Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.03.1995, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 19. MARZ1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Júlíus HELMINGUR þeirra bama sem alast upp án föður verða undir í lífínu síðar meir og föðurleys- ið getur haft alvarlegar afleið- ingar fyrir þjóðfélagið í heild sinni, segja bandarískir sérfræðingar. Langtímarannsóknir í Bandaríkj- unum um mikilvægi föðurins eru nú að sjá dagsins ljós og meðal annars hefur komið þar fram að betra sé fyrir bam að alast upp hjá foreldrum sem búa í slæmu hjónabandi heldur en hjá einstæðu foreldri, og að stjúpfaðir geti aldrei komið í stað lífföður. Menn virðást nú vera að vakna til vitundar um mikilvægi föðurins í fjölskyldunni og má nefna að evrópskt rannsókn- arþing um fjölskyldutengsl karl- manna verður haldið í Gautaborg í maí næstkomandi. Dr. Sigrún Júlíusdóttir dósent í félagsráðgjöf við Háskóla íslands mun sækja það þing en hún hefur rannsakað ís- lensku fjölskylduna í mörg ár. Fengið var álit hennar og Askels Arnar Kárasonar, sálfræðings og forstjóra Meðferðarstöðvar ríkisins fyrir unglinga, á fullyrðingum er- lendra sérfræðinga. Faðirinn, sem er yfírleitt frá vegna vinnu og hefur því lítinn tíma fyrir böm sín, virðist nú skyndilega vera orðinn sú persóna sem hefur örlög og framtíð bamsins í hendi sér. í Bandaríkjunum hafa rann- sóknir um hlutverk föðurins í upp- eldi bama verið að sjá dagsins ljós, og hefur þar, og einnig í Þýska- landi og Bretlandi, verið mikið rætt og ritað um þær afleiðingar sem það hefur fyrir bamið og þjóð- félagið í heild sinni þegar böm al- ast upp án föður. Fjölmargar bæk- ur sérfræðinga um þau mál hafa komið út í ofangreindum löndum, og nýlega birtist ítarleg umfjöllun í bandaríska tímaritinu U.S. News og þýska ritinu Focus um hlutverk föðurins. Föðurleysi Nærvera lífföður í fjölskyldunni skiptir sköpum fyrir framtíð barns- ins, segja bandarískir sérfræðing- ar, og skiptir þá engu máli hvort faðirinn er ríkur eða fátækur, hvít- ur eða svartur. Rannsóknir hafí og sýnt að afbrot unglinga megi í fieiri tilvikum rekja til föðurleysis þeirra en til fátæktar eða kynþáttamis- réttis sem þeir hafí ef til vill alist upp við. Þeir þjáist og oftar af Má rekja afbrot unglinga til föðurleysis þeirra? Er betra fyrir bam að alast upp hjá foreldmm sem búa í slæmu hjónabandi held- ur en hjá einstæðu foreldri? Koma sijúpfeð- ur aldrei í stað Iíffeðra? Bandarískir sérfræð- ingar vilja halda ofangreindu fram en Krístín Maija Baldursdóttir leitaði svara hjá Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráðgjafa og Askeli Emi Kárasyni sálfræðingi um mikilvægi föðurins. þunglyndi og framtaksleysi en unglingar sem alast upp hjá báðum foreldrum, hætta oftar fyrr í skóla, verða oftar fíkniefnaneytendur, eru oftar fórnarlömb kynferðislegs of- beldis, og eignast oftar börn meðan þeir sjálfir eru á unglingsaldri. Það er ekki að ástæðulausu sem Bandaríkjamenn eru uggandi um hag fjölskyldunnar og framtíð þeirra barna sem nú eru að vaxa úr grasi. Tvö börn af hverjum fímm alast nú upp án lífföður í Bandaríkj- unum, eða um 38% allra barna. Árið 1960 voru þau hins vegar 17,5%. Um 46% fjölskyldna þar sem móðirin býr ein með börnum sínum lifa undir fátæktarmörkum þar í landi, en aðeins 8% þeirra fjöl- skyldna þar sem báðir foreldrar eru til staðar. Aðeins 43% fanga í bandarískum fangelsum ólust upp hjá báðum foreldrum og tveir þriðju allra nauðgara og þrír ijórðu allra morð- ingja af yngri kynslóðinni ólust upp án föður. Engar rannsóknir hafa verið gerðar um fjölskyldubakgrunn fanga á íslandi, en samkvæmt skýrslu Fangelsismálastofnunar ríkisins frá árinu 1993, kemur helmingur ungmenna sem fengið hafa ákærufrestanir og eru undir eftirliti Fangelsismálastofnunar, frá rofnum fjölskyldum og virðist það mun algengara hjá stúlkum en piltum. Um 48% pilta sem fengu ákærufrestun komu úr fjölskyldu þar sem foreldrar voru ekki í sam- búð og um 63% stúlkna. Á Islandi er hlutfall einstæðra foreldra nú um 10% allra barnafjöl- skyldna. Tveir stýra skútunni En hvers vegna er faðirinn svona mikilvægur? Hvaða öryggi getur hann veitt barninu umfram það sem móðirin getur veitt því? Þótt nútímamaðurinn leitist sí- fellt við að breyta veruleika sínum og umhverfí virðist hann ekki hafa roð við náttúrunni. „Við erum samsetning karls og konu, erfum eiginleika þeirra beggja, og jafnframt erfðaeigin- leika fjölskyldna þeirra. Þessi líf- fræðilegu tengsl eiga sér djúpar rætur í menningu mannkyns," seg- ir breski sálfræðingurinn Penelope Leach, sem er formaður breskra samtaka um barnavernd. Hún hef- ur fjallað um hlutverk föðurins, meðal annars í bók sinni „Children fírst“, eða Börnin fyrst, sem hefur vakið mikla athygli. Undir þetta taka þau Sigrún Júlíusdóttir félagsráðgjafi og Áskell Örn Kárason sálfræðingur. Frá náttúrunnar hendi er gert ráð fyrir tveimur foreldrum, — hvorum af sínu kyni,“ segir Sigrún. „Það má líkja þessu við muninn á því að róa bát með einni ár eða tveimur, það hefur áhrif á jafnvæg- ið í bátnum og öryggiskennd þeirra sem i honum eru. Það skapar barn- inu öryggi að hafa tvo að leita til og vita að það séu tveir sem stýra skútunni. Þegar barn missir for- eldri fer það stundum í stuðnings- eða huggunarhlutverk gagnvart foreldrinu sem það er hjá, og það setur þau oft í ábyrgðarhlutverk sem er ekki tímabært. Börn eru ekki til þess fallin að rækja hlut- verk maka. Á heimili þar' sem annað foreldr- ið vantar getur það gerst að barn hafi fjárhagsáhyggjur, áhyggjur vegna yngri systkina og síðast en ekki síst áhyggjur vegna líðan for- eldrisins. í fræðum og í klíniskri vinnu greinum við áhrif þess hvern- ig börn samsama sig sorg og erfið- leikum foreldranna annars vegar, ýmist með því að taka á sig þessa ótímabæru ábyrgð, ganga inn í verkefni, afla tekna, sjá um heimil- ishald, innkaup og barnagæslu, og svo hins vegar hvernig þau sam- sama sig tilfinningalegum þörfum foreldrisins. Þau eru þá oft eins og barómeter á líðan þeirra. Þau læra til dæmis að sitja á sínum eigin þörfum og læra að afneita eigin tilfínningum því þau eru svo upp- tekin af því að hlú að foreldrinu og tryggja að það verði ekki fyrir meiri vonbrigðum eða sársauka.“ Áskell Örn segir að hér sé um að ræða samspil tveggja einstakl- inga hvorum af sínu kyni. „Á heim- ili þar sem eingöngu er einn fullorð- inn, verður styrkur hins fullorðna minni en á heimili þar sem báðir foreldrar eru til staðar og þar sem sambúðin gengur vel. Fyrirmynd- irnar eru fjölbreyttari og hinir full- orðnu hafa styrk hvor af öðrum. Það vantar stóran þátt inn í mótun- arferil barnsins þegar faðirinn er ekki til staðar í uppeldinu. Það verður augljósara þegar um félags-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.