Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 43 I DAG SKAK Um.sjón Margeir Pctursson ÞESSI staða kom upp í fyr- studeildarkeppninni um dag- inn. Margeir. Pétursson (2.535), Skákfélagi Akur- eyrar, var með hvítt, en Guðmundur Sigurjónsson (2.465), Taflfélagi Garða- bæjar, var með svart og átti leik. Hvítur lék síðast 22. Rb5-d6. Hann hefur skipta- mun yfir, en svartur átti nú kost á glæsilegri leið til að ná jafntefli: Svartur var í tímahraki og lék 22. - Bxd6? 23. Hxd6 - Bxc4 24. Dbl! - Bb3!? 25. Hxb6 — Dc5 26. Be3 — Rxe3 27. Hc6! - Dd4 28. fxe3 - Dxe3+ 29. Khl - g6 30. Dgl og með hrók yfir vann hvítur. Jafnteflis- leiðin var hins vegar: 22. — Rxf2! 23. Rxc8 — Rxdl+ 24. Khl - Rf2+ og nú á hvítur aðeins völ á milli þess að leyfa þráskák og þess að fórna drottningunni til baka með 25. Dxf2 - Bxf2 26. Rxb6 - Bxb6 27. Bd5, en eftir 27. — Bc8 28. Hxa4 — Be6 er staðan jafntefli. Pennavinir PJÓRTÁN ára sænsk stúlka með áhuga á tón- list og köttum: Anna Nissrot, Ringvagen 32i, 614 33 Söderköping, Sweden. TUTTUGU og fjögurra ára Ghanastúlka með margvísleg áhugamál: Jesse Doomson sr., P.O. Box 361, Agona Swedru, Ghana. 'TUTTUGU og sjö ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum og sjónvarpi: Araba Asafuaba, P.O. Box A84, Cape Coast, Ghana. ÞRJÁTÍU og tveggja ára einhleyp þeldökk banda- rísk kona með áhuga á ferðalögum, tónlist, skoð- unarferðum, stjórnmál- um o.fl.: Julie Mwewa, 98-30 57th Ave. 17F, Corona, N.Y. 11368, U.S.A. Arnað heilla QQARA afmæli. Á c/V/morgun, mánudag- inn 20. mars, verður níræð Sigurbjörg Jónsdóttir, húsfreyja, Hverfisgötu 92A, Reykjavík. Hún býð- ur öllum vinum og vensla- fólki upp á kaffi í félags- miðstöðinni Vesturgötu 7, í dag, sunnudaginn 19. mars kl. 15. Q QÁRA afmæli.Á O U morgun, mánudag- inn 20. mars, verður átt- ræður Bjarni Pétursson, fyrrverandi stöðvarsljóri, Fosshóii, S.-Þing., Hólm- garði 46. n p^ÁRA afmæli. Á f Omorgun, mánudag- inn 20. mars, verður sjötíu og fimm ára Júlíus Sig- urðsson Júlíusson, fyrr- verandi leigubílstjóri á Hreyfli. Eiginkona hans er Þóra Karólína Þórorms- dóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á heimili sínu Þinghólsbraut 10, Kópa- vogi, í dag, sunnudaginn 19. mars kl. 16. /7QÁRA afmæli. í dag, f v/19. mars, er sjötug Guðrún Jónsdóttir, Ljós- heimum 2, frá Húsavík, Vestmannaeyjum. Eigin- maður hennar er Jón Sveinsson, vélstjóri. Hún verður að heiman. Með morgunkaffinu Ást er . . . að uppgötva að barneignir eru ekki bara dans á rósum. TM Roq. U.S. Pat. OH. — all rtghts reserved (c) 1995 Los Angeles Tknes Syndlcate ÉG geri ekki ráð fyrir að þú vijjir að konan þín og dóttir gangi eins og út- • burðir tl fara. ORÐABOKIN STUNDUM má heyra tekið svo til orða, að eitt- hvað sé / farvatninu. Er þá átt við, að eitthvað sé í aðsigi, í uppsiglingu eða á seyði. Þegar nýjar sjónvarpsrásir voru á döfinni, sá ég einhvers staðar þetta orðalag: „Nú er sagt að þrjár nýjar sjónvarpsrásir séu í farvatninu. “ Margir vita örugglega, að þetta er hrátt orðalag úr dönsku og með öllu þarflaust í máli okkar, enda höfum við ýmislegt annað og betra til nota í þessu sambandi, svo Farvatn sem þegar hefur komið hér fram. Þess má og geta, að íslenzkir orða- bókahöfundar hafa ekki veitt þessu orði þegnrétt í bókum sínum. Farvatn er ekki annað en far- vand á dönsku, sem merkir siglinga- eða skipaleið. I OH eru all- mörg dæmi um farvatn í þessari merkingu, hið elzta frá um 1820 og hljóðar svo: „ætlar Parry aptr ad vori ad sigla til sömu farvatna." Nokkur dæmi eru frá fyrri hluta þessarar ald- ar, m.a. þetta: „að fara gegnum Húllið, en svo var farvatnið milli Ork- neyja og Shetlandseyja nefnt.“ Einungis eitt dæmi er um yfirfærðu merkinguna, frá 1891, í bréfi frá Einari Hjör- leifssyni (síðar Kvaran) til Hannesar Hafsteins. Þar er hann að forvitn- ast um hugsanleg verð- laun fyrir leikrit og seg- ir m.a.: Ef það skyldi verða, hálflangar mig til að verða með. Það er að segja, ef þú ert ekki í farvatninu.“ J.A.J. STJORNUSPA eftir Frances Drake J FISKAR Afmæiisbarn dagsins: Þú hefur háleitar hugsjónir og lætur þig umhverfísmál miklu skipta. Hrútur (21. mars - 19. apríl) «■* Þú ættir að nota daginn til hvíldar og safna kröftum á ný fyrir komandi átök í vinn- unni. Sinntu fjölskyldunni í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér líka ekki ummæli ein- hvers sem þú hittir í dag. Ef þú íhugar málið kemstu að raun um að þau skipta þig engu. Tvíburar (21.maí-20.júní) Það :er óþarfi að vera með áhyggjur yfir öllum þeim verkefnum sem bíða þín i vinnunni, því þú ert vel fær um að leysa þau. Krabbi (21. júní — 22. júlí) Eitthvað veldur þér áhyggj- um í dag. Láttu það ekki bitna á saklausum. Vinur sem brást var aldrei vinur í raun. Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Notaðu daginn til hvíldar og afslöppunar eftir annríki lið- innar vinnuviku. Þú hvílist vel við lestur góðrar bókar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þótt nú sé hvíldardagur hef- ur þú í mörgu að snúast og kemur miklu í verk. En þú ættir að nýta þér kvöldið til hvíldar. Vog (23. sept. - 22. október) Ef þér mislíkar eitthvað í fari ástvinar ættuð þið að ræða málið og leita að úrbót- um svo ekki fari allt úr bönd- um. Sporðdreki (23.okt. - 21. nóvember) Þér berast góðar fréttir frá ættingja sem þú hefur ekki heyrt frá lengi, og þú ákveð ur að efna til fjölskyldufagn aðar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Vegna mikils annríkis að undanförnu ertu hvíldar þurfi. I ýmsu er að snúast heima, en þú færð góða að- stoð íjölskyldunnar. Steingeit (22.des.-19.janúar) Ákvörðun varðandi framtíð- ina, sem þú tókst fyrir nokkru, virðist ekki skila til- ætluðum árangri. Þú íhugar breytta stefnu. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú verður fyrir óþægilegri reynslu árdegis, en þér tekst að leysa málið. í kvöld ættir þú að njóta næðis heima. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú ættir ekki að hugsa um komandi vinnuviku í dag, heldur reyna að njóta frí- stundanna og skemmta þér með vinum. Stjörnuspdna á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staðreynda. Stefánsstyrkur Auglýst er eftir umsóknum um Stefánsstyrk, sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu og Félag bókagerðarmanna veita til minn- ingar um Stefán Ögmundsson prentara og fyrsta formann MFA. Tilgangur styrkveitingarinnar er að veita einstaklingi, einstakling- um, félagi eða samtökum stuðning vegna viðfangsefnis, sem lýtur að fræðslustarfi launafólks, menntun og menningarstarfi verka- lýðshreyfingarinnar. Heimilt er að skipta styrknum milli fleiri aðila. Styrkurinn er nú 230.000 krónur. Áformað er að veita hann 1. maí næstkomandi. Umsóknir þurfa að berast skrifstofu MFA, Grensásvegi 16a, eða skrifstofu Félags bókagerðarmanna, Hverfisgötu 21, ekki síðar en kl. 17.00 föstudaginn 14. apríl. Umsókninni fylgi skrifleg greinar- gerð um viðfangsefnið, stöðu þess og áætlaðan framgang. Nánari upplýsingar veita Ásmundur Hilmarsson í síma 91-814233 og Svanur Jóhannesson í síma 91-28755. Félag bókagerðamanna, Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Saga Jóns Jónssonar á ísafirði er næsta ólíkindaleg. Jón er bundinn við rafknúinn hjólastól og háður honum um ferðir sínar. Ef hjólastóll Jóns bilar þarf hann oft að dvelja rúmfastur vikum saman á meðan viðgerð fer fram. Jón á ekki kost á varastól og ekki er viðlit að fá lánsstól meðan á viðgerð stendur. Allir hljóta að vera sammála um að þetta er óhæfa í samfélagi okkar. Sjálfsbjörg berst fyrir breytingum, öllu fötiuðu fólki til hagsbóta. En þessi barátta er mjög kostnaðarsöm og þar getur þú lagt hönd á plóginn með því að gerast Hoilvinur Sjálfsbjargar. Hafðu samband eða sendu okkursvarseðilinn. Sjálfsbjörg þarfnast stuðning þíns.a f ] Sendið mér upplýsingar um Hollvini Sjálfsbjargar (eða hringdu í síma 91-29133). []]] Ég vil gerast Hollvinur Sjálfsbjargar og styrkja með ákveðinni fjárupphæð: □ kr. 1.000,- □ kr. 2.000,- □ kr. 3.000,- □ _______________ nafn: _____________________________________________________ heimilisfang: kennitala: simi: Sendið fyrirspurnir eða svarseðilinn til Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 104 Reykjavík SJALFSBJORG LANDSSAMBAND FATLAÐRA 8 SPARISJÓÐUR VÉISTJÓRA stendur með Hollvinum Sjálfsbjargar j - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.