Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 23
AÐSENDAR GREINAR
s
Um kennarastarfið
NÚ ÞEGAR kennarar eru komn-
ir í verkfall til áréttingar kröfum
sínum í yfirstandandi kjaraviðræð-
um, má búast við fjörugum um-
ræðum í samfélaginu um kennara-
starfið. Slíkt hlýtur að teljast eðli-
legt, enda snertir starf kennara,
beint og óbeint, góðan meirihluta
þjóðarinnar. Eins og oft vill verða
í umræðum um kjaramál einstakra
stétta sýnist sitt hveijum. Það sem
hér fer á eftir eru hugleiðingar
mínar um kennarastarfið, laun
kennara, vinnutíma, starfsaðstöðu
og fleira - frá sjónarhóli kennar-
ans.
Launin
Athugum launin fýrst. Byijun-
arlaun grunnskólakennara eftir
þriggja ára háskólanám eru nú
68.500 kr. á mánuði. Þetta eru
umtalsvert lægri byijunarlaun en
öðrum starfsstéttum með sam-
bærilega menntun, t.d. hjúkrunar-
fræðingum og meinatæknum, eru
boðin. Auk þess eru launabreyting-
ar vegna hækkandi starfsaldurs
kennara minni en sams konar
hækkanir annarra starfsmanna
ríkisins. Þetta geta kennarar vitan-
lega ekki sætt sig við, enda tæp-
lega góð meðmæli fyrir gildi
menntunar. í gegnum tíðina hafa
margir nemenda minna spurt mig
hvort skólaganga hreinlega borgi
sig, í ljósi þeirra launa sem kennur-
um og mörgum öðrum háskóla-
stéttum eru boðin. Mér fínnst orð-
ið æ erfiðara að svara þeirri spurn-
ingu játandi;
Vinnutíminn
Vinnutími kennara blandast oft
inn í umræðuna um laun þeirra.
Staðreyndin er sú að árlegur
vinnutími kennara er hinn sami og
annarra launþega eða 1.800 klst.
á ári. Vikuleg vinnu-
skylda grunnskóla-
kennara á veturna er
rétt tæpar 46 klst. á
viku. Aðrir launþegar
skila 40 klst. vinnu-
viku árið um kring.
Með þessum stundum,
umfram hinar lög-
boðnu 40, vinna kenn-
arar af sér hið al-
ræmda en misskilda
„sumarfrí“ sitt. Einnig
er þeim gert að vinna
153 stundir utan ár-
legs starfstíma skóla
til undirbúnings
kennslu. Eftir stendur
sami orlofstími og allir
aðrir launþegar fá.
Starfsaðstaða
Lítum þá á starfsaðstöðu kenn-
ara. Vissulega er hún breytileg
eftir skólum. Nokkrir nýlega
byggðir skólar geta boðið þokka-
lega aðstöðu fyrir bæði nemendur
og kennara. Starfsaðstaða fer þó
ekki einvörðungu eftir hvenær
skólahúsnæði var byggt. í einsetn-
um skólum, þar sem hver bekkur
situr einn að sinni stofu, getur
kennari bekkjarins geymt öll sín
gögn í stofunni og unnið þar að
undirbúningi kennslu sinnar. I tví-
setnum skólum, þar sem tveir
bekkir deila sömu stofunni, er
þetta oftast ekki hægt. Kennari
verður þá að geyma öll gögn sín
heima hjá sér og sinna þar undir-
búningi að mestu leyti, nema skól-
inn hafi fullnægjandi vinnuver fyr-
ir kennara, búið nauðsynlegum
tækjum og áhöldum - en sárafáir
skólar geta boðið slíkt. Því er ekki
óalgengt að kennarar þurfi að
koma sér upp skrifstofuaðstöðu
heima hjá sér. Skondið þætti mér
að sjá hvernig svona
fyrirkomulag myndi
virka á öðrum vinnu-
stöðum, t.d. í frysti-
húsi:
„Heyrðu, Sigga
mín, hún Gulla þarf
að nota borðið þitt
núna. Taktu nokkur
kör af ýsu með þér
heim. Þú getur bara
klárað að snyrta og
pakka þar!“
Einsetning og
yfirvinna
Stefnt er að ein-
setningu allra grunn-
skóla á landinu innan
fárra ára. Vitanlega styðja kennar-
ar það. Ein afleiðing einsetningar
er sú að yfirvinnumöguleikar kenn-
ara hverfa. Er það vel. Kennarar
fá þá tækifæri til að einbeita sér
að einum umsjónarbekk. í dag
hafa margir kennarar umsjón með
tveimur bekkjum, einum fyrir og
öðrum eftir hádegi. Þetta tekst
vitanlega ekki nema með yfirvinnu.
Líkt og launakjörin eru nú er varla
hægt að áfellast kennara fyrir yfír-
vinnu. Sjálfur gæti ég hreinlega
ekki lifað af vinnuskyldunni einni
saman. Svo er auðvitað einnig um
marga aðra launþega. Samt er
mér bölvanlega við yfírvinnuna.
Hún útheimtir langan og strangan
vinnudag, krefst aukins tíma til
undirbúnings kennslu og eykur
vinnuálagið. Af öllu þessu leiðir -
og ég viðurkenni það hreinskilnis-
lega - minni gæði kennslunnar en
efni standa til. Það er ekki til neitt
sem heitir „nófleg yfírvinna" í
kennslu. Yfirvinna kennara á ekki
að tíðkast - einfalt mál! Hún kem-
ur í veg fyrir að við getum sinnt
starfi okkar af þeirri alúð sem
Á yfirborðinu snýst
þessi deila um kaup og
kjör, segir Baldur
Ragnarsson, en undir
niðri snýst hún um mis-
munandi hugmyndir um
kennarastarfið og til-
gang þess.
nauðsynleg er í samskiptum við
börn og ungmenni. Kjarakröfur
kennarafélaganna taka mið af
þessu. Við viljum yfírvinnuna burt.
En það mun ekki takast nema með
umtalsverðri launahækkun.
Undirbúningurinn
Mér hefur verið tíðrætt um
undirbúning kennarans. En hver
er svo þessi undirbúningur? Því
er til að svara, að kennarar eru
ekki einhveijar gamlar grammó-
fónplötur. Starf okkar er annað
og meira en að syngja sama gamla
sönginn aftur og aftur. Starf
kennarans felst ekki síst í skipu-
lagningu kennslunnar, samningu
og þróun námsefnis sem og skipu-
lagningu og framkvæmd náms-
mats. Að auki þarf kennari að
taka tillit til einstaklingsbundinna
námsþarfa sérhvers nemanda. Hið
síðastnefnda hefur í æ ríkari
mæli sett svip sinn á starfið. Sam-
skipti við nemendur eru kjarni
kennarastarfsins. Og þar sem
nemendur eru hver öðrum ólíkir
og hafa allir sín sérkenni, hlýtur
bæði kennslan og undirbúningur-
inn að taka mið af því.
Baldur
Ragnarsson
Gjarnan er sagt að verkföll. bitni
fyrst og fremst á nemendum og
því ættu kennarar ekki að fara í
verkföll. Vissulega bitnar kenn-
araverkfall á nemendum. Öll verk-
föll bitna á þeim er síst skyldi,
slíkt er eðli verkfalla. En hvað
gerir ekki óhóflegt álag á kenn-
ara, m.a. vegna yfirvinnu sem
þeir neyðast til að vinna svo þeir
eigi fyrir salti í grautinn, ófull-
nægjandi starfsaðstaða sem kenn-
arar búa við og alltof margir nem-
endur í umsjón, svo eitthvað sé
nefnt. Ætlar virkilega nokkur
maður með fullu viti að halda því
fram að þessi atriði, og fjölmargir
fleiri vankantar íslenskra mennta-
mála, bitni ekki á nemendum?
Treystir þú þér, lesandi góður, að
mæla þessu bót? Ef ekki, þá veistu
hvers vegna kennarar deila nú við
ríkisvaldið. Á yfirborðinu snýst
þessi deila um kaup og kjör. En
undir niðri snýst hún um mismun-
andi hugmyndir um kennarastarf-
ið og tilgang þess. Eigum við að
gera það sem í okkar valdi stend-
ur til þess að auðvelda nemendum
nám og skólastarf? Eða eigum við
fyrst og fremst að hugsa um krón-
ur og aura en láta fólk mæta af-
gangi?
Islendingum er gjarnt að bera
sig saman við frændþjóðirnar á
Norðurlöndum. í bæði launamál-
um og menntamálum er sá saman-
burður okkur býsna óhagstæður.
Þannig eru t.d. kennaralaun í
Danmörku tvöfalt hærri en hér-
lendis. Hið sama má raunar einnig
segja um verkamannalaun. Hygg
ég að fáir íslendingar trúi því um
sjálfa sig að þeir séu aðeins hálf-
drættingar til vinnu á við Dani.
Þá verja Danir mun hærri hluta
þjóðartekna sinna til menntamála
en íslendingar. Vil ég meina að
ástand þetta sé til marks um þær
hugmyndir sem mörlandinn hefur
látið njóta forgangs í þjóðmálum
sínum.
Höfundur er kennari & Siglufirði.
O P I Ð
L AUGARDA G
K L
1 0
1 7