Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.1995, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI 1 jHrTÍ.í.’JÉ Jti % J 1 ’ Anna Guðný Guðmundsdóttir Antonía María Gestsdóttir Guðný Sif Jakobsdóttir Ingibjörg Dagný Jóhannsdóttir ' ÆfH i •‘r4 M afe, Jn' á m M-p, .1 A ;fjffœíí; Jóhanna Erla Jóhannesdóttir Laufey Björg Sigurðardóttir Sigríður Ósk Kristinsdóttir Unnur Valgeirsdóttir Fegurðardrottning Norðurlánds valin í Sjallanum í kvöld Atta stúlkur keppa Búsetumál fatlaðra FORELDRAFÉLAG barna með sér- þarfir stendur fyrir hádegisverðar- fundi á Hótel KÉA á morgun, laug- ardaginn 4. mars, milli 12 og 14. Þar hittast fulltrúar Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra og foreldrar og skiptast á skoðunum um búsetumál fatlaðra yfir léttum hádegisverði. Fjallað verður um mismunandi búsetuform, kosti þeirra og galla og leitast við að svara spurningum eins og „Eru sambýli úrelt?“ og „Hvað kemur í staðinn?" Foreldrar segja frá reynslu sinni, m.a. af undirbúningi áður en fatlaður einstaklingur flytur að heiman, óskum sínum um þjónustu í sambýlinu og hugmyndum um ný vinnubrögð til að auðvelda aðskiln- aðinn við fjölskylduna. ----♦ ♦ ♦ Bikarmót í svigi BIKARMÓT í svigi, minningarmót um Björn Brynjar Gíslason í karla- flokki og bikarmót í svigi í kvenna- flokki fara fram á Ólafsfirði á morg- un, laugardaginn 4. mars. Bikarmót í stórsvigi verður síðan haldið á Dalvík á sunnudag, 5. mars, en það heldur Skíðadeild Leifturs á Ólafsfirði í samvinnu við Skíðafélag Dalvíkur. Brautarskoðun hefst kl. 9.30 báða dagana. -----» -»—»-- Hádegistón- leikar BJÖRN Steinar Sólbergsson organ- isti Akureyrarkirkju heldur hádeg- istónleika í kirkjunni á morgun, laugardaginn 4. mars kl. 12.00. Þetta eru síðustu hádegistónleik- amir að sinni þar sem fyrir dymm stendur stórfelld viðgerð á pípuorgeli kirkjunnar, hún hefst í júní en stefnt er að endurvígslu orgelsins 26. nóv- ember næstkomandi en hljóðfærið var vígt þann dag fyrir fjórum ámm. Á efnisskrá tónleikanna verða verk tengd föstunni eftir Bach og Cesar Franck. Lesari á tónleikunum verður Valgerður Valgarðsdóttir djákni. Eftir tónleikana verður boðið upp á Iéttan hádegisverð í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. ÁTTA stúlkur taka þátt í Feg- urðarsamkeppni Norðurlands sem haldin verður í Sjallanum á Akureyri í kvöld, föstudags- kvöld. Keppt er um titilinn „Fegurðardrottning Norður- lands“ en sú stúlka sem hann hlýtur öðlast jafnframt þátt- tökurétt í Fegurðarsamkeppni íslands sem haldin verður í vor. Undanfarnar vikur hafa stúlkurnar æft stíft fyrir keppnina en þær hafa m.a. æft undir sljórn Hennýar Her- mannsdóttur, Sigurðar Gest- sonar og Gunnars Más Sigfús- sonar. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru Anna Guðný Guðmundsdóttir, 17 ára nemi í VMA, Antonía Maria Gestsdótt- ir, 19 ára nemi í VMA, Guðný Sif Jakobsdóttir, 19 ára nemi í VMA, Ingibjörg Dagný Jó- hannsdóttir, 21 árs nemi í VMA og starfandi þjónn, Jóhanna Erla Jóhannesdóttir, 19 ára nemi í MA, Laufey Björg Sig- urðardóttir, 18 ára þjónn og starfsmaður Foldu, Sigríður Ósk Kristinsdóttir, 19 ára nemi í VMA og Unnur Valgeirsdóttir 20 ára, stúdent frá MA og starfsmaður í apóteki. Vegleg verðlaun Auk þess sem keppt er um áðurnefndan titil er besta ljós- myndafyrirsætan valin úr hópnum, vinsælasta stúlkan og sportstúlkan. Vegleg verðlaun verða veitt þeim sem titlana hljóta en allar fá stúlkurnar myndarleg verðlaun fyrir þátt- tökuna, fatn'að, snyrtivörur, skartgripi og ljósatíma svo eitt- hvað sé nefnt. Matargestum verður boðið upp á koníaksbætta sjávar- réttasúpu, camenbertgratíner- aðar lambalundir með beikon- og skinkufylltum kartöflum og Toblerone-krokantmousse í sykurkörfu á ávaxtagrunni og verður húsið opnað kl. 19.00. Kynnir kvöldsins er Her- mann Gunnarsson. Sigtryggur Sigtryggsson cr formaður dóm- nefndar, en aðrir í nefndinni eru Bragi Bergmann, Þorgerð- ur Kristinsdóttir, Kristín Stef- ánsdóttir og Gróa Ásgeirsdótt- ir. Tvær sýn- ingar í Lista- safninu TVÆR myndlistarsýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 4. mars kl. 16.00. Í austursal safnsins sýnir Ragn- heiður Jónsdóttir teikningar og í miðsal sýnir Guðmundur Thor- oddsen lágmyndir. Ragnheiður er fyrst og fremst þekkt fyrir grafíkmyndir sínar, en hefur beint sjónum sínum að öðrum miðli, teikningunni, en fyrir þær hefur hún hlotið menningarverð- laun DV. Hún hefur haldið á ann- an tug einkasýninga og eru verk hennar til á söfnum og opinberum stöðum heima og erlendis. í miðsal eru lágmyndir unnar með blandaðri tækni, s.s. tré málmum, vatnslitum, olíulitum, smásteinum og kítti. Guðmundur hefur numið við Myndlistarskólann í Reykjavík, i París og Amsterdam, hann hefur haldið fjölda einkasýn- inga og tekið þátt í samsýningum. Sýningarnar standa til 26. mars næstkomandi en safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Morgunblaðið/Björn Gíslason Samúel sýnir í Þingi SAMÚEL Jóhannsson opnar sýn- ingu á málverkum og teikningum í Listhúsinu Þingi á morgun, laug- ardaginn 4. mars kl. 14.00. Þetta er tólfta einkasýning Samúels, en hann hefur efnt til tíu sýninga á Akureyri og tvívegis sýnt í Reykjavík. Hann hefur auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin stendur til 12. mars næstkomandi og verður opin frá kl. 15.00 til 19.00 sýningardagana. Bifreið frá Bifreiðum og landbúnaðarvélum kr. 1.239.000 36475 Snjósleði frá Bifreiöum oq landbúnaðarvélum kr. 950.000 22800 Utanlandsferðir með Fluqleiðum kr. 100.000 406 8308 10422 22761 40608 51627 61513 75426 88596 96911 1092 8392 13324 30667 46677 54560 63414 77850 90795 97863 2338 10134 22205 32103 50170 54982 66242 83740 93375 98165 Vöruúttekt frá Radíóbúðinni kr. 90.000 1342 17858 23010 30310 37319 45046 50830 60125 73494 85794 11640 18627 27722 34431 37422 47867 51717 71105 77618 89087 15494 21312 27844 36714 43405 49004 59895 71769 77830 94366 Vöruúttekt frá IKEA kr. 50.000 1943 9615 17457 29398 40836 47076 56924 70908 83935 90508 3271 10032 18205 30056 41713 48998 58109 71727 84481 91055 3553 10895 19928 30455 41869 49011 58784 72767 85034 91938 4187 10920 21635 32163 42130 49598 59546 73378 86145 92303 4833 11367 22137 33091 42359 49732 59591 73790 88134 92487 5117 12841 22322 33853 v 42788 50319 60065 73832 86245 92621 5817 12900 23167 33881 43569 50501 60106 74964 88358 93790 6962 14322 24140 36786 43672 51464 61674 78724 89127 96552 7435 14896 26400 37487 43733 54306 63957 79135 89350 97859 7525 17250 26872 38065 44349 54806 64573 80735 89764 98622 9576 17432 27739 40106 46244 56043 69683 82334 90068 98967 Námsmenn fá afslátt af leik- skólagjöldum MEIRIHLUTI bæjarráðs Akureyrar leggur til að frestað verði gildistöku samþykktar um niðurfellingu á af- slætti á leikskólagjöldum vegna bama námsmanna til endurskoðunar fjárhagsáætlunar Bæjarsjóðs síðar á árinu. Guðmundur Stefánsson bæjar- ráðsmaður bókaði á fundinum að hann væri andvígur þeirri ákvörðun að fella niður afslátt frá gjaldskrá sem námsmenn hafa notið vegna vistunar barna þeirra á leikskólum Akureyrarbæjar og muni því ekki greiða atkvæði um tillöguna. Bæjarráð samþykkti einnig að beina því til leikskólanefndar að hún fjalli um meiri sveigjanleika í sum- arleyfislokunum leikskólanna. Sambýli fyrir Alzheimersjúklinga Á fundi bæjarráðs var til umfjöll- unar bréf frá Félagi aðstandenda Alzheimersjúklinga á Akureyri og nágrenni þar sem greint er frá áhuga félagsins á að koma upp sambýli eða stoðbýli fyrir einstaklinga með heila- bilun og leitað eftir samstarfi við Akureyrarbæ til að hrinda því í fram- kvæmd. Fulltrúar félagsins hafa ósk- að eftir að skýra málið nánar fyrir bæjarráði. Ráðið samþykkti að vísa erindinu til félagsmálaráðs til um- sagnar. Einnig vísaði ráðið tillögu þess efnis að á svæði héraðsnefndar Eyja- fjarðar starfi sameiginleg barna- verndarnefnd til félagsmálaráðs. Styrkur til LMA Leikfélag Menntaskólans á Ak- ureyri hefur sótt um styrk úr Bæjar- sjóði til greiðslu á húsaleigu og brunavörslu í Samkomuhúsinu vegna sýninga félagsins á Silfurtunglinu og vísaði bæjarráð erindinu til bæjar- ritara með heimild til afgreiðslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.