Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 11 óbreytt atvinnuleysi frá árinu 1993. Samkvæmt sömu könnun var þriðj- ungur þeirra sem voru atvinnulausir í fyrra á aldrinum 16-25 ára og atvinnuleysi í þessum aldursflokki var 11,5% samanborið við að það var rúmlega 4% að meðaltali hjá þeim sem eldri voru. Sambærilegar tölur vegna ársins 1993 sýna að atvinnuleysið í þessum aldursflokki 16-25 ára hefur heldur aukist milli ára því það var í kringum 10% þá. Könnun Hagstofunnar er úrtaks- könnun og byggir á alþjóðlegum skilgreiningum á vinnumarkaðas- könnunum. Könnunin nær þannig til þeirra til dæmis sem eru í at- vinnuleit og skrá sig ekki atvinnu- lausa eða eiga ekki rétt á atvinnu- leysisbótum og eru ekki skráðir af þeim sökum. Aukins atvinnuleysis gætti fyrst á landsbyggðinni, en þegar á hefur liðið hefur atvinnuleysi vaxið á höf- uðborgarsvæðinu og er nú svipað á öllu landinu. Hins vegar hafa verið meiri sveiflur í atvinnuleysi á lands- byggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þar sem það hefur verið stöðugra. Atvinnuleysi meðal kvenna er veru- lega meira en meðal karla sam- kvæmt skráningu vinnumálaskrif- stofunnar og gildir það um alla landshluta. Þannig var atvinnuleysi 6,1% meðal kvenna á síðasta ári, en 3,7% meðal karla. Annað sem tölurnar sýna er að þeim fjölgar sífellt sem hafa verið atvinnulausir lengi. Þannig tæplega tvöfaldast tala þeirra sem höfðu verið atvinnulausir sex mánuði eða lengur á milli áranna 1992 og 1994 eða vex úr 932 í 1.723. Þá kemur einnig fram að mikil fylgni er á milli menntunarstigs og atvinnu- leysis þannig að eftir því sem mennt- un er minni eru meiri líkur til þess að viðkomandi sé atvinnulaus. Sam- kvæmt vinnumarkaðskönnun Hag- stofunnar voru 2% þeirra sem höfðu háskólamenntun að baki atvinnu- lausir í nóvember 1993, en tæplega 8% þeirra sem höfðu einungis grunnskólamenntun að baki. Þarf aö endurskoóa lög um atvinnuleysistryggingar í skýrslu starfshóps um þjónustu og öryggiskerfi atvinnulausra, sem félagsmálaráðherra skipaði og skil- aði af sér í júní í fyrra, kemur fram að núgildandi lög um atvinnuleysis- tryggingar geri einungis ráð fyrir atvinnuleysi ti! skamms tíma og í þau vanti flest úrræði til að mæta langvarandi atvinnuleysi. Leggur hópurinn til að lög um atvinnuleys- istryggingar verði endurskoðuð hið fyrsta og leggur áherslu á að það verði gert í ljósi þess hversu þeim sem hafi verið atvinnulausir lengi fjölgi ört. Telur starfshópurinn að afla þurfi frekari upplýsinga um atvinnulausa hér á landi, greina hann í smærri hópa og leita úrræða fyrir hvern hóp fyrir sig. Efla þurfi skilvirkni atvinnuleysisbótakerfisins og stórauka menntun til handa at- vinnulausum, sérstaklega ungu fólki sem hafa litla menntun að baki, auka starfsþjálfun og starfsmennt- un, koma á frumkvöðlastyrkjum og endurskipuleggja átaksverkefni sveitarfélaga. Auk þess er bent á að sveitarfélögin þurfi að setja regl- ur um fjárhagsaðstoð sem nægi til framfærslu, svo nokkur atriði séu nefnd. Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðing- ur, var formaður starfshópsins. Hún segir að í skýrslunni sé bent á fjöld- ann allan af atriðum sem betur megi fara, en það sem hópurinn hafi einkum gagnrýnt hafi verið skortur á heildarstefnu í ljósi þessa mikla og langvarandi atvinnuleysis. Gildandi lög miðist við stutt og árs- tíðabundið atvinnuleysi og að fólk geti fengið bætur í 2-3 vikur á ári. Þau úrræði sem fyrir hendi séu taki alls ekki á langtímaatvinnuleysi og það sem sé brýnast að gera sé að mennta það fólk sem hafi lengi verið atvinnulaust. Sá hópur sem verst sé settur sé ungt fólk með takmarkaða menntun. Því sé hætt- ast við að verða lengi atvinnulaust. Það þurfi að taka á þessu með mjög markvissum hætti, en hún viti hins vegar ekki til að verið sé að gera neitt ítarlegt eða róttækt í þessum málum. Fjöldi atvinnulausra eftir aldri 1986-1994 1470 - 30-39 ára 20-24 ára 25-29 ára 40-49 ára 60-69 ára 50-59 ára 15-19 ára 1986 ’87 '88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 '94 70 ára og eldri Atvinnuleysi eftir menntun 1991-93 12%-------------=------------------- Grunnskólamenntun Starfs-/framhaldsskólamenntun Háskólamenntun Fjöldi atvinnulausra eftir lengd atvinnuleysis 1986-1994 Minna en 3 mán. Meira en 6 mán. 3 til 6 mánuðir 4. '91 11.'91 4. ’92 11.’92 4.'93 11. ’93 Atvinnuleysi eftir aldursflokkum 1991-93 12%- 16-24 ára 65-74 ára 25-34 ára 35-64 ára 4.'91 11. '91 4.'92 11.'92 4.'93 11.'93 Atvinnulausir karlar og konur 1983-94 Norðurland eystra '84 '86 '88 '90 '92 '94 Bragi Guðbrandsson, aðstoðar- maður félagsmálaráðherra, segir að heildarendurskoðun atvinnuleys- istryggingalöggjafarinnar væri ekki hafín, en félagsmálaráðherra hefði lýst því yfir að það væri nauðsynja- mál og forgangsverkefni. í því sam- bandi þyrfti að taka afstöðu til margháttaðra mikilvægra og út- gjaldafrekra breytinga, eins og hvað varðaði úrræði fyrir þá sem hefðu verið atvinnulausir lengi, en þar þyrfti að skoða þætti eins og starfs- fræðslu, menntun og átaksverkefni. Þá væru það atriði varðandi sjálfan bótaréttinn, en atvinnuleysistrygg- ingarnar næðu til dæmis ekki til heimavinnandi fólks og námsmanna enn sem komið væri. Bragi sagði að þrátt fyrir fullyrð- ingar þess efnis að lítið sé gert til að efla atvinnulíf og vinna bug á atvinnuleysi sem gjarnan heyrist í stjórnmálabaráttunni sé það í raun ótrúlega margvíslegar aðgerðir sem séu í gangi í þessum efnum og ótrú- lega miklu fé sé varið til þessa málaflokks, þegar allt sé samantek- ið. Bæði sé um almennar aðgerðir að ræða og sértækar sem nái til tiltekinna hópa eða landshluta. Lengsta stöónunartimabilió En hvers vegna hefur atvinnu- leysið haldið innreið sína hér á landi og eru líkur til þess að það festi sig í sessi eða megum við búast við að það dragi aftur úr því á næstu árum? Gylfi Arnbjörnsson, hagfræðingur Alþýðusambands íslands, segir að margar ástæður séu fyrir því að atvinnuleysi hafí haldið innreið sina hér á landi, en meginskýringin sé sú stöðnun og samdráttur sem hafi ríkt í atvinnulífi hér undanfarin ár. Þetta sé lengsta stöðnunartímabil landsframleiðslu í áratugi. Á sama tíma fjölgi þjóðinni og fleiri komi út á vinnumarkaðinn. Til viðbótar þessu hafi atvinnulífið í lok síðasta áratugar verið mjög vanmegna að mæta þeim erfiðleikum sem komið hafa upp. Offjárfesting hafi verið mikil á síðasta áratug og atvinnulif- ið óvant því að skuldir vegna þeirra væru verðtryggðar og bæru raun- vexti. 50 milljarðar króna hefðu verið afskrifaðir í bankakerfinu og varlega áætlað mætti bæta helmingi þeirrar upphæðar við hvað varðaði afskriftir hjá fyrirtækjunum sjálfum og einstaklingum. Þannig hefðu i kringum 70 milljarðar króna verið afskrifaðir á síðustu 6-8 árum eða nálægt tíu milljarðar að jafnaði á ári og hefði þetta auðvitað orðið tii að takmarka svigrúm fyrirtækjanna til að sækja fram á við verulega. Þau hefðu brugðist við með þvi að takmarka mjög fjárfestingar og greiða niður skuldir, en fjárfesting væri mælikvarðinn á nýsköpun at- vinnutækifæra. „Ég tel hins vegar að við séum komin í gegnum þetta tímabil og við stöndum að vissu leyti á ákveðn- um tímamótum. Skilyrði fyrir at- vinnulífið eru mjög hagstæð í dag. Því hafa kjarasamningar undanfar- inna ára í rauninni skilað atvinnulíf- inu. Það hefur hins vegar orðið bið á því að fyrirtækin nýti sér þessu hagstæðu skilyrði," sagði Gylfí. Hann sagði að forsenda þjóðar- sáttarsamninganna á sínum tíma og þeirra samninga sem hafi verið gerðir síðan hafi að mörgu Ieyti verið atvinnumál og að efla atvinnu- lífíð til að fjölga störfum. Menn hafi áttað sig á því hvaða skilyrði það séu sem gildi í atvinnulífinu. Stjórnmálamenn hafi opnað hag- kerfíð og efnahagsumgjörðinni hafi verið breytt. Síðasti þátturinn í því hafi verið þegar fjármagnsmarkað- urinn var endanlega opnaður um síðustu áramót. „Þetta eru skilyrði sem menn þekkja í dag. Menn eru orðnir vanir því að meta fjárfesting- arkosti út frá því að lánin sem til þarf kosti eitthvað á sama tíma og fyrirtækin búa nú við hagstæðasta raungengi sem verið hefur á síðustu þijátíu árum,“ sagði Gylfi. Hann sagði að af þessum ástæðum væru ýmsir hagvaxtarmöguleikar fyrir hendi á mjög mörgum sviðum og því teldi hann góðar vonir til þess að aftur drægi úr atvinnuleysi á næstu árum. 1.700-1.800 bætast vió vinnuafflió á ári Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambands íslands, segir að til þess að halda óbreyttu atvinnustigi í landinu þurfi 1,5-2% hagvöxt á ári, að þeirra mati, en til samanburð- ar sé miðað við það í Evrópu að 3% hagvöxt þurfi til að halda óbreyttu atvinnustigi. Það sem hafí vantað hér á landi á undanfömum ámm sé hagvöxtur og ný og fjölbreyttari framleiðsla til að bjóða upp á ný atvinnutækifæri. Að auki þróist framleiðsluaðferðirnar og ný tækni og vinnutilhögun sé tekin upp sem spari vinnuafl og geri það að verkum að þó einhver hagvöxtur sé þá fiölgi störfum ekki. „Okkur hefur tekist að halda í horfínu undanfarin ár með því að lækka raungengið, lækka vinnuaflskostnaðinn, þannig að við höfum getað staðist sam- keppnina og störfum hefur ekki fækkað eins og þeim hefði átt að gera miðað við þau áföll sem við höfum orðið fyrir,“ sagði Hannes ennfremur. Hann benti á að einn þáttur í þessari viðleitni hefði verið að leggja af aðstöðugjaldið og það og gengis- stefnan hefðu stuðlað að því að halda í horfinu í atvinnumálum, en það hefði ekki orðið til þess að skapa nein ný störf. Fólki á vinnufærum aldri fiölgaði um 1.700-1.800 á hveiju ári og til þess að halda óbreyttu atvinnustigi þyrfti því að skapa þann fiölda starfa. Til að minnka atvinnuleysi þyrfti enn meiri hagvöxt eða á bilinu 3-4% á ári. Ný störf yrðu til við fiárfestingar í atvinnulífinu og fiárfestingar hefðu verið í algjöra lágmarki á undan- förnum áram, þannig að störf fram- tíðarinnar hefðu ekki verið að skap- ast með fiárfestingum síðustu ára. „Það er því ekki ástæða til mikillar bjartsýni um að það dragi úr at- vinnuleysinu næstu árin, en hugsan- lega getum við haidið í horfinu með um 1,5-2% hagvöxt næstu árin. Það þurfa að koma til verulega miklar nýfiárfestingar í atvinnulífínu til þess að það dragi úr atvinnuleysi og þá hugsar maður fyrst og fremst til þessara stóriðjufiárfestinga sem eru á döfinni,“ sagði Hannes einnig. Hann sagði að samkvæmt vinnu- markaðskönnunum hefði framboð á störfum á undanförnum áram staðið í stað og atvinnuleysið skýrðist því fyrst og fremst af þeirri fiölgun sem hefði orðið á vinnumarkaðnum hér. Atvinnuleysið hefði hins vegar orðið ennþá meira en væri raunin ef stað- ið hefði verið að kjarasamningum með öðrum hætti en gert hefði ver- ið á þessu tímabili. Stöðugleikinn hefði gefið mönnum einhveija trú á framtíðina og lækkun raungengisins hefði bætt samkeppnisstöðu at- vinnuveganna. Það breytti því ekki að stöðnun hefði ríkt. Það gengi hins vegar ekki til frambúðar að vera sífellt að bjarga áföllum. „Við verðum náttúrlega að keppa að því að bæta hér lífskjörin og auka vel- rnegun eins og er að gerast í löndun- um í kringum okkur, annars drög- umst við stöðugt aftur úr. Við höfum tekið lífskjaradýfu til þess að halda uppi sem allra mestri atvinnu," sagði Hannes. Hann sagði að nýgerðir kjara- samningar ættu að efla mönnum trú á framtíðina. Afkoma í atvinnulífínu hefði batnað og arðsemi fiárfestinga hefði aukist og meiri vissa ætti að vera um forsendur útreikninganna. Hann ætti því fastlega von á því að fiárfesting myndi ar.kast á næst- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.