Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 19. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Aðalfundur Aðalfundur Tennisfélags Kópavogs verður haldinn mánudaginn 27. mars nk., kl. 20.30 í Kópavogsskóla. Kynntir verða hinir nýju og fullkomnu útivellir félagsins sem teknir verða í notkun í vor. FAKUR - KAFFIHLAÐBORÐ Hið vinsæla kaffihlaðborð okkar verður sunnudaginn 19. mars kl. 14.00-17.00 í Félagsheimili Fáks, Víðivöllum. Verð 500 kr. fyrir fullorðna og 250 kr. fyrir börn. V Kvennadeild Fáks. Leðursófasett og ledurhornsófar frá NATUZZl, Ítalíu. Frábært verð - Margir litir. Valhnsgögn ÁRMÚLA 8, SÍMAR 812275, 685375 Húsgagnabólstrun er löggilt iðngrein. í Meistarafélagi húsgagnabólstrara eru einungis fagmenn sem óhætt er að treysta. Merkið fryqq/r fggleg vinnubröqð Hebtarafélag Húsgagnabólstrara Bólstrun Óskars, Fjarðarási 23, 110 Rvík s. Form bólstrun, Auðbrekku 28-30, 200 Kóp. s. HS bólstrun, Kirkjuvegi 35, 800 Selfoss s. GB húsgögn hf., Grensásvegi 16, 108 Rvík s. Bólstrarinn hf., Hverfisgötu 76, 101 Rvík s. Bólstrun Sveins, Iðnbúð 5,210 Garðabæ s. Ragnar Björnsson hf., Dalshrauni 6, 220 Hafnarj. s. Bólstrun Ásgeirs, Vorsabæ 12, 110 Rvík s. Bólstrun Magnúsar, Byggöarholti 27, 270 Mos. s. Húsgagnamarkaburinn hf., Síðumúla 20, 108 Rvík s. Bólstrun Gunnars, Skeifunni 4, 108 Rvík s. Kaj Pind hf., Síöumúla 33,108 Rvík s. GA húsgögn hf., Brautarholti 26, 105 Rvík s. Ás húsgögn, Helluhrauni 10, 220 Hafnarj. s. Bólstrun Karlsjónss., Langholtsvegi 82, 104 Rvík s. Bólstrun Guðmundar,. Stangarholti 20,105 Rvík s. KB bólstrun, Strandgötu 39, 600 Akureyri s. Bólstrun Ásgríms, Bergstaðastræti 2, 101 Rvík. s. Bólstrunin Miðstræti, Miðstræti 5, 101 Rvík s. Bólstrun Elínborgar, Ásbraut 21, 200 Kóp. s. Bólsturverk sf., Kleppsmýrarvegi 8, 104 Rvík s. Antik bólstrun, Langholtsvegi 128, 104 Rvík s. 91-870287 91-44962 98-21805 91-674080 91-15102 91-657322 91-651740 91-873820 91-666431 91-688599 91-813344 91-682340 91-39595 91-50564 91-37550 91-22890 96-21768 91-16807 91-21440 91-41469 91-36120 91-39030 MINNINGAR ÞÓRARINN GUÐNASON Þórarinn Guðnason fædd- ist á Raufarhöfn 18. janúar 1957. Hann lést af slysförum í Köln 6. mars síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Helga Jónsdóttir húsmóð- ir, f. 6.11. 1915, og Guðni Þ. Árnason, fyrrv. skrifstofu- stjóri, f. 2.11. 1917, d. 1.6. 1981. Systk- ini Þórarins eru: Þórhildur, f. 1940, starfsstúlka, Jónas Friðrik, f. 1945, skrifstofu- stjóri, Sigrún, f. 1947, húsmóð- ir, Guðný Margrét, f. 1949, læknaritari, Árni Stefán, f. 1950, deildarstjóri, Jón, f. 1952, verkamaður, Örn, f. 1954, starfsmaður Hafrannsókna- stofnunar, Guðrún Hólmfríður, f. 1961, nemi. Þórarinn ólst upp á Raufarhöfn. Hann gekk í Barna- og ungl- ingaskóla Rauf- arhafnar og lauk prófi sem húsa- smiður frá Iðnskól- anum á Akureyri 1983. Hann starf- aði að iðn sinni og sem verslunarmað- ur og nú síðast sem verlsunarstjóri hjá Járni og skipum í Keflavík. Hinn 7. ágúst 1983 kvænt- ist Þórarinn Mar- gréti Helgu Sigurðardóttur meðferðarfulltrúa, f. 13.6. 1957 og eiga þau þrjú börn. Þau eru: Margp’ét Unnur, f. 2.12.1977, Egill, f. 10.4. 1983, og Óðinn, f. 6.7. 1988. Útför Þórarins fer fram frá Háteigskirkju á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. Elsku pabbi. Okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum og þakka þér fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Þú varst okkur ástríkur faðir og styrktir okkur þegar eitthvað bját- aði á. Við vitum að þú fylgist með okk- ur og fjölskyldunni og gætir okkar vel þar sem þú ert núna á himnum með pabba þínum. Við viljum biðja góðan Guð að geyma þig. Minning okkar um þig mun lifa björt í hugum okkar um ókomna framtíð. Guð blessi elsku mömmu og gefi henni og öllum okkar nánustu styrk til að bera þennan þunga harm. Að lokum er hér eftirlætis bænin þín: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Egill og Óðinn. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku pabbi minn. Ég veit varla hvað ég á að skrifa núna þegar kveðjustundin er komin. Þótt erfitt sé að sætta sig við dauðann og sorg mín sé mikil er huggun að vita að þú ert í góðum höndum hjá Guði og afa Guðna. Þú varst besti faðir sem ég gat hugsað mér og kenndir mér svo margt um lífið. Það var alltaf svo gaman að vera nálægt þér því þú varst svo skemmtilegur og glaður. Allar góðu stundirnar sem við átt- um saman varðveiti ég vel. Megi góður Guð veita mömmu og okkur öllum styrk í sorginni. Guð blessi þig og takk fyrir allt. Þín Margrét Unnur. Það er þungt áfall þegar æsku- vini er kippt burt í blóma lífsins. Við slíkt áfall lítur maður gjaman um öxl og í okkar minningamyndum frá bemsku- og unglingsárum spil- aði Tóti frændi okkar og nágranni stórt hlutverk. Æskuheimilið hans var undraveröld í okkar huga og þó húsnæðið hafi vissulega verið spennandi leikvangur með öll sín útskot þá var það fyrst og fremst grallarinn hann Tóti með óþrjótandi hugmyndaflug sem gerði samveru- stundimar í Laufási að ævintýmm. Hápunktur ævintýranna vom leik- ritin sem við sömdum og lékum af hjartans list. Tóti var driffjöður í félagslífínu, kraftmikill, ábyrgur og átti sérstaklega gott með að sjá spaugilegu hliðamar á tilvemnni. Bæði í leik og starfi var gott að vera í návist þessa ijörkálfs sem var líka svo traustur og einlægur. Eins og gjarnan þegar fólk stofnar eigin fjölskyldu fækkar samfundum en alltaf var jafn hlýtt að hitta Tóta. Við kveðjum með söknuði kæran vin, samveran er okkur ógleyman- leg. Helga, Margrét, Egill og Óð- inn, guð styrki ykkur í sorginni. Við vottum ættingjum og öðrum sem eiga um sárt að binda við frá- . fall Tóta dýpstu samúð okkar. Aðalheiður, Arnheiður og Edda Hrafnhildur Björnsdætur. Mig langar með örfáum orðum að minnast skólabróður míns og æskufélaga, Tóta. Við Tóti vorum bekkjarsystkini í gegnum allan barna- og gagnfræðaskólann og hafði hann mikla sérstöðu í hópi bekkjarsystkina í mínum huga. Hann var glaðlyndur og góður fé- lagi og gott að vera í návist hans. Þegar árin liðu skildu leiðir og oft var langt á milli samverustunda. Þó var það svo að þegar við hitt- umst aftur fannst mér enginn tími hafa liðið, sem við hefðum hist í gær. Hjá Tóta var glaðværðin og léttleikinn alltaf í fyrirrúmi. Ekki eru nema fáar vikur síðan við hittumst síðast, til að halda upp á að tuttugu ár voru liðin síðan við útskrifuðumst sem gagnfræðingar. Áttum við þá saman yndislegt kvöld, hann hrókur alls fagnaðar í hópi bekkjarsystra. Mér fínnst ótrú- legt að við munum ekki hittast aft- ur en vegir Guðs eru órannsakan- legir og við sem eftir erum huggum okkur við að þetta hljóti að hafa einhvem tilgang. Ég mun minnast með þakklæti allra okkar samveru- stunda. Eiginkonu og börnum, móður og systkinum og öllum öðrum aðstand- endum votta ég mína dýpstu samúð og bið Guð að styðja þau í sorg sinni. Guðrún Stefánsdóttir. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar okkar Þórarins, eða Tóta eins og við kölluðum hann. Það er svo stutt síðan við hittumst, hann hress og auðvitað að stríða mér á búsetu minni, en hann not- aði öll hugsanleg tækifæri til þess. Alltaf var gaman að koma til Helgu og Tóta, sitja í stofunni þeirra með kaffíbollann og tala um allt milli himins og jarðar, og minnist ég sérstaklega síðustu heimsóknarinn- ar er við ræddum húsnæðismálin, þau hugðust kannski breyta til. Sagði ég þá að ef þau flyttu til Hafnarfjarðar þá kæmum við líka „suður“. En lífíð er sífellt að koma á óvart, og dauðinn hinn óumflýjanlegi veld- ur manni alltaf áfalli og ekki síst þegar maður horfír á eftir 38 ára gömlum manni hverfa frá fjölskyldu og ástvinum. En góðu stundirnar gleymast aldrei og næst þegar vð sitjum í stofunni hjá Helgu þá verð- ur einn strengur í þessu hljóðfæri vináttu okkar brostinn en við sem FERMIN GARTILBOÐ afnnqilak. QF NORWAVy Sængur og koddar Luno-fill sæng blá Luno-fill sæng blá ^33@@=Ckn Luno-fill sæng hvít ^L9@0=ckri Hollofil 4 koddi blár ]530@?JSri Luno-fill koddi blár ^L9@@=c£r[ Luno-fill koddi hvítur ^Di@0=C£5^ 5.520, - kr. 3.920,- kr. 3.120,-kr. 2.320,- kr. 1.520, - kr. 1.200,- kr. Hugsaðu hlýtt - Gefðu ajungflak. Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581-4670 ÞARABAKKA - MJÓDD • S: 567-0100 Umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.