Morgunblaðið - 05.03.1995, Síða 5

Morgunblaðið - 05.03.1995, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1995 B 5 Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÓGIRTUR rífur Hemmi upp stemmninguna stuttu fyrir útsendingu og á nokkrum mínútum eru lokaðir íslendingar komnir í banastuð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg LOKS tókst stjórnandanum Agli Eðvarðssyni og sviðsstjórunum að koma manninum á réttan stað, fyrir framan myndavélina. Ein gagnrýnin gekk út á það að ég hefði fundið formúlu að þættin- um. Nú fylgdist ég til dæmis í mán- uð með vinsælustu þáttunum í Bandaríkjunum og kynntist þar frægum stjómanda að nafni Jack Riley. Hann sá brot úr þáttum mín- um og bauð mér vinnu, sem ég tók nú ekki alvarlega. En hann sagði jafnframt að það væri dauðaleit allra dagskrárgerðarmanna að finna formúlu að þætti, alveg eins og það er dauðaleit ritstjóra að finna fram- setningu á blaði. Hann sagði að það hvarflaði ekki að þeim að breyta vinsælum þáttum." - Hvers vegna heldur þú að þætt- ir þínir hafi náð þessum vinsældum? „Fyrst og fremst held ég að öll íslensk dagskrárgerð sé vel þegin. Ég hef líka verið ljónheppinn með samstarfsfólk. Það eru um fjörutíu manns sem vinna að þættinum og við stöndum saman eins og fjöl- skylda. Þetta er frábært fólk og að öðrum ólöstuðum má segja að það hafi mætt mest á stjórnandanum Agli Eðvarðssyni, sem er mikill lista- maður og ákaflega fær. Hann er líka einn allra besti vinur minn og hefur gefið mér mikið. Oft höfum við gert hluti sem hafa tæknilega verið á mörkum hins mögulega. Það mæðir líka mikið á sviðsstjórunum þeim Helgu Pálmadóttur, Elsu Stefáns- dóttur og Guðmundi Guðjónssyni sem hætti raunar í fyrra. Annars hef ég enga skýringu á því hvers vegna þessir þættir hafa verið svona lengi. Aðrir þættir hafa verið skammlífir. En ég vil endilega hafa samkeppni, það er bara keppn- ismaðurinn í mér síðan ég var hjól- beinóttur, fimm ára á Bárugötunni." í landi kjaftasögunnar Þrátt fyrir ódrepandi keppnisskap segir Hemmi að það hafi stundum hvarflað að sér að draga sig í hlé. „Ég hef verið áberandi í þessu litla samfélagi síðan ég var 15 ára, í íþróttum framanaf og síðan í öðrum störfum og það hefur tekið sinn toll. Þegar ég legg mig svona á borðið fyrir almenning er mér lífsins ómögulegt að koma í veg fyrir einka- skoðanir fólks á mér. Það hefur til dæmis haft áhrif á ellefu ára dóttur mína, sem geldur þess að pabbi hennar er þekkt persóna og það tor- veldar stundum samband okkar. Litlu englunum mínum, börnin sem ég hef haft samskipti við í þáttun- um, finnst ég vera nokkurs konar jólasveinn sem þau eigi að hafa að- gang að. Dóttir mín skilur það ekki því að hún er bara með sínum pabba. Þetta vekur oft löngun hjá mér til vera bara Jón Jónsson. Fyrir tæpu ári gerðist það að ég fékk mér í glas um páskana án þess að fara út úr húsi, en þá urðu til ótrúlegar kjaftasögur. Þó svo að ég sé kominn með talsverðan skráp líða börnin fyrir þetta. Ég þurfti að svara fyrir það opinberlega að hafa fengið mér í glas og ég hugsa að það séu ekki margir sem hafa þurft að standa í slíku, þótt þeir drekki og skemmti sér tvisvar í viku, eða 104 daga á ári. Og það var ekki eins og ég hefði gengið berserksgang um bæinn! Ég hef nú ekki verið þessi ofstopamaður í gegnum tíðina. Við lifum nú stundum í landi kjaftasögunnar og það stjórnaði lífi mínu þar til fyrir tólf árum. Hemmi hafði skapað sér þetta með íþrótta- sprikli eða fjölmiðlastandi og afleið- ingunum kastaði hann síðan í fangið á Hermanni sem sat með þær feim- inn og ósjálfbjarga. Jákvætt og neik- vætt umtal ýmist lyfti manni upp _ eða setti mann niður í kjallara, og þarna sat Hermann með allt þetta blaður úr fólki sem hann þekkti ekki neitt og lét það hafa áhrif á heilsu sína. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hver ég var og hveijar langanir mín- ar voru. Það var ekki fyrr en 1983 sem ég tók mig í gegn og sagði hing- að og ekki lengra. Frá þeim tíma hefur mér liðið vel og það þarf tals- vert til að setja mig út af laginu núna.“ - Áttu marga vini? „Nei, ég mundi telja að ég ætti þrjá til fjóra vini og er mjög ríkur að eiga þá. Ég hafði alltaf álitið mig félagsveru, en þegar ég fór að skoða málið átti ég þúsund kunn- ingja en fáa vini. Það var mjög sárt að finna það. En ég held ég eigi engan óvin. Þegar ég hafði rankað við mér áttaði ég mig á því að ég gat farið að velja mér vini. Ég mundi vaða eld og reyk fyrir þá vini sem ég á núna og þeir sennilega fyrir mig.“ Eins og landsleikur „Lífíð hefur verið keppni hjá mér og ég bý mér hana til ef hún er ekki fyrir hendi. Ég setti það skil- yrði í upphafi að þátturinn yrði í beinni útsendingu, því að ég vildi heldur gera mistökin, hafa þessa spennu eins og um landsleik væri að ræða og lenda í öllum þeim vand- ræðum sem við höfum lent í með snúrur og spotta, heldur en að gera einhvern samansoðinn þátt með gerviklappi. Þá sögðu allir að ég væri brjálaður að reyna þetta, það væri betra að gera þátt sem hægt væri að klippa til og gera fullkominn áður en hann færi í loftið. En ég hef enga þörf fyrir að vera fullkominn. Það eru alltof margir sem rembast við að hafa málfar og framkomu fullkomna. Það er full- skipað í þá deild. Ég vil frekar reyna að vera sem líkastur sjálfum mér því þá líður mér betur og veit að ég fæ þá sömu svörun frá því fólki sem ég umgengst. Framkoma mín er vonandi ekkert öðruvísi við fanga á Litla-Hrauni sem ég hef spilað fótbolta við, en við forsetann, sem ég met mikils." - Þú segir ekki ósjaldan, verið góð hvert við annað, og leggur áherslu á að menn séu bjartsýnir og í góðu skapi. Hvers vegna? „Ég vil hafa þetta þannig. Ég kynntist bjartsýni á Spáni þar sem ég vann og í Asíu, þar sem maður finnur hlýju fólksins. Veðráttan hef- ur mikil áhrif á lundarfar okkar hér á íslandi. Við erum með 11 vindstig í bakið 11 mánuði ársins og erum því fáskiptin. Því hef ég lagt mig fram um að ná upp stemmningu í salnum og það hefur tekist." - Finnst þér ekkert þreytandi að þurfa sífellt að hvetja aðra? „Það sem er kannski mest þreyt- andi við þáttinn hveiju sinni er að þurfa að fara svona hálfgirtur með buxurnar á hælunum til að rífa upp stemmningu þegar maður ætti að vera að einbeita sér að því að koma sjálfum sér í stuð. En það er mitt vinnulag, eða ólag að vera með allt á síðustu stundu, ég verð að hafa þessa spennu." - Þú sest nú samt einn út í horn síðustu mínútur fyrir upptöku, hvað ertu þá að hugsa? „Ég er nú aðallega að reyna að vera jákvæður. Ég hef lært af ýms- um góðum mönnum í þessum skemmtanaiðnaði, eins og Ómari Ragnarssyni, Ragnari Bjarnasyni og Bessa Bjarnasyni, hvernig menn eiga að setja sig í stöðu áður en þeir fara inn á svið. Stundum er það átak, einkum ef maður er með háan hita eins og þrisvar hefur gerst.“ - Margir hafa setið í sófanum hjá þér, finnurðu einhvern mun á því að tala við fólk eftir því hvaða starfs- stétt það tilheyrir? „Já. Stjórnmálamenn og þekktara fólk í þjóðfélaginu er oft viðkvæmt fyrir ímynd sinni og ég get vel skil- ið það. Yfirleitt finnst mér best að eiga við þá sem óreyndastir eru og þá sem eru heimsfrægir eins og til dæmis David Attenborough, Christ- opher Lee, Tammy Wynette, Dr. Hook og fleiri sem hafa komið.í þáttinn. Þetta fólk er gjörsamlega laust við stjörnustæla og er meðfæri- legasta fólk sem ég hef kynnst. Ég héit að Tammy Wynette væri prímadonna en þegar ég spurði hana hvaða lag hún ætlaði að syngja fyr- ir okkur sagðist hún ætla að syngja besta lagið sitt. Og hvaða lag er það spurði ég. „Stand by your Her-man“ sagði hún! Ég átti langt samtal við David Attenborough eftir þáttinn og hann gaf mér góðar ábendingar um margt sem ég hef fullan áhuga á að gera, eins og til að mynda ferðaþætti. Og svona smám saman hefur maður verið að sanka að sér hugmyndum um gerð sjónvarpsþátta." Vatnsgreiddir skákmeistarar Hemmi, sem hefur lengi verið fararstjóri á sumrin, hefur ekki ein- ungis hugmyndir um hvernig gera eigi góða ferðaþætti, heldur líka skákþætti, sem hann hefur nú reynd- ar stjórnað eins og flestir vita. „Ég hef ótal hugmyndir um hvernig eigi að koma skák og öðrum íþróttum á framfæri og gera það að áhugaverðu efni fyrir áhorfend- ur. Við höfum verið með skákþætti í sjónvarpinu undanfarin ár og feng- um fyrir tveimur árum Judit Polgar skákmeistara frá Ungveijalandi og heimsmeistarann Karpov. Ég hélt til dæmis lengi vel að Karpov væri svona vatnsgreiddur, pirraður Rússi, kerfiskarl, en hann er mjög jákvæð- ur og opinn persónuleiki. Nú er ég búinn að tryggja það að hinn heims- meistarinn, Kasporov sjálfur, komi hingað í mars og þessir garpar hafa látið það berast út að sjónvarpið hér hafi gert skákþætti sem eru með þeim bestu í heimi. Það er viðurkenning fyrir okkur og af þessu fréttu þeir hjá BBC. Auðvitað fannst þeim fáránlegt að maður sem er með skemmtiþætti skuli vera að sýsla í skák líka, en þeir ætla að koma hingað og gera þátt á íslandi. Þeir hafa boðið mér að vera stjórnandi þess þáttar sem mun fjalla um skáklíf og íslenska menningu á léttum nótum. Þetta verður þáttur í nýjum þáttaröðum sem BBC framleiðir og ber heitið „Correspondent". Þættirnir verða unnir af helstu fréttariturum þeirra um allan heim, fjalla um mannleg málefni á jákvæðan hátt og verða sendir út á besta tíma, eða klukkan korter yfir sjö á Iaugardagskvöldum. - Og nú er hundraðasti þátturinn framundan, verður þú með einhvetja afmælisdagskrá í tilefni þess? „Það verður ekki ákveðið fyrr en á síðustu stundu, en líklega verður klippt það besta úr þessum hundrað þáttum og sennilega verða einhveij- ar af stjörnum okkar á staðnum. En þetta hefur alltaf verið svona, ég fæ hugmyndir á síðustu stundu og kann ekki að vinna mér í haginn. Það verður að vera þessi spenna, mér finnst lífið þurfa að vera spenn- andi.“ - Þeir sem hafa komið fram í þættinum hafa þó sagt að þú sért mjög vel undirbúinn og smámuna- samur? „Já, ætli ég sé ekki nokkuð skipu- lagður í þessari óreiðu. Ég skrifa hjá mér þau verkefni sem ég þarf að sinna yfir daginn, en set alltaf inn á hveijum degi eitthvað skemmtilegt. Ég uppgötvaði að það kemur enginn hingað og skemmtir mér, ég verð að gera það sjálfur. Því er engihn dagur öðrum fremri hjá mér, það er jafn skemmtilegt að vakna á mánudegi sem laugar- degi.“ - Verða þættirnir „A tali hjá Hemma Gunn“ áfram? „Ég veit það ekki, ég er lausráð- inn og hætti því alltaf á vorin, þótt ég byrji kannski aftur að hausti," segir Hemmi. Eða Hermann. Ég vissi aldrei við hvorn ég talaði. Morgunverðarfundur (fyrri af Iveim ''stjórnmáiafundum") miðvilcudaginn 8.mars 1995 kl. 08.00 - 09.30, i Átthagasal Hótels Sögu ÍSLENSKT ATVINNULÍF OG PÓLITÍSKT UMHVERFI - HVERT STEFNUM VIÐ í SAMKEPPNI ÞJÓÐANNA? STJÓRNMÁLAFORINGJAR Á PALLI MEÐ TALSMÖNNUM ATVINNULÍFSINS Forsendur og stefna fíokka og framboða / hnotskurn - 5 mínútna ávörp. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins Agúst Einarsson, varaformaður Þjóðvaka Pallborð - spurningar, svör, snörp skoðanaskipti Talsmenn atvinnulífsins: Friðþjófur Ó. Johnson, forstjóri Ó. Johnson & Kaaber hf. Jenný Stefanía Jensdóttir, framkvæmdastjóri Plastos hf. Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Sólar hf. Fyrirspurnir frá fundarmönnum Fundarstjóri Einar Sveinsson, formaður Verslunarráðs Islands Fundargjald (morgunverður innifalinn) kr. 1.200.- Fundurinn er opinn, en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08 - 16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.