Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Hríngrás Hringrás 1. (1994) MYNPLIST Nýlistasafnid MÁLVERK HELGI ÞORGILS FRIÐJÓNSSON Opið á milli 14 og 18 alla daga til 26. mars. Aðgangur ókeypis. UNDANFARIÐ hefur málverkið þrengt sér í forgrunninn á höfuð- borgarsvæðinu, því að hver sýning- in tekur við af annarri á söfnum og í listhúsum, áhangendum pent- skúfsins til óblandinnar ánægju. Og þótt sumir tali um upprisu eftir krepputímabil, dó málverkið aldrei frekar en fígúran sem lifði góðu lífí, þótt hún væri útskúfuð og út- hrópuð af háværum hópi lista- manna og listsögufræðinga um ára-, tugaskeið. Ilelgi Þorgils Friðjónsson telst einn þeirra sem haldið hafa tryggð við hinn sígilda miðil litanna, þrátt fyrir allan mótbyr málverksins, og það er farið að bera ríkulegan árangur með hliðsjón af þróun listar hans hin síðari ár. Það einkenndi helst verk hans hér áður fyrr hve fígúrumar voru staðar og einlitar og höfðu um margt yfir sér svip kaldra líkana í búðarglugga, eða guðshúsi, sem höfðu fengið nýtt hlutverk í goðsagnalíkum hvunn- degi. Andlitsfallið var sem staðlað og óræður frosinn svipur eilífðar voru helstu einkenni manna og dýra. Má það hafa verið gert af ásettu ráði, og þannig séð var leik- urinn að sjálfsögðu réttlætanlegur, en nú er eins og ásjónurnar hafi fengið mál og eru jafnvel famar að syngja, og telst það dijúg og góð viðbót, markar jafnvel tímamót. Myndveraldir listamannsins em orðnar margræðari og þeim fýlgir þetta sérstaka yfirbragð þyngdar- lausrar eilífðar, sem hann gengur helst út frá. Á stundum eru þær eins og trúarlegs eðlis með kunnug- Borgarleikhúsið Dansverk frá Norður- löndum Á NORRÆNU menningarhátíðinni Sólstöfum í Borgarleikhúsinu þriðju- daginn 21. og miðvikudaginn 22. mars verða sýnd dansverk frá Nor- egi og Finnlandi. Einungis verður boðið upp á þessar tvær sýningar. Frá Finnlandi kemur Kenneth Kvarnström með dansleikhús sitt sem flytur verkin.and the angels began to scream ...“ og „Carrnen?!" I kynningu segir: „Fyrra verkið .. and the angels began to scream" er ljóðræan sýning með ótengdum þáttum úr ýmsum áttum, býsna ólík- ir flestu öðru, sem Kvarnström hefur samið. Seinna verkið „Carmen?!“ er skmmtiverk þar sem Carmen sjálf kemur ekki við sögu en dansarar eru allir karlkyns. Tónlist Schredins varð kveikjan að verkinu. Sýningin fær góða dóma og er talin mjög fyndin. Frá Noregi kemur höfundurinn Ina Christel Johannessen, með Schirocco-dansflokkinn, en þau flytja verkið „Absence de fer“. „Absence de fer“ merkir að lokka andstæðing- inn til árásar með því að gefa högg- stað á sjátfum sér. Verkið er nýjasta verk Scirocco, frumflutt í Stokkhólmi í haust. Heit- ið er skylmingamál, en hinn kaldi glæsileiki skylminganna er sterk andstæða þrárinnar, ástríðunnar og tilfinningahitans, sem einnig ein- kennir sýningun." Miðasala fer fram í Borgarleikhús- inu og miðaverð aðeins kr. 1.500. legum vængjuðum englahöfðum í kórsöng, en svo er Iíka eins og myndræn glettni haldi innreið sína á myndflötinn, líkt og einhverri óværu, sem gárar og ýfír, hafi af stráksskap verið laumað inn í strok- inn gærufeld. Þetta eru þó nokkrar andstæður, en einhvern veginn virðist alltaf stutt í undurfurðulega kímnina í myndum Helga, og nánast spurs- mál um geðslag dagsins hvað verð- ur ofan á hveiju sinni. En einmitt þetta atriði gerir að verkum að myndirnar verða aldrei að neinni helgislepju, þótt sumum kunni að virðast heilabrot og tákn eiga full- mikil ítök í listamanninum á köflum. Hvert einstakt myndferli hefur þannig eins konar vend og ívaf frá- sagnar, sem hefur hingað til mun meira byggst á goðsögulegu, töl- fræðilegu og alkemísku táknmáli, en t.d. litnum og samruna hans í sjálfum sér. Form og litur eiga sér svo einnig tákn og hugmynda- fræði, en þá er komið út fyrir lög- mál þess, að t.d. litur sé einungis litur og lúti eigin lögmálum eins og núlistamenn aldarinnar boðuðu. Hér er um að ræða postmódern- ísk viðhorf og fráhvarf frá módem- ismanum svonefnda, einnig hinni skýru og köldu naumhyggju, sem segir engar sögur og engin ævin- týri. Það sem horfir til framfara er aukin fjölbreytni jafnt formræn sem litræn, og á hvorn veginn sem félög- um listamannsins líkar, teljast myndimar betur málaðar og „ma- lerískari“ eins og sagt er, en sem mörgum þykir skammarorð. . Þetta er mikil sýning og fjöl- breytt hjá Helga Þorgils, og þótt ekki séu nema 45 myndir á henni sem dreifast um allar þijár hæðirn- ar, fylla þær rýmið vel út, og á afmörkuðu svæði mun áreiðanlega ýmsum finnast fullþétt pakkað á vegginn. Sem dæmi um myndir er falla TÓNLISTARSKÓLINN í Reykjavík mun í vor útskrifa 11 einleiks-, einsöngs- og burtfarar- prófsnemendur og fara próf þeirra fram á opinberum tónleik- um á næstu vikum. Tónleikarnir, ásamt nokkrum öðrum opinber- um tónleikum á vegum skólans, verða sem hér segir: Tónleikar í Listasafni Islands þriðjudaginn 21. mars kl. 20.30. Síðari hluti einleikaraprófs Stef- áns Ragnars Höskuldssonar, flautuleikara, Anna Guðný Guð- mundsdóttir leikur með í píanó. Tónleikar í Listasafni íslands sunnudaginn 26. mars kl. 20.30. Burtfararpróf Olgu Bjarkar Ól- afsdóttur, fiðluleikara, Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó ásamt strengjasveit skip- uðum nemdnum skólans. Tónleikar Saiford College So- und Works í Norræna húsinu mánudaginn 27. mars kl. 20.30. Tónleikar í Listasafni íslands laugardaginn 1. apríl kl. 18.00. Burtfararpróf Kristjönu Helga- dóttur, flautuleikara, Anna Guðný Guðmundsdóttir leikui- með á píanó. að máli mínu, vil ég einkum nefna alla hina þijá stóru dúka sem bera heitið „Hringrás“ 1, 11, 111. (1994), „Fullt tungl“ og „Mandar- ína“ (1995), en þó einkum „Kyrra- líf og fugíar - birtingin" (1995). Hin síðastnefnda nýtur sín alls ekki á endavegg á efstu hæð vegna lýs- ingarinnar sem sker og gárar hinn blakka djúpa og vel málaða bak- grunn, sem telst svo mikið atriði í myndheildinni. Myndirnar „Upp- stilling og andlit" (1993) og „Fullt tungl“ (1994) eru svo dæmi um létta og græskulausa kímni í frammúrskarandi vel málaðri um- búð. Hvað skúlptúrinn snertir er ég Tónleikar í Listasafni íslands mánudaginn 3. apríl kl. 20.30. Síðari hluti einleikaraprófs Unu Sveinbjarnardóttur, fiðluleikara, Anna Guðný Guðmundsdóttir leikur með á píanó. Tónleikar í íslensku óperunni miðvikudaginn 5. apríl kl. 20.30. Síðari hluti einleikaraprófs Sig- urgeirs Agnarssonar, sellóleik- ara, Krystyna Cortes leikur með á píanó. Tónleikar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar sunnudaginn 9. apríl kl. 17.00. Burtfararpróf » Málfríðar Konráðsdóttur sem- ballleikara. Aðrir flytjendur eru Ragnheiður Haraldsdóttir, blokkflauta, og Örnólfur Krist- jánsson, barrokk-selló. Tónleikar í Listasafni íslands mánudaginn 10. apríl kl. 20.30. Burtfararpróf Helgu Steinunnar Torfadóttur, Kristinn Örn Krist- insson leikur með á píanó ásamt strengjasveit skipuðum nemend- um skólans. Tónleikar í íslensku óperunni miðvikudaginn 19. apríl kl. 20.30. Síðari hluti einleikaraprófs Sig- urðar Bjarkar Gunnarssonar, minna með á nótunum og hér yfir- gnæfir hið hugmyndafræðilega alla formræna virkt. Fyrir utan einfalda nafnaskrá hefur verið gefin út stór og vegleg sýningarskrá með litmyndum. Olaf- ur Gíslason á þar mjög vel skrifaða ritgerð um myndina „Augu verald- ar“, þótt hann velti sér helst til ótæpilega upp úr hugmyndafræði verksins, en þar virðist hann býsna vel heima. TÖLVUGRAFÍK Við hlið hinna miklu fram- kvæmda og vinnugleði Helga Þor- gils, verður næsta lítið úr gesti sellóleikara. Krystyna Cortes leikur með á píanó. Tónleikar í Norræna húsinu fimmtudaginn 20. apríl kl. 20.30. Síðari hluti einsöngvaraprófs Erlu Berglindar Einarsdóttur, sópran, Anna Guðný Guðmunds- dóttir leikur með á pianó. Tónleikar í Listasafni íslands mánudaginn 24. apríl kl. 20.30. Burtfararpróf Guðrúnar Hrund- ar Harðardóttur víóluleikara, Krystyna Cortes leikur með á píanó. Tónleikar í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar sunnudaginn 30. apríl kl. 17.00. Burtfararpróf Guðmundar Hafsteinssonar, trompetleikara, Kristinn Örn Kristinsson leikur með á píanó. Tónleikar.í Bústaðakirkju sunnudaginn 7. maí kl. 20.30. Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík leikur. Stjórnandi Mark Reedman. Tónleikar í Fella- og Ilóla- kirkju sunnudaginn 14. maí kl. 20.30. Frumflutt verða verk eftir nemendur í tónræðadeild skól- ans. Nýlista- safnsins í setustofu, sem er að þessu sinni Þjóðveijinn Lothar Pöpp- erl (f. 1962). Hann sýnir mjög vel unna og samfellda röð tölvugrafík- mynda, auk nokkurra málverka. Ekkert þekki ég til listamanns- ins, en sé tekið mið af tölvugrafík- inni er hann mjög vel heima á vett- vanginum og myndir hans óvenju frísk- legar, jafnvel svo að maður uppgötvar ekki alveg strax hina vélrænu tækni að baki. Pöpperl vinnur svo ferskt og klárt í miðil- inn að formin öðlast líf, en það er ein- mitt vandinn mikli í allri tölvugraf- ík, sem er yfírleitt frekar blóðlítil og takmörkuð enn sem komið er. Hins vegar virðist hann mun óör- uggari í málverkinu og þau virkuðu frekar dauf og undarlega nokk, meir í ætt við tölvugrafík en blóð, tár og svita líkamlegrar vinnu! Eitt- hvað virðist mér skorta á átök í þau og tengsl við innri lífæðir, ásamt því að yfirbragð þeirra er einhvern veginn svo undarlega settlegt. Svip- aðar tilraunir í málverki eru næsta algengar nú um stundir og einkenn- ast öðru fremur af skynsemi og varfærni, eru meira hugmynd en framkvæmd. Bragi Ásgeirsson Myndlistar- sýning leik- skólabarna í Bakka- hverfi MYNDLISTARSÝNING á verk- um leikskólabarna í Bakkahverfi í húsnæði SVR í Mjódd verður opnuð mánudaginn 20. mars kl. 14. Sýningin er árlegur menning- arviðburður og er liður í sam- starfi allra leikskólabarna í Bakkahverfi. í kynningu segir: „Börn á leik- skólaaldri hafa ríka þörf fyrir að <já sig á myndmáli á skapandi hátt. Leikskólarnir gegna hér mikilvægu hlutverki. Fjölbreyti- leg myndgerð og myndsköpun skipar veglegan sess í uppeldis- starfi leikskólanna og tengjast öðrum þáttum þess með ýmsum hætti. Myndlistarsýningin er afrakst- ur vetrarstarfsins í leikskólan- um. Sýningar undanfarinna ára hafa vakið mikla athygli þeirra sem lagt hafa leið sína í Mjódd- ina. Kór barna af leikskólunum Arnarborg, Bakkaborg og Fálka- borg mun syngja nokkur lög við opnunina. Myndlistarsýningin stendur frá 20. mars til 9. apríl. Vortónleikar Tónlistarskólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.