Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ástandið í N-Kóreu er ömurlegt en þar ríkir ekki hungursneyð Skortir flest nema hrísgrjón Ástandið í Norður-Kóreu er alls ekki eins slæmt og af hefur verið látið. Það er niðurstaða Robert Guest blaðamanns á The Daily Telegraph eftir að hafa ferðast um landið. UPPSKERA á maís og hrísgrjónum á hektara er hvergi meiri en í Norð- ur-Kóreu. Þetta er ekki áróður frá stjórninni í Pyongyang heldur nið- urstaða Alþjóðlegu hrísgijónarann- sóknarstofnunarinnar, sem starfar á Filippseyjum og er fjármögnuð af Alþjóðabankanum. Það er ekki allt ömurlegt í kon- ungsríki Kim Jong-il. Nægur matur virðist vera til staðar þó að hann sé óspennandi. Fötin sem fólkið í Pyongyang klæðist myndu ekki vinna til verðlauna á tískusýningum í París en þau eru nægilega hlý til að gera veturinn þolanlegan. Það er líka tiltölulega öruggt að búa í Norður-Kóreu, að minnsta kosti ef maður gagnrýnir ekki stjórnvöld. Fólk læsir ekki útidyra- hurðum á kvöldin og 100 dollara seðli, sem ég óvart gleymdi í skyrtu er send var í þvott, var skilað sam- dægurs. Fréttir síaðar af S-Kóreu Flestar þær slæmu fréttir, er okkur berast frá þessu einangraða landi; fréttir af hungursneyð, upp- þotum vegna matarskorts á lands- byggðinni og pólitískum aftökum, hafa farið í gegnum síu suður-kór- esku leyniþjónustunnar. Flóttamenn frá norðurhlutanum eru vandlega yfirheyrðir af Þjóðar- öryggisstofnuninni í Seoul áður en þeim er leyft að halda blaðanianna- fundi. Að því búnu er vandlega fýlgst með þeim. Stofnunin hefur stundum komist að þeirri niðurstöðu að flóttamenn séu í raun njósnarar og látið skjóta þá. Þetta grefur undan trúverðug- leika frásagna þeirra af hungurs- neyð og ofbeldi. Efnahagslegar fréttir frá opin- berum aðilum í Norður-Kóreu eru nær gagnslausar. Flokksmaður reyndi að sannfæra mig um að blómleg bifreiðaframleiðsla væri í landinu en ég sá ekki einn einasta bíl, sem ekki hafði verið fluttur inn, þá viku sem ég dvaldi þarna. Það er ekki út í hött að spyija hvemig efnahagsástandið í Norður- Kóreu sé í raun. Svarið við þeirri spumingu gæti nefnilega ráðið því hversu lengi ríkjandi kerfi nær að þrauka. Áhrifanna mun gæta víða er Norður-Kórea hrynur loks í fang hinnar velmegandi, kapítalísku Suður-Kóreu. Til að byrja með verða það skatt- greiðendur í suðurhlutanum er munu bera þyngstu byrðamar. Til lengri tíma litið gæti sameinuð Kórea með 70 milljónir íbúa orðið að öflugasta efnahagskerfi Asíu á eftir Japan. Góðu fréttimar á efnahagssvið- inu í Norður-Kóreu er flestar að fínna í landbúnaðinum. Að sögn hrísgijónasérfræðings á vegum Sameinuðu þjóðanna í Pyongyang hefur flokkurinn varið gífurlega miklu fé í áveitukerfí. Nóg er því til af hrísgijónum þó að akurlendi sé mjög lítið. Fatnaður gamall og rifinn Það gegnir hins vegar öðm máli um dreifingu. Mikill skortur er á bílum, vömbílum, vegum og bens- íni. Lífíð utan höfuðborgarinnar, þar sem tvær milljónir búa, er líka mun erfiðara. Fatnaður bænda er gamall og rifínn, pappírs- og krítarskortur er í sveitaskólum og húshitun léleg, að sögn kínversks stjórnarerindreka í Pyongyang. Besta vísbendingin um hversu slæmt ástandið er, en samkvæmt KIM Jong-il er lýst sem „ein- stökum persónuleika“ og „risa okkar tíma“ í hinni opin- beru ævisögu hans. Norður- Kórea þarf svo sannarlega á slíkum manni að halda, segir greinarhöfundur. rússneskum heimildum hefur það verið alvarlegt frá ámnum 1990- 1991, er að stjórnvöld í Norður- Kóreu ganga nú með betlistaf í hendi milli óvina sinna. Sjálfsþurftarbúskapur hefur ver- ið heilög kennisetning í Norður- Kóreu. Það var því mikil niðurlæg- ing að þurfa að biðja suður-kóreska stórfyrirtækið Lucky-Goldstar að taka við Kim Chaek-stálverinu á MINNISMERKI í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. síðasta ári. Það fyrirtæki hafði ein- mitt verið eitt helsta stolt Norður- Kóreu á iðnaðarsviðinu. Ef Kim Jong-il er við völd (og ég sá engar vísbendingar um annað þó að mér hafí verið tjáð að hugsan- lega yrði hann ekki skipaður for- seti fyrr en að þremur árum liðnum) blasir alvarlegur vandi við. Eina leiðin til að draga úr þeim skorti, sem ríkir á nær öllum sviðum eftir að Kína og Rússland hættu fjárstuðningi, er að leita eftir utan- aðkomandi aðstoð. Um það snerist Genfarsamkomu- lagið á síðasta ári þar sem Norður- Kórea hét að afhenda plútón sitt gegn kjarnorkuverum að andvirði fjögurra milljarða dollara. Útlendingar hættulegir Ef hagkerfí Norður-Kóreu staðn- ar og lífskjör hvorki batna né versna eru líklega litlar líkur á uppreisn. Ef ástandið versnar frá því sem nú er, og flest bendir til að það hafi farið versnandi undanfarin fjögur ár, eru líkur á uppþotum og jafnvel hallarbyltingu. Það felst ákveðin kaldhæðni í því að mesta hættan blasir við ef hag- kerfíð verður opnað og ástandið fer að batna. Opnara hagkerfi myndi þýða aukin samskipti íbúanna við útlendinga. Fallegur fatnaður og glæsileg armbandsúr þeirra myndu líklega vega þyngra en áróður stjórnvalda. Kim U-sung reyndi að takast á við þetta vandamál með því að skipuleggja eina fríverslunarsvæði landsíns í Tumen-dalnum, sem er eins langt frá höfuðborginni og hægt er að komast. Fáir fjárfestar hafa hins vegar sýnt áhuga á hinu afskekkta fríverslunarsvæði. Hinn „mikilfenglegi leiðtogi“ Kim U-sung er nú allur og hið breiða bak sonar hans verður að bera gíf- urlegan vanda landsins. Stendur hann undir því? í hinni hræðilegu, opinberu ævi- sögu Kims er honum lýst sem „ein- stökum persónuleika, sem ber af á öllum sviðum“. Hann er „risi okkar tíma“. Norður-Kórea þarf svo sann- arlega á slíkum manni að halda. Deilur um siðferði í Bandaríkjunum Morð framið í kjöl- far kjaftaþáttar Boston. Morg-unblaðið. BANDARÍSKIR kjaftaþættir ein- kennast æ meira af því að knúið er fram uppgjör milli fólks; fjöl- skyldna, elskenda, einstaklinga. Bogi tilfínninganna er spenntur til hins ýtrasta og þegar útsendingu lýkur sitja þáttargestir eftir með gapandi holund á sálartetrinu. Sið- ferði þeirra, sem framleiða kjafta- þætti, hefur oft verið dregið í efa, en sú umræða hefur tekið á sig nýja mynd eftir að gestur, sem settur var í óþægilega aðstöðu í einum hinna fjölmörgu bandarísku kjaftaþátta, myrti annan gest þáttarins. Nýjasta brella kjafta- þáttanna er að láta gesti ekki vita hvað er í vændum þegar í útsend- ingu kemur. Jenny Jones hefur náð langt í þeirri list og á mánu- dag í síðustu viku tók hún upp þátt þar sem gestir greindu frá leyndri ást sinni. Einn gestanna var Jonathan T. Schmitz, 24 ára gamall Michigan-búi. Leyndiaðdáandinn af sama kyni Þegar hann gekk fram á sviðið sá hann konu, sem hann kannað- ist við. Hann hugsaði sem svo að þar væri kominn hinn leyndi aðdá- andi, gekk upp að henni og kyssti hana. Það var hins vegar ekki umrædd kona, sem hafði rennt hýru auga til Schmitz, heldur karl- maður: Nágranni hans, Scott Amedure. Schmitz vissi ekki hvað hann átti af sér að gera og það sem eftir lifði þáttarins tók hann þátt í leiknum. Honum stóð hins vegar engan veginn á sama og þegar hann fann ómerkta orðsendingu á heimili sínu á fimmtudag fór hann og keypti sér haglabyssu, hélt rak- leiðis í hjólhýsi Amedures og skaut hann tvisvar í bijóstið. Saksóknarinn í málinu, Richard Thompson, sagði að Jenny Jones hefði komið aftan að Schmitz og fór ekki í launkofa með það að hann telur þáttinn kveikjuna að morðinu. Jim Paratore, forseti Telepictur- es, sem framleiðir þáttinn, sagði hins vegar að „áður en nokkur einasti gestur samþykkti að koma í þáttinn fékk hann eða hún að vita alla málavöxtu og öllum var sagt að leyndi aðdáandinn gæti verið karl eða kona“. Þættir á borð við þátt Jenny Jones þrífast á uppákomum af þessu tagi. Nýverið kom Jones til dæmis manni einum í opna skjöldu með því að láta eiginkonu hans og hjákonu koma fram í þætti sín- um. Konurnar fóru í hár saman, jusu svívirðingum á báða bóga og brustu í grát. Og áhorfendur sátu límdir við skjáinn. Þátturinn hóf göngu sína fyrir 5'órum árum og hafði framan af einna minnstan áhorfendafjölda af þeim 20 þáttum, sem daglega er dreift um öll Bandaríkin. Nú er Jones hins vegar komin í þriðja sæti, næst á eftir fyrir- mynd sinni, Ricki Lake, sem varð fræg fyrir að Ieika fítubollu í myndinni Hairspray eftir John Waters. Frá klæðskiptingum til hvunndagsins Ricki Lake er sögð frumkvöðull hinnar nýju stefnu í kjaftaþátta- gerð. Þættir um klæðskiptinga og sifjaspell eru horfnir af sjónarsvið- inu og í þeirra stað komin hvunn- dagsleg vandamál í æskilegum umbúðum: Hvers vegna eiga karl- menn erfitt með að skuldbinda sig? Af hveiju heldur kærastinn fram hjá? Hvers vegna rífast vin- konurnar um stráka? Vinsældirnar létu ekki á sér standa fremur en eftirhermurnar. Oprah Winfrey er enn í fyrsta sæti, en hún er að missa yfirburð- ina, ekki síst vegna þess að hún neitar að feta í fótspor helstu keppinautanna. Hún vakti athygli þegar hún viðurkenndi kókaín- neyslu sína fyrir alþjóð, en umfjöll- unarefni hennar þykja ekki par krassandi um þessar mundir: Greiðslukortavandræði og bágbor- in neyðarsímaþjónusta. Winfrey kveðst vilja hleypa birtu inn í líf fólks, ekki draga það í svaðið. Framleiðendur nýju kjaftaþáttanna segjast aðeins vilja hjálpa fólki, ekki nota það. Hjálpin er hins vegar yfirleitt ekki beysin. Sálfræðingar og aðrir sérfræðing- ar (sem allajafna eru skreyttir gæsalöppum í umfjöllun bandarí- skra fjölmiðla) fá oft að segja nokkur orð í hveijum þætti. Bak við tjöldin Einn slíkur lýsti reynslu sinni af þætti Ricki Lake í tímaritinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.