Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMIIMGAR SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 35 hans, kenndi honum að nota fiðlu- bogann, og níu ára gamall spilaði hann fyrst á dansleikjum og ann- ars staðar þar sem tónlistar var þörf, framan af í Ólafsfirði, og þá iðulega með Hjörleifi bróður sínum. Þótt það hljómi undarlega stóð hugur Gests ekki til þess á unga aldri að leggja tónlistina fyrir sig, heldur til sjómennsku, og var hann um tíma á sjó á bátum Páls frá Hrafnsstöðum. Árið 1926 er organ- istalaust í Svarfaðardal og vand- ræðaástand við messur og fyrir þrýsting frá sr. Stefáni Kristinssyni á Völlum fór Gestur til orgelnáms til Sigluijarðar hjá Tryggva Krist- inssyni og síðar hjá dr. Páli ísólfs- syni. Haft var eftir Páli ísólfssyni að Gestur væri einn örfárra manna sem hann hefði kynnst sem hefði algjöra tónheyrn. Árið 1977 gaf Karlakór Dalvík- ur, undir stjórn Gests, út hljóm- plötu sem fékk nafnið Svarfaðar- dalur. Sá söngur mun ætíð verða fagurt vitni um góðan tónlistars- mekk og hæfileika hans á þessu sviði. Gestur var mikið náttúrubarn, fylgdist iðulega grannt með náttúr- unni og ekki síður var hann mikill veiðimaður. Ófá skipti hefur hann staðið við Svarfaðardalsá eða aust- ur við Laxá, eða gengið til rjúpna, og þá helst í landi Tjarnar eða Jarðbrúar í Svarfaðardal. Næm- leika hans og virðingu við veiðidýr- in er viðbrugðið og mættu margir „afkastaveiðimenn" taka það sér til fyrirmyndar. Ekki ræddum við tengdafaðir minn mikið um veiði- skap, því hann sá fljótlega að á því var lítið að græða, og hrein tímasóun að ræða við mig t.d. um rjúpnaveiði, því þekking mín á því sviði væri ekki margra orða virði. Hann fór ekki í neinn launkofa með hreinskilni sína í þeim efnum frekar en um afstöðu sína til ann- arra mála sem hann tjáði sig um. Á seinni árum hafði hann gaman af því að fylgjast með knattspyrnu, og mátti oft sjá gamla Willysjepp- ann við malarvöllinn við barnaskól- ann stund og stund þegar þar fór fram leikur eða æfing. Gestur átti lengi kartöflugarð ofan við byggð- ina á Dalvík og hef ég ekki kynnst meiri natni við kartöflurækt á lífs- leiðinni. Snemma vors var farið að koma útsæðinu út í skúr til spíring- ar og fékk hver einasta kartafla sína meðhöndlun. Þegar kom að niðursetningu voru þær fluttar með nærgætni á gamla Willysjeppanum og komið fyrir í moldinni af þeirri lega miklum breytingum. Gamla húsið fylltist af leik og röddum barn- anna. Þau hjón eignuðust fyrst dæturnar tvær, Borghildi og Jó- hönnu, síðar komu synirnir tveir, Einar Pálmi og Sveinn Flosi. Mikil hamingja var ríkjandi í Efra-Lang- holti á þessum árum, með hinn fríða barnahóp og velgengni í búrekstrin- um. Búið var í haginn á því sviði, stækkun túna, tækjabúnaður o.s.frv. Þá reis af grunni nýtt og rúmgott íbúðarhús. En það er eins og segir í kvæði Davíðs frá Fagraskógi að „sorgin gleymir engum“ því með snöggum hætti var húsmóðirin Sigríður hrifin frá sínu mikla starfi haustið 1971. Höggið var þungt og lítt bærilegt ekki síst fyrir Jóhann vin minn. En Jóhann átti sterka ijölskyldu, nefna maetti fósturbróðirinn Svein að ógleymdum bömunum fjóram. Nei, Jóhann stóð ekki einn því hann var maður vinmargur. Það sem einkenndi Jóhann mest var prúðmennskan og heillandi per- sónuleiki. Hann hafði skopskyn meira en í meðallagi án þess þó að ganga á hlut annarra. Hann var ekki framgjarn né hneigður til mannaforráða. Skólaganga ekki mikil að vöxtum, en sótti þó þann skólann er gaf ungum mönnum hvað mest miðað við námstíma. Það var íþróttaskóli Sigurðar Greipsson- ar í Haukadal, þann skóla má skil- greina í þrem orðum: íslenska, stærðfræði, líkamsrækt. Islensk glíma var Jóhanns uppáhaldsgrein enda var hann þar í fremstu röð. nákvæmni sem ég held að hafí ein- kennt allt hans lífshlaup, hvort heldur sem var á sviði tónlistarinn- ar, í veiðiskap eða við veraldlega hluti eins og að setja niður kartöfl- ur. Ég hygg að hefði hann átt þess kost að verða vitni að mínum að- ferðum við kartöflurækt hefði hon- um þótt það mikil vanvirða við kartöflurnar og ekki síður jörðina, enda voru kartöflurnar í Björk, þar sem Gestur og Guðrún áttu sitt heimili alla tíð, þær bestu í heimi meðan uppskerannar úr garðinum við Brimnesána naut við. Barnabömin og barnabama- bömin hafa alla tíð verið aufúsu- gestir á heimili afa síns og ömmu í Björk. Sérkennileg kímni Gests kom m.a. fram í glettnislegum skringileika og hlýju sem fólst í því að kalla bömin strax við fæð- ingu einkennilegum nöfnum og það oftar en ekki áður en foreldrarnir höfðu gefið barninu nafn. Dóttur- dóttir hans og dóttir mín hlaut t.d. nafnið Djolla og það notaði hann iðulega í stað hennar skímarnafns. Gamalt nótnahefti sem hann færði henni m.a. að gjöf, áritað þessu nafni, er því til staðfestingar. Lokið er langri ævi og gifturík- um starfsaldri. Drottinn hefur tekið Gest í sinn náðarfaðm og það er mín trú að þar hefur hann átt ánægjulega endurfundi við móður sína sem var honum svo hugstæð síðustu æviárin. Blessuð sé minning Gests Hjör- leifssonar. Geir. Margs er að minnast nú þegar afí minn, Gestur Hjörleifsson, er látinn. Ég minnist ferðanna sem við fóram saman til veiða í Svarfað- ardalsá. Hann var mikið náttúra- bam og hafði ánægju af útivera og veiðiskap og þar kenndi hann mér að fara með stöng og að bera sig við veiðiskap og var fróðlegt að sjá af hvað mikilli virðingu og þekkingu hann gekk um veiðistaði. I huga mínum era þetta merkilegir atburðir sem gaman er að minnast. Blessuð sé minning hans. Mig dreymir við hrunið heiðarsel; heyri ég söng gegnum opnar dyr, laufþyt á auðum lágum mel? Líf manns streymir fram, tíminn er kyrr. Allt sem var lifað og allt sem hvarf er, það sem yerður dvelur fjær ónuminn heimur, hulið starf; hús þessa dags stóð reist í gær. (Sn.Hj.) Gísli Kristinsson. Já, það voru mikil þáttaskil í Efra-Langholti þetta haust, haustið 1971, en lífið hélt áfram. Það liðu ekki nema eitthvað fimm ár þegar yngri sonurinn, Sveinn Flosi, tók við búsforráðum þar ungur að áram ásamt bóndadóttur úr nágrenninu, Jónu Soffíu Þórðardóttur í Syðra- Langholti. Þetta unga fólk tókst á við þetta stóra verkefni og nýjan tíma. Það er ekki að orðlengja að nýj- ungar í mjólkurframleilðslu voru nú uppteknar á þeim bæ. Nýjungar í tækjakosti til heyöflunar. Einnig í skipulagningu innan fjósveggjanna. Hér var eitthvað orðað um tölvu- væðingu og sögðu þeir mér uppeld- isbræður að best væri þeim að hafa þar ekki hönd í bagga. Þegar fimm ár voru liðin af öld- inni hóf Sveinn í Efra-Langholti búskap þar. Nú þegar fimm ár eru til aldamóta er fróðlegt að líta yfir sviðið. Okkur er gjarnt að spá í spilin. Við hugsum til viðskiptarisanna úti í heimi, sem búa yfir þeirri áráttu að setja okkur stólinn fyrir dyrnar, sem litlir erum. Þetta er stórt mál að fást við og á ekki heima hér. Það er trú mín að sú tækni sem þau Efra-Langholtshjón byggja nú á eigi eftir að sanna sig í þeim harða heimi sem við blasir. Um leið og ég votta Jóhanni í Efra-Langholti virðingu mína og þakkir fyrir langa samvera óska ég ykkur, afkomendum hans, velfarn- aðar. lngimundur Einarsson. L UNDBERG ÞORKELSSON KARL ÞORKELSSON + Lundberg fæddist 26. ágúst 1942 og lézt 7. febrúar sl. Hann var jarðsunginn frá Borgarneskirkju 15. febrúar. Karl fæddist 11. ágúst 1924 og lézt 5. marz sl. Hann var jarðsunginn frá Foss- vogskirkju 15. marz. ÖRFÁ ORÐ til minningar um vini rhína og náfrændur Lundberg og Karl. Þeir voru synir hjónanna Sigur- ástar Friðgeirsdóttur og Þorkels Sigurgeirssonar frá Hellissandi. Þau eign- uðust 12 böm og eru 6 þeirra á lífi í dag. Að auki ólu þau upp undirrit- aða, sem er sonardóttir þeirra. Ég var svo heppin að fá að kynn- ast þessari fjölskyldu náið á mínum uppeldisáram og vera sem ein af þeim. í því húsi ríkti alltaf ham- ingja og aldrei heyrði ég ljót orð falla á milli afa og ömmu. Þau vora bara sem ein heild og stóðu saman í einu og öllu. í einfeldni minni hélt ég að svona væri þetta alls staðar. í þá daga var alltaf sól í minningunni. Strákarnir þeirra voru kraftmikl- ir og gaman að fá þá í heimsókn. Þeir vora flestir farnir að heiman þegar ég man eftir mér en bjuggu samt í seilingarfjarlægð nokkrir þeirra ásamt fjölskyldum sínum. Svo stutt var í allan samgang. Amma og afi áttu eina dóttur á lífi, Guðríði, sem stofnaði heimili ung að árum og bjó einnig állellissandi. Lundberg var yngstur systkin- anna og átti því sérstakan sess í hjarta ömmu alla tíð. Hann var allt- af litli drengurinn hennar. Ég man hann sem ungan og glæsilegan mann. Hann var mikill íþróttamað- ur á yngri áram og keppti víða um land með sínu liði í ýmsum grein- um. Hefur það ef til vill orðið hon- um til bjargar þegar síðar þurfti að fjarlægja hálft annað lunga hans vegna veikinda. Hann kvæntist Birnu Markús- dóttur og stofnuðu þau heimili á Hellissandi. Örlögin höguðu því þannig að leiðir þeirra skildu, en þau eignuðust þrjár dætur, þær Lindu Margréti og tvíburana Ástu Björk og Laufeyju Báru. Barna- börnin eru nú tvö. Lundberg flutti síðar til Reykja- víkur og þar kynntist hann eftirlif- andi sambýliskonu sinni, Ólöfu Finnbogadóttur. Þar eignaðist hann sína aðra fjölskyldu. Börnin hennar og barnabörn voru sem hans eigin. En augasteinamir í hans lífi vora barnabörn hans og Lóu, þær Sunneva, dóttir Lindu, og Tinna, barnabam Lóu. Þær vora á svipuð- um aldri og miklir gleðigjafar hjá afa og ömmu. Lúlli og Lóa voru mjög samhent og dugnaðarforkar. Þau fram- kvæmdu það sem hugur þeirra stóð til hveiju sinni. Sem dæmi keyptu þau sér bát og gerðu hann út frá Amarstapa á Snæfellsnesi á sumr- in. Alltaf voru þau mætt snemma vors á Nesið og oft var róið þótt illa viðraði. Enda gekk útgerðin oft vel hjá þeim tveim. Þau undu sér vel undir jökli. Þau reistu sér fallegan sumarbú- stað sem þau ætluðu að búa í á Crfisdrvkkjur GAPt-IOfl Sími 555-4477 ■ j- »»j« i ""j"* Krossar sumrin en það vantaði herslumun- inn á að hann væri tilbúinn. Þegar ég hitti frænda minn sl. sumar brá fyrir ljóma í augum hans þegar hann sagði mér frá sumarbústaðn- um sínum. Þar ætlaði hann að eiga góðar stundir. Þær urðu færri en vonir stóðu til, því þá kom áfallið. Hann var fluttur í skyndi á sjúkra- hús sl. sumar með hjartaáfall. Eftir það náði hann sér aldrei til fulls. Hann kunni því illa að vera sjúkling- ur og hlífði sér hvergi til vinnu og því fór sem fór. Nú er hann laus við þjáningarnar og eftir standa minningar um góðan dreng sem við munum sakna mikið. Karl bróðir hans var elstur eftir- lifandi systkina. Hann kvæntist aldrei, en bjó lengst af í foreldrahús- um að undanskildum nokkrum áram sem hann bjó og starfaði í Vestmannaeyjum. Þeirri vist lauk eftir gos. Þá fluttist hann heim á Sand aftur. Hann var mjög góð sál og vildi öllum alltaf allt gott. Þegar hann flutti til Reykjavíkur með móður sinni ’78 kom það best í ljós hvern mann hann hafði að geyma. Faðir hans var þá mikið veikur og lést tveim árum síðar eftir mikil og erfið veikindi. Þegar hann dvaldi heima milli sjúkrahúsvista, þá orðin fatlaður, var Kalli hans stoð og stytta daga og nætur. Árið ’79 fluttust þau amma og Kalli í íbúð Öryrkjabanda- lagsins í Hátúni lOa. Þar leið þeim alltaf vel í þau 15 ár sem liðin era síðan. Þrátt fyrir sín miklu veikindi undanfarin ár stundaði hann móður sína af svo mikilli alúð daga og nætur að einstakt var. Hann hlífði sér hvergi. Þau héldu upp á stórafmæli sitt bæði tvö þann 11. ágúst sl. sumar. Hún varð 95 ára þann dag og hann 70 ára. Þetta var gleðidagur í lífi þeirra í Hátúninu og einnig sá síðasti hjá ömmu. Daginn eftir flutti hún á Hrafnistu þar sem hún dvelur nú á sjúkradeildinni. Þau sættu sig illa við þessar breytingar bæði tvö og söknuðu hvors annars. Kalli var tryggðatröll og alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar á þurfti að halda. Hann saknaði föður síns mikið og alltaf bað hann um að vera keyrður upp í garð þegar hann var í bíltúr. Hann hafði unun af því að gleðja aðra og þá sérstaklega börn. Þau era ófá skipt- in sem hann rétti þeim eitthvað sem gladdi. En nú er komið að kveðju- stund og söknuðurinn er mikill. Amma mín hefur alltaf verið mjög sterk kona og alltaf staðið af sér áföll betur en margir aðrir. Hún reyndi að bera sig vel þegar henni var tilkynnt lát yngsta sonar síns og sagði að þetta kæmi fyrir alla. En áfallið er stórt. Tveir synir falln- ir i valinn á fjóram vikum. Við biðj- um algóðan guð að styrkja hana í sorginni. Eg þakka mínum ástkæra frænd- um fyrir samfylgdina og votta öllum aðstandendum þeirra samúð mína og minnar fjölskyldu. Ásta. + Útför ODDS VILBERGS PÉTURSSONAR löggilts endurskoðanda, Kambsvegi 17, Reykjavík, sem andaðist aðfaranótt 15. mars sl., fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 21. mars kl. 15.00. Ragna Kristín Jónsdóttir, Guðbjörg Oddsdóttir, Guðbjörg Oddsdóttir, Sigurður Arnar Jónsson, Sigurrós Jóna Oddsdóttir, systkini og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ÖNNU JÓNSDÓTTUR. Jón Óiafsson, Ólafur Jóhann Ólafsson, Anna Sif Jónsdóttir, Ólafur Jóhann Jónsson, Ólafur Jóhann Ólafsson, Sigrún Stefánsdóttir, Anna Ólafsdóttir, Stefán Jónsson, Árni Jónsson, Árni Jóhann Ólafsson. Lokað I viðgrlit og málo&ir. Mismunandi mynsiur, vönduo vinna. Simi 91-35939 og 357351 Lokað verður eftir hádegið mánudaginn 20. mars vegna jarðarfarar ÞÓRARINS GUÐNASONAR. K. Þorsteinsson & Co. Skútuvogi 10E, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.