að taka á sig aukna
vinnu, eins og felst í pakka ríkis-
ins, nema að upphæðin verði
hækkuð verulega. Kennarar hafa
boðist til að gangast inn á þessa
skipulagsbreytingu í áföngum, en
forystumenn SNR hafa hafnað því
og segjast ekki vera tilbúnir til
að bjóða 740 milljónir fyrir minni
breytingar en upphaflega var kraf-
ist.
Deila um launaröðun að Ieysast
Annað atriði sem mikið hefur
verið deilt um er breytt launaröð-
un. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins er líklegt að
samningsaðilar nái samkomulagi
um nýja launaröðun mjög fljótt
ef deilan um vinnutímann leysist.
Sömuleiðis er ekki talið að deilt
verði um þá almennu launahækk-
un sem kemur til viðbótar breyt-
ingum á skólastarfi. Gert er ráð
fyrir að hækkunin verði í kringum
6% á samningstímabilinu,_ sem er
svipað og aðildarfélög ASÍ sömdu
um fyrir nokkrum dögum.
Indriði H. Þorláksson, varafor-
maður samninganefndar ríkisins,
sagði að í tilboði ríkisins fælist
endurmat á kennarastarfinu.
Meðaldagvinnulaun kennara í
HÍK hækkuðu úr 94.428 kr. á
mánuði í 103.400 kr. Þegar búið
væri að bæta við þeirri almennu
launahækkun sem aðrir hefðu
samið um væru laun félaga í HIK
komin upp í 109.735._ Endurmat
á starfi kennara í KÍ hækkuðu
laun þeirra úr 86.812 kr. á mán-
uði í 94.200. Með 6% almennri
hækkun yrðu iaun þeirra 100.224
kr. Indriði sagði að með þessum
hækkunum yrðu laun kennara
mjög sambærileg launum annarra
félagsmanna í BHMR sem væru
með sambærilega menntun.
Elna sagði að í þessum saman-
burði væri gert ráð fyrir að önnur
BHMR-félög næðu ekki fram
neinum hækkunum varðandi sér-
kjör. Slík forsenda væri ekki
raunhæf. Tilboð ríkisins væri því
enn of lágt til að kennarar gætu
fallist á það.
Greiðslur úr
verkfallssjóði hefjast
Greiðslur úr verkfallssjóðum
kennarafélaganna hófust í gær.
Bæði félögin greiða 57.000 krón-
ur á mánuði til kennara í fullu
starfi. Launin verða greidd fyrir
hálfan mánuð í einu og fengu
kennarar því greiddar 28.500
krónur í gær. Allir kennarar fá
þessar greiðslur. Verkfallssjóðir
kennara eru missterkir. í verk-
fallssjóði HÍK eru um 70 milljónir
en í verkfallssjóði KÍ eru yfir 400
milljónir.
Meirihluti kennarar fengu um
mánaðamótin tilkynningu um að
þeir hefðu fengið ofgreidd laun
1. febrúar, en þá voru þeim greidd
laun fyrirfram fyrir allan febrúar-
mánuð. Verkfallið hófst sem
kunnugt er 17. febrúar. Ekki er
farið fram á endurgreiðslu, en
tekið verður tillit til ofgreiddra