Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ J í lyfjabúðin IÐunn . stOFNSETT 1928 JOHANNA magnúsdóttir JON ÞÖRARINSSON KJARTAN GUNNARSSON f&Ki i P -í E ’ Dtn li V $KSb Lyfjabúðin Iðunn við Laugaveginn er eins og hún var fyrir nær 60 árum og jafn notalegt inn að koma. Jóhanna Magnúsdóttir lét hanna viðarinnréttingar í nýju lyfjabúðina sína 1928 i Danmörku. Ljósmyndir/Ingimundur Magnússon Þrír lyfsalar hafa rekið Lyfjabúðina Iðunni frá því hún var stofn- uð 1928. Kjartan Gunnarsson er nú að flytja á nýjan stað. c í í i i c f c í 67 ár hefur Lyfjabúðin Iðunn með notalegu við- arinnréttingunum verið fastur punktur í tilveru Reykvíkinga. Nú er því að ljúka. Lyfjabúðin er að flytja í Domus Medica, þar sem Kjart- an Gunnarsson lyfsali er að koma sér fyrir með nútíma innrétting- um frá Italíu og Dan- -----------_------------- mörku. „Eg byrjaði að búa til pillur á pillu- bretti og hefi gaman af að Ijúka lífsstarfínu með fullkomnasta apóteki landsins“, varð honum að orði við Elínu Pálmadóttur. Starfsfólk og eigendur í ágúst 1954. Fremri röð: Vilborg Ásgeirsdóttir, Herdís Þórðardóttir, Ósk- ar Einarsson læknir, óþekkt, Jón Þórarinsson fyrrv. apótekari og Oddný Eyjólfsdóttir. Önnur röð: Steinunn Ögmundsdóttir, Sigríður Helgadóttir, eigandinn Jóhanna Magnúsdóttir apótekari, Þóra Óskarsdóttir, Ásmundur Eyjólfsson ojg Erla Kaldalóns. Þriðja röð: Guðbjörg Einardóttir, Ólafía Erlendsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Agústa Ólafsdóttir, Örn Markússon apótekari, Snæbjörn Kald- alóns fv. apótekari og Steingrímur Krisljónsson apótekari. MAÐUR horfir með sökn- uði í kring um sig í lyfja- búðinni við Laugaveg- inn með gömlu, dönsku innréttingunum, sem hefur verið gengið um með virðingu og alúð. Þegar á sínum tíma þurfti að gera smá breytingar lét Kjartan Gunnars- son lyfsali arkitekt hanna þær svo þær féllu inn í og smíða úr sama viði. Fyrsta spumingin, áður en við göngum upp í skristofu hans á ann- arri hæðinni, verður því hvað verði um þessar innréttingar, sem þama hafa verið allt frá 1928, þegar apó- tekið var stofnað. Kjartan segir það óráðið. Innréttingin sé svo stór. Lyfja- safnið úti á Seltjamamesi hafi ekki rúm fyrir nema lítið brot af henni. Hann kvaðst hai'a haft samband við Árbæjarsafn, datt í hug að þeir vildu setja upp lyfjabúð í einhveiju gamla húsinu, en safnið telur sig ekki geta hýst hana.„Ef ekki tekst að finna innréttingunni stað gæti svo farið að hún yrði að fara á haugana,“ segir Kjartan. En bætir við að hann mundi vilja stuðla að því að henni yrði þá pakkað og komið í geymslu þar til hún fengi samastað. Að inn- réttingin yrði geymd en ekki gleymd. Hann segir að hún sé að vísu ekki úr harðviði, en úr viði samt. Var sérsmíðuð í Danmörku og flutt til landsins. Eina breytingin frá upphafí var þegar aðgreina þurfti vinnusvæðið frá búðinni. Áður voru lyfín löguð fyrir allra augum. En einkum með aukningu símalyfseðla þurfti að tryggja að ekki heyrðist það sem sagt er í síma. „Þagmælska var þið fyrsta sem ég lærði í þessu fagi. Allt sem fram fer í apóteki er leynd- armál. Engu má anda út og það lærir allt starfsfólk á svona stað,“ segir Kjartan. Hann bætir við að í Danmörku séu símalyfseðlar orðnir svo til óþekktir af þessari ástæðu. Þar fari öll samskipti fram um tölv- ur milii lækna og lyfsala, sem sé miklu tryggara. Danir séu þar tæknilega séð komnir skrefi á undan íslenskum lyfsölum. Að öðru leyti standi þeir þeim dönsku síst að baki. Kjartan kvaðst hafa farið utan og skoðað lyfjabúðir í Danmörku þegar hann fór að huga að nýju lyfjabúð- inni og sá að þar ríkir nú sama plast- öldin sem hér. Allar innréttingar . orðnar úr plasti og þá búið að fleygja þessum gömlu. Við komum okkur fs saman um að þegar sú tískusveifla m verður eins og aðrar gengin yfír, þá * sé slæmt ef allt það gamla sé glat- að. Innréttingamar í Iðunnarapóteki séu orðnar alveg einstakar. Fyrsti kvenlyfjafræðingurinn Lyfjabúðin Iðunn er því búin að vera þarna með sama yfírbragði á Laugavegi 40a í 67 ár og aðeins rekin af þremur lyfsölum. Jóhanna Magnúsdóttir lyfjafræðingur lét sér- hanna innréttingar og smíða í Dan- m mörku fyrir þessa lyfjabúð. Jóhanna * var fyrsti kveniyfjafræðingur lands- ins. Hún var dóttir Magnúsar Torfa- sonar sýslumanns á Isafirði og hafði byijað að læra í lyfjabúðinni þar áður en hún fór utan til náms í Danmörku. Hún hafði svo unnið ein- hvern tíma í apótekum hér heima áður en hún fékk leyfí fyrir apóteki við Laugaveginn. Þá voru fyrir tvær (' lyfjabúðir í Reykjavík, báðar reknar f af karlmönnum, Reykjavíkurapótek m og Laugavegsapótek, sem var til- ™ tölulega nýstofnað. Sagt er að menn hafi ekkert verið alltof hrifnir af að fá hana þarna, en Jóhanna lét sig ekki. Sjálf bjó hún alltaf í mjög glæsilegri íbúð á þriðju hæð sama húss og átti feykilega fallegt mál- verkasafn. Eftir að hún giftist Ósk- ari Einarssyni lækni bjuggu þau þarna með dóttur sinni, Þóru Cam- % illu, sem er nú eigandi hússins. Á f annarri hæðinni bjó síðast faðir Jó- m hönnu, auk þess sem skrifstofan var . ™ þar. Og er enn. Jón Þórarinsson lyfsali leigði áfram þegar hann tók við Lyfjabúð- inni Iðunni og líka Kjartan Gunnars- son sem tók við fyrir 19 árum, í október 1976. Og hefur rekið lyfja- búðina síðan með einni konu til að- stoðar, í skrifstofunni hér við hlið- ina, eins og hann orðar það. Skrifstofuhaldið ein kona Svava Ágústsdóttir hefur unnið H þar í 40 ár, byijaði hjá Jóhönnu Magnúsdóttur. Hún hefur bókhaldið og er jafnframt gjaldkeri. Svava var ekki þar þegar viðtalið fór fram. Hún var flutt á nýja staðinn upp í Domus Medica, fyrst allra. Þegar spurt var hvort hún ætlaði að halda áfram í nýju umhverfi, sagði Kjartan að sjálfsögðu. Svava hefði verið svo- lítið rög þegar tölvuöldin gekk í gj garð hér sem annars staðar, en svo !! drifíð sig í umskiptin. Hann kveðst 1 hafa lagt áherslu á að fá hana með í flutningana á nýja staðinn og þau umskipti sem eru að verða. „Ég lagði áherslu á að allir flyttu með okkur á nýja staðinn. Við höfum ávallt reynt að halda í fólk með reynslu, enda eru sumir búnir að vera hér í áratugi," segirKjartan. Hann kveðst hafa haldið uppi starfseminni í 19 | ár með lyfjafræðingum og lyfja- m tæknum, sem sé einstaklega góður ® vinnukraftur, gefist áreiðanlega ekki f betri í veröldinni. Lyfjatæknarnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.