Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTINN JONSSON MAGNÚS JÓNSSON Kristinn var fædd- ■ ur 30. maí 1909, hann lést 16. júní 1994. Hann var fimmta barn þeirra hjóna Jófríðar Ás- mundsdóttur og Jóns Þórólfs Jónssonar á Gunnlaugsstöðum. Hann var sendur að heiman 9 eða 10 ára að Hofstöðum, þaðan átti hann að ganga í barnaskóla að Hlöðut- úni, en þess á milli átti hann að vinna við búskapinn sem greiðslu fyrir uppihald og skólavist. Síðan vann hann á ýmsum stöðum í sveitinni, lengst í Síðumúla og Lundum. 10. maí 1941 kvæntist hann Sólveigu Sumarrós Þorfinns- dóttur, f. 21. sept. 1912 í Reylqavík, þau hjón bjuggu sér heimili á Oðinsgötu í Reykjavík, eignuðust þar fjögur börn, tvo drengi og tvær stúlkur. 1) Elst er Pálína Sigríður, f. 13. júlí 1940, hús- móðir og verslunarkona, býr að Lyngási, Holtum, í Rangár- vallasýslu, gift 2.12. 1961 Bergi Sigurbjörnssyni vöru- bifreiðastjóra. 2) Þráinn, f. 11. maí 1942, í Reylgavík, verkamaður í byggingar- vinnu og síðan iðnaðarmaður við Álafossverksmiðjuna, giftist 20. desember 1969 Vil- borgu Pálsdóttur í Hafnar- firði. Þau eiga heima í Mos- fellsbæ. 3) Ásta, f. 2. október 1944 í Reykjavík, giftist 12. júní 1965 Pétri Wincke, f. 16. ágúst 1941 í Hamborg í Þýskalandi, dó 10.10. 1991. Hún vinnur á skrifstofu. 4) Ásgeir Þorfinnur, f. 9.11. 1948 í Reykjavík, skrifstofu- maður, giftur 22.10. 1978 Hjörfríði Olgu Herbertsdótt- ur húsmóður og skrifstofu- manni I Reykjavík. Magnús var fæddur 29.7. 1919. Hann lést 12. mars sl. Hann var tólfta barn þeirra Jófríðar og Jóns á Gunnlaugs- stöðum. Magnús kvæntist 13.8. 1947 Sólveigu Maríu Andersen, f. 15.8. 1925 á Eyr- |r arbakka, hún dó 4.12. 1988. Þau eignuðust fjögur börn. 1) Elst þeirra er Kristín Lára, f. 25.2. 1947 í Reykjavík, hús- móðir í Reykjavík, gift 24.9. 1966 Guðmundi Heiðari Guð- mundssyni verktaka. 2) Jón Bjarni, f. 24.4. 1950 í Reykja- vík, vélstjóri í Neskaupstað, giftur Sigríði Þorvaldsdóttur, f. 20.8. 1951. 3) Valur, f. 26.6. 1952, veitingamaður í Reykja- vík, giftur Bryndísi Þorvalds- dóttur. 4) Tryggvi forstjóri, f. 23.9. 1957, giftur Jónínu Gunnlaugsdóttur. ÖIl eiga þau börn og barnabörn, sem sárt munu syrgja afa sinn nú um sinn, en tíminn mun sefa harm þeirra þótt sár sé eins og ævinlega hefur gerst, seinna munuð þið þurfa að sefa harm ykkar barna á sama hátt og foreldrar ykkar gera nú, það er sagt að Guð geymi þá sem saknað er, þess skuluð þið biðja, þá mun sólin þerra tár af kinn. 14 ára var Magn- ús ráðinn í vinnumennsku til Þorgríms í Rauðanesi, var síð- an í vinnumennsku á ýmsum bæjum svo sem Svarfhóli, Sól- heimatungu og Kvíum. 1940 fór hann til Reykjavíkur og stundaði þar verkamanna- vinnu. 1942 tók hann meira- próf til fólksflutninga, eign- aðist sinn fyrsta bíl 1943, ók á Bifröst í tvö ár, flutti þá á Bifreiðastöð Hreyfils og starfaði þar til starfsloka 1994. Hann var jarðsunginn frá Langholtskirkju 17. mars sl. ÁRIÐ 1951 keyptu þau Kristinn og Sólveig Sumarrós jörðina Vatnskot í Þykkvabæ, og hófu þar kartöflurækt með hefðbundnum blönduðum búskap. Við það missti hann heilsuna, og átti lengi í því, en tókst að Iokum að ná upp vinnu- þreki eftir að hann flutti aftur í bæinn, vann þar við bensínaf- greiðslu hjá Skeljungi við Miklu- braut í ein 25 ár. Á þessum erfiðu árum tókst samhentri íjölskyldu Blómastofa Friöfinm Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tll kl. 22,- einnig um helgar. hans að reka búið og halda saman hópnum, og koma honum áfalla- laust í gegnum þá umbrotatíma sem siðustu 50 ár hafa gengið yfir íslenskt þjóðfélag, það hafa þau hjón gert með sóma. Nú þegar hugurinn reikar til baka og minningar renna eins og myndband um skjáinn þá hefst til- veran á æskuslóðum okkar í upp- sveitum Borgarfjarðar. Þá verður ekki komist hjá því að við hlið þeirra Kristins og Magnúsar komi þriðji bróðirinn, Oddur, sem lést fyrir nokkrum árum, en er svo tengdur þeim í minningunni. Krist- inn og Oddur voru saman til sjós á línuveiðaranum Ólafí Bjamasyni, þeir voru á sínum fyrstu mann- dómsárum driffjöðrin . í fram- kvæmdum og uppbyggingu á Gunnlaugsstöðum. Þessir þrír bræður voru líkastir í sér af öllum þeirra systkinahóp, glaðir í lund, húmorískir, áttu til að beita gálga- húmor um sjálfa sig, elskuðu hesta, vín og söng og víf í bland, það átti reyndar við um flesta unga og fijálsa menn í Borgarfírði á þeim tíma. Þá var endurómur söngs, glaðværra ungmenna af báðum kynjum hluti borgfírskrar náttúru, er um helgar riðu um sveitir til og frá samkomustöðum. Þar var Magnús í hlutverki for- söngvarans, enda sjór af lausavís- um. Þegar svo bifreiðar tóku við af hestunum sem fararskjótar breyttist náttúra lands og manns, bergmál fjallanna hvarf, söngurinn kafnaði í þröngum bílum og húmorinn með, við tók hraði og einbeit- ing við að halda vegi og forð- ast hættur eftir því sem um- ferð jókst á vegum. En sú breyting átti sér líka sinn tíma, kom þá fyrir að menn létu slag standa um hvort fararskjótinn var bíll eða hestur. Við vorum í skóg- ræktinni á Gunnlaugsstöðum, komið var kvöld eins og þau fegurst verða í Borgarfjarð- ardölum, einhver vill rifja upp gamlar stemmningar, en bílar og traktorar hafa minnkað starfsgildi hestsins, svo nú eru ekki til hestar í hópferð. Þá er að nota það sem alltaf bíður með endalausri þolin- mæði eftir að einhver þurfí að nota það. Menn fylla einn bíl og aka af stað, en vegna þrengsla er stoppað á hefðbundnum áningar- stöðum og viðhafðir hefðbundnir áningarsiðir, kastað vatni, sungnar hestvísur, drukkin þeirra skál, ást- ar- og ættjarðarsöngvar rifjaðir upp, og kominn er hvíldartimi Spóa og Lóu, þá er að snúa heim, en þá fara kippir um fararskjótann það, hafði gleymst að hann beit ekki gras svo nú vantaði orkugjaf- ann. Ja, hver andskotinn, hvar er næsta bensínstöð? Svignaskarð, segir sá sem situr undir stýri, en hvar erum við? Við Gufá úti í mýri er svarað, það vantar sjálf- boðaliða, sá sem á bílinn sér nátt- úrlega um bensínið, þá vantar brúsa, segi eigandinn. Var ekki einhver í Islendingasögum sem dró sauðina yfír Dragháls þegar þeir vildu ekki ganga sjálfir? Jú, það var hann Hörður hennar Helgu, segir kvenleg rödd, nú farið þið með bílinn, setið á hann bensín, komið hingað aftur og sækið mig eins og Hörður ætlaði að gera. Já en Helga synti í land og bjargaði sonunum báðum en beið ekki, sagði eigandinn. Já, en þá var Hörður líka dauður, sagði röddin. Ekkert þras né mas, sagði Magnús, nú förum við allir með bílinn í hóp og sækjum á hann bensín, sá sem er þreyttastur fær að stýra. Þá kem ég með, sagði röddin. Það var in- dæl nótt í faðmi þessa fagra hér- aðs. Söngurinn dofnaði upp síðustu brekkuna að Svignaskarði. Bónd- inn var að vakna og afgreiddi okk- ur með bros á vör. Það voru þreytt- ir og ánægðir menn sem röltu í skógarlundinn á Gunnlaugsstöðum sunnudagsmorguninn eftir. Þannig held ég að vegferð þeirra bræðra Magnúsar og Kristins sé heimfærð í þessari sögu. Þeir fóru af stað í lífíð ungir og snauðir en vonglaðir og kátir tókust þeir á við þá érfið- leika sem á leið þeirra lágu, leistu þá en skyldu þá ekki eftir { götu sinni öðrum til ama. Þeir yfírstigu báðir heilsubresti sem virtust vera óyfirstíganlegir án umkvörtunar svo sem Gunnlaugur Ormstunga sagði „að eigi skal haltur ganga meðan báðir eru jafnlangir". Báðir kvöddu þeir snögglega, sér í lagi Magnús sem lagði í ferðina miklu úti á dansgólfí Glæsibæjar í faðmi vinkonu sinnar á móti Niðjasam- taka Gunnlaugsstaðaættarinnar er hann hafði fyrir 30 árum staðið að stofnun á. Við eftirlifandi 12 systkini ykkar viljum með þessum fátæklegu orð- um votta minningu ykkar virðingu og þökk fyrir samveruna í þessu lífí. Og niðjum ykkar vottum við samúð, vonum að minningarnar styrki þau í lífsbaráttu þeirra, svo sem við höfum notið minninga og fyrirmynda okkar foreldra. Friður sé með látnum. Allar góðar vættir styrki eftirlifendur. Fyrir hönd systkinanna 12, Óskar. GESTUR HJÖRLEIFSSON + Gestur Hjör- leifsson var fæddur 21. nóvem- ber 1908 á Knapps- stöðum í Fljótum. Hann flutti ungur að árum að Gull- bringu í Svarfað- ardal, en lengst af bjó hann á Dalvík. Hann lést 17. febr- úar síðastliðinn í Dalbæ, heimili aldr- aðra á Dalvík. For- eldrar hans voru Rósa Jóhannsdóttir frá Þverá í Skíðadal og Hjörleifur Jó- hannsson frá Ingvörum í Svarf- aðardal. Gestur var einn fjórtán systkina, níu þeirra komust upp og af þeim eru tvö á lífi; Snjó- laug sem býr á Akureyri og Baldvina er býr á Dalvík. Á aðfangadag árið 1933 gekk Gestur að eiga Guðrúnu Krist- insdóttir frá Ingvörum í Svarf- aðardal, f. 13. desember 1913, og lifir hún mann sinn. Þau eignuðust sex börn. Þau eru: Kristinn Elfar, maki Ásdís Gísladóttir; Lórelei, maki Stefán Steinsson; Þóra, maki Hans W. Haraldsson; AlfhUdur, maki Gunnar B. Arason; Sigurbjörg, maki Geir A. Guðsteinsson, og Kári Bjarkar, maki Sólveig GENGINN er tengdafaðir minn, Gestur Hjörleifsson á Dalvík, á 87. aldursári. Kynni okkar hófust ekki fyrr en hann var kominn á áttræðis- aldur en fáum mönnum hef ég kynnst á lífsleiðinni sem hafa verið trúrri því sem þeim var falið eða hreinskiptari við annað fólk. Hann hafði að geyma stórkostlegan kar- akter og átti það til að vefja hlut- ina kaldhæðnislegum glettnishjúp en hafði takmarkaða þolinmæði fyrir óþarfa mas um einföld mál. Tónlistargáfuna fékk hann í vögg- ugjöf og þegar fram liðu stundir átti hann eftir að setja óafmáanlega mark sitt á allt tónlistar- og söng- líf í Svarfaðardal og Dalvík, bæði sem organisti og ekki síður kór- stjómandi og tónlistarkennari. Er mér til efs að aðrir organistar, ís- lenskir, hafi átt lengri starfsaldur. Á engan hygg ég að sé hallað þó fullyrt sé að Gestur hafí verið mátt- Brynja Grétarsdótt- ir. Baraabömin era 20 og barnabama- börnin 27. Um og fyrir tví- tugsaldur stundaði Gestur tónlist- araám hjá Tryggva Kristinssyni á Siglu- firði og síðar þijá mánuði hjá Páli ísólfssyni í Reykja- vík. Gestur var org- anisti í kirkjum Svarfaðardals og á Dalvik í 60 ár, eða frá árinu 1926 til 1986. Hann stjóm- aði Karlakór Dalvikur í rúma tvo áratugi auk kirkjukóra, blandaðra kóra, bamakóra og kvartetta og var fyrsti skóla- stjóri, og eini kennari Tónlistar- skóla Dalvíkur er hann var stofnaður 1964. Þar starfaði hann allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Allt fram að stofnun Tónlistarskóla Dal- víkur vann Gestur við ýmiss önnur störf samhliða tónlistinni; m.a. var hann fyrsti nyólkurbíl- sljóri Svarfdælinga og síðar starfsmaður Rafmagnsveitna ríkisins. Útför Gests fór fram frá Dal- víkurkirkju 25. febrúar síðast- liðinn. arstólpi alls tónlistarlífs í heima- byggð sinni í meir en hálfa öld. Sá ómetanlegi þáttur var staðfestur á áttræðisafmæli hans er bæjar- stjórn Dalvíkur þakkaði honum framlagið til tónlistarmála á Dalvík með táknrænum hætti. Engin tón- listar- eða söngviðburður átti sér stað nema Gestur kæmi þar nærri, raunar var það talið sjálfsagt og eðlilegt, og má þar nefna barna- böll, hjónaböll, skrautsýningar og skólaböll og á tímum þöglu mynd- anna spilaði hann undir þegar þær voru sýndar og mun honum hafa þótt það bæði skemmtilegt og jafn- framt krefjandi verkefni. Þótt orgelið yrði fyrst og fremst það hljófæri sem Gestur spilaði á stóð hugur hans í fyrstu fremur til fiðluleiks og hann hefur sagt að fiðlan hafi alltaf verið númer eitt, nánast heilagt mál. Hann var ekki hár í loftinu þegar Hjörleifur, faðir JÓHANN EINARSSON + Jóhann Einarsson, bóndi í Efra-Langholti í Hruna- mannahreppi, fæddist í Reykjadal í Hrunamannahreppi 15. október 1919. Hann lézt á sjúkrahúsi Selfoss 5. marz síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hrunakirkju 11. marz. ÞAÐ VAR á morgni aldarinnar, nánar tiltekið árið 1905, sem tvenn ung hjón hófu búskap í Hruna- mannahreppi. Þau Jóhanna Jóns- dóttir frá Reykjadal og Sveinn Sveinsson, Eyfellingur að ætt, hóf- ust handa í Efra-Langholti og sama ár byijuðu einnig búskap Einar Jónsson í Reykjadal og Pálína Jóns- dóttir úr Grindavík. Þau fóru að búa á föðurleifð hans, Reykjadalnum. Báðar þessar jarðir eru í meðallagi stórar og þar hefur fólki búnast vel. Sveinn í Efra-Langholti var eng- inn loftkastalamaður, bjó í fyrstu á hinn gamla máta, því nýjungar voru fátíðar í þá daga. Allt lék þó í lyndi utan það að þeim hjónum varð ekki barna auðið. Það líða að ég held 5 eða 6 ár er þau tóku fósturson, Svein Kristjáns- son frá Langholtsparti í Hraungerð- ishreppi, hann var systursonur Sveins. Þeim Reykjadalshjónum varð fljótt bama auðið. Við skulum láta líða fjórtán ár. Þá höfðu þau eign- ast fjórar dætur og fimm syni. Sá sem var yngstur þeirra hlaut nafnið Jóhann. Það er sá er hér er minnst. Það varð að ráði hjá þessum fjöl- skyldum Reykjadals og Langholts að hinn ungi sveinn skyldi ílengjast hjá föðursystur sinni í Efra-Lang- holti, þar með höfðu þau hjón eign- ast tvo upprennandi drengi er þau bundi miklar vonir við er ekki ollu þeim heldur vonbrigðum. Þriðji og fjórði áratugamir líða, enginn dans á rósum var líf bænd- anna þá. Þó bryddaði á nýjungum og véltækni tók að skjóta upp kollin- um. Drengimir tveir í Efra-Langholti uxu úr grasi og urðu hin stæltustu ungmenni. Ekki skorti þá atorkuna við búrekstur fósturforeldra sinna, samvinna eins og best er á kosið. Glöggt auga haft fyrir nýjungum. Verkaskipting nokkur hjá þeim upp- eldisbræðmm þegar vélvæðing kom til sögunnar. Þeir urðu mjög snemma burðarásinn í búrekstrinum þar á bæ. Árið 1945 festi Jóhann ráð sitt eins og oft er orðað. Hann gekk að eiga elskulega konu af Snæfellsnesi ættaða, Sigríði Magnúsdóttur, frá bæ þeim er Hraunholt heitir í Hnappadal, afskekktur bær í mjög fögm umhverfí. Þar er hið heillandi Hlíðarvatn er eitt sinn hafði að geyma fljótandi hótel. Með komu Sigríðar að Efra- Langholti tók mannlífið þar skiljan-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.