Morgunblaðið - 05.03.1995, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.03.1995, Qupperneq 22
22 B SUNNUDAGUR 5. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÓHÆFAR KENN SLUBÆKUR ÉG FJALLA.ÐI í janúarmánuði sl. hér í Skoðun um skoðanamynd- andi kennslu í mannkynssögu, nánast innrætingu, í umflöllun um „Heimsbyggðina I“. Hér verður fram haldið sem frá var horfið í skoðun á „Heimsbyggðin II — Mannkynssögu eftir 1850“ eftir Asle Sven og Sv. A. Aastad í þýð- ingu Sigurðar Ragnarssonar. HÖFUNDAR, sem eru norskir, skrifa formála fyrir ritinu, sem kemur út í Noregi og á íslandi á sama ári. „Fyrri efnisskipan (útg. 1983, ísl. þýðing 1985) er haldið í stórum dráttum, en tímabilinu eftir 1945 er ætlað meira rými á kostnað tímabilsins 1950-1945. Þjóðernishyggju og þjóðemis- stefnu eru gerð ítarlegri skil til að auðvelda notendum bókarinanr skilning á atburðunum í Austur- Evrópu og upplausn Sovétríkjanna og Júgóslavíu ... Höfundar hafa orðið að velja efni sitt úr gífurleg- um þekkingarforða og haga áherslum eftir bestu vitund ... Lögð hefur verið áhersla á að verk- ið standist ströngustu fræðilegar kröfur og því til tryggingar hefur verið leitað til ýmissa sérfræð- inga ... Orsök af öðrum toga í þessum brotum úr formála má sjá tilgang höfunda með þess- ari Heimsbyggð II. Þjóðemis- hyggja er álitin vera kveikjan að atburðum í Austur-Evrópu og upp- lausn Sovétríkjanna. Aðalástæðan var af öðmm toga, efnahagur ríkj- anna var í rúst, kúgun og njósnir einkenndu stjómarfarið og pynt- ingar og morð vom hlutskipti þeirra sem andæfðu ómennsku stjómarfari. Höfundar segjast skrifa eftir bestu vitund, en þar kemur babb í bátinn. Það er ekki gerlegt að skrifa samtímasögu eftir þeim mælikvarða, heimildir um atburði 1945 — dagsins í dag — em meira og minna óbirtar, könnum skjalasafna Sovétríkjanna og leppríkja þeirra er takmörkuð og margt á eftir að koma í ljós bæði varðandi þau og einnig gildir þetta um skjalasöfn á Vesturlönd- um. Fjölmargir einstaklingar sem mótuðu atburðarásina hafa ekki sagt sitt síðasta orð og fjarlægð frá nútímanum til sögulegs mats er engin. Því geta höfundar ekki staðhæft að þeir skrifi „eftir bestu vitund". Þeir gera skrifað lauslegt yfirlit um samtímavið- burði, einhvers konar ,journalisma“, en ekki meir. Auk þess em skoðanir þeirra fjarri allri sagnfræðilegri gagnrýni og tilraun til hlutleysis. Þeir era haldnir um of af kenn- ingakreddum marxískrar söguskoð- unar, eins og sjá má á eftirfarandi umfjöll- un um þessa bók þeirra. íslenskur sagn- fræðingur hefur lýst vel viðhorfum til þess að skrifa samtíma- sögu, sem er Jón Espólín f lok Árbókanna. „... at fyrir utan þat, er frá- sagnir verðr því vandara at semja hverjum furir sik, sem nær er því er yfir stendr, ok færra gjörkunn- ugt, þá verðr það allra vandast þegar fjölbreytni eykst jafnan á öllum hlutum, ok von er stórra tíðinda ok tilburð meir en fyrri, ok er þá eigi hægt at byija á miklu efni ok margbrotnu fyrir þann, sem aldrei verðr auðit at sjá þar lyktir. (Jón Espólin: Islands Árbækur í sögu-formi. XII. Deild. Lyktir. Kaupmannahöfn 1955.) Höfundar tala um umfangs- mikla könnun og nefndir til sögu- kennarar; þýðandinn nefnir í for- mála fyrra bindis „ítarlega könn- un“. Norskir formálahöfundar nefna einnig sérfræðinga í þessu sambandi. Þetta er allt góðra gjalda vert, en hinn rauði þráður beggja bindanna er hin gamal- kunna söguspeki eða rytjuma af marxískri söguskoðun. Aðlagaðar „staðreyndir“ Annað bindi Heimsbyggðar hefst í hagsögu í víðum skilningi, stórfjölgun íbúa allra Evrópulanda og búferlaflutningum vestur um haf. Iðnvæðingin og auknar vís- indarannsóknir em tíundaðar og síðan kaflar um fjölskyldumun- strið og loks hugmyndafræði og aukin þjóðernishyggja. Kaflinn um Evrópu 1850-1914 endar á París- arkommúnunni. Fjallað er um kenningar Marx og Engels. Ef mynd ætti að fást af félagsfræði- legum kenningum 19. og 20. aldar þyrfti einnig að vinna úttekt á kenningum Marx Webers, Comtes og Durkheims, en svo er ekki. Heimsvalda- stefnan er næsti kafli. Þar segir frá yfirgangi Evrópuþjóða í öðrum heimshlutum, einkum Breta. Heimsstyrjöld- inni fyrri eru gerð skil og síðan rísa Sovétrík- in og hin gamalkunna saga þeirra rifjuð upp að hefðbundnum hætti,-sbr. fyrri út- gáfu. Næstu kaflar em aðeins rýrðir til þess að hafa meira rými fyrir samtíma- sögu. Aðeins er dregið úr einfeldningslegasta áróðrinum. Bandaríkin verða stór- veldi. Kapítalisminn í kreppu, gömlu lummumar úr fyrri útgáfu. Fasisminn og nasisminn. Á bls. 81 segir: „Þær Clara Zetkin og Rósa Luxemburg tóku virkan þátt í þessu starfí (baráttu friðar- sinna), en þær stóðu framarlega í Sósíaldemókrataflokknum þýska.“ Á bls. 196 í fyrri gerð Kennslubækur, sem hallar eru undir einhliða marxíska sögutúlkun, hljóta vaxandi gagn- rýni. Siglaugur Brynleifsson telur Heimsbyggðina I og II þeirrar gerðar. bókarinnar segir: „Vinstri armur Sósíaldemókrataflokksins nefndist „spartakistar“. Laut hann forystu þeirra Rósu Luxemborg og Karls Liebknechts ... Hópurinn stofnaði Kommúnistaflokk Þýskalands (KPD) um áramótin 1918-1919.“ Svona em staðreyndir aðlagað- ar þörfum höfunda, sem skrifa „eftir bestu vitund". Rauðar og brúnar útrýmingarbúðir „Heimsstyrjöldin síðari.“ Þar er svipuð frásögn færð nemendum og í fyrri gerðinni. Minnst er á útrýmingarbúðir nasista. Á bls. 272 í endurskoðuðu útgáfunni er Siglaugur Brynleifsson skrifað í sambandi við nýnasista nú á dögum: „Hópar þessir hentu á lofti staðhæfíngar einstaka sagnfræðinga um að frásagnir af útrýmingarbúðum Hitlers séu ein- ungis áróðurstilbúningur sigur- vegaranna í stríðinu til að ófrægja nasismann." Höfundar þessarar bókar feta sömu slóð með því að láta sem engar sovéskar útrýming- arbúðir hafi verið til, þeir nota orðið „fangabúðir" í staðinn. Svo kemur að „kalda stríðinu", þar er sökudólgurinn Bandaríkin og síð- an kemur „risaveldið Bandaríkin og þar fær Ronald Reagan heldur kaldar kveðjur: „Ronald Reagan og hrossalækning." Sagan er sögð allt til núverandi forseta. Á bls. 239 segir: „Bandaríkjamenn hafa verið einhverjir mestu mengunar- valdar veraldar,“ og fleira í þeim dúr. „Sovétríkin eftir 1945 — risa- veldið sem hvarf.“ Höfundar segja frá „þýðunni" á dögum Khrutstjovs. Þar er getið bókar Soltsjenitsyns, Dagur í lífí Invans Denisovitsj, en riti hans um Gulag- ið er sleppt. Sú bók opnaði viður- styggð stjórnarfarsins í Sovétríkj- unum, sem virðist að dómi höfunda þessarar bókar ekki hafa verið svo slæmt, því að á bls. 251 er sagt: „Sovétríkin urðu eins konar vel- ferðarríki ...“ Síðan er megin mál samskonar lofgerð um hina allt um lykjandi félagshyggju og er að finna í fyrri gerð ritsins. Lýst er ástæðum fyrir hruni leppríkj- anna og að því er virðist telja höfundarnir efnahagskreppuna á Vesturlöndum vera helstu orsök- ina fyrir hrani þeirra, bls. 278. „Auk þess vora miklar tækni- framfarir á Vesturlöndum“ en lep- príkin drógust aftur úr þróuninni, sama blaðsíða. Höfundar skrifa á bls. 278 að Ceausescu hafi „kraf- ist þess að vera tignaður sem guð“. Nýjar upplýsingar, svo það var að vonum að ýmsir dyggir flokks- menn vildu breytingar, enda ráða starfsmenn guðsins enn ríkjum í Rúmeníu, þótt höfundar láti annað í veðri vaka. Hallir undir Sovétríkin Samanburður risaveldanna Bandríkjanna og Sovétríkjanna er heldur hallur undir Sovétríkin. Þessi veldi virðast hafa barist um áhrif í heiminum og ef út í það er farið, þá vom forsendur þeirra þær sömu, græðgi í völd og áhrif, að skoðun höfundar. Reynt er að fletja út allan verulegan mismun á viðhorfum þeirra til einstaklings- ins. Hér em beinar falsanir við hafðar. Bandaríkin voru og eru réttarríki en Sovétríkin vom það ekki. Höfundar skrifa að Gorbatsj- ov hafi viljað „gera Sovétríkin að réttarríki", bls. 254. Hinn hrái vemleiki var allt annar, Sovétríkj- unum var stjómað af flokki glæpa- manna, eins og rússneskir sagn- fræðingar orða það. Skil á réttu og röngu vom horfin úr meðvitund þorra þjóðanna sem þau byggðu. Þegar veldi flokksleiðtoganna hmndi stálu þeir t.d. gullbirgðum bankakerfisins og gerðust glæpa- menn í rústunum. Mafían er fyrr- verandi starfskraftar gömlu rík-^ isglæpamannanna. Þessum glæp- samlegu stjórnarháttum fylgdi fá- tæk 85% þjóðanna og slík mengun að stór landsvæði verða óbyggileg í hundrað ár. Svik, lygi og falsan- ir einkenndu stjórnarfarið og út- sendarar þessa kerfis vom dreifðir um allan heim og iðkuðu þar mannrán, þjófnað, mútur og morð. Hmn þessa ríkis kom öllum á óvart, örfáir menn sáu hvert stefndi, að gjörspilling stendur aðeins takmarkaðan tíma og þann- ig fór. Samanburður höfunda milli Vesturlanda og Sovétríkjanna er því villandi og marklaus. Þræðir samtímasögu Rússlands (til 1989-92) teygjast aftur til þess tíma þegar „Sovétríkin risu“. Þá var framtíð Rússlands mótuð. Hvað gerist nú þegar tilraun er gerð til þess að móta „borgaralegt samfélag“ á rústum Sovétríkj- anna? Grundvöllur borgaralegs samfélags em lög og réttur og kennd fyrir réttu og röngu, þ.e.a.s. siðferðisvitund borgaranna. Hvort Rússum tekst að grundvalla þær forsendur veit enginn. Óhæfar kennslubækur Síðustu kaflar bókarinnar fjalla um: „Frelsisheimt nýlenduþjóða.“ Þar í ríkjum er óvissa ríkjandi. í Afríku náðu marxistar víða völd- um, augljósasta dæmið um þá stjórnarhætti var Etióphia; á stjórn marxista þar er ekki minnst í bókinni. Hér gengur aftur um- fjöllunin úr fyrri gerð bókarinnar, sama gildir um sögu ’68 kynslóð- arinnar. „Alþjóðasamstarf“ er lo- kakafli ritsins. Rit þessi em frábmgðin fyrri gerð hvað snertir myndaval. Ágætt myndefni fylgir bæði í litum og svart/hvítu og sumum vafasömum inyndum til birtingar er sléppt. T.d. myndin af líkum Rósenbergs- hjónanna, á bls. 261 í fyrri gerð, er hér ekki endurprentuð og fleiri myndum í þeim dúr er sleppt. En þótt nokkur siðbót hafi orðið í myndavali er texti ritanna e.t.v. enn vafasamari en í fyrri gerð. Nú er reynt að beija í brestina og gera hálfsannleika sennilegri og breiða yfir fyrri staðhæfingar með óljósu orðalagi. í stuttu máli reyna höfundar að ljúga sig út úr lyginni. Bækur þessar — Heimsbyggðin I-II — eru óhæfar sem kennslu- bækur. Falsanir em augljósar, en ekki augljósar þeim sem fá þetta í hendur sem fyrstu uppfræðslu í sögu mannskynsins. Höfundarnir ganga svo langt að jafnvel kennslubækur í marxiskri sagn- fræði í þýska alþýðulýðveldinu vom vandaðri kennslubækur á sinn hátt en þessi norsku ósköp. Höfundur er rithöfundur og kennari. IRLAN Nýr áfangastaður Verð f rá kr. 28.698’ *Staðgreiðsluverð pr. mann tvbýli. Páskaferö 13.-17. apr! (enginn vinnudagur) Nú gefst íslendingu kostur á að kynnast ÍRUM norðan landamæra í frábærri ferð. Efnt verður til skoðunar- og skemmtiferða, auk þess sem tími gefst til að skoða í verslanir sem eru opnar á föstudaginn langa og laugardaginn. Páskaferð gott verð innifalið: Flug, gisting, morgunverður, akstur til og frá hóteli erlendis, allir flugvallarskattar. FERÐASKRI FSTOFA REYKJAVÍKUR Abalstræti 16, sími 552-B200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.